Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977 17 Gjaldeyristekjur af ÍSAL 1 ár áætlaðar 4,1 milljarður Orkukaupasamningurinn stendur undir veru- legum hluta árlegra afborgana Landsvirkjunar AÆTLAÐ er að innlendur kostn- aður lslenzka álfélagsins eða með öðrum orðum hreinar gjaldeyris- tekjur af Isal vegna rekstrar og fjárfestingar nemi um 4 milljörð- um og 142 milljónum króna á þessu ári. Áætlað er að kostnaður tsals vegna rafmagnskaupa nemi á þessu ári um 902 milljónum króna, að félagið greiði um 266 millj. króna f skatta en 2 millj- arða og 8S0 milljónir króna vegna annars kostnaðar, svo sem launa starfsmanna, hafnargjalda og leigu á íslenzkum skipum. Kostn- aður tSALs vergna reksturs nem- ur þannig alls um 4 milljörðum og 28 milljónum króna. Hreinar gjaldeyristekjur af fslenzka álfé- laginu frá upphafi nema nú samtals um 24,4 milljörðum króna. Samkvæmt þjóðhagsspá fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að heild- arútflutningur á áli nemi um 14,1 milljarði króna, en geta má til samanburðar að gizkað er á, að ef vel tekst til með loðnuveiði þessa árs muni hún svara til um 9 milljarða króna í útflutningsverð- mæti. Á bak við útflutningsand- virði álsins standa hins vegar að- eins 650 starfsmenn og miðað við þær tölur sem nefndar hafa verið hér að framan um heildargjald- eyristekjurnar vegna rekstrar ís- lenzka álfélagsins mun láta nærri, að gjaldeyrisöflun hvers stanrfs- manns svari til um 6.2 milljóna króna. Eins og sjá má á töflu sem hér fylgir hefur kostnaður isals vegna rafmagnskaupa vaxið hægt og sígandi á liðnum árum og er áætlaður á þessu ári um 902 milljónir króna. Til samanburðar má nefna, að gert er ráð fyrir að afborganir af öllum lánum Lands- virkjunar vegna virkjunarfram- kvæmda, og Sigalda þá meðtalin, á þessu ári nemi 1.3 milljörðum króna, þannig að orkukaupasamn- ingurinn milli Landsvirkjunar og Isals fer langleiðina með að standa undir þessari afborgun. Afborgunarfjárhæðir af lánum Landsvirkjunar næstu fjögur árin eru ekki ósvipaðar frá ári til árs, en hins vegar má gera ráð fyrir að rafmagnskaup ísals aukizt enn miðað við þá þróun sem verið hefur, þannig að þetta hlutfall eigi eftir að verða enn hagstæð- ara. Hér fer á eftir tafla sem Morg- unblaðið hefur aflað sér um inn- lendan kostnað Islenzka álfélags- ins: Innlendur kostnaður — 1 millj. króna Vegna rekstrar Rafm. skattur annað samt. fjárfest. AIIs 1967 — — — — 532 532 1968 — — — — 665 665 1969 95 19 172 285 885 1140 1970 342 133 532 1007 190 1197 1971 380 152 798 1330 285 1615 1972 437 57 893 1387 304 1691 1973 684 190 1444 2318 152 2470 1974 665 532 2185 3388 228 3610 1975 608 133 2489 3230 152 .3382 1976 798 285 2812 3895 19 3914 1977 902 266 2850 4028 114 4142 22.192 24.358 Sýslunefnd V-Skaftafells- sýslu vill álver við Dyrhólaey Nefnd heimamanna ræddi við iðnaðarráð- herra og viðræðunefnd um orkufrekan iðnað SVSLUNEFND Vestur- Skaftafellssýslu hélt fund I gær um hugsanlega álverksmiðju við Dyrhólaey. „Skemmst er frá þvf að segja, að allir sýslunefndar- menn voru hlynntir þvf að reist yrði álverksmiðja við Dyrhólaey með tilheyrandi hafnarmann- virkjum," sagði Einar Oddsson, sýslumaður 1 Vfk, þegar Morgun- blaðið innti frétta af sýslu- nefndarfundinum f gær. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt: Sýslufundur Vestur- Skaftafellssýslu, haldinn f Vfk f Mýrdal miðvikudaginn 12. jan. 1977, lýsir eindregnum stuðningi sfnum við það, að norska fyrir- tækinu Norsk Hydro verði veitt aðstaða til byggingar álverk- smiðju við Dyrhólaey. Fundurinn skorar á iónaðarráð- herra og viðræðunefnd um orku- frekan iðnað að beita sér fyrir nauðsynlegri hafnargerð við Dyr- hólaey. Ályktunin var samþykkt 8 atkvæðum allra sýslunefndar- manna. Hugmyndin um álverksmiðju við Dyrhólaey var einnig rædd á sameiginlegum fundi hrepps- nefnda i Vestur-Skaftafellssýslu og hreppsnefndar Vestur- Eyjafjallahrepps í Rangárvalla- sýslu s.l. laugardag og var afstaða þeirra fundarmanna, sem tóku til máls, jákvæð varðandi slika bygg- ingu miðað við að allra nauðsyn- legra varúðarráðstafana yrði gætt. Var kosin nefnd manna á fundinum til þess að ræða málið við iðnaðarráðherra og viðræðu- nefnd um orkufrekan iðnað. Nefndin átti i gærmorgun við- ræður við iðnaðarráðherra pg em- bættismenn í iðnaðarráðuneytinu en siðdegis gekk nefndin síðan á fund Viðræðunefndar um orku- frekan iðnað til að reifa hug- myndir sinar við hana. I báðum tilfellum voru víðræðurnar að frumkvæði Mýrdælinganna. Mýrdælingarnir hafa einkum augastað á þvi að álbræðslan verði reist og rekin í samvinnu við norska stóriðjufyrirtækið Norsk Hydro en Viðræðunefndin um orkufrekan iðnað hefur ein- mitt átt i viðræðum við forráða- menn Norsk Hydro um hugsan- lega samvinnu við að koma upp álveri norðanlands. Samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hefur hugmyndin um álbræðslu á suðurströndinni ekki komið til tals i þeim viðræð- um sem hingað til hafa farið fram milli Viðræðunefndarinnar um orkufrekan iðnað og forráða- manna Norsk Hydro heldur hefur einungis verið rætt um Norður- land i því sambandi. Mun Við- ræðunefndin væntanlega skila skýrslu sinni um þessar viðræður i febrúarmánuði eins og ráð hafði verið gert fyrir. Aðeins eftir að ganga form- lega frá einvíginu við FIDE segir forseti Skáksambandsins EINVlGISMALIN eru alveg að komast í höfn, sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands tslands, f samtali við Mbl. f gær. Einar hafði þá fyrr um daginn talað við dr. Euwe, forseta FIDE. Skýrði Einar honum frá bréfi Horts, með óskunum um að hann gæti teflt einvlgi sitt hér á tslandi og jafnframt að Friðrik Ólafsson hcfði farið til Hollands f gær- morgun og myndi ræða við Euvvo um það en Ilort scndi bréfið til Friðriks. t gær var ?kki komið svar frá Hort, en Euwe sagði við Einar S. Einarsson, að með tilliti til bréfsins frá Ilort, myndi hann f dag, fimmtudag, úrskurða að einvfgið færi fram á íslandi. — Það á því aðeins eftir að ganga formlega frá málinu við FIDE, sagði Einar. Undirbúningur einvígis þeirra Spasskys og Horts er hafinn af fullum krafti. Loforð hefur fengizt um myndarlegan styrk frá menntamálaráðuneytinu og auk þess baktryggingu ef tap verður á einviginu. Einnig hefur Reykja- vikurborg lofað einnar milljónar króna baktryggingu. Teflt verður að Hótel Loft- leiðum og hefst einvígið líklega sunnudaginn 27. febrúar. Teflt er þrisvar i viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Teflt verður í Kristalsal en skák- skýringar verða í ráðstefnusal Hótels Loftleiða og einnig í Víkingasal, ef aðsókn verður mikil. Tefldar verða 12 skákir, eða þar til annar hvor keppenda hefur hlotið 6!4 vinning. Ef keppendur verða jafnir eftir 12 skákir verður teflt áfram þar til úrslit fást. Guðmundur Arnlaugs- son verður yfirdómari en Gunnar Gunnarsson aðstoðardómari, en þeir eru báðir alþjóðlegir dómarar. Einar S. Einarsson sagði að lok- um, að Skáksambandið hefði farið út i þetta einvigishald til að skapa tilbreytingu í skáklifinu núna í skammdeginu, til að auka hróður íslands og Reykjavikur sem einnar af skákhöfuðborgum heimsins og til að styðja við bakið á FIDE á erfiðum tímum hjá sam- bandinu. Fremsti leikmynda- teiknari Breta gerir leikmynd fyrir „Lé konung Nú standa yfir i Þjóð- leikhúsinu æfingar á Lé konungi eftir Shakes- peare. Einn fremsti leik- stjóri Breta, Hovhannes I. Pilikian, hefur verið fenginn til að leikstýra verkinu. Um Pilikian verður fjallað nánar hér í blaðinu á næstunni. Leik- mynd gerir annar þekkt- ur leikhúsmaður og einn mest metnu leikmynda- teiknara i heiminum í dag, Ralph Koltai. Hann kom til landsins með leik- myndina í fyrradag en vegna mikilla anna i Bretlandi þarf hann að halda út aftur á morgun, föstudag,' en kemur svo aftur til íslands í endað- an febrúar til að fylgjast nánar með gangi mála. Aðstoðarleikstjóri á Lé konungi er Stefán Baldursson. Leikmyndateiknarinn Ralph Koltai er ungverskur að upp- runa, fæddur i Berlin árið 1924. Hann fluttist til Bretlands árið 1939, þar sem hann hefur dval- izt æ síðan. Koltai lærði leikmyndateikn- un við „Central School of Art and Design" í London. Hann varð síðar skólastjóri við þann sama skóla, eða frá tímabilinu 1964—72. Hann er talinn i hópi mest metnu leikmyndateiknara heimsins um þessar mundir. Hann hefur gert yfir hundrað leikmyndir við leiksýningar og óperur víðs vegar um heim, aðallega í Bretlandi, en einnig i Bandaríkjunum, Astraliu og Þýzkalandi. Astæðan fyrir þvi að Koltai dvelst svo stutt hér á íslandi nú, er sú að hann þarf að gera leikmyndir við tvö verk, sem sýningar eru að hefj- ast á í London á næstunni. Ann- að fjallar um Lenin, en hitt er ópera. Ralph Koltai er einn helzti leikmvndateiknari við „Royal Shakespeare company“ í Lond- on. Hann hefur tvisvar áður gert leikmynd við sýningu sem Hovhannes I. Pilikian stjórn- aði. Önnur sýningin var á „Ræningjunum" eftir Schiller, fyrstu uppfærslu þess klassiska verks á enskri tungu. Hin var „Ödipus konungur" eftir Söfókles. Koltai hlaut gullverð- laun á alþjóðasýningu leik- myndateiknara i Prag, eða „Prag Quadriannale", árið 1975. Verðlaunin hlaut hann meðal annars fyrir leikmynd sína á „Ödipusi konungi." Morgunblaðið náði stuttlega tali af Ralph Koltai I gærkvöldi. Sagðist Koltai lítið geta sagt um Þjóðleikhúsið og aðstæður þar, þar sem hann hefði aðeins dvalizt hér í einn sólarhring. Hann sagðist þó vera hrifinn af Reykjavík og hefði verið mjög ánægður við komuna hingað að sjá að landslagið var einmitt eins og hann hafði gert sér hug- myndir um. „Leikstjórinn Hovhannes I. Pilikian hefur hugsað sér að setja Lé konung upp þannig að sviðsmyndin verði íslenzkir staðhættir — og er hugmyndin sú að túlka verkið eins og það hefði gerzt á Islandi", sagði Koltai. Hann kom með leik- myndina með sér frá Bretlandi og sagðist hafa óttazt að litirnir samræmdust ef til vill ekki íslenzku landslagi. En i aðflug- inu til Keflavíkur hefði hann séð að sá ótti var ástæðulaus — „annars hefði ég þurft að mála landslagið ykkar upp á nýtt," bætti hann við hlæjandi. „Mín stutta kynning af Þjóð- leikhúsinu sýnir mér að þar vantar ekki vilja, þótt tækni- legu hliðinni þar virðist i ýmsu ábótavant,*1 sagði Koltai. Sagði hann að ljósaútbúnaður væri afleitur svo og væri ýmsu ábótavant varðandi leik- búninga. „En öll leikhús eiga við sín vandamál að stríða og ég er ekki kominn hingað til að gagnrýna, en finnst þó tvímæla- laust að tæknilega hlið Þjóð- leikhússins þarfnist endur- skoðunar við“, sagði Koltai að lokum. Ralph Koltai og Hovhannes I. Pilikian á Hótel Holti, þar sem þeir búa. ljósm. RAX. Sönggleði Ólafsvíkinga Ólafsvik 12. jan. SAMKÓR Ólafsvíkur hélt tvenna jólatónleika fyrir fullu húsi í Samkomuhúsi Ölafsvíkur, einnig í Félagsheimilinu að Lýsuhóli í Staðarsveit og í Ingjaldshóls- kirkju, alls staðar við beztu undir- tektir. Mikið lif er i starfsemi kórsins, stjórnandi hans er Jóhanna Guðmundsdöttir tón- listarkennari. Kirkjusókn var mjög mikil hér um hátíðirnar og þorpið mikið skreytt, en að þvi stóðu bæði hreppurinn og félagssamtök.Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.