Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 25
Ríkisstofnanir og landsbyggðin:
Unnið að útfærslu hugmynda
Sérstakt flutningsrád ekki sett á fót
Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, svaraði
nýlega fyrirspurn á alþingi varðandi hugsan-
legan flutning ríkisstofnana út á land. Benti
hann m.a. á þá viðleitni í þessu efni, sem átt
hefði sér stað á vegum Hafrannsóknastofnun-
ar, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Vega-
gerðar ríkisins, Pósts og síma, og fræðslukerf-
isins. Að öðru leyti fara spurningar (Helgi F.
Seljan Abl) og svör hér á eftir:
• 1.) Er ætlunin að leggja fram
á þessu þingi frumvarp um
flutningsráð ríkisstofnana?
• 2.) Hvað hefur ríkisstjórnin
aðhafst eða ákveðið varðandi
álit stofnananefndar, sem
fram kom í árslok 1975?
Hugmyndir stofnana-
nefndar.
Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem
ég svara fyrirspurnum varðandi
hugmyndir stofnananefndar um
flutning ríkisstofnana hér á Al-
þingi. 7. maí 1976 svaraði ég
spurningum 9. landskjörins þing-
manns, Sigurlaugar Bjarnadótt-
ur, um þetta mál. 1 svari minu þá
kom fram, að ríkisstjórnin hefði
ekki enn talið tímabært að taka
afstöðu til hugmynda um flutning
ríkisstofnana út á landsbyggðina
og af hálfu ríkisvaldsins væri
ekki hafinn undirbúningur að
slíkum flutningi. Ákvarðana í
þessu efni væri ekki að vænta
fyrr en þeir mörgu aðilar, sem
fengið hefðu nefndarálitið um
flutning rikisstofnana til skoðun-
ar, hefðu sett fram ^jónarmið sín
að þessu leyti.
Á þessum tíma lá það fyrir, að
forsætisráðuneytið hafði, að til-
lögu stofnananefndar, dreift áliti
hennar til þingmanna, lands-
hlutasamtaka, fjölmiðla, viðeig-
andi stofnana og fleiri aðila. 1
umræðunum um fyrirspurn 9.
landskjörins þingmanns sagði ég,
að til greina kæmi að einhverjum
tíma liðnum að leita beinlínis um-
sagnar viðkomandi aðila um
nefndarálitið.
Alits umsagnaraðila
beðið
Þann 16. september 1976 ritaði
forsætisráðuneytið þeim tæplega
áttatíu opinberu stofnunum bréf,
sem stofnananefnd gerir tillögur
um, að fluttar verði í heild, að
hluta eða standi fyrir stofnun úti-
búa og óskaði eftir áliti þeirra á
hugmyndum nefndarinnar eink-
um hvað þær sjálfar snerti. Var
óskað eftir svari fyrir lok október
1976. Með bréfi þann 26. nóvem-
ber s.l. ítrekaði ráðuneytið fyrr-
greinda ósk gagnvart þeim aðil-
um, sem þá höfðu ekki enn svarað
fyrra bréfinu. Hafa umsagnir að-
ila verið að berast ráðuneytinu
fram á síðustu daga og síðasta
bréfið, sem því barst, er dagsett
14. febrúar s.l. Hafa nú 63 aðilar
sent ráðuneytinu bréf en 15 hafa
ekki sent skriflegt svar. Verður
Geir Hallgrímsson, forsætisráð-
herra
að sjálfsögðu rehnt að ná til
þeirra i þriðja sinn og óskað eftir
viðhorfum, sem þeir kunna að
hafa.
Með þessu tel ég mig hafa svar-
að spurningum fyrirspyrjanda
um það, hvað ríkisstjórnin hefur
aðhafst i þessu máli.
Flutningsráð
Spurt er, hvort ætlunin sé að
leggja fram á þessu þingi frum-
varp um flutningsráð ríkisstofn-
ana, en það var ein af þeim leið-
um sem bent var á. i stuttu máli
sagt hefur rikisstjórnin ekki í
hyggju að flytja slíkt frumvarp á
þessu stigi, þótt það kunni að
koma til álita síðar.
Telja verður eðlilegt, að lögð sé
vinna i það, þegar forsætisráðu-
neytinu hafa borist svör frá öllum
þeim aðilum, sem það ritaði, að
vinna úr þessum svörum og e.t.v.
leggja á það fjárhagslegan mæli-
kvarða, hvað framkvæmd á hug-
myndum stofnananefndar kynni
að kosta. Slíkt starf má vinna án
þess að svonefnt flutningsráð sé
sett á stofn. Þá er ekki úr vegi, að
hugað sé að endurútgáfu álits
stofnananefndar með athuga-
semdum og umsögnum viðkom-
andi stofnana eins og þær nú
liggja fyrir.
Ég tel skynsamlegt, að frekar sé
unnið að útfærslu á hugmyndum
nefndarinnar á vegum forsætis-
ráðuneytisins, áður en lengra er
haldið.
Utflutt grásleppuhrogn 872
millj. kr. — kavíar 45 millj.
JON Ármann Héðinsson (A) bar
fram eftirfarandi spurningar til
sjávarútvegsráðherra sl. þriðju-
dag — I sameinuðu þingi:
0 1. Hversu hárri upphæð nam
útflutningsgjald af grásleppu-
hrognum árið 1976?
0 2. Hvernig var þessari upphæð
ráðstafað og hvaða aðilar nutu
þess fjármagns, er inn kom í
þessu útflutningsgjaldi á grá-
sleppuhrognunum?
0 3. Hvað var mikið verðmæti
unnið hér á landi árið 1976 úr
söltuðum grásleppuhrognum og
hvert voru þessar afurðir seldar?
Útflutningur
óunninna hrogna
og kavíars
Matthías Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, svaraði efnislega á
þessa leið:
0 1) Utflutningsgjald af grá-
sleppuhrognum á árinu 1976 nam
51 millj. 9 þús. kr.
0 2) Upphæð þessi rann i
þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins
sbr. lög um Sölustofnun lagmetis-
iðnaðarins og var varið til vöru-
þróunar, tækniaðstoðar og
markaðsstarfsemi í þágu lag-
metisiðnaðarins, til þess að stuðla
að fullvinnslu islensks hráefnis,
þ.á m. grásleppuhrogna hérlend-
is. En í þessum 1. segir, að í næstu
5 ár skuli öll útflutningsgjöld af
niðursoðnum og niðurlögðum
sjávarafurðum og söltuðum grá-
sleppuhrognum undanþegin
hinum almennu ákvæðum um út-
flutningsgjöld en renna þess i
stað í sérstakan sjóð til eflingar
lagmetisiðnaðinum og útflutningi
hans samkv. 7. gr. Við endurskoð-
un útflutningslaganna voru grá-
JónÁrm. Matthlis
HMinsson. Bjamason.
sleppuhrogn undanþegin, en hins
vegar álögð samkv. þeSsum 1. frá
1972.
0 3) Á árinu 1976 var fob-
verðmæti útflutnings grásleppu-
kavíars um 45 millj. kr. Afurð-
irnar voru seldar til Austur-
Þýskalands og Tékkóslóvakíu,
60%, til Efnahagsbandalagsland-
anna 7%, til Bandarikjanna 8%
og til Sviss, Spánar, Svíþjóðar og
fleiri landa um 25%. Varðandi
fsp. þessa er rétt að taka fram
eftirfarandi, að útflutningsgjald
af grásleppuhrognum er 6% af
fob-verðmæti, sem rennur í þenn-
an sjóð, þróunarsjóð lagmetis-
iðnaðarins, til ársloka 1977, en
gjald þetta hefur verið frá því að
lögin tóku gildi, 1973 13 millj. 492
þús., 1974 8 millj. 350 þús., 1975
32 millj. og 1976 eins og ég sagði
áðan 51 millj, Fjórar verksmiðjur
innan vébanda Sölustofnunar-
innar hafa framleitt grásleppu-
kavíar til útflutnings, Arktik á
Akranesi, K. Jónsson og Co, Akur-
eyri, Ora h.f. í Kópavogi og lag-
metisiðjan Sigósild í Siglufirði.
Útflutningsverðmæti niðurlagðs
grásleppukavíars og saltaðra grá-
sleppuhrogna nam 1973 17.2
millj., 1974 69.2, 1975 36.4 og á s.l.
ári 45 millj. En útflutningsverð-
mæti hrognanna nam 1973 236.9
millj., 1974 156.6, 1975 584.7 og
1976 871.7 millj. Útflutningsmagn
fullunnins kavíars og óunninna
hrogna í tunnum var. sem hér
segir: 1973, kavíar 600 tunnur eða
um 3% af heildarframleiðslunni,
en hrogn 19 þús. tunnur, 1974
1600 tunnur kaviars eða um 13%
af heildarframleiðslu, en hrogn
11 þús. tunnur, 1975 kavíar aðeins
Viðgerðarkostnaður íslenzka
flugflotans á Keflavíkurflugvelli
Svar utanríkisráðherra
EINAR Ágústson, utanríkisráð-
herra, svaraði s.l. þriðjudag
fyrirspurn í sameinuðu þingi
(frá Jðni Skaftasyni F) um
framkvæmd þingsályktunar
um viðgerðar- og viðhaldsað-
stöðu flugvéla á Keflavíkur-
flugvelli, sem samþykkt var á
Alþingi 11. marz 1976.
Gagnasöfnun.
I svari ráðherra kom m.a.
fram að utanríkis- og sam-
gönguráðuneytið tilnefndu í
sumar er leið sinn manninn
hvort til þess að annast gagna-
söfnun í máli þessu. Gagnasöfn-
un lauk í nóvember s.l. I henni
kemur m.a. fram:
Islenzkir flugvirkjar starfa
ekki fyrir varnarliðið. Því veld-
ur hvorttveggja nauðsyn þess,
að flughermenn séu stöðugt i
þjálfun í flugvirkjun herflug-
véla, og öryggisástæður.
Öll flugskýli á Keflavíkur-
flugvelli, utan fjögur, eru í eigu
Bandarikjanna. Á grundvelli
varnarsamningsins frá 1951 eru
þau fjögur skýli, sem Islend-
ingar eiga, í rekstri varnaliðs-
ins. lslenzka ríkið getur ekki
einhliða rift þeim afnota og um-
Einar
Agústs-
son, utan-
rikisráð-
herra.
ráðarétti, sem varnarliðið fékk
yfir skýlum 1951. Sú viðgerðar-
aðstaða sem íslenzku flugfélög-
in hafa nú á vellinum, hefur
varnarliðið látið þeim í té.
Flugvirkjafélag Islands hef-
ur gagnrýnt aðstöðu við við-
halds íslenzkra véla á vellinum
og talið, að flugvirkjar þyrftu
af þeim sökum að leita atvinnu
út fyrir landsteina, auk þess,
sem þjóðhagslega óhagkvæmt
sé að flytja slíká viðgerðarþjón-
ustu út, eins og nú er gert. Úr
þessu verður naumast bætt,
nema byggð verði ný flugskýli,
hvort sem það er svo hlutverk
ríkisins eða annarra að gera
það.
Ráðuneytin hafa nú ákveðið
að skipa sérstaka nefnd til álits-
og tillögugerðar i þessu máii.
Flugvirkjar hafa þegar tilnefnt
fulltrúa í þá nefnd en Flugleið-
ir hins vegar ekki.
400 tunnur eða 2% af heildar-
framleiðslu, en hrogn 20 þús.
tunnur og 1976 470 tunnur
kavíars eða 2%, hrogn 24 þús.
tunnur. Helztu kaupendur óunn-
inna hrogna eru Danir, Vestur-
Þjóðverjar, Frakkar, Belgar og
Svíar. Nota þeir hrognin til
kavíarframleiðsiu og selja á sömu
mörkuðum og Íslendingar selja
sinn grásleppukavíar. Fer hrá-
efnið þannig beint til keppinauta
íslenskra lagmetisframleiðenda.
íslendingar flytja nú grásleppu-
kavíar aðallega til Austur-
Evrópu. Stærsti markaðurinn var
til landa Efnahagsbandalags
Evrópu og fóru um 68% af
kavíarnum þangað á árinu 1973.
Þegar tollaþvinganirnar fóru að
hafa áhrif, féll magnið niður í 2%
til Efnahagsbandalagslandanna,
en þá var að mig minnir kominn
30% innflutningstollur á kavíar
til þessara landa.
Árið 1974 var mikið magn selt
til Bandaríkjanna, í raun meira
en markaður var fyrir og í engu
samræmi við líklegan útflutning
þangað í framtíðinni. Unnið er nú
að því að endurvinna markað í
Efnahagsbandalagslöndum með
breyttri tollatilhögun jafnhliða
þvi, sem unnið er að aukinni sölu
á öðrum mörkuðum. Þessar upp-
lýsingar sýna okkur það, að við
þurfum auðvitað að framleiða
mun meira úr þessum hrognum
hér heima sjálfir, en jafnhliða því
verðum við að afla okkur mark-
aða í erlendum löndum og þessi
framleiðslugrein þolir ekki jafn-
háa tolla eins og Efnahagsbanda-
lagið setti á okkur áður en tolla-
samningurinn kom til fram-
kvæmda.
AIÞMG
AIMAG