Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977
llve langt er slðan þú felldir
Skjóna gamla?
Þegar við vorum komnir I gegnum sky jaþykknið hókk það þarna!
Hjón ein hér I bænum
ákváðu að bjóða nýja heimilis-
lækninum sfnum til kvöld-
verðar og sendu honum boðs-
kort.
Daginn eftir kom svarbréf
frá lækninum, en hvernig sem
þau reyndu að ráða fram úr þvl,
sem hann hafði skrifað, tókst
þeim það ekki.
„Farðu með seðilinn niður f
apótek“, sagði frúin, „og vittu
hvort þau geta ekki lesið úr
honum þar.“
Maðurinn féllst á það og fór I
apótekið og spurði afgreiðslu-
stúlkuna hvort hún gæti lesið
úr þessu. Stúlkan fór inn I her-
bergi bak við afgreiðslusalinn
en kom að vörmu spori aftur.
„Gerið svo vel,“ sagði stúlkan
um leið og hún rétti hinum
undrandi manni meðalaglas.
„Þetta verða fjögurhundruð og
fimmtfu krónur."
Við morgunverðarborðið
fékk móðirin allt I einu sér-
staka ábyrgðartilfinningu
gagnvart Iftilli dóttur sinni.
Ilún fann það skyldu sfna að
fræða hana meira en hún hafði
gert til þessa.
— Þessar sardlnur, Maja,
sagði móðirin, borða stóru
fiskarnir I sjónum oft.
Marfa litla horfði lengi þegj-
andi á sardfnurnar. En
mamma, sagði hún loks, hvern-
ig fara fiskarnir að því að opna
dósirnar?
Oh!
Kennarinn: Mér er ómögu-
legt að skilja, hvernig einn
maður getur gert svona margar
villur f stuttum stíl.
Bjössi: Það gerði hann alls
ekki einn maður. Eg hjálpaði
pabba með hann.
Fangelsi
eða
kirkjur?
í fréttum sjónvarpsins þ. 5. jan.
s.l. var frá því skýrt að nú væru í
byggingu í Reykjavík 6 kirkjur og
sú sjöunda væri fyrirhuguð i
Breiðholti. Ennfremur að einnig
væri verið að reisa nokkrar
kirkjur i öðrum sveitarfélögum í
nágrenni Reykjavíkur. Sam-
kvæmt heimildum sjónvarpsins
eru kirkjurnar að mestu reistar
fyrir frjáls fjárframlög sóknar-
barnanna, enda tekur oft æði
langan tima að ljúka byggingun-
um, og var Hallgrímskirkja nefnd
í því sambandi. Einnig kom fram
að kirjubyggingasjóður veitti
samtals 9,5 millj. króna lán á síð-
asta ári, en samkvæmt lögum um
kirkjubyggingasjóð endurgreið-
ast byggingalánin með jöfnum af-
borgunum á 50 árum.
I Reykjavík eru nú fyllbyggðar,
í byggingu eða fyrirhugaðar á
annan tug kirkna, og eru þá ótald-
ar kirkjur safnaðarheimili ann-
arra trúarbragðaflokka en þjóð-
kirkjunnar, m.a. Landakots-
kirkja, kirkja Óháða safnaðarins
o.fl.
£ Fleiri í fangelsi
en kirkjur?
Ástæðan fyrir því að ég vek
máls á þessu er sú, að á sama tíma
og þessar kirkjur eru að rísa frá
grunni bendir ýmislegt til þess að
kirkjusókn fari minnkandi, enda
þarf annað en glæsilegar bygging-
ar til að örva trúaráhuga fólks.
Hins vegar er ljóst að þörf er
meira fangelsisrýmis. Á nýliðnu
ári voru afbrotamál stöðugt í
brennidepli, og bendir því miður
fátt til þess að sömu örlög muni
bíða fangelsanna og kirknanna að
því er nýtingu varðar.
I áramótagrein Ólafs Jóhannes-
sonar, dóms- og kirkjumálaráð-
herra, í Tímanum þ. 31. des. s.l.
segir hann m.a. að á undanförn-
um árum hafi m.a. ný löggjöf um
fangelsi og vinnuhæli verið sett,
að fjárveitingar og lánsheimildir
til fangelsa séu ríflegri en nokkru
sinni fyrr, og að fyrst og fremst sé
stefnt að byggingu gæzluvarð-
haldsfangelsis af hóflegri stærð.
Með lögum þeim er ráðherrann
nefnir (lög um fangelsi og vinnu-
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
I vörn sem sókn þarf bridge-
spilari að vera fljótur að hugsa. t
spili dagsins, en það kom fyrir f
sveitakeppni, var spilarinn f
vestur snöggur og beitti skemmti-
legu bragði.
Gjafari austur og allir á hættu.
Norður
S. AD83
H. 53
T. D64
L. KDG10
Vestur
S. K42
H. ÁDG864
T. Á7
L. 62
Austur
S. —
H. K109
T. KG10953
L. Á953
Var það þessi hók sem þú hlauzt verðlaunin fyrir, — guð — því var ég
búin að gleyma!
A að leggja meiri áherzlu á fengelsisbyggingar en kirkjur í næstu
framtíð?
Suður.
S. G109765
H. 72
T. 82
L. 874
Eftir liflegar sagnir varð suður
sagnhafi í 6 spöðum döbluðum,
sem var fórn yfir 6 hjörtum
vesturs.
Vestur spilaði út tígulás og
aftur tígli. Austur fékk á gosa, tók
á bæði kóng og tlu í hjarta og
spilaði sfðan tígulkóng. Sagnhafi
trompaði með gosa en vestur var
nú snöggur að reikna út mögu-
legan árangur. Hann sá sex slagi
en þurfti að fá sjö.
Það var hugsanlegt að blekkja
sagnhafa með því að láta lauf í
spaðagosann. Þetta gekk vel.
Sagnhafi tók eðlilega á spaðaás f
næsta slag, því hann bjóst við
kóngnum hjá austri.
Vestur fékk sfðan á spaðakóng
og trompaði svo lauf með sfðasta
spaðanum sínum.
Austur og vestur fengu þannig
7 slagi, 6 niður, og 1700 fyrir
spilið. Á hinu borðinu' fengust
1530 fyrir unnin 6 hjörtu þannig
að vestur, okkar maður, náði 270
eða 7 impum fyrir spilið.
R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI
og nýtrúlofaðs manns. Eg veit
ekki hvernig á þvf stendur, en
ég á erfitt meö að gera mér
hann f hugarlund þannig...
ekki nema þá með einhverjum
leikaraskap f bland.
Það eina sem ég svaraði þess-
ari athugasemd hans var eitt
„hm“ sem mátti túlka á ýmsa
vegu. Eg greip ofan f töskuna
mína og snyrti á mér hárið og
málaði létt yfir varirnar, vegna
þess að Einar hafði eiginlega
eytt ölfum fyrri málningum
mfnum þar. Svo horfði ég
dágóða stund á andiitið sem
mætti mér f speglinum. Þegar
kona er í þann veginn að hitta
aðra konu, sém bæði hefur ver-
ið lýst sem fjárans ári glæsi-
legri og forrfkri veitír ekki af
að skarta sfnu bezta — hvað
sem öllu jafnrétti Ifður.
Vegurinn lá upp f móti og við
ókum gegnum skóglendi sem
virtist endalaust flæmi. En svo
vorum við komin upp á hæðína
og við okkur blasti hið fegursta
útsýni... stórt stöðuvatn lá
giampandi f kvöldsólinni fyrir
neðan og handan hárra birki-
tjáa sáum við f stórar hvít-
málaðar byggingar. Einar
hemlaði skyndilega og ég upp-
götvaði að ég starði á langan og
breiðan vegg sem var þakinn
rósum.
Einar tók f handbremsuna og
slökkti á bílnum.
— Já tautaði hann örlftið
hæðnislega. — Herragarðurinn
er svei mér ekkert slor — og
svo húsin hér allt f kring — allt
er þetta einkaumráðasvæði
hans... eins og smækkuð mynd
af samfélagi. En glæst er það,
ekki er þvf að neita.
Við gengum inn um viðamik-
ið járnhlið og við vorum komin
inn á hlaðið og f rökkrinu virt-
ist allt fjarskalega friðsælt og
fagurt hér umhverfis. Hægra
megin með gaflinn að okkur
var herragarðurinn, löng
tveggja hæða fbuðarbygging,
hrein og ekki fburðarmikil að
sjá. Handan aðalbyggingarinn-
ar sáum við nokkur minni hús
og lengra fyrir neðan blasti svo
vatnið við. En augnaráð okkar
hvörfluðu f aðra átt... og alls
staðar voru rósír — angandi
unaðslegar rósir.
Við stóðum þarna og héld-
umst f hendur þegar maður
kom f áttina til okkar frá herra-
garðinum. Eg fór að hugsa um
að við Ifktumst Ifklega helzt
Hans og Grétu þegar þau komu
að húsi galdrakerlingarinnar
og urðu svo frá sér numin yfir
sælgætishúsinu hennar.
Þetta var hár og grannvaxinn
maður einhvers staðar á milli
fertugs og fimmtugs gat ég mér
til um. Mér fannst hann hafa
Ijósbrún augu undir brúsk-
miklum augnabrúnum. Það
breytti engu að hann þekkti
Einar samstundis — og hann
hélt þvf fram að það væri alveg
sérstakt gleðiefni-að sjá okkur
— við fundum að hann gat ekkí
dulið einhverja óræða kennd
— hvort það var bara að maður-
inn var ópersónulegur eða
hvort hann var okkur hreínlega
fjandsamur. Um það þori ég
ekki að segja. Einar kynntí
hann sem „Malmer verkfræð-
ing“ og það leið sekúndubrot
unz ég skildi að hann var sonur
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
gamla Malmers og aðalverk-
fræðingur við fyrirtækið.
— Pabbi er farinn að hátta,
sagði hann. — Hann er orðinn
heldur heilsuveill og gengur
jafnan snemma til náða. En við
höfum tvö auð gestaherbergi,
svo að það eru engin vandræði
með að hýsa ykkur... En fyrst
verðið þið að þíggja matarbita
og svo verðum við að reyna að
hafa upp á Gabriellu og Christ-
er. Ég geri ráð fyrir að þau hafi
skoppið f gönguferð...
— Nú, já, sagði Einar og
bætti svo við, sennilega aðeins
til að segja eitthvað:
— Og hvernig Ifzt ykkur svo á
að Gabriella hefur trúlofast
manni, sem er sérfræðingur f
morðum og hvers kyns ódæðis-
verkum?
Malmer verkfræðíngur brosti
kurteisislega og ópersónulega.
— Þú ert mjög góður vinur
Christers Wijk, ekki satt? Mér
skiidist að hann sé með afbrigð-
um duglegur maður... við höf-
um hvað eftir annað lesið frá-
sagnir um hann f blöðunum og
jafnan dáðst að þeim árangri
sem hann virðist ná...