Morgunblaðið - 13.01.1977, Síða 11

Morgunblaðið - 13.01.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977 11 Farið inn á málverkið i sam- ræðum. „Þú hefur viðað að þér þekkingu í myndlist og tækni- kunnáttu af skóla I Englandi — finnst þér ekki á stundum kunnáttan skyggja á einlægni?" „Nei, einlægnin er númer eitt.“ „Þú ert sérhæfður í leiktjalda- málun — hefur slikt ekki áhrif á þig sem listmálara?" „Vissulega — leiktjöldin eru mér alltaf einlægur hlutur og ég Kvædi til konu minnar Samtal viö Sigfús Halldórsson listamann, sem hefur málverka- sýningu að Kjarvalsstööum „Það er ekkert annað en það, að guð hefur gefið mér heilsu. . .“ Hann þegir og svo segir hann: „E.t.v. svolítið meira en heilsu — karakter á þann hátt, að mér þykir vænt um mina kúnst." Nú spilaði Sigfús Litlu fluguna og tíkin hans Pattý (af Ólafsvalla- kyni) virtist vera i takt, sex vetra stelpa sem er yndi allra á heimilinu. „Þú skiptir þér milli margra verkefna, margra starfa, Sigfús þú kennir uppundir fjörutiu tima á viku, þú málar og semur lög, svo að eitthvað sé talið — ertu -viss um að þetta taki ekki i — ég á við fyrir listamann?" „Ég segi hikstalaust já. Ég er Reykvíkingur í húð og hár en það væri e.t.v., æskilegra að maður gæti unnið meira að þeim verkefnum, sem skipta mann máli.“ hef gert það að markmiði „in a way“. „Hvað lærðirðu i London?“ „Hjá rússneskum málara, Poulunin. Svo fór ég i list- málningu hjá spænskum málara. Auk þess fékk ég tilsögn i „composition" í málverki í University of London." „Þú komst inn á einlægni I því sem þú ert að gera — hvað meintir þú, kæri vinur?“ „Einlægni mín liggur i því, að hún er bæði í mjúsík og i málara- list. Sjáðu til, að allar minar myndir og hitt eru gerðar í einlægni.1' Hann sezt aftur niður við flygelinn og segir: „Ég ætla spila lag, sem er algerlega nýtt, „Kvæðið til konunnar minnar", sem er sarnið við ljóð Jóns frá Ljárskógum." Hann spilaði lagið. stgr. — Þá fer nú loksins að komast skriður á dómsmálin með rann- sóknarlögreglu ríkisins, flumbr- aði hann útúr sér um leið og káss- an hafnaði á borðinu fyrir framan hann. — Ég geri lítið að þvi að lesa sakamálasögur, svaraði ég. Hins- vegar er ég búin að lesa Púnt púnt kommu strik þrisvar í strik- lotu samkvæmt dagskipan menn- Ingarvita og Ólaf eymíngjann í Oddhóii (áður i Klúbbnum eða einhvursstaðar á þeim slóðum) samkvæmt auglýsingum i Sjón- varpinu og viðar. — Auðvitað var sjálfsagt að sleppa Gvuðbjarti Pálssyni bif- reiðarstjóra og þó fyrr hefði ver- ið, mælti Sjonni af alvöruþunga uppúr kássunni. Það verður að sjálfsögðu rikislögregla rann- sóknar, hérna, sko, sem tekur að sér aó halda uppi réttarriki á Is- landi en hvorki Kristján né Hauk- ur eða hvaða nöfnum sem þeir nefnast þessir suðurnesjamenn. — Ég hef laungum verið þeirr- ar skoðunar að menníng hafi fyrst hafist á Suðurnesjum með Gvuð- bergi úr Grindavíkinni og Hunda- byltingunni. Sem að sjálfsögðu er öllu menníngarlegri en aðrar og minni byltingar einsog tilað- mynda þær í Rússlandi og Kina. — Ég tel að alþýðudómsstólar eigi aungvan rétt á sér. Á hinn bóginni tel ég til fyrirmyndar að leiða kvennfólk í prósessiu fram fyrir lögspekinga og aðra saka- menn einsog gert var i Keflavík- inni á dögonum. — Ég fer ekki onaf því að Hundabyltingin er góð. Hún er sambærilegt verk við Undir mánasigð og Þorgeir. — Nú leggst einginn undir feld framar. Heldur fleipra menn frá ser allt vit. Og hafa aungvar sánn- anir. — Ég get sannað það að Hann Halldór okkar (Kiljan meina ég) hefur aldrei skifað vonda bók. Aldrei. Og getur ekki skrifað vonda bók. Allt sem drýpur úr penna hans er snilld, góði minn. — Ekki kann ég skil á dóms- málaáhuga Skáldsins. En eitthvað vöfðust þau nú fyrir honum réttarhöldin frægu i Sofét, ósæll- ar minníngar. O nú hef ég ekki lyst á meiru. Blessi þig, venur, mælti Sjonni og sveif á braut. Rætt viÖ fonnenn sjalfsta>ðisfélaganna i Regkjavík „Áhrif kvenna í þjóðlífinu aukast ekki nema þær efli stjórnmálasamtök sín” HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna, berst fyrir þjóðlegri og viðsýnni framfarastefnu i þjóðmálum. Félagið grundvallar stefnu sina á frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, einstaklingsfrelsi, séreignaskipu- lagi og jafnrétti allra þjóðfélags- þegna ekki aðeins að lögum held- ur og i raun. Hvöt leggur áherzlu á aukna þátttöku kvenna i stjórn- málum og ákvarðanatöku innan þjóðfélagsins. Þessi mikilvægu stefnuskráratriði Hvatar hljóta að höfða til allra islenzkra kvenna, og til þess að þau verði ávallt I heiðri höfð þurfa konur, sem að- hyllast þau, að slá skjaldborg um þessi mikilvægu atriði, er tiltölu- lega litill hluti mannkyns á kost á að njóta. Á þessa leið fórust Jónínu Þor- finnsdóttur, formanni Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykja- vík, orð, er við ræddum við hana um starfsemi og stefnu Hvatar. — Við vitum, hve geysilega margir aðhyllast þessi stefnuskráratriði, er nefnd voru hér að framan. Það verður ekki vefengt. Tölur I úrslitum kosn- inga, bæði i borgarstjórn og til Alþingis, eru þar til vitnis. En við þurfum að gera betur til þess, að meirihluti þjóðarinnar sé okkur samferða og það gerum við bezt með þvi að skipa okkur i sveit sjálfstæðiskvenna, sem innan Rætt við Jónínu Þorfinnsdóttur, formann Hvatar i sinna vébanda telur nú um þús- und konur, og með þvi að sýna þeim, sem ekki aðhyllast sömu stjórnmálaskoðanir og við, svart á hvitu, hve fjölmennar við erum. — Það kemur oft ekki nógu glöggt fram hve fjölmennur sá hópur er, sem aðhyllist þær skoð- anir frelsis og lýðræðis, sem Sjálf- stæðisflokkurinn berst fyrir. Margir, sem þessar skoðanir aðhyllast, telja sig ekki þurfa að láta til sín taka i þjóðmálabar- áttunni, og þess vegna virðast fá- mennir, en háværir hópar and- stæðinga okkar oft fjölmennari en þeir eru. En það er auðvelda ara að glata fengnu frelsi en varð- veita það, og þvi aðeins getur flokkur okkar staðið vörð um hug- sjónir sinar, að allir þeir, sem þeim unna, komi til liðs við hann. — Áhrif kvenna i islenzku þjóð- lífi munu þvi aðeins aukast, að þær efli stjórnmálasamtök sin og sýni hvers þær eru megnugar á öllum sviðum þjóðlifsins ekki sið- ur i stjórnmálum en á öðrum vett- vangi. Það er hverri konu hollt að takast á við vandasöm verkefni og eignast í félagsstarfi vini og sam- herja. Eignast með þeim ógleymanlegar baráttu- og gleði- stundir. Með slíkri þátttöku, sagði Jónína að lokum, þroska konur hæfileika sina og styðja framgang þeirra hugsjóna, að hver einstak- lingur, hver sem staða hans er og aðstaða, hafi frelsi til þess að njóta hæfileika sinna og þroska þá til góðs fyrir samfélagið. GREIDENDUR vinsamlega veitið eftirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamiöum rennur út þann 19. janúar. Þaó eru tilmæli embættisins til yöar, aö þér ritiö allar upplýsingar rétt og greinilega á miöana og vandið frágang þeirra. Meö því stuöliö þér aö hagkvæmni í opin- berum rekstri og firriö yöur óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.