Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977 íbúðaspá Framkvæmdastofnunar ríkisins: 28.000 ibúðir þarf að byggja fram til 1985 Þar af yfir 16.000 í Reykjavík og á Reykjanesi AÆTLANADEILD Fram- kvæmdastofnunar ríkisins hcfur gefið út sérstaka fbúðarspá fram til ársins 1985. I spánni sem er unnin af Magnúsi G. Björnssyni arkitekt og Ilögne Steinbekk hag- fræðingi frá Noregi, kemur fram að fram til 1985 þurfi að byggja um 28.000 fbúðir á landinu öllu til að fullnægja eðlilegri eftir- spurn. Eðlilega er gert ráð fyrir Gert við rafstreng- inn til Eyja Kostar 70-80 millj. kr. Sérstakt kapal- skip á leiðinni SERSTAKT kaplaskip er um þessar mundir að leggja upp frá Noregi til Vestmannaeyja með viðkomu I Kaupmanna- höfn til þess að sækja þangað 2,7 km langan rafmagnsstreng I neðansjávarkapalinn milli lands og Eyja en skipta þarf um hluta strengsins vegna skemmda sem urðu á honum I eldgosinu 1973 og alvarlegra skemmda, sem urðu þegar að- komubátur kastaði ankeri 1975 við rafstrenginn og vatnsleiðsluna, sem liggja á 50 m dýpi. Báturinn reyndi sfðan að hffa Ankerið upp með raf- strengnum og vatnsleiðslunni föstum 1. Urðu þá talsverðar skemmdir. Samkvæmt upplýs- ingum Kára Einarssonar hjá Kafmagnsveitum rfkisins er áætlað að viðgerðin á raf- strengnum kosti að honum meðtöldum 70—80 millj. kr. Kaplaskipið kemur með strenginn i einu lagi þannig að aðeins þarf að tengja hann á Framhald á bls. 18 flestum fbúðabyggingum f Reykjavfk og Reykjaneskjör- dæmi, en til að fullnægja eftir- spurn þarf að byggja 16.350 fbúðir á þessu svæði til 1985. Ibúðaspáin var unnin að mestu á árunum 1974 og 1975, en ýmissa hluta vegna hefur ekki verið hægt að birta hana fyrr en nú. Kemur fram í spánni, að í Vestur- landskjördæmi þurfi að ljúka við 1800 íbúðir á fyrrgreindu tíma- bili, á Vestfjörðúm 1500, í Norðurlandskjördæmi vestra 1450 í Norðurlandskjördæmi eystra 3250, á Austfjörðum 1700, á Suðurlandi 2300 og 16350 i Reykjaneskjördæmi og Reykjavík eins og fyrr segir. I formála að ibúðaspánni segir m.a,, að miðað við íbúa og byggða- þróun landsins og þróun út spátimabilið hafi verið reiknuð út 5 mismunandi afbrigði af spánni og hafi þau síðan verið tengd saman eftir landshlutum á mis- munandi hátt. Þá segir, að til grundvallar sé lögð spá áætlanadeildar Fram- kvæmdastofunarinnar um mann- fjöldaþróun, og sé hún greind eftir kynjum aldri og hjúskap. Ennfremur sé tekið tillit til þróunar þéttsetu ibúða og borið saman við þróun I Noregi og Svíþjóð. Hafi komið i Ijós, að sterk samsvörun sé í þessari þróun, milli þessara þriggja landa. i spánni er gert ráð fyrir aukinni eftirspurn ógiftra og áður giftra eftir ibúðum, og er það einnig í samræmi við þróun í nágrannalöndunum. Árið 1970 höfðu 35.2% framangreinds hóps yfirráð yfir íbúð, árið 1975 mun hundraðshlutinn hafa verið um 39.2% og árið 1985 er því gert ráð fyrir þrem mismunandi valkost- um og eru hundraðshlutar þess árs A) um 56% B) um 63% og C) u m 68 %. 1 íbúðaspánni segir, að verði gerð breyting á lánareglum vegna lána til ibúðabygginga eða ibúða- kaupa og öðrum stjórnarað- gerðum beitt þannig að meira samræmi verði milli lánafyrir- greiðslu hins opinbera, stærðar íbúðar og stærðar fjölskyldu, megi gera ráð fyrir að heildar- rúmmálsþörf íbúðarhúsnæðis breytist tiltölulega lítið milli framangreindra þriggja kosta. Að þvi er segir í ibúðaspánni, þá kann eftirspurn eftir íbúðum i vaxandi mæli að verða næm fyrir sveiflum eða stöðnun í efnahag landsmanna og jafnframt er hún Framhald á bls. 18 Misiafn upphafi vertíðar Bátar fá þó allt að 20 lestir í róðri VETRARVERTlÐ er nú að hefj- ast I hinum ýmsu verstöðvum kringum landið. A nokkrum stöð- um eru bátar byrjaðir róðra, og hefur afli þeirra verið misjafn. A einstaka stað hefur aflinn þó ver- Fjölsóttur stofnfundur Skipafélagsins Bifrastar: Stefnt að komu bílaskips- ins hingað til lands í marz STOFNFUNDUR hlutafélags um kaup á bflaskipinu, sem um hcfur verið fjallað 1 fréttum að undan- förnu, var haldinn á Hótel Esju 1 gær. Var stofnfundurinn fjöl- sóttur og félaginu gefið nafnið Skipafélagið Bifröst. Illutafé félagsins hefur verið ákveðið 150 milljónir og á fundinum 1 gær voru undirrituð hlutafjárloforð fyrir 86 milljónum króna, auk þess hafa ýmsir aðilar, sem ekki voru á fundinum 1 gær, heitið hlutafé. í stjórn Bifrastar voru kjörnir Ásgeir Gunnarsson og Þórir Jóns- son frá bílainnflytjendum, Bjarni Magnússon og Jón Guðmundsson fyrir hönd fiskútflytjenda og Sig- urður Njálsson fulltrúi annarra aðila, sem eru meðal stofnenda hlutafélagsins. I varastjórn voru kosnir Geir Þorsteinsson, Ingi- mundur Sigfússon og Ragnar Ragnarsson. Endurskoðendur eru Gunnar Ásgeirsson, Kristinn Kristinsson og Bjarni Bjarnason. Á fundinum í gær voru á milli 50 og 60 manns, en það var mun stærri hópur en þeir, sem undir- bjuggu fundinn, höfðu átt von á. Fyrsta verkefni nýkjörinnar stjórnar verður, auk þess að skipta með sér verkum, að fá nauðsynlega fyrirgreiðslu fyrir skipakaupunum, en stefnt er að því að skipið verði komið hingað til lands f marz. Á fundinum 1 gær var mikið rætt um íslenzkt heiti á svokölluðum „roll on, roll off“ skipum, en þannig skip hefur Bif- röst á prjónunum að kaupa. Komu fram ýmsar hugmyndir um íslenzkt heiti á sliku skipi og vakti mesta athygli heitið „ak-úr-í-skip“ Einnig kom fram á fundirium að ekki þykir rétt að kalla skipið Framhald á bls. 18 Mun ekki takmarka rannsóknina — segir Þórður Björns- son, ríkissaksóknari Þannig verdur rann- sóknin óendanleg — segir Hrafn Braga- son, umboðsdómari RISINN er upp mikill ágreiningur milli Þórðar Björnssonar, rfkissaksóknara, og Hrafns Bragasonar, umboðs- dómara f ávísanamálinu, um það, hvaða stefnu sé bezt að taka við áframhaldandi rann- sókn ávísanamálsins. Þórður Björnsson sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að hann væri ekki reiðubúinn til að ákveða rannsókninni takmark- aðri farveg en hún hefur verið f hingað til, en það er vilji Ilrafns Bragasonar. Sagði Þórður, að hann væri ekki til viðtals um annað en rannsókn á vfðtækum grundvelli, þar sem málið yrði tekið fyrir f heild og engir þættir þess undanskildir. Hrafn Bragason sagði aftur á móti f samtali við Morgun- blaðið í gær, að ef ekki tækist samstarf við rfkissaksóknara um takmörkun á rannsókninni, sæi hann ekki fram á-annað en hún yrði óendanleg. Þá sagði llrafn ennfremur að margir Þórður Björnsson hefðu ráðlagt honum að segja sig frá rannsókninni eftir að saksóknari birti bréf sitt á dögunum. Það ætlaði hann ekki að gera heldur ætlaði hann að sjá hvað gerðist á næstu dögum. Hrafn Bragason Þórður Björnsson, ríkissak- sóknari, sagði í samtali við Mbl. í gær að hann hefði fengið bréf frá Hrafni Bragasyni á mánu- daginn. Sagði Þórður, að hann væri ekki búinn að svara bréf- inu en það yrði gert þegar réttur tími kæmi. Þegar sak- sóknari var spurður að því, hvort hann hygðist ákveða rannsókninni þrengri ramma að ósk umboðsdómarans svaraði Þórður: „Ég er ekki reiðubúinn til þess. Ég ætla að hafa rannsóknina eins viðtæka og víðfeðma og hægt er. Það verða ekki teknir út ákveðnir þættir, málið verður tekið í heild sinni.“ „Málið ekki nógu velrannsakað" Því næst var Þórður Björns- son spurður um þá skoðun um- boðsdómarans, Hrafns Braga- sonar, að svo virtist sem embætti ríkissaksóknarans hefði ekki farið nægilega vel yfir gögn málsins, áður en stefna framhaldsrannsóknar- innar var mörkuð. Svaraði sak- sóknari því til, að hann vildi ekki karpa við Hrafn Bragason um þetta mál i blöðum. Hann kvaðst hafa getað myndað sér nægilega mynd af málinu með lestri þeirra gagna sem Hrafn sendi honum. Væri það hans skoðun, að málið væri hvergi nærri nógu vel rannsakað, ekki væri nokkur leið að semja ákæru eins og rannsóknin stæði núna, jafnvel þótt hann væri allur af vilja gerður. Nú skaut blaðamaður því inn f að Hrafn Bragason hefði lýst því yfir, að það hefði ekki verið ætlunin, þegar hann sendi ávís- anamálið til saksóknara, að ákæra yrði samin, heldur að Framhald á bls. 18 ið sæmilegur þegar gefið hefur og t.d. hafa trollbátar f Vestmanna- eyjum fengið 10.5 tonn eftir einn og bálfan sólarhring, og einn Ifnubátur frá Höfn f Hornafirði hefur verið með 7 til 10 lestir f róðri og netabátar frá Grindavfk hafa fengið upp f 31 tonn af tveggja nátta ufsa. Stefán Runólfsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar f Vestmannaeyjum, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að bátar þaðan væru nú að byrja róðra, en sifelld ótíð hamlaði sókn. Þó hefðu trollbátar fengið sæmilegan afla þegar gefið hefði eða upp 1 12 tonn eftir einn og hálfan sólarhring og 5 tonn eftir dagsútiveru. Stefán gerði ráð fyrir, að 60 til 70 bátar myndu róa frá Eyjum i vetur. Á Akranesi var Guðni Eyjólfs- son vigtarmaður fyrir svörum. Kvað hann 10 Akranesbáta þegar vera byrjaða róðra með línu og myndu vart fleiri bátar róa þaðan í vetur. Þeir væru þegar búnir að fara 3 róðra og afli væri tregur, þetta 3—6 tonn í róðri. Ingólfur Falsson, vigtarmaður í Keflavík, sagði er Morgunblaðið ræddi við hann, að að líkindum væru 20 bátar byrjaðir róðra það- an, 2—3 væru á netum, en hinir á linu. Sagði hann að margir Kefla- víkurbátar hefðu róið frá Sand- gerði að undanförnu. Bæði væri styttra á miðin þaðan og mikil ótið hefði verið á miðunum næst Keflavík. Frá Höfn verða gerðir út 12 bátar auk skuttogarans Skinneyj- ____________Framhald á bls. 18 Sakadómur rannsakar mál „bygginga- meistara” AÐ ÓSK Birgis tsl. Gunnarsson- ar, borgarstjóra, hefur sakadóm- ur Reykjavfkur byrjað rannsókn á þvf hvort maður nokkur hér f borg hafi ætlað að pretta fólk undir þvf yfirskini, að hann ætl- aði að byggja fyrir það ódýrar fbúðir. Að sögn borgarstjóra auglýsti maðurinn nýlega í blöðum eftir fólki, sem vildi byggja ódýrt. Lét hann að því liggja, að hann væri svo gott sem búinn að fá lóð undir fjölbýlishús hjá Reykjavikurborg. Komu um 40 manns á fundinn og kvaðst Birgir Isleifur hafa heyrt, að þeir sem vildu vera með í bygg- ingunni, hefðu verið látnir greiða 39 þúsund krónur fyrirfram. Hluti af peningunum hefði átt að renna til umrædds „bygginga- meistara" en afgangurinn til þess að tryggja lóðina hjá borginni, og var það ekki nánar útskýrt. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.