Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 Litið inn í Álverið í Straumsvík: Launin /aða menn ti! starfa en ekki vinnan MORGUNBLAÐSMENN lögðu í gær leið sína í Álverið f Straumsvík til að kynnast dálftið hvernig væri háttað starfsskilyrðum þar og hvernig starfsmönnum liði við vinnu sfna. Rætt var við nokkra starfsmenn í kerskála og í skautsmiðju og má segja að þeir hafi flestir verið sammála um að það væri kaupið, sem laðaði menn til starfa í Álverinu, fremur en að vinnan væri eftirsóknar- verð eða eins og einn sagði: „Maður væri ekki hér ef kaupið væri ekki gott.“ Birgir Thomsen öryggisfulltrúi tók á móti okkur og fór með okkur um svæðið. Eftir að hafa fengið öryggis- hjálma og hlífðargleraugu, var farið inn í kerskálann, en þar er skylda að hafa þessi öryggistæki og vera í sérstökum skóm. Slæmur dagur Jóel Sigurösson, sem er yfir- skálastjóri, sagöi að gær- dagurinn væri einn af þessum verri dögum, en það fer mjög eftir veðri hvernig loftið er inni í kerskálanum. — Það eru sérstakar viftur í loftinu, og sjá þær um að skipta um loft í kerskálanum 40 sinnum á klukkustund, sagði Jóel, — og þegar það er vindur úti þá gengur viftunum verr að vinna sitt starf. Venjulega getur maður séð til beggja enda kerskálans þegar staðið er í miðju hans, en svo er ekki í dag. — Ég er búinn að starfa við þetta í 9 og hálft ár, þar af í 8 ár hérlendis, en ég var fyrst erlendis við þjálfun. Þennan tima hef ég aldrei fundið neitt og við hér i kerskálanum erum með minnstu veikindaforföll á öllu svæðinu, um það bil 4% en það er það lægsta sem gerist miðað við álver erlendis t.d. Menn eru náttúrlega misjafn- lega vel innréttaðir til þess að vinna hér, þessi óhreinindi fara misjafnlega í menn, en ég hef aldrei kennt mér neins meins af veru minni hér. Þó má segja að ég sé í einna óþrifalegasta starfinu, því ég sé um að koma hverju keri af stað, þegar það hefur verið í hreinsun, eða af öðrum ástæðum ekki I notkun, og þá koma upp mikil óhrein- indi og maður er nánast yfir kerinu í marga tíma. — Hér er úrvalsmannskapur, sagði Jóel, — við völdum í upp- hafi úr yfir 100 mönnum, þegar Álverið hóf starfsemi sfna og þetta eru góðir menn. Meðal- Valgarð Arnarson. Jóel Sigurðsson, yfirskálastjóri.'fLjósm. Mbl. Friðþjófur). aldur þeirra er sennilega milli 30 og 35 ár og það eru ekki mikil mannaskipti hér, sagði Jóel að lokum. Loftið oft leiðinlegt Helgi Þórisson hefur starfað í kerskálanum í tæp 4 ár og hann sagði að loftið væri oft leiðin- legt þar, það væri ekki hægt að neita því. Hann sagði að menn virtust vera misjafnlega næmir fyrir þvf. Starf Helga er í þvi fólgið að ná upp með sérstöku tæki álinu úr kerjunum og safna því I geymi, sem síðan er ekið með f steypuskálann. Vagninn, sem sýgur álið úr kerjunum er nokkuð hávaða- samur og var Helgi þvf með hlífar fyrir eyrunum. Hann sagði að það væri ekki allir sem þyrftu að nota þær, heldur að- eins þeir sem væru í hávaða- sömum störfum. Næst hittum við fyrir Magnús Magnússon, en hann vinnur eingöngu f kerskálan- um, og er hlutverk hans að sjá um að skautin í kerjunum leiði réttan straum. Alltaf með kvef Magnús, sem áður hefur unnið við múrverk og hjá Pósti og síma, sagði að hann gerði sér ekki svo mikla rellu út af óhreinindunum hann sagði að starfsmenn fengju tækifæri til að fara i bað, áður en haldið væri heim, og hann sagði að það væri bara sóðar sem ekki færu í bað. Magnús sagði að þeir gætu ef þeir vildu notaó grimur sem hyldu nef og munn, þeim væri séð fyrir þeim, en það væri ekki skylda að nota þær. — Maður finnur vel mismun á því hvort maður hefur notað grimuna eða ekki, nefrennsli er mun meira og viss óþægindi í hálsi og nefi og við erum flestir Danskir skipstjórar dæmdir 1 Bretlandi Plymouth, 2. mar7. Reuter Skipstjórar tveggja danskra togbáta voru dæmdir í dag fyrir ólögleg- ar veiðar innan 12 mflna fiskveiðilögsögu Bret- Hess komist til læknis Bonn, 2. marz. NTB FORSETI vestur þýzka þings- ins, Karl Carstens, bað í dag stórveldin fjögur, sem stjórna Spandau-fangelsinu í Vestur- Berlín, um að koma Rudolf Hess undir læknishendur fyrir utan fangelsið. Hess, sem er 82 ára gamall, var nánasti sam- starfsmaður Hitlers. Hann hef- ur eytt síðustu 36 árum í Spandau. Hann er alvarlega magaveikur og í síðustu viku reyndi hann að svipta sig lífi vegna kvalanna. Síðustu árin hefur Hess verið eini fanginn i Spandau og Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hafa lýst sig reiðubúna aó sleppa honum en Sovétmenn neita. lands, en áfrýjunardóm- stóll lækkaði þá sekt, sem þeir voru upprunalega dæmdir í. Annar skipstjóranna, Gustav Loth, var dæmdur í 12.000 purtda sekt, en hinn, Jörn Andersen, halut 10.000 punda sekt. Sektirn- ar voru lækkaðar f 2.500 pund. Var litið svo á sem þeir hefðu veitt innan 12 mílnana af mistök- um. Höfðu skipstjórarnir borið fyrir dómstólnum að þeim hefði ekki verið kunnugt um að lögsag- an næði óeðlilega langt frá landi, þar sem hún væri miðuð við eyju. Afli beggja skipanna, sem eru frá Hirtshals, var gerður upptæk- ur. Myndin sýnir bátana og fyrir aftan þá er tundurduflaslæðarinn HMS Caxton, sem tók þá og færði til hafnar í Plymouth. ERLENT Kosningarnar í Indlandi: Framtíð stjórnarinnar háð úrslitum 1 Uttar Pradesh HARÐASTA baráttan um hylli kjósenda I þingkosn- ingunum í Indlandi er háð í Uttar Pradesh, fjölmenn- asta fylki landsins, þar sem eru 52 milljónir kjósenda. Uttar Pradesh hefur frá upphafi verið það fylki þar sem stjórnarflokkurinn, Kongressflokkurinn, hefur átt mestu fylgi að fagna. En í þessum kosningum, sem haldnar eru dagana 16. til 20. marz, sjá stjórnarand- stöðuflokkarnir mesta möguleika á að binda enda á langan valdaferil Kong- ressflokksins með sigri í Uttar Pradesh og nágranna- fylkinu Bihar, en í þessum fylkjum er meira en fjórð- ungur þingmanna kosinn. Breytilegt fylgi Skoðanakannamr, sem gerðar hafa verið, benda til þess að nú standi stjórnarandstaðan betur að vígi i Uttar Pradesh Reynslan frá fyrri kosningum sýriir að fylgi flokk- anna i þessu fylki er mjög breytilegt. 1967 fékk Kongressflokkurinn bara 33 4% greiddra atkvæða en næst- um helminginn 1971. Gagnstætt þvi sem verið hefur I undanförnum kosningum hefur Kongressflokkurinn nú sameinaða andstöðu á móti sér Flokkarnir fjórir, sem myndað hafa kosninga- bandalagið Janata, fengu samanlagt meira fylgi i Uttar Pradesh i kosn- ingunum 1967 en Kongressflokkur- inn. Nú þegar þeir bjóða fram sam- Sanjay — framboð I sama fylki og mamma. Ram — ógnar Indiru. eiginlega munu þeir vafalaust höggva stór skörð i þingmannalið stjórnarflokksins. Vinsælir leiðtogar Þrir virtir leiðtogar stjórnarand- stöðunnar eru sterkasta ógnin við Kongressflokkinn i Uttar Pradesh. Charan Singh. sem er 74 ára fyrr- verandi ráðherra í fylkisstjórninni, á sér mikið fylgi meðal fátækra og sveitafólks Hemwati Nandan Bahaguna, sem gekk úr Kongressflokknum i siðasta mánuði, er talinn vera vinsælasti stjórnmálamaður Uttar Pradesh Ásamt Jagjivan R:m Dannet, fyrr- verandi landbúnaðarráðherra, hefur hann stofnað Lýðræðislega kongressflokkinn. sem býður fram i 16 kjördæmum Staða Rams sem leiðtoga 85 milljóna stéttleysingja eða „hinna ósnertanlegu", gefur honum sérstaklega sterka stöðu i kosningunum. 85 þingmenn verða kosnir i Uttar Pradesh og Kongressflokkurinn býð- ur fram i öllum kjördæmum Indira Gandhi, forsætisráðherra. sem sjálf býður sig fram í kjördæminu Rae Bareli, hefur fengið áskoranir frá stjórnarandstöðunni um að láta 14 meðlimi ráðherranefndarinnar. sem er áhrifamikil stofnun, bjóða sig fram i kosningunum. Sanjay Gandhi, sem er þritugur sonur forsætisráðherrans, er meðal þeirra sem bjóða sig fram í fylkinu. Kjördæmi hans er álitið öruggt fyrir Kongressflokkinn, og þvi er búizt við að hann láti litið á sér bera i kosn- ingabaráttunni Á meðal margra kjósenda, sérstaklega úr röðum múhameðstrúarmanna, er nafn Sanjay Gandhis tengt vönunarher- ferð rikisstjórnarinnar, sem var liður i þeirri stefnu hennar að draga úr ln

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.