Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 3 Klaki í jörð: Allt að helmingi meiri en síðustu ár Ekkitalinhætta á kali — ÉG BÝST við að klaki f jörð sé nú kominn að meðaltali á um 60 sentimetra dýpi en sums staðar einkum I sendnum jarðvegi er klakinn allt að einum metra, sagði Sigfús Ólafsson, forstöðu- maður efnarannsóknastofunnar á Hvanneyri, f samtali við Mbl. f gær. Sfðustu ár hefur jarðklaki að meðaltali náð niður á 40 til 50 sentimetra dýpi en eins og Sigfús tók fram er dýpt klakans mjög misjöfn eftir aðstæðum. Sigfús sagði að rannsóknir sýndu að hitastig yfir vetrarmán- uðina hefði áhrif á grassprettu og því væri trúlegt að þessir kuldar i vetur og jarðklakinn, sem kæmi til með að halda jörðinni kaldri fram á sumar, yrðu þess valdandi að gróður kæmi seint til f vor. Ekki sagðist Sigfús sjá nein merki þess að kal i túnum yrði óvanalega mikið i vor, þó jarð- klaki væri mikill, það sem orsak- aði fyrst og fremst hættu á kali væru svellalög á túnum og þau væru ekki til staðar nema i litlum mæli nú. Sigfús tók þó fram að ef hlánaði og frysti aftur ykist hætt- an á kali. Gripirnir sem fundust f Þórs- mörk, prjónn og steinn, sem finnendur telja hvort tveggja mjög gamalt. „Nýkróna“ sýnir stærð hlutanna. r Islenzk raforkufyrirtæki 1977—’85: Sama upphæð í afborg- anir og vexti lána og til uppbyggingar LÁTA MUN nærri að afborganir og vextir lána fslenzkra raforku- fyrirtækja fram til ársins 1985 nemi sömu fjárhæð og varið verð- ur til fjárfestingar vegna upp- byggingar raforkukerfisins á sama tfma. Kemur þetta f Ijós séu skoðaðar upplýsingar um greiðslubyrði raforkufyrirtækja landsmanna af lánum þeirra fram til ársins 1985 og áætluð fjárfesting fyrirtækjanna á sama tfma, en þessar upplýsingar komu fram f erindi Aðalsteins Guðjohnsen rafmagnsstjóra á 18. miðsvetrarfundi Sambands fslenzkra rafveitna, sem lauk f Reykjavfk f gær. Samkvæmt upplýsingum i er- indi Aðalsteins'hvfldu nú um ára- mótin lán á raforkufyrirtækjum i landinu að upphæð alls 49 milljarðar og 10 milljónir króna. Skiptast þessi Iánabyrði þannig á fyrirtæki: Landsvirkjun 27.130 milljónir, Rafmagnsveitur ríkis- sins 12.840 milljónir, Rafmagns- veita Reykjavíkur 1.700 milljónir, Laxárvirkjun 1.160 milljónir, Kröfluvirkjun 5.880 milljónir og önnur raforkufyrirtæki 300 milljónir króna. Afborganir og vextir af þessum lánum munu sið- an nema um 60 milljörðum króna fram á árið 1985, en á sama tíma mun beinn fjárfestingarkostnað- ur vegna uppbyggingar íslenzka raforkukerfisins nema tæplega 62 milljörðum króna, að því er kem- ur fram í upplýsingum f erindi Aðalsteins Guðjohnsen á miðs- vetrarfundi. í tölunni um áætlað- an f járfestingarkostnað á timabil- inu 1977—85 (61.720 milljónir króna) eru vextir á byggingar- tima ekki meðtaldir að því er kom fram f erindi Aðalsteins. Flóðin 1 rénun 1 Þjórsá MIKIÐ hefur sjatnað í Þjórsá síðustu daga að sögn Ólafs Gíslasonar vega- verkstjóra á Selfossi í gær. Sagðist Ólafur hafa farið um hjá Ferjunesi og Mjó- sundi á mánudaginn og síð- an aftur í gær og hefði orðið mikil breyting á á þessum tima. — Ef þíðan helzt áfram þá er þetta held ég búið, sagði Ólafur. Skemmdir á vegum hafa orðið litlar sem engar, að- eins skarð í veginn á einum stað, sem ekki á að verða erfitt að gera við. Mér er ekki kunnugt um neinar skemmdir, t.d. á girðing- um, en fólkið á Mjósundi og í Ferjunesi hefur eðli- lega haft töluverð óþæg- indi og sennilega einhvern skaða af flóðunum, sagði Ólafur. Skiðamót 1 Búist við tíðindum við Siglufirði Kröflu um næstu helgi SKJÁLFTUM fer fjölgandi dag frá degi á Kröflusvæóinu og mældust þeir 43 á síðustu mæli- önn. Voru flestir skjálftanna litl- ir, en 9 þeir stærstu voru á bilinu frá 2—2.4 stig á Richterkvarða. Landrisið er nú orðið svipað og það var í lok janúar, þegar land- sigið varð. Búast jarðvísindamenn jafnvel við tíðindum við Kröflu um næstu helgi. Siglufirði, 2. marz. DAGNÝ kom með 135—140 lestir af Austfjarðarmiðum um hádegi í dag. Um helgina verður hér punktamót I skíðagöngu og stökki og munu verða allmargir þátt- takendur. Um páskana verður Skíðalandsmótið siðan haldið hér. —mj. Forn- gripir finn- ast í Þórsmörk FERÐAFÓLK, sem fór með Utivist inn í Þórsmörk um síð- ustu helgi fann tvo merkilega gripi við vestustu bæjarrúst- irnar norður af Engidal. Eru þetta prjónn, sem ekki er ólík- legt að hafi verið notaður til að næla í gegnum hempu eða slíkt, og fagurlega útskorinn steinn, sem erfitt er að segja hvað hefur verið notaður. Að sögn Jóns Bjarnasonar verða gripirnir afhentir Þjóð- minjasafninu við fyrsta tæki- færi. Sagði Jón að svo virtist sem á steininum væri rúnaletur og hlyti það vera mikill akkur fyrir Þjóðminjasafnið að fá slíkan hlut í sína vörzlu. Þá sagðist Jón álíta að prjónninn væri mjög gamall og virtist úr sama efni og næla sem ferða- hópur fann á sama stað í Þórs- mörk fyrir nokkrum árum. Hefði sú næla verið send til Noregs til aldursákvörðunar og reyndist hún vera um 1000 ára gömul. legu rafstrengsins GUNNAR Bergsteinsson, for- stöðumaður Sjómælinga rfkisins, tjáði Morgunblaðinu 1 gær að stofnunin hefði enga tilkynningu fengið um breytta staðsetningu rafmagnsstrengsins til Vest- mannaeyja. — Upplýsingaskylda er hjá eigendum og ef við fáum ekki tilkynningu um breytingu getum við eðlilega ekki gert nein- ar ráðstafanir, sagði Gunnar Bergsteinsson. —Ef legu sæsimastrengja eða annarra strengja í sjó er breytt og vió fáum tilkynningu um slikt þá gerum við nauðsynlegar breyt- ingar á sjókorti og sendum til- kynningu til sjófarenda og ann- arra viðskiptavina okkar, sem nota sjókort og óska eftir þvf. í þessu einstaka tilfelli með raf- strenginn til Vestmannaeyja þá höfðum við ekki fengið tilkynn- ingu um breytta legu strengsins og nákvæma staðsetningu hans. Sjómælingum ekki tilkynnt um brey tta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.