Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 17
17 MORetrNB&flÐÍÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 Iranskeisari er mann- eskjulegri en Heath BREZKA skáldkonan Margaret Laing er um þessar mundir að senda frá sér bók um [rans- keisara. Áður hefur hún meðal annars getið sér orð fyrir bækur úm líf og starf Rob'erts Kenn- edy og Edwards Heaths. Þegar hún hafði ritað bókina um Robert Kennedy reyndi hann að koma i veg fyrir að bókin kæmi út, og hvað Edward Heath snerti hreifst hún að visu af honum sem stjórnmála- manni, en taldi af og frá að hún gæti fellt sig við hann sem manneskju og lét hafa eftir sér, að hann væri persóna sem hún gæti ekki hugsað sér að leita til ef í nauðir ræki og myndu fleiri sem hafa kynnzt honum væntanlega gefa honum saman vitnisburð. Þegar það komst svo í hámæli, að nú væri hún að skrifa bók um íranskeisara vakti það athygli. Amnesty International hefur látið frá sér fara þá yfirlýsingu að í íran séu mannréttindi mest fótum troðin í öllum löndum heims — og er þá langt til jafnað. Brezka blaðið Guardian sendi blaða- menn að ræða við Laing til að forvitnast um hvernig Irans- keisari hefði komið henni fyrir sjónir ekki hvað sízt með ofan- greinda staðhæfingu Amnesty í huga, þar sem vitað er að það er fyrst og fremst verk keisar- ans hvernig ástandið í mann- réttindamálum er í landi hans. Margaret Laing segir. „Ég bjóst við að mér félli alls ekki við hann. en mér til nokkurrar undrunar fann ég að mér gazt vel að honum sem persónu." Þau áttu ekki langan fund að vísu, töluðu saman í tvær og hálfa klukkustund þær fjórar vikur sem hún dvaldi í íran til að afla efnis í bók sina. Margaret Laing, sem er harð- soðinn fréttamaður og kallar ekki allt ömmu sína, sagði að hún hefði verið fyrirfram stað- ráðin i því að horfa á hann einörðu og nístingsaugnaráði ef með þyrfti. En það hefði nokkuð slegið sig út af laginu að keisarinn hefði virzt jafn staðráðinn i því að horfa á hana áþekku augnaráði og sér hefði fundizt hann „sjá sig í gegn- um" eftir fárra mínútna samtal. * Keisarinn vakti ekki hvað sízt athygli L:ings á því að hann væri sérstaklega hjartagóður og elskulegur maður. Hann sagði frá því að hann viknaði fyrir sorglegum myndum, og þar sem farið væri illa með dýr. Margaret Laing kveðst þess fullviss að hann hafi i bernsku verið feiminn og blíðlyndur drengur (að vísu með nokkuð ofsafengið skap) og að þessir eiginleikar hans búi enn í hon- um. Meðal þess sem Margaret Laing kveðst hafa spurt keisar- ann um var störf SAVAK sem er hin alræmda öryggislögregla írans og þá sá hún bregða fyrir ofstækislegum glampa i augum hans. „Hann er þeirrar skoðunar, að hver sá sem sýnir andóf og er þar af leiðandi á móti ríki hans sé marxisti og meira en það, sé hreinlega sálarlaus maður. Slíkt fólk skiptir hann engu og hvað um það verður snertir hann ekki hið minnsta." Þó kveðst hún sannfærð um að hann gæti ekki verið viðstaddur til dæmis pyndingar, þar sem líkamlegar þjáningar kalli fram bæði skelf- ingu og viðbjóð í honum. „Hann er ekki sadisti og hann fær ekki útrás í grimmd. Og i stjórn hans er minni harðneskja en í fyrri stjórnum í landi hans." Aðspurð um hvort hún gæti hugsað sér keisarann sem vin sagði Margaret Laing að byggi hún i írán fyndist henni ekki fráleitt að hugsa sér þann möguleika. Hún taldi til dæm- ist að þrátt fyrir allt væri írans- keisari mun manneskjulegri og sannari persóna en til dæmis Edward Heath, sem hún litur á sem innantómt gervimenni. íslendingar 1 London halda þorrafagnað Islendingar i London héldu hinn árlega þorrafagnað sinn s.l. laugardag 19. febrúar að St. Erm- is Hotel í Lundúnum. Til blótsins mættu svo margir sem húsrúm leyfði, rúmlega 200 manns. For- maður Islendingafélagsins, Ölaf- ur Guðmundsson, setti samkom- una með ávarpi, bauð sendiherra- hjónin Ólöfu og Sigurð Bjarnason velkomin i hóp landa í Lundúnum og óskaði hjónunum Hervöru og Helga Agústsyni sendiráðsritara velfarnaðar í tilefni af því að Helgi hefur tekið við nýju starfi hér heima. Það var tekið hraust- lega til þorramatarins sem Flug- félag Islands hafði flutt að heim- an. Til skemmtunar var að hinn alkunni sjónvarpsmaður Magnús Magnússon flutti þorraminni og talaði um gamla þorrasiði, Stein- Kastljós — Leiðrétting I dagskrárkynningu um útvarp og sjónvarp síðastliðinn föstudag kom fram sá leiði misskilningur varðandi Eið Guðnason frétta- mann sjónvarpsins og umsjónar- mann siðasta Kastljóss, að hann væri ekki viss hvort hann mundi I þættinum ræða við Alfreð Þorsteinsson, nýskipaðan for- stjóra Sölunefndar varnaliðs- eigna. Eiður hafði samband við blaðið og sagðist hafa tekið það afdráttarlaust fram, að hann ræddi ekki við Alfreð i þessum þætti. Er hann hér með beðinn velvirðingar á þessun^ tnistökum. unn Bjarnadóttir leikkona söng Landhelgisklippuvisur og fleira og hljómsveitin Skuggar frá Reykjavik lék fyrir dansi sem dunaði af mesta fjöri til dagskrár- loka kl. 1 e.m. Voru allir sammála um að skemmtunin hefði tekist hið besta og verið félaginu og meðlimum þess til sóma. Starf- semi Félags Islendinga i Lundún- um beinist að því að treysta tengslin við ættjörðina og auka þekkingu á íslenskum og enskum málefnum. I þessum tilgangi heldur félagið að minnsta kosti 3 samkomur á ári, þ.e. Þorrablót, þjóðhátíð 17. júní og jólatrés- skemmtun fyrir börn félags- manna og gesti. Þá hefur félagið einnig skipuiagt hópferðalög til tslands og hafa svokallaðar jóla- ferðir i byrjun desember verið afar vinsælar undanfarin ár. Spjaldskrá félagsins telur um 350 manns sem búa bæði í eða við Lundúni og víðar á Bretlandseyj- um. Við starf sitt hefur félagið notið stuðnings ýmissa velunnara aðal- lega þéirra Islensku fyrirtækja sem hafa rekstur í Lundúnum svo sem Flugleiða, S.H. og S.I.S. svo og aðstoðar sendiráðs Islands í Lundúnum. Stjórn Félags Islend- inga I Lundúnum er nú þannig skipuð: Ólafur Guðmundsson for- maður, Hulda Whitmore, varafor- maður, Jónína Ólafsdóttir Scott, gjaldkeri, Símon Pálsson, ritari og Sigurður Pálmason, meðstjórn- andi. Geriö góö kaup Leyft verð Okkar verð Maggy supur pr. pk. Fiesta eldhúsrúllur 2 stk. Nesquick kókómalt 800 gr. Hveiti 25 kg. Bananar1.kg. Molasykur 1. kg. Holand House kruður 1. pk. Wasa hrökkbrauð 1. pk. V Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1A Sími86111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.