Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 29 UmHORP Umsjón: Erna 4burðarverk$miðjan f Gufunesi fyrir sfðustu stækkun. Hvert er viðhorf SUS til stóriðju? Um árabil hefur stðriðja hér á landi verið meðal umdeildustu þátta í nýsköpun atvinnulffsins, þótt f reynd hafi allir stjórnmálaflokkar fylgt fram stóriðjustefnu og aðeins greint á um minniháttar atriði. Þegar fyrst var rætt um að leita samstarfs við erlenda aðila um stóriðjurekstur, voru helztu rökin þau, að með þvf væri mögulegt að virkja hagkvæmar en ella og fleiri stoðum væri rennt undir einhæft og sveiflukennt atvinnulff landsmanna. Einnig var minnzt á fleiri kosti: Öruggari gjaldeyrisöflun, meiri skatttekjur í ríkissjóð á hvern vinnandi mann, úrvinnsluiðnað f tengslum við stóriðjuna og kynni af verðmætum vinnubrögðum og tækni, sem hægt væri að nvta f fslenzkum iðnaði. Nú, þegar tekin hefur verið ákvörðun um næsta skref f stóriðjurekstri, hefur málið aftur komizt á dagskrá, og Iftur hver sfnum augum á silfrið að vonum. Ilelztu ágreiningsefnin eru mengunarhætta og ótti við erlent fjármagn, en auk þess er deilt um, hvort æskilegt sé, að fslenzka ríkið eigi meirihluta í verksmiðjunni við Grundartanga. Mikið áhættufé er þannig bundið f einni framleiðslueiningu og hlutdeild fslenzka rfkisins f atvinnurekstrinum stóreykst. Ungir sjálfstæðismenn hafa að undanförnu fjallað um iðnað f starfi sínu, og næsta tölublað Stefnis, sem kemur út sfðar f þessum mánuði, er helgað iðnaðarmálum. Stjórn SUS ræddi jafnframt sérstaklega um stóriðjumálin, og þau atriði, sem hér birtast, má skoða sem niðurstöður þeirra umræðna. F.S. Við stefnumörkun f stóriðjumálum vill stjórn SUS hafa eftirfarandi til hliðsjónar: 0 Lffríki íslenskrar náttúru er viðkvæmt og jafnframt eru fáar þjóðir háðari lífriki náttúrunnar en íslendingar. 0 Stórir byggðakjarnar eru ekki nema á suðvestur horni landsins og á Akureyri og staðsetning stóriðju annarsstaðar en í námunda við þá, myndi óhjákvæmi- lega valda mikilli röskun í atvinnumálum. 0 Innlent fjármagn til ráðstöfunar fyrir fjárfestingar i stóriðju tæpast fyrir hendi nema hjá einum aðila, ríkinu. Ef aðrir innl. aðilar leggðu fram nauðsynlegt fjármagn til fjárfestingar i stóriðju myndi það hafa mikil neikvæð áhrif á þróun eldri atvinnugreina að óbreyttum aðstæðum. 0 Ef ríkið og erlendir aðilar eru látnir sitja fyrir um að gegna hlutverki vaxtarbrodds i hagvexti á íslandi með uppbyggingu stóriðju i miklum mæli, er ekki hugsað um eðlilegan vöxt annarra atvinnugreina, sem geta skilað svipuðum árangri. Slíkt hefði óhjákvæmilega í för með sér mikla tilfærslu áhrifa á Islenskan atvinnurekstur frá dreifingu valds til miðstýringar rikis og erlendra aðila. 0 Mjög varhugavert getur verið að iðnaður á Islandi verði annars vegar í mjög smáum og hinsvegar í mjög stórum einingum. Með þvi móti getur ekki náð að myndast nauðsynlegur hreyfanleiki þekkingar á tækni, stjórnun og fjármálum sem þarf til að skapa eðlilegt jafnvægi i isienskum iðnaði. Slíkt bil getur einnig orsakað óæskilega hlutverkaskiptingu fjármagns frá einkaaðilum, riki og erlendum aðilum. 0 Til þess að geta notað hagkvæmni stórra áfanga i virkjun vatnsafls er oft nauðsynlegt að geta selt verulegt magn orku til sóriðju. 0 Fjölþjóðleg fyrirtæki nota sér oft þann mismun, sem er á stefnu einstakra rfkja í skattamálum og hafa möguleika á því að flytja á milli landa hagnað eftir því sem hagkvæmast er hverju sinni. Lönd með svipaða skattstefnu og ísland hljóta alltaf að standa höllum fæti i baráttunni um bita af hagnaði slikra fyrirtækja. 0 Á flestum þeim mörkuðum sem stóriðja kaupir frá eða selur til er um harðvítuga samkeppni að ræða, oft milli fárra aðila. Því getur verið mjög varhugavert að gera eignaaðild íslendinga að skilyrði fyrir starfrækslu stór- iðjufyrirtækja hér á landi, vegna þess að þá er hlutfallslega miklu fjármagni hætt I áhættusaman atvinnurekstur. 0 Frá þvi að ákvörðun er tekin um að ráðast í stóriðjuframkvæmdir og þangað til að fyrirtækið fer að framleiða, liða yfirleitt ekki minna en 3 — 5 ár. Vafasamt er að ætla að fslendingar, sem eru byrjendur í þesssum málum, hafi nægilega reynslu og þekkingu á markaðsmálum til þess að þorandi sé að taka áhættu af hlutfallslega miklum fjárútlátum. 0 Þeir möguleikar sem islendingum hafa borist til stóriðju eru flestir á sviðum þar sem framleiðsluvaran er aðeins eitt stig af mörgum frá hráefni til fullunninnar vöru. Það þýðir að ekki er unnt að hafa jafnmikil áhrif á markaðinn og um endanlega vöru væri að ræða, margir þeir þættir sem skipta sköpum fyrir afkomu slikra fyrirtækja eru utan okkar áhrifasviðs. 0 Almennt gildir að auðveldara er að greiða há laun i fjármagnsfrekum atvinnugreinum, en í vinnuaflsfrekum. Því er ástæða til að ætla að stóriðja myndi hafa góð áhrif á þróun launa í landinu. 0 Gera verður skýran greinarmun á efnahagslegu sjálfstæði og efnahagslegri getu. íslendingar geta að sjálfsögðu ekki talist efnahagslega óháðir öðrum meðan þeir stunda inn- og útflutning i jafn rikum mæli og raun ber vitni. Hins vegar eykst efnahagsleg geta oft á tíðum þegar efnahagslegt sjálfstæði minnkar. Og ef betur er að gáð er það grundvallaratriði í stefnum margra rikja að þjóðir heims verði sem efnahagslega háðastar hver annarri. Þannig er talið að leiðin til friðar sé best tryggð. íslendingar geta því i framtíðinni orðið að velja á milli efnahagslegs sjálfstæðis og efnahagsiegrar getu. Við það val verður að hafa i huga, að sjálfstæði þjóðarinnar i venjulegum skilningi er mun hættara við minnkaða efnahagslega getu þjóðarinnar en minna efnahagslegt sjálfstæði. Með tilliti til fyrrgreindra atriða vill stjórn SUS því marka stefnu sína í stóriðjumálum á eftirfarandi hátt: 0 Stóriðja verði einn af mörgum valkostum sem til greina koma við uppbyggingu fslenzks atvinnulífs. 0 Fjárfesting eða eignaraðild íslendinga að stóriðjufyrirtækjum sé athuguð sérstaklega i hverju tilviki og sé þá um leið höfð i huga fjárfestingarþörf og þróunarmöguleikar annarra atvinnugreina. 0 Að öllu jöfnu sé einstaklingum og félögum gefinn kostur á þvi að kaupa hlutabréf i stóriðjufyrirtækjum, sem fyrr verði það stefna Sjálfstæðisflokks- ins, að ríkið taki ekki þátt i atvinnurekstri nema i undantekningartilvikum. 0 Jafnan sé á hverjum tíma gerðar ítrustu kröfur um mengunarvarnir frá stóriðjuverum. 0 Haft sé náið samráð við þau sveitarfélög, sem til greina kemur að reisa stóriðjurnar hjá. Ekki sé byggð stóriðja gegn vilja ibúa viðkomandi sveitar- félags og séð sé um, að stóriðjufyrirtæljd greiði eðlileg gjöld til sveitarfélaga. 0 Jafnan verði gætt samræmis við uppbyggingu i orkumálum og sölusamninga við stóriðjuver. Orkusala til stóriðju'má ekki eyðileggja möguleika annarra þróunarleiða sem í ljós kunna að koma i framtiðinni. Gunnar Gunnarsson hefur um langt skeið verið ernn virtastr hófund- ur á Norðurlöndum Ritsafn Gunnars Gunnarssonar S Áður útkomnar >s*- S Ný útkomnar Saga Borgarættarinnar Vargur í véum Svartfugl Sælir eru einfaldir Fjallkirkjan 1, Jón Arason Fjallkirkjan II Sálumessa Fjallkirkjan III Fimm fræknisögur Vikivaki Dimmufjöll Heiðaharmur ' Isv- Fjandvinir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.