Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANtJAR 1977 13 'tf> mcney k, f{;u! i // /£*' * Gluggaskreyting einnar Daitch Shopwell verzlananna i New York, þar i eigendur skora á viSskiptavinu sína a8 draga úr kaffineyzlunni. Hækkandi kaffiverð — vaxandi óánægja % VÍÐA um heim má nú heyra óánœgjuraddir vegna stöðugra verShwkkana á kaffi, og til dœmis I Bandaríkjunum hefur veriS reynt aSefna til samtaka til aS minnka kaffineyzluna, og þvinga þannig framleiSendur til að lækka verðið á ný. Verðhækkununum valda náttúruhamfarir og uppskerubrestir í flestum helztu ræktunarlöndunum Þannig skullu á frost I Brasilfu í júlí 1 975. sem eyðilögðu um 70% uppskerunnar þar l landi, en það svarar til um 40% ársneyzlu kaffis I heiminum. Borgarastyrjöldin l Angóla, jarðskjálfti í Guatemala. flóð I Colombíu og Mexlkó, og þurrkar á Fílabeinsströndinni hafa svo enn dregið úr framboðinu, en öll þessi lönd eru kaffiútflytjendur. Sem dæmi um verðhækkanirnar má nefna að á undanförnu ári hefur kaffipundið hækkað úr 23 7 krónum í rúmlega 5 70 krónur, á Ítalíu hefur verðið rúmlega tvöfaldazt í 638 krónur pundið. og I kaffilandinu BrasiKu hefur það meira að segja hækkað úr 1 54 krónum 1316 krónur pundið á einu ári Mótmælaaldan hefur risið hæst í Bandarfkjunum. Átti hún upptök sín f New York þar sem Elinor Guggenheimer neyzlumálafulltrúi New York borgar, hvatti borgarbúa til að draga úr kaffidrykkjunni til að reyna að pfna verðið niður. Hvatning hennar féll f góðan jarðveg, og víða um Bandarfkin hafa nú verið mynduð samtök um að draga úr neyzlunni. Margar verzlanir og kaffihús skora jafnvel á viðskiptavini sfna að kaupa ekki kaffið, sem á boðstólum er. Mikið þarf þó til, ef vel á að takast. þvf kaffikaupmaður f London heldur því fram að neyzlan f Bandarfkjunum verði að vera 50% minni en nú er f að minnsta kosti tvo mánuði — áður en nokkuð fer að draga úr verðinu á heimsmarkaðinum Sögulegur kastali í hættu g HÉRAÐSSTJÓRNIN t Bæjaralandi F Vest- ur-Þýzkalandi hefur nú hafið herferð til að bjarga Neuschwanstein-kastalanum frá hruni. Kastali þessi stendur á klettabrún, og er þekktastur þeirra miklu kastala, sem Lúðvlk II, slðasti konungur Bæjaralands, lét reisa. Neuschwanstein-kastali var byggður á ár-. unum 1869—86, en skömmu eftir að hann var fullgerður var Lúðvlk konungur úrskurðað- ur geðbilaður og neyddur til að afsala sér völdum. Fjármálayfirvöld I Bæjaralandi hafa skýrt frá þvl að ákveðið hafi verið að verja sem svarar tæpum 80 milljónum króna til að styrkja undirstöður kastalans, aðallega á einum stað þar sem grjót hefur hrunið úr undirstöðuklett- inum. Er þessi fjárfesting talin vel þess virði, þvl bent er á að á slðasta ári einu saman heimsóttu kastalann um 860.000 ferða- menn. Neuschwanstein kastalinn frægi, sem meðal annars er fyrirmyndin að kastalanum I Disneylandi I Bandarlkjunum. Hvfta örin bendir á staðinn þar sem grjóthrun hefur orðið. gjaldi. Reykvíkingar mega ekki verða aðnjótandi stereóútsendinga þótt breytingin kosti ekki nema sex milljónir og hálf þjóðin nyti þar með góðs af; hinn helmingurinn færi þá I fýlu og sú fýla gæti kostað nokkra milljarða. En Reykvíkingar mega borga slmareikn- inga dreifbýlisins. Ég veit ekki til að átthagafjötur njörvi fólk niður úti á landi. Fólkið sem þará heima hlýtur að eiga heima þar af þvl það vill eiga heima þar, þaðgerír upp við sig kost- ina og gallana, og margt af þessu fólki léti heldur drepa sig en að þurfa að flytja til Reykjavikur Nýleg könnun, sem sögð er hafa leitt I Ijós hærri framfærslukostnað úti á landsbyggð- inni en I Reykjavlk vegna aukalegs flutningskostnaðar á vörum, er óspart notuð til að reyna að réttlæta slmajöfn- unargjaldið fyrirhugaða. Þaðer miklu einfaldara að lækka söluskattinn um eitt til tvö stig I dreifbýlinu heldur en að vera að þjarma að Reykvikingum með hækkun afnotagjalda slma meira en orðið er. Það virðist aldrei mega jafna milli manna með þvl að lækka það sem er of hátt. heldur þarf alltaf að hækka það sem lægra er. í samanburðinum á framfærslu- kostnaði I Reykjavlk og úti á lands- byggðinni hlýtur bifreiðin að hafa gleymst Hún er tug þúsundum manna I höfuðborginni ómissandi heimilistæki vegna atvinnu sinnar. rekstrarliður uppá hálfa milljón á ári hið minnsta í langflestum tilvikum þurfa dreifbýlis- menn ekki einu sinni á strætisvagni að halda. hvað þá einkabll. í nokkur þús- und manna byggð I Suðurlöndum þar sem ég dvaldist einu sinni var einn leigublll og enginn einkablll. Dreifbýlis- menn geta tekið I spil og kneifað púns ómælt I húsi vinar fram á rauða nótt — og slðan labbað heim I háttinn sér til heilsubótar; kostar ekki krónu Reyk- vfkingur þyrfti að taka leigubll. ef ekki vegna vegalengdar, þá vegna hættu á llkamsárás. slompaður um nótt Þurfi dreifbýlismaður innl fjörð sest hann uppá tollfrjálst farartæki. hest. og læt- ur hann bera sig; kostar nokkrar gras- tuggur. Siminn I Reykjavlk, sama gjald hvort heldur sfmtöl innanbæjar eru löng eða stutt, kemur I staðinn fyrir heimsóknir, hamlar gegn firringu, sparar benslnaustur. Ég hefði skilið hugmynd um að greiða Reykvikingum staðaruppbót vegna mengunar, streitu og heilsutjóns sem hlýst af þvl að þurfa aðgegna borgaralegum skyldum krepptir kauplaust undir stýri I bensin- stybbu. eigandi llf og limi undir þvl hvort asninn I bilnum á undan eða eftir gerir eitt af daglegum glappaskotum slnum á þessari sekúndunni eða hinni. að ekki sé talað um sambúðina við barsmiðalýð og þjófa, sem margir eru ættaðir utan af landsbyggðinni að sögn lögreglunnar I Reykjavik Það verður að knýja fjármálaráð- herra til aðfalla frá hugmynd sinni — nema llf liggi viðað gera þetta þjóð- félag að kóplu af Japan, að fólkið sé fyrir stofnanirnar en stofnanirnar ekki fyrir fólkið. Þeir sem sáu heimildar- myndina um hagvöxtinn I Japan gleyma henni tæpast I bráð Ef fram heldur sem horfir I þvlsa landi kunna þeir japanir sem dauðir eru að vera sælli hinum sem iífa, ef undan eru skildir þeir sem fljóta ofan á eins og ollan, tróna hér og hvar I bákninu. En mannskepnan er slyng, hún sveigir oft af leið fremur en að hætta á kollsteypu. Þarfar hugvekjur Forsetinn. forsætisráðherra og út- varpsstjóri fluttu allir fjári góðar hug- vekjur um áramót. áberandi vel samd- ar. Kristján minnti þjóðina m.a. á að vörslumenn tungunnar. ritsmiðir ýmis- konar, hefðu ekki verið ofaldir með þessari þjóð og skaði hlotist af og nú þyrfti að gera myndarlegt átak til úr- bóta Ekki er að efa að þingmenn geyma sér vel I minni þessi orð forseta lýðveldisins. sem og önnur merk I ræðu og riti. Skaupið hjá Flosa og kompanli fór þvl miður illilega úr böndunum Það var engu llkara en anga af siðblindu gætti I efnistökunum og valinu á efni, hvernig sem það má nú vera. Þeir hlutir eru til að ekki má hafa þá I flimtingum — og afbrotaannáll ársins er ekki efni I gamanþátt; niðurlæging þjóðar er það sjaldnast. Áramótaákæra hljóðvarpsins var á hinn bóginn bráð- fyndin á köflum, Verkalýðsforinginn afgamli var t.d. stórskemmtilegur. Enn eykst fjölbreytni mjólkurafurða Vmvd 11*111* er kominn á markaðinn Ýmir er sýrð mjólkur- afurð, svipuð súrmjólk en miklu þykkari. Ýmir er ívið fitu- og kol- vetnasnauðari en verulega prótínríkari en venjuleg súrmjólk. Ýmir má nota á svipaðan hátt og sýrðan rjóma, t.d. í salöt, búðinga, frómas og trifli, eða með ávöxtum. Ýmir er Ijúffengur einn sér. Þekktasta uppskriftin í ná- grannalöndum okkar mun vera að strá yfir hann blöndu af rifnu rúgbrauði og púðursykri. Ýmir er holl fæða. Það á hann sameiginlegt með öðrum sýrðum mjólkur- afurðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.