Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977 15 Lofa að hætta skæruhemaði Nairobi, 12. janúar. Reuter. AFRÍKURÍKIN fimm sem liggja að Rhódesíu, svoköll- uð víglinuríki, hafa full- vissað Ivor Richard, for- mann Genfarráðstefnunn- ar um Rhódesíu, um að skæruhernaðinum i land- inu verði hætt um leið og meirihlutastjórn blökku- manna hefur verið komið á laggirnar. Julius Nyerere Tanzaníuforseti, formaður samtaka þessara fimm rikja, fullvissaði Richard um þetta „afdráttarlaust" er þeir ræddust við í Dar es Salaam. Richard er nú kominn til Nairobi og hyggst nota timann til að hugsa ráð sitt áður en hann heldur áfram viðræðum sínum við Afríkuleiðtoga. Vlglínuríkin hafa ákveðið að viðurkenna samtök Joshua Nkomos og Robert Mugabes sem einu löglegu fulltrúa blökku- manna i Rhódesiu. Richard þurfi að fá loforð fyrir því að skæru- striðinu yrði hætt til að fá John Vorster, forsætisráðherra Suður- Afríku, til að auka þrýstinginn á stjórn Ian Smiths i Salisbury. Richard hefur ákveðið að kalla ekki Genfarráðstefnuna aftur saman 17. janúar eins og ráðgert hafði verið þar sem hann telur sig þurfa meiri tíma til viðræðna við Afríkuleiðtoga. Hann tiltók ekki hve langan tima hann þyrfti. Plyusch rædst á détente Diisseldorf, 12. janúar. AP. SOVEZKI útlaginn Leonid Plyusch segir að vaxandi sam- skipti sem batnandi sambúð Bandarfkjanna og Sovétríkjanna svokölluð détente-stefna hafi leitt til, séu „greidd með sovézku blóði". Hann sagði að Ilelsinki- sáttmálinn hefði ekki bætt hag sovézkra borgara. „Hvaða þýð- ingu hefur það þótt Bukovsky sé hleypt úr landi ef kúgunarráð- stafanirnar (heima fyrir) verða stöðugt strangari?" sagði hann. Samora Machel, forseti Mozamhique, og Kenneth Kaunda, forseti Zambfu, ð Lusaka-flugvelli. Forsetar þeirra fimm rfkja sem liggja að Rhódesfu hafa fundað f Lusaka. Plyusch lýsti þvi yfir, að kúgun- araðgerðir gegn sovézkum mann- réttinda- og minnihlutahópum hefðu aukizt um allan helming síðan Helsinki-sáttmálinn var undirritaður i ágúst 1975. Plyusch er einn kunnast stærðfræðingur Sovétrikjanna var um þriggja ára skeið i halAi geðsjúkrahúsi og síðan sendur í útlegð í janúar 1976. Robert Mugabe, einn helzti leiðtogi blökkumanna f Rhódesfu, á Lusaka-flugvelli. Hreyfing hans og Joshua Nkomos hlaut viður- kenningu fimm Afrfkuforseta f Lusaka. BERLINGSKE ím TIDENÐE Tilvera Berlings í hættu Kaupmannahöfn, 12. janúar. NTB. STÆRSTA blaðaútgáfa Dana, Det Berlingske Hus, rambar á barmi fjárhagskreppu sem get- ur ógnað 230 ára tilveru hennar að sögn stjórnar fyrirtækisins í dag. Metaróur varð á rekstrinum í fyrra, en á þessu ári er talið að 50 milljón danskra króna halli verði á rekstrinum. Olaf Poulsen forstjóri sagði, að tilvera forlags- ins kæmist í hættu ef ekki yrðu gerðar róttæk- ar sparnaðarráðstafanir. Stjórn fyrirtækisins telur að fækka verði starfsmönnum sem nú eru 3.000 í ýmsum deild- um. Berlinske gefur meðal annars út annað stærsta dagblað Danmerkur, BT, stærsta morgunblaóið, Berlingske Tidende, og stærsta vikublaðið, Bill- edbladet. CIA hleraði ritvél fyrr- verandi starfsmanns síns Áróður hafimi gegn hundaæði 1 Noregi STÓRFELLD áróðursher- ferð er ráðgerð í Noregi gegn hundaæði þar sem hundur frá Tenerife hefur tekið veikina í Svfþjóð. Að visu er engin hætta á smitun og hundurinn hef- ur verið settur i sóttkví, en talsmaður norska landbún- aðarráðuneytisins segir, að hættan á útbreiðslu hunda- æðis aukist stöðugt. Heil- brigðisyfirvöld hafa eink- um áhyggjur af ferða- mönnum sem freistast til að smygla með sér dýrum þótt við því séu strönd við- urlög auk þess sem hald er lagt á dýrið og það sent úr landi eða lógað. Óbreytt líðan Avons lávarðar London, 12. janúar. Reuter. LÆKNAR segja, að engin breyt- ing hafi oröió á liðan Avons lávarðar, áður Sir Anthony Edens forsætisráðherra. Frekari tilkynningar um heilsu hans verða ekki birtar nema hún versni mikið. Avon lávarður er 79 ára gamall. Áróðursherferðin verð- ur skipulögð í samvinnu við útvarp og sjónvarp. Sérstökum spjöldum verð- ur komið fyrir á flugvöll- um, ferjubryggjum, toll- stöðvum og víðar. London, 12. janúar. AP. BANDARÍSKA leyniþjón- ustan CIA hefur verið sök- uð um að koma fyrir hler- unartækjum i ritvél fyrr- verandi starfsmanns sins, Philip Agee. Agee kom með ásökun- ina þegar hann ávarpaði opinbera nefnd sem fjallar um þá beiðni hans að hann verði ekki sendur úr landi og skýrði blaðamönnum frá ásökuninni. Hann kveðst hafa búið undir leynilegu heimilis- fangi og að ung stúlka, sem hann hafi seinna uppgötv- að að starfaði fyrir CIA, hafi gefið honum ritvél. Hann komst að því, að i henni var útvarpssendi- tæki sem gerði leyniþjón- ustunni kleift að uppgötva hvar hann byggi. „Ég er sannfærður um það nú, að öryggi mitt var i talsvert meiri hættu þegar ég var í París sumarið og haustið 1972 en ég gerði mér grein fyrir þá,“ sagði hann. Agee býr nú í Cambridge og vinnur að annarri bók um CIA. Hann spurði nefndina um efni ákær- unnar gégn sér. Merlyn Rees, innanríkisráðherra, hefur fyrirskipað brottvis- un hans af öryggisástæðum án þess að skýra það nánar. Merkum áfanga náð í baráttu gegn sykursýki Vancouver, 12. janúar. AP. MERKUR áfangi hefur náðst i baráttunni gegn sykursýki fyrir tilstilli vísindamanns í Vancouver í Kanada að sögn Tim Padmore, sem skrifar visindafréttir í blaðið Vancouver Sun. Visindamaðurinn dr. Wah Jun Tze hefur búið til gervimagakirtil og með honum hefur tekizt með góðum árangri að takmarka magn sykurs i blóði rotta sem hafa verið með sykursýki að sögn blaðsins. Þessi aðferð gerir það einnig að verkum, að insúlínsprautun verður óþörf, en notkun insúl- ins eykur hættu á sjúkdómum í nýra og lifur, húðsjúkdómum, taugatruflunum, blindu og hjartveiki hjá sykursjúkum. I gervimagakirtlinum eru frumur sem framleiða insúlin og eru teknar úr dýrum og talið er að hann geti einnig framleitt efni sem enn hefur ekki tekizt að bera kennsl á og geti komið i veg fyrir að fylgikvillar skjóti upp kollinum. Dr. Tze e sérfræðingur í melt- ingarsjúkdómum. Hann er starfandi sérfræðingur við aðalsjúkrahúsið i Vancouver og forstöðumaður sérstakrar deildar barnaspítalans er rann- sakar meltingarsjúkdóma. í gervimagakirtli dr. Tzes eru tvær pipur og i þeirri ytri eru frumurnar sem framleiða insú- linið en blóðið fer um innri pípuna. Gervimagakirtillinn er ódýr I framleióslu. Helzti gallinn á uppfinning- unni er sá, að blóðtappar mynd- ast i gervimagakirtlinum og geta stíflað hann en dr. Tze er bjartsýnn á að honum takist að leysa þetta vandamál. Dr. Tze segir að hann hafi sýnt fram á að frumurnar fram- leiða insúlinið þegar líkaminn þarfnist þess. Hann vill engu um það spá hvenær uppfinningin verði í fyrsta skipti notuð á sjúklinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.