Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 35 Brldge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Hin vinsæla para- keppni Bridge- félags kvenna hefst á mánudaginn (JRSLIT I sveitakeppni Bridge- félags kvenna áttu að fást sl. tnánudag. (Jr þvf gat ekki orðið vegna veikindaforfalia en stendur til að Ijúka keppninni fyrir helgina. Næsta keppni félagsins verður hin vinsæla parakeppni sem verður spiluð i 10 para riðlum. Hefst hún á mánudag- inn kemur. Geta allir tekið þátt i þessari keppni, jafnt utanfé- lagsfólk sem félagsbundið. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanns, Margrétar Ásgeirs- dóttur, i sima 14218. TBK byrjar með spilakeppni á laugardögum VEGNA framkominnar óánægju f borginni með spila- daga hefir Tafl- og bridge- klúbburinn ákveðið að gera til- raun með spilamennsku á laug- ardaginn kemur klukkan 13,30. Spilað verður í matsal stúdenta í félagsmálastofnun- inni við Hringbraut (Við hlið- ina á Þjóðminjasafninu). Spilarar eru hvattir til að fjölmenna. Þess má geta hér neðanmáls, að fyrir nokkrum árum var spil- að í Alþýðuhússkjallaranum á laugardögum. Var þar yfirleitt spilað í tveimur riðlum en hefir trúlega lagst niður vegna þess að vin var haft um hönd þar af nokkrum spilurum. Frá Reykjanesnefnd NK. sunnudag verður Reykja- nesmótinu f sveitakeppni fram- haldið, og spilaðar verða 7. og 8. umferð. Hörkubarátta er nú komin f mótið, og t.d. mætast tvær efstu sveitirnar, Ármann og Björn Ey., í 9. umferð, þeirri síðustu. 6 efstu sveitirnar hljóta aðgöngumiða á undan- keppni íslandsmóts í sveita- keppni, sem háð verður á Flug- leiðahótelinu í vor. Barom eterkeppn i hjá Ásunum NÆSTA mánudag hefst hjá Ás- unum tvfmenningskeppni með barometers-fyrirkomulagi, en það mót hefur verið á dagskrá BÁK frá stofnun félagsins. Öllum er heimil þátttaka í þvf móti sem fyrr og veitir stjórnin skólanemum helmingsafslátt af öllum gjöldum félagsins. Keppnistilhögun ræðst nokkuð af þátttöku, en fyrirhugað er að mót þetta standi yfir 5 kvöld hámark. Veitt verða góð verð- laun, og keppnisstjóri er Sigur- jón Tryggvason. Spilað er i Fé- lagsheimili Kópavogs, efri sal, á mánudögum. Einmennings- og firmakeppni Ásanna Næsta laugardag, 5 mars, verður firmakeppni félagsins framhaldið, en skorað er á alla, sem áhuga hafa á bridge, að vera með í þessu, en þetta er jafnframt einmenningskeppni félagsins. Keppni hefst kl. 13.00. Spilað er i Félagsheimili Kópavogs. Bandalag kvenna í Reykjavík: Helmingaskiptareglan ekki viðunandi lausn í skattlagningu hjóna Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavik 21/2 1 977: 1. Aðalfundurinn telur, að sú aðferð við skattlagningu hjóna, sem fram kemur í frumvarpi til laga um tekju- og eignarskatt, þ e svonefnd helm- ingaskiptaregla, sé eigi viðunandi lausn, en telur skilyrðislaust, að koma eigi á sérsköttun á séraflafé hvers og eins skattborgara, án tillits til kyns og hjúskaparstöðu, og afnumin sé þar með hin svokallaða 50%-regla, sem gilt hefur I s.l 1 9 ár. Með sérsköttun er stuðlað að fjárhagslegu sjálfstæði hvers ein- staklings og spor í áttina að stað- greiðslukerfi, sem aeskilegt er að koma skuli 2 Aðalfundurinn telur, að persónuaf- sláttur hvers einstaklings skuli vera hinn sami, hvort sem um hjón, sambýlisfólk eða einstaklinga er að ræða. eins og tíðkast á hinum Norðurlöndunum Hjónum eða sambýlisfólki skal heimil millifærsla persónuafsláttar 3. Aðalfundurinn telur, að hækka beri persónufrádrátt og fækka þeim, sem greiða tekjuskatt, og verði tekjuskattur ekki greiddur af almennum launatekjum. 4 Aðalfundurinn telur, að heim- ilisafslátt þurfi að miða við tekjuöfl- un á skattárinu, en ekki mánaða- fjölda, þar sem atvinnulíf þjóðar- innar er með þeim hætti, að mjög oft er unnin árstíðabundin skorpu- vinna 5. Aðalfundurinn telur það augljóst réttlætismál, að barnabætur verði jafnháar með öllum börnum. 6 Aðalfundurinn telur, að ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða, geti hvort þeirra sem er tekið á móti greiðslu barnabóta 7. Aðalfundurinn telur óréttlátt, að skattbyrði einstæðra foreldra þyng- ist og meðlag sé talið til tekna hjá þvi einstæða foreldri, sem við þvi tekur fyrir barnsins hönd, en hins vegar réttlátt að hjá greiðanda með- lags sé það frádráttarbært til skatts 8. Aðalfundurinn leggur til, að engin opinber gjöld séu lögð á elli- og örorkulifeyri 9 Aðalfundurinn telur mjög æskilegt, að sem flestir geti búið i eigin húsnæði og telur því nauðsynlegt að tekið sé tillit til þess i lögum um tekju- og eignaskatt 10 Aðalfundurinn átelur harðlega að engin kona skyldi hafa átt sæti i nefnd þeirri, sem vann að samn- ingu skattalagafrumvarpsins. og skorar á Alþingi, að slikt endurtaki sig ekki i framtiðinni. þegar lög verða samin, er snerta réttarstöðu allra þjóðfélagsþegna Aðalfundur Bandalags kvenna i Reykjavík leggur þess vegna þunga áherzlu á. að tekið verði fullt tillit til ábendinga frá kvennasamtökum og konum, sem fram hafa komið bæði i fjölmiðlum og á opinberum fundum, um frumvarp þetta í skattamálanefnd áttu sæti: Geir- þrúður Hildur Bernhöft, formaður, Gerða Ásrún Jónsdóttir, Guðrún S Jónsdóttir, Sólveig Alda Pétursdóttir. Þórunn Valdimarsdóttir JHírgunblahib ÞÚ AUGLÝSIR UM ALI.T LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Tónleikar í Laugar- neskirkju Föstudaginn 4. marz verða helgitónleikar í Laugar- neskirkju kl. 20.30. Halldór Vilhelmsson mun syngja ljóðaflokk eftir Antonin Dvorak, sem nefnist „Biblíuljóö“ og eru 10 söngvar viö ljóð úr Daviðssálmum. Gústaf Jóhannes- son, organisti Laugarneskirkju, mun leika undir á pfanó og fer flutningurinn fram innan við kór kirkjunnar. Gústaf Jóhannesson mun einn- ig leika á orgel kirkjunnar 11 kóralforspil op. 122 eftir Jóhann- es Brahms, en þau eru það siðasta sem Brahms samdi og er hluti þeirra saminn við föstusálma. UTGERÐAR MENN varanleg álklæöning, á þök, Mt og veggi- útí og inni. Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum, auðveldar í uppsetningu, þarf aldrei að mála, gott að þrífa, og gefa fallegt útlit. Hagkvæm klæðning á frystihús, fiskvinnslustöðvar, skemmur, birgðahús og þá staði sem þörf er á góðri varanlegri klæðningu. Framleiddar af Nordisk Aluminium A/S, Noregi í mismunandi gerðum. Reynist vel við íslenskar aðstæður. Hafið samband við okkur og við gefum verðtilboð og ráðleggingar ef óskað er. INNKAUP HF 1 ÆGISGÖTU 7 REYKIAVlK. SlMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. Sumir versla dýrt - aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð k heldur árangur af * hagstæðum innkaupum. Niöursoönir ávextir á ##góðu" verði uoWReef Ferskjur 1/1 dósir Ferskjur 'h dósir . Perur 1/1 dósir .... Perur 'h dósir .... Blandaðir ávextir 'h dósir 198 Ananassafi 1.363 gr.................... 398 - Ananassafi 538 gr...................... 181.- Appelslnu- marmetaSi 1 Lbs ....................... 179,- Mais Corn 'h dós ...................... 176 - Summít Ananas, Kr. kurlaður 439 gr........................ 266.- Ananas kurlaður 41 0 gr....................... 236 - cSUiif Kr. Tómatar 1/1 dós ....................... 247.- Grænar baunir 'h dós .................. 127.- Ávaxtásulta 340 gr...................... 135 - Eplasulta á glasi 425 gr............... 1 73.- Bakaðar baunir 227 gr................... 98.- a n d Perur 1/1 dós.........................kr. 252. Perur 'h dós......................... kr. 1 53.- iQýtoipS Austurstræti 17 Starmýri 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.