Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRftrgunbfabtb AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JtUrgunbUbil) FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1977 Færeyingar fara fram á leyfi til loðnuveiða Málið lagt fyrir Alþingi FÆREYINC.AR hafa farið fram á það við islenzk stjórnvöld, að þeir fái að senda skip til loðnuveiða við ísland, en aflanum eiga þau að landa í Færeyjum. Ekki mun aflinn sem farið er fram á, vera mjög mikill, a.m.k. ef miðað er við það, sem íslendingar veiða sjálfir. Þá munu Færeying- ar í staðinn hafa boóið ís- lendingum að veiða á kol- munnamiðunum kringum Færeyjar, en mjög mikið af kolmunna gengur á bankana kringum Færeyj- ar snemma á vorin. Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráóherra, sagói í samtali við Morgunblaðiö í gærkvöldi, að það væri rétt, að Færeyingar hefðu farið fram á leyfi til að veiða loðnu við íslarid, það hefðu þeir einnig gert á sl. vetri án þess að málið hefði fengið afgreiðslu þá. „í beiðni Færeyinganna er far- ið fram á ákveðið magn og það er litið miðað við það sem við fiskum sjálfir af loðnu,“ sagði sjávarút- vegsráðherra. Sagði hann að mál- ið yrði kynnt þingflokkunum strax og alþingi kæmi saman á ný og yrði væntanlega afgreitt þar á venjulegan hátt. „Eins og í suðupotti við Reykjavík- urflugvöll í gær Flugfélagsvélar í innanlands- flugi lentu i nokkrum erfið- leikum á Reykjavikurflugvelli í gær vegna þess hve misvinda var. Stundum var hægviðri en svo rauk hann upp og var ýmist á sunnan eða norðan og urðu vélar m.a. að fara aftur í loftið eftir að þær voru búnar að snerta braut. Morgunblaðið innti Frosta Bjarnason flugstjóra eftir þessum sérkennilegu aðstæðum en hann varð að margreyna aðflug áður en hann gat lent vél sinni frá Akureyri. „Þetta var mjög óvanalegt" sagði Frosti, „alveg eins og í suðupotti. Maður hafði ekki við að skipta um brautir. Ég Framhald á bls. 31 35 herbergja hótel byggt á Sauðárkróki HAFINN er undirbúningur byggingar 35 herbergja hótels á Sauðárkróki með steikstofu og 200 manna veitingasal, en nýja hótelið verður f nýju miðbæjar- svæði sem er verið að skipuleggja fyrir bæinn. Guðmundur Tómas- son hótelstjóri og eigandi llótels Mælifells á Sauðárkróki mun byggja nýja hótelið, en þegar Morgunblaðið hafði samband við hann f gærkvöldi kvað hann bygg- ingarframkvæmdir hefjast á næsta ári. „Það er sitthvað fleira á döfinni í þessu sambandi," sagði hann, „bflaleiga sem hefur rekstur f feb.-marz n.k. verður í hluta þessa nýja húsnæðis þegar þar að kemur. Þá mun hótelið einnig bjóða bátsferðir að Drangey og Framhald á bls. 31 150 millj. veitt til tíl- raunaveiða 1 sumar A f járlögum þessa árs er gert ráð fyrir 150 milljónum króna til fiskileitar, — vinnslu og markaðsöflunar fyrir sjávaraf- urðir, en sem kunnugt er var einnig veitt fé til þessara mála á s.l. ári með mjög góðum árangri, en þá veiddust yfir 100 þúsund tonn af sumarloðnu, auk þess sem tilraunaveiðar á kolmunna og djúprækju báru góðan árangur. Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráðherra, sagði i viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að þessum fyrrgreindum þáttum yrði framhaldið í sumar. Einkum yrði lögð áherzla á kolmunna- rækju-, spærlings- og karfaveiðar og vonuðust menn til þess að enn meiri árangur næðist að þessu sinni, þannig að hægt væri að minnka sóknina f þorskinn meir, með þvi að skip færu á þessar veiðar. Auk þessa verður loðnu- rannsóknum haldið áfram af full- um krafti. Upplýst um smygl á fíkniefnum fyrir 60 milljónir í fyrra UPPLVST var um smygl á ffkni- efnum að söluverðmæti rúmar 60 milljónir króna f fyrra. Lang- stærstur hluti ffkniefnanna var hass, eða tæp 32 kfló, að söluverð- mæti um 48 milljónir króna. Arnar Guðmundsson, fulltrúi við sakadóm í ávana- og fíkniefn- um, veitti Mbl. þær upplýsingar f gær, að sannazt hefði á árinu 1976 innflutningur á tæpum 32 kg af hassi, þar af náðust 7 kg, 130 grömmum af hassolfu, ekkert náðist af henni, rúmlega 300 töfl- um af LSD, af þeim náðist ekkert, tæplega 400 grömmum af amfeta- mindufti, af þvi náðust liðlega 200 grömm, og nokkrum kflóum af marihuana, en nákvæmlega er ekki vitað um magnið af þvi. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, er hvert gramm af hassi selt'á um 1500 krónur að meðaltali á ólöglegum markaði innanlands. Söluverð- mæti hassins er þvf um 48 milljónir króna. Grammið af hass- olíu var selt á 10 þúsund krónur, svo söluverðmæti þess er um 1,3 milljónir, LSD-taflan hefur verið seld á 1500 krónur stykkið, svo verðmæti þess er um 450 þúsund krónur, grammið af amfetamin- dufti hefur verið selt á 12—14 þúsund krónur, þannig að verð- mæti þess er um 5,2 milljónir króna. Þá mun vera talið, að verð- Matthías A. Mathiesen, fjármálaráðherra: Greiðsluáætlanir og virkara eftírlit stuðluðu að bættri stöðu ríkissjóðs GREIÐSLUAFKOMA rfkissjóðs er nú jákvæð um 1,1 milljarð króna. Til samanburó- ar var afkoman 1975 neikvæð um 6,4 milljarða króna og árið 1974 um 3,7 milljarða króna. Þessar upplýsingar komu fram f viðtali Morgunbláðsins við Matthfas Á. Mathiesen fjár- málaráðherra. Hann sagði enn- fremur að áætlað væri að rekstrarjöfnuður yrði hagstæð- ur á A-hluta rfkissjóðs á árinu 1976, en árið 1975 varð hann óhagstæður um 7,5 milljarða króna og 1974 um 3,3 milljarða. Matthfas Á. Mathiesen fjár- málaráðherra sagði um afkomu ríkissjóðs: „Meginmarkmið í efnahagsmálum þjóðarinnar, sem ríkisstjórnin setti sér að ná á síðastliðnu ári, voru að draga úr viðskiptahallanum við út- lönd, að hægja á hraða verð- bólgunnar og tryggja fulla at- vinnu. Stjórn fjármála ríkisins er ásamt stjórn peningamála og hóflegri stefnu í launamálum mikilvægasta tæki til að ná þessum markmiðum. Þær bráðabirgðatölur, sem nú liggja Framhald á bls. 18 Matthfas Á. Mathiesen málaráðherra fjár- mæti marihuanaffkniefnanna sé um 6 milljónir króna. Samtals eru þetta rúmar 60 milljónir króna. Uppvíst var um smygl á lang- stærstum hluta ffkniefnanna við rannsókn fikniefnamálsins mikla seinni hluta ársins, en það er stærsta fíkniefnamál, sem upp hefur komið hér á landi, en þvi tengjast á annað hundrað ung- menni. 1 sambandi við það mál var lagt hald á nokkrar milljónir króna, hluta af því í erlendum gjaldeyri, en peningar þessir voru söluhagnaður fyrir fíkniefnin. Sannaður var innflutningur á um 40 kg af hassi árið 1975, þar af 24 kg til hermanna á Keflavíkur- flugvelli. Komst upp um það mál snemma árs 1976. Handtökumálið: Ný réttar- höld und- irbúin — NÝ réttarhöld eru fyrirhuguð og er verið að safna fyrir þau gögnum, sagði Steingrimur Gaut- ur Kristjánsson, umboðsdómari í handtökumálinu f gær. Hann sagði að engin réttarhöld hefðu farið fram sfðan á laugardaginn, en þá var ennfremur tekin ævi- ferilsskýrsla af Hauki Guðmunds- syni, en slíkt er venjulega gert þegar menn eru orðnir sökunaut- ar, að sögn Steingrims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.