Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 3. MARZ 1977
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
tilboö — útboö
fP ÚTBOÐ
Tilboð óskast frá innlendum framleiðendum í smiði göguljósa-
stólpa út stálpípum, DIN 2448, St. 35, fyrir Rafmagnsveitu
Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, R.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 24. mars
n.k. kl. 1 1.00 f.h.
Bifreið óskast
Vel með farinn Citroén Pallas með vökva-
skiptingu, ekki eldri en '73 óskast til
kaups gegn fasteignatryggðu skuldabréfi
til 3ja ára. Uppl. í síma 66-148 og á
kvöldin í síma 28221. •
Óskum eftir að kaupa
trillu 4 — 5 tonna (helst dekkbát) með
fullum útbúnaði til handfæraveiða. Upp-
lýsingar um verð og áhvílandi skuldir
óskast send Mbl. augld. fyrir fimmtudag
10. þ.m. merkt „Bátur: 1721".
INNKAUF>ASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
i Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Útboð — Malbikun
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð slit-
lags á 50 — 60 þús. fm. í götum. Verk-
tími er áætlaður snemma sumars. Út-
boðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings Strandgötu 6 gegn 5.000 -
kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á
sama stað kl 1 1 fimmtudaginn 10. marz
Bæjarverkfræðingur.
Nauðungaruppboð á stálgrindahúsi við
Gagnheiði á Selfossi, eign hlutafélagsins
Straumness, áður auglýst í 86., 88. og
91. tölublaði Lögbirtingablaðs 1976, fer
fram á eigninni sjálfri mánudaginn 7.
marz 1 977 kl. 14.00.
Uppboðskrefjendur eru lögmennirnir Jón
Hjaltason, Gústaf Þór Tryggvason, Axel
Kristjánsson, Jón N. Sigurðsson, Magnús
Sigurðsson og Þorfinnur Egilsson.
Sýs/umaður Árnessýslu.
Reiðskóli Fáks
Ný námskeið eru að hefjast, innritun
næstu daga, fimmtudag kl. 13 —15
föstudag kl. 10—12 sími 30178, kenn-
ari Guðrún Fjeldsted.
Hestamannafélagið Fákur.
Siglufjörður og Skagaströnd:
Að nýta tiltæka tiárfest-
ingu í loðnubræðslum
Verulegar end-
urbætur á SR’46-
verksmiðjunni
í Siglufirði
EYJÓLFUR Konráð Jónsson (S)
bar fram fyrirspurn til sjávarút-
vegsráðherra varðandi hugsan-
lega endurnýjun Síldarverk-
smiðja ríkisins í Siglufirði og á
Skagastönd með hliðstjón af
nauðsyn þess að auka vinnslu-
möguleika tiltækra loðnu-
bræðslna í landinu. Spurðist hann
sérstaklega fyrir um SR’46 í
Siglufirði og SRP, en jafnframt,
hvort möguleikar væru á endur-
byggingu SR’30 og SRN þar á
staðnum. Ennfremur spurðist
hann fyrir um áform varðandi
Skagastrandarverksmiðjuna.
Taldi hann kostnaðarminna og
hagkvæmara að endurbæta til-
tæka fjárfestingu í landinu í lítt
eða vannýttum verksmiðjum
heldur en byggja nýjar frá
grunni, auk þess sem sérhæft
starfsfólk væri til staðar á við-
komandi stöðum. í því sambandi
minntist hann á síðsumar- og
haustveiðar loðnu fyrir Norður-
landi og möguleika á flutningi
hráefnis í annan árstíma.
Allmiklar endurbætur f SR’46.
Matthfas Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, sagði nú unnið að
allmiklum endurbótum á SR’46-
verksmiðjunni í Siglufirði, sem
samþykktar voru í stjórn SR á s.l.
sumri. Keyptar hefðu verið tvær
nýjar pressur frá Noregi, sem
kosta myndu um 100 m.kr. upp-
settar. Afköst hvorrar pressu um
sig verða um 700 tonn hráefnis á
Eyjólfur Matthfas
Konráð Bjarnason.
Jónsson.
sólarhring. önnur pressan er
komin upp og er verið að reyna
hana þessa dagana. Síðari pressan
verður væntanlega tiltæk til
vinnslu í maímánuði. Afköst verk-
smiðjunnar með tilkomu þessara
nýju pressa (4 gamlar teknar
burt) aukast sennilega um 400
tonn á sólarhring, þegar önnur
tæki verksmiðjunnar hafa verið
aukin og endurbætt til samræmis
við afköst pressanna.
Pantaðar hafa verið nýjar mjöl-
vogir og áformaðar eru verulegar
endurbætur á löndunartækjum á
næsta vori, gufulögnum og mjöl-
flutningsleiðslu. I athugun eru
kaup á nýjum skilvindum í verk-
smiðjuna, en 6 nýjar skilvindur
kosta um 1,6 m.kr.
Ráðherrann sagði engar vélar f
SRN-verksmiðjunni, sem nýtt
hefði verið sem rafmagnsverk-
stæði og lager og engin áform
vera uppi um breytingu þar á.
Vélakostur í SR’30 verksmiðjunni
er úreltur og ekki hugsað til
breytinga á henni. Hins vegar sé
nú hugað að lengingu vinnslutíma
SR’46-verksmiðjunnar og i því
efni kannaðir möguleikar á að
auka geymslurými hráefnis veru-
lega.
Málefni verksmiðjunnar á
Skagastönd hafa verið til athug-
unar í stjórn SR. Þar um hafa enn
engar ákvaðanir verið teknar.
Þörf sé á ítarlegri athugun á hag-
kvæmni slíkra framkvæmda, sem
þar eru nauðsynlegar, áður en til
vinnslu kæmi. Hafnaraðstaða á
Skagastönd sé á þann veg, að
stærri loðnuskip geta ekki athafn-
að sig þar að óbreyttum aðstæð-
um.
Endurbætur á höfninni á Skaga-
stönd.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
þakkaði ráðherra svör hans. Taldi
nauðsynlegt og þjóðhagslega hag-
kvæmt að hraða nýtingu á þeirri
frjárfestingu, sem liggur í lftt
nýttum loðnubræðslum, á sama
tima og takmarkaðir vinnslu-
möguleikar f landi væru taldir
torvalda annars mögulegar veiðar
loðnuflotans. Hann þakkaði og
ráðherra frumkvæði hans um
loðnuveiðar á norðurmiðum.
Varðandi Skagastönd sagði
Eyjólfur, að þar væru fyrirhugað-
ar hafnarframkvæmdir á yfir-
standandi ári, sem myndu gera
loðnuskipum fært að athafna sig f
höfninni þar. Það út af fyrir sig
ætti þvf ekki að standa i vegi fyrir
loðnuvinnslu þar.
Hann fagnaði fyrirhugaðri
stækkun geymslurýmis við SR '46
verksmiðjuna — en minnti á, að
enn væri unnið úr fiskúrgangi f
elztu verksmiðju Siglufjarðar,
SRP, og taldi athugandi, hvort
ekki mætti nýta hana jafnframt
til loðnuvinnslu.a.m.k. hluta úr
ári.
Snæfellsnes.
Fleiri tóku til máls f þessari
umræðu, m.a. Jón Árnason (S),
sem minnti á, að lega staða við
loðnumiðum væri atriði, sem taka
þyrfti tillit til við tilkomu nýrra
feitfiskbræðslna, og óhjákvæmi-
legt væri að stefna að byggingu
slfkrar verksmiðju á Snæfells-
nesi, enda lægi yfirlýstur þing-
vilji að baki slíkri framkvæmd.
Þingsálykyunartillaga um fjár-
hagslegt samræmi 1 skólakerfi:
Hlutur verk-
menntunar
verðiréttur
ÞRÍR stjórnarþingmenn,
Pálmi Jónsson (S), Ingi
Tryggvason (F) og Jón Árna-
son (S), flytja tillögu til þings-
ályktunar um samræmingu á
fjárhagslegum grundvelli
framhaldsskóla, á þann hátt, að
hlutdeild rfkissjóðs f stofn-
kostnaði og rekstri verði hin
sama án tillits til námsefnis.
Skuli ríkisst jórnin undirhúa
löggjöf um þetta efni. Verk-
menntun þjóðarinnar verði
ekki hafin til verðugs sess,
nema vegið sé að rótum þess
fjárhagslega misræmis, sem
rfkir milli einstakra mennta-
stofnana á framhaldsskólastigi.
Greinargerð:
,,0ft er rætt um eflingu verk-
menntunar og nauðsyn þess að
auka virðingu hennar til jafns
við bóknám meðal þjóðarinnar.
Þótt nokkuð hafi miðað áleiðis f
þessum efnum virðist borin
von, að markinu verði náð án
þess að ráðist sé að rótum þess
fjárhagslega misræmis, sem
ríkir á milli einstakra mennta-
stofnana á framhaldsskóla-
stiginu.
Eins og nú standa sakir eru
menntaskólar kostaðir alfarið
af ríki, bæði að því er snertir
stofnkostnað og rekstur. Við
fjölbrautaskóla ber ríkissjóður
60% stofnkostnaðar, auk þess
laun að firilu og annan rekstrar-
kostnað að hálfu. Sveitarfélög
standa undir því, sem á vantar
bæði í stofnkostnaði og rekstri.
Við iðnakóla skiptist stofn-
kostnaður að jöfnu á milli rfkis
og sveitarfélaga. Rfkissjóður
greiðir laun, en sveitarfélög
annan rekstrarkostnað. Aðrir
skólar á framhaldsskólastiginu,
sem flestir eru sérskólar, eru
yfirleitt kostaðir af ríkissjóði
þó ekki undantekningariaust,
þannig hafa t.d. húsmæðraskól-
arnir, sem nú heita hússtjórn-
arskólar, verið kostaðir af sveit-
arfélögum að hluta.
Það misræmi í hlutdeild rik-
isins f stofnkostnaði og rekstri
einstakra framhaldsskóla, sem
hér hefur verið lýst, er einkar
óheppilegt að dómi flm. þessar-
ar þáltill. Það felur i sér viss
forréttindi a.m.k. menntaskóla-
■ tiMtll ottitttll Mlltill iMtttl IIIIIHtmi! tlllilllttl ( ft ttMMttll il t » j Itmy « » »t í |f
Pálmi Jónsson
Ingvi Tryggvason
námsins fram yfir þá verk-
menntun, sem iðnskólar veita,
og hefur átt þátt í því að tor-
velda eðlilega uppbyggingu
iðnskólanna. Um leió hefur
ýmsum virst þykja það nokkru
meira í munni að stunda
menntaskólanám en verklegt
nám, t.d. í iðnskóla. Þessu þarf
að breyta. Námsefni framhalds-
skólastigsins þarf að njóta jafn-
réttis og jafnrar virðingar,
hvort sem um er að ræða bók-
legt eða verklegt nám.
Með þessari tillögu er lagt til,
að samræmdur verði fjárhags-
legur grundvöllur framhalds-
skólanna á þá lund, að hlut-
deild ríkissjóðs í stofnkostnaði
þeirra og rekstri verði hin sama
án tillits til námsefnis. Mót-
framlag sveitarfélaganna verði
og hið sama til einstakra skóla,
ef þátttaka þeirra verður
ákveðin í kostnaði við fram-
haldsskólastigið, sem flm. telja
þó æskilegt.
Þessu skal samt ekki slegið
föstu hér né hversu hlutdeild
sveitarfélaganna skuli vera
mikil ef af verður, vegna þess
að ákvörðun um það kann að
tengjast stefnumótun um nýja
verkefnaskiptingu rfkis og
sveitarfélaga. Þó er ljóst, að
erfiðleikar eru því samfara, að
sveitarfélögin taki á sig að
hluta kostnað við suma skóla,
einkum einstaka sérskóla, enda
verður að gera ráð fyrir að þeir
geti orðið undanskildir þeirri
samræmingu, sem hér er rætt
um. Að öðru leyti er hún nauð-
synleg og tímabær.”
illl