Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977 23 Guðrún Aðalsteins- dóttir - Minningarorð F. 8.10. 1924. D. 3.1. 1977. Minningar okkar ná sjaldnast til frumbernsku. Þar tekur ljós- myndin við og eykur við minn- ingasjóðinn. í huga mér er föst lítil ljósmynd sem liggur ein- hversstaðar í myndabök. Hún er tekin í sólskini, af ungri konu og barni sem sitja á grasbala fyrir framan nokkrar hríslur, — eða réttara sagt, konan situr og horfir með blendingi af glettni og um- hyggju á barnið burðast við að standa á óstöðugum fótum og hún hallar sér eilítið fram, reiðubúin að grípa drenginn. Því unga kon- an, fríð með þykkt liðað hár, er Gígi frænka en barnunginn sjálf- ur ég. „Sumar í sveit“ gæti mynd- in heitið. Það er engu líkara en þarna á balanum og nágrenni hafi mynd- ast milli mín og Gigíar frænku bönd sem ekki rofnuðu til fulls fyrr en nú fyrir skömmu og lýsir hin látlausa ljósmynd gjörla eðli þeirra tengsla. Þegar ég óx úr grasinu og frænka eignaðist sjálf börn og bú, mátti ég ávallt reiða mig á gestrisni hennar og skiln- ing. Frænkur eru oft haukar i horni uppburðarlitlum piltum og til Gigíar mátti ég leita hvenær sem var, jafnvel í miðri slátur eða sultugerðartiðinni þegar allt hús þeirra hjóna, höfðingjans Sigfús- ar og hennar, ilmaði af mat og búsæld og bergmálaði af glað- værð. Alltaf fann hún tíma til að bjóða sísvöngum heimavistar- strák kleinur og kaffi og ræða um lífsins gang. Jafnan hafði hún lag á því að toga úr hugskoti mínu leyndustu hugsanir og vandamál. Vandamálin leysti hún með skynsamlegum ábendingum, von- ir örvaði hún svo hjartanlega að maður stækkaði á staðnum og öllu ungæðislegu yfirlæti eyddi hún með dillandi hlátri, — og bauð svo meiri pönnukökur til að græða sárin. Af sama skilningi, skynsemi og eðlislægri hjartagæsku kom Gigi frænka fram við eigin fólk og fjölskylduvini. Með árunum fækkaði ferðum mínum á heimili þeirra hjóa, sem nú hýsti þrjú efnileg börn, — ég var lengi utan. En heimkominn beið mín máltið, rúm og elskulegt viðmót hvenær sem ég leit þar inn. Ég gleymi því svo seint hvernig móttökur erlend kona mín fékk er hún kom þar feimin inn úr dyrum í fyrsta sinn, — hún var knúsuð, boðin hjartan- lega velkomin á góðri og kjarn- mikilli islensku og síðan leidd að SVAR MITT EFTIR BILLY 6RAHAM Ég hef óskað þess, að augu mín verði fjarlægð og gefin f „augnabanka“ 1 heimalandi mfnu, strax eftir dauða minn. En get ég þá séð Guð? Þér hafið gert gott verk, er þér hafið ákveðið að gefa augu yðar eftir dauða yðar, og fyrir bragðið getur blindur maður öðlazt sjón. Þér þurfið ekki að kvíða því, að þér munið ekki sjá Guð, því að yður verður gefinn upprisulikami (ef þér eruð í Kristi), og þá fáið þér miklu betri sjón en þér höfðuð hér á jörð. Job sagði: „Eftir að þessi húð mín er sundurtætt og allt hold er af mér, mun ég líta Guð. Ég mun líta hann mér til góðs; já, augu mín sjá hann. (Job 19,26—27). Þessi orð og mörg fleíri í ritningunni sýna, að fyrir kristnum manni er dauðinn ekki endirinn, heldur upphafið. Biblían segir: „Nú sjáum ver svo sem í skuggsjá í óljósri mynd, en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.“ (1. Kor. 13,12). Jesús sagði: „Sá, sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Þér fáið upprisu-augu í stað núverandi augna yðar. Biblían talar um þennan leyndardóm með svofelldum orðum: „Allir munum vér umbreytast í einni svipan, á einu : ugabragði, við hinn síðasta lúður, þvi að lúðurinn mun gjalla, og hinir dauðu munu upprísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast. Þvi að þetta hið forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum.“ (l.-kor. 15,51—53). kúfuðu borði og meðhöndluð eins og einkadóttir. Innilega glaðvær hlátur Gígíar frænku hljómar enn I hugum okkar. Sú minning verð- ur ekki fest á ljósmynd. Og nú er hún látin, þessi kjarkmikla og góða kona, rúmlega fimmtug að aldri. Sigfúsi og börnum þeirra hjóna sendum við hugheilar sam- úðarkveðjur. Vertu sæl frænka, Aðalsteinn Ingólfsson í dag kveðjum við konu sem ætíð var heil i öllum sinum athöfnum. Heil í að elska og fórna sér fyrir heimili, eiginmann og börn, heil í umhyggju sinni fyrir öldruðum og sjúkum foreldrum, heil í vináttu og tryggð. Guðrún var ein af þeim fáu manneskjum sem þorði að segja meiningu sína við hvern sem var og öll hálf- velgja var henni á móti skapi. Það gustaði stundum af henni og orð- hvöss var hún stundum, en hjartahlýjan skein ávallt í gegn, skapið var eins og gárur á hlýjum vatnsfleti. Hún hafði þann sjald- gæfa eiginleaka að þora að vera hún sjálf. Minningarnar streyma fram i hugann, minningar um glaðværa og grannvaxna stúlku sem þó var ótrúlega sterk og hugrökk. Allt lék í höndunum á henni auk þess sem hún var góðum gáfum gædd. Hún gekk að öllum störfum með hressilegu hispursleysi og var ekki að æðrast yfir smámunum. Þó fékk hún sinn skerf af mót- læti, eins og við öll. Hún tók mér strax sem systur og vinkonu þeg- ar ég kom inn í fjölskylduna og á þá vináttu bar aldrei skugga. Ég bið Guð að gefa aðstand- endum hennar styrk og góðri vin- konu þakka ég fyrar samfylgdina. Mágkona. Og enn aukum við flölbreytnina Við þann mikla fjölda, sem fyrir er af sófasettum, bætum við nú Adam-sófasettinu sem er vandað og fallegt, bólstrað í einlitu, möttu plussi í fallegum litum. Verið velkomin. Skoðið úrvalið. KJÖRGARÐI SÍMI16975 SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 1. flokkur Endurnýjun 9 á 1.000.000 — 9.000000 — 9 — 500 000 — 4.500 000 — 9 — 200 000 — 1 800 000 — 108 — 100 000 — 10 800 000 — 279 — 50 000 — 13.950.000 — 5 598 — 10.000 — 55 980 000 — 6.012 96 030 000 — 18 — 50 000 — 900.000 — 6.030. 96 930 000 — Vegna gífurlegrar eftirspurnar hvetjum við alla viðskiptavini okkar til að endurnýja tímanlega. Dregið verður 18. janúar. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS ------------------Tvö þúsund milljónir í boði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.