Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 31 konar miðstöð kvenna i Reykja- vík. Síðan gekkst hún fyrir þvf á 90 ára afmaeli Elinar að ættingjar og vinir stofnuðu minningarsjóð henni til heiðurs. Átti að veita verðlaun úr sjóðnum duglegasta nemanda Húsmæðrakennara- skóla íslands er lyki þaðan prófi, eða nemanda úr handavinnudeild Kennaraskóla tslands. Voru verðlaunin peningur úr bronsi með upphleyptri mynd af frú Elínu og áletruninni: „Aldrei var þarfara stórvirki gert en að geta sitt mannfélag mannað." (M.J.) Sjóð þennan hafði Ingibjörg lengst í sinni vörslu og annaðist hann af stakri umhyggju til ævi- loka. í eitt sinn veit ég til að úr sjóðnum var veittur ríflegur námsstyrkur til framhaldsnáms i húsmæðrafræðslu. Vorið sem minnst var 75 ára afmælis Kvennaskólans á Blönduósi kom Ingibjörg norður og var kærkom- in gestur skólans. Færði hún þá skólanum að gjöf fagran vegg- skjöld með mynd af frú Elinu Briem. Var sú gjöf þakksamlega þegin því frú Elin var ávallt i heiðri höfð við skólann. Ingibjörg var með afbrigðum glöggskyggn og sá fram i tímann eins og Elín frændkona hennar hafði gert. Hún sá fram á að eftir þvi sem heimilin yrðu fámennari i landinu mundi heimilisiðnaði okkar hnigna. Þessum gamla þjóðlega iðnaði sem að miklu leyti hafði haldið lifinu i þjóðinni. Slik- um verðmætum mátti eigi glata. Þá var voðinn vís. Ingibjörg var i áratugi styrk stoð Heimilisiðn- aðarfélags íslands, var m.a. gjald- keri félagsins í tugi ára og studdi það með ráðum og dáð. Henni var einnig ljóst að heimilin í landinu voru þær stoðir sem þjóðfélagið hvíldi á. Þess vegna var hún ein- dreginn stuðningsmaður hús- mæðrafræðslunnar. Þjóðleg verðmæti hafði Ingi- björg i heiðri. Var henni mjög annt um Islenzka þjóðbúninginn, að honum yrði sýndur verðugur sómi og ekki gerð úr honum nein skrípamynd. Hafði verzlun- inBaldursbrá ávallt á reiðum höndum allt er til þurfti til að koma búningnum upp og ófáir eru skautbúningarnir sem þær vinkonurnar í Baldursbrá saum- uðu af miklum hagleik. Fram á siðustu ár kenndi Ingi- björg balderingu á námskeiðum hjá heimilisiðnaðarfélaginu. Þá kenndi hún einnig tóvinnu og ís- lenska skógerð við handavinnu- deild Kennaraskólans og síðar við vefnaðarkennaradeild Handiða og myndlystaskólans. Hvar sem Ingibjörg starfaði eða kom fram birtust fjölhæfar gáfur hennar og framúrskarandi fórnfýsi. Hún heimtaði eigi daglaun að kvöldi. Ef um áhugamái hennar var að ræða var hún reiðubúin til að hlusta hvernig sem á stóð og ljá góðu máli Iið, sparaði þá hvorki tíma né orku. Áberandi var í fari Ingibjargar trygglyndi hennar og ræktarsemi. Þó að Ingibjörg væri fædd að Hálsi í Fnjóskadal þar sem faðir hennar var prestur fyrstu prestskaparár sin, taldi hún sig Borgfirðing og vildi sýna æskustöðvum sínum í Reykholti ræktarsemi með því að gróður- setja trjálund í nágrenni Reyk- holts. Hef ég heyrt að árlega hafi hún farið með systkinum sínum upp í Reykholtsdal og unnið þar merkilegt ræktunarstarf. Þá munu vera ótalin sporin hennar fyrir ættingja og vini sem sóttu að úr öllum áttum og leituðu hennar ásjár og margs konar þjónustu. Það var svo elskulegt að koma heim í Baldursbrá, alltaf var Ingibjörg á sinum Stað reiðu- búin að ljá þeim lið er til hennar sóttu. Enginn þurfti að óttast við- tökurnar, að þeir sæktu illa að, þvi Ingibjörg virtist aldrei skipta skapi á hverju sem gekk, rósemi hennar og jafnaðargeð vakti að- dáun. Og svo var það málfarið. Enga manneskju hef ég heyrst tala jafn fagurt íslenzkt mál. Því segi ég það: ótal margt gott mátti af henni læra. En nú er hún öll. Við sem áttum því láni að fagna að kynnast Ingibjörgu og eiga hana að vini, minnumst með þakklæti merkrar konu er ávallt leitaðist við að „geta sitt mannfé- lag rnannað". Þegar ég að lokum kveð Ingibjörgu E. Eyfells votta ég manni hennar, börnum og öðr- um nánum ættingjum ásamt blessaðri Kristínu innilega samúð mina. I Guðs friði. Hulda Á. Stefánsdóttir Mannkostakona er látin, horfin til ljóssins heima, hafi henni orð- ið að ósk sinni og trú. Eitt er víst að hún var ljósberi I lifi sínu langa æfi. Ingibjörg Einarsdóttir Eyfells í Baldursbrá á Skólavörðustíg 4, hefur nú ekki lengur opið hús eins og hún og þ:u Eyjólfur ásamt Kristínu Jónsdóttur hafa haft um áratugi. Gestrisnin og greiðasemin við kunna og ókunna var á þessu heimili meiri en ég hef þekkt annars staðar. Þar var svo sannarlega reist búð yfir þjóð- braut þvera og öllum sinnt eftir bestu getu. Það voru ekki sist utanbæjarmenn úr öllum lands- hlutum sem þáðu þetta einstæða gestaboð og aldrei átti húsfreyja svo annríkt, að hún greiddi ekki götu þeirra þúsunda — tel ég mér óhætt að segja — sem i Baldurs- brá leituðu. Fyrst komu pabbi og mamma þá afi og amma siðan börnin, barna- börnin já og barnabarnabörnin og vinir þeirra og kunningjar utan enda. Tryggð þessarar góðu konu var einstök. Það var á góðu dægri plagsiður að halda niður að höfn um helgar með barnahóp. Þeirri ferð var aldrei fulllokið fannst ungum sveinum nema litið væri inn hjá „ömmu“ i Baldursbrá. Þær mót- tökur voru alltaf á einn veg — allt sett á annan endann — sifelld jól og páskar. Fyrir allar þær hátiðir hjá Ingi- björgu þökkum við að heilum hug og biðjum henni og öllu hennar fólki blessunar. Hjálmar Ólafsson Birting minningar- og afmælisgreina Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góði; línubili. — Fullorðnir Framhald af bls. 14 og skortir gagnfræðapróf Ekki er ætlunin hér að telja upp allar þær greinar, sem kenndar eru hjá Námsflokk- unum. Tungumálin eru mjög vinsæl. Nú er mikill áhugi á spænsku, enda fara margir suður á bóginn í fri. Guðrún segir, að helzt megi merkja breytingu á ensku- og dönsku- kennslu, þar sem mun færri en áður hefji nám í byrjenda- flokki, en fleiri í framhalds- flokkum, sem sýni að fólk hafi nú orðið meiri þekkingu fyrir í þessum málum. Músikkennslan hefur aukist hjá náms- flokkunum. Og áhugi virðist aftur hafa aukist á handavinnu, svo sem hnýtingum og mynd- vefnaði. Ljósmyndun er vin- sælt verkefni, svo og bókfærsla. En ýmislegt er á döfinni af nýjungum, enda veitir það Námsflokkunum mun meira svigrúm að vera komnir í fram- tíðarhúsnæði. Þar er hægt að byrja fyrr á daginn, og raunar hefur kennslan þegar færst fram. Nú er algengt að hún hefjist kl. 5, en áður var varla hægt að byrja fyrr en kl. 7. Tónlistarkennsla hefst 9 að morgninum. Hugmyndin er að koma upp barnagæslu í Miðbæjar- skólanum, eins og gert var í fyrra og í vetur þegar Náms- I flokkarnir kenna í Fellahelli. Þá gæta 2—3 konur barnanna meðan foreldrar eru í tíma. Þetta hefur gefist mjög vel, og er hægt að hafa þá tíma á dag- inn. Guðrún benti á að barna- skólaportið væri þannig, að hægt væri að fara út með börn- in, ef því yrði lokað með hliði. Annan möguleika bíður Mið- bæjarskólinn upp á. Þar er leik- fimihús, og þvi hægt að útfæra betur fræðsluna um fæðuval og bæta við líkamsrækt. Fleira mætti hugsa sér. En Guðrún sagði, að í vetur væri allt hús- rými nýtt, meðan Leiklistar- skólinn er i húsinu og fleiri skólar hafa þar aðgang. Enda geta Námsflokkarnir á meðan notað tímann til undirbúnings. Til dæmis vantar enn stofu fyrir bílaviðgerðir og logsuðu, sem ekki hefur verið hægt að kenna í vetur vegna aðstöðu- leysis. En feikimikill áhugi var á því að læra að gera við heimilisbilinn. Einnig þarf í kjallara að útbúa stofu fyir steinslipun og glerskurð, sem margir hafa áhuga á. Kennslan er nú mest siðdegis og á kvöldin. Kvaðst Guðrún geta imyndað sér að endanlega yrði stundaskráin á daginn eins og blævængur, þar sem fáar greinar byrja snemma dags, en fara svo vaxandi eftir því sem á daginn líður. Um þessar mundir er Guðrún skólastjóri að gæla við þá hug- mynd, að koma upp námskeiði um ættfræði, sem margt úrvals- folk hefur áhuga á. Þar yrði leiðbeint um gagnasöfnun og nýtingu gagna og fleira. Og er málið á umræðustigi. — Við höfum hugsað okkur að Námsflokkarnir verði ekki bara kennslumiðstöð, þangað sem fólk geti sótt nám, sagði Guðrún, heldur verði þeir rekn- ir á viðari grundvelli. Til dæmis verða möguleikar á fyrirlestrahaldi og sýningum, þegar salu'rinn rýmist. Við erum nú að koma upp í einni stofunni i samvinnu við kennslugagnamiðstöðina og skólarannsóknir sýningu á kennslutækjum, þar sem kenn- arar og aðrir geta séð nýjungar á þvi sviði. En við hliðina verð- ur svo stofa, þar sem sýnd eru gömul kennslutæki og gamla bókasafnið úr Miðbæjar- skólanum, sem á að koma hing- að aftur, enda á það heima í þessu húsi. Verður gaman að hafa hér hlið við hlið það allra nýjasta og elzta á þessu sviði. Eina sýningu höfum við þegar haft, verðlaunaúrlausn Guð- rúnar Jónsdóttur á skipulagi Þingholtanna, sem var hér fyrir jólin. Þá er í athugun, þegar að- stæður leyfa, að hefja kennslu í listasögu og koma þá upp sýn- ingum í því sambandi, og þarf að biða eftir salnum til þess. Möguleikarnir eru ótalmargir, eftir að Námsflokkarnir eru búnir að fá eigið húsnæði í Mið- bæjarskólanum. Og áhuginn á margskonar námi er mjög mik- ill hjá fullorðnu fólki. — E.Pá. — A að verð- tryggja... Framhald af bls. 20 Egill Jónsson (Bsb. A,- Skaft.) sagði að sýnt væri að óskir þingfulltrúa væru á þann veg að nefndin tæki málið til skoðunar á ný og umræðum yrði frestað. Þá sagði Egill að fólk i sveitum ætti sparifé, sem ekki væri eingöngu bundið i Búnaðarbankanum heidur í öðrum bönkum, sem lánuðu að meirihluta til annarra atvinnu- vega. Spurningin væri því hvort ekki þyrfti að koma til skipulagsbreyting og Búnaðar- bankinn væri með útibú á þeim stöðum þar sem sveitafólk hefði sitt sparifé og fé þess færi til útlána fyrir landbúnaðinn. Að loknum þessum umræð- um frestaði Ásgeir Bjarnason, forseti þingsins, umræðunum og óskaði þess að nefndin ynni áfram að ályktun um þennan málaflokk og sagði það skoðun sina að rétt væri að nefndin breytti ýmsu, sem þegar væri komið á pappír. Öruggt dæmi Þeir, sem temja sér reglubundinn sparnað með Sparilánakerfi Landsbankans tryggja sér ráðstöf- unarfé þegar mæta þarf útgjöldum. Með 8.000 króna mánaðarlegum sparnaði í 18 mánuði getur einstaklingur haft rúmar 370.000 krónur til ráðstöfunar. Á sama tíma geta hjón tvö- faldað upphæðirnar með því að vera með Spari- lánareikning, sitt í hvoru lagi. Lítið á eftirfarandi tölur: sparifjArsöfnun tengd rétti til lántöku Sparnaður Mánaðarleg Sparnaður í Landsbankinn Ráðstöfunarfé Mánaðarleg Þér endurgr yðar eftir innborgun lok timablls lánar yður yðar 1) endurgreiðsla Landsbankanum 5 000 60.000 60.000 123.000 5.472 12 mánuði 6 500 78 000 78.000 161.000 7.114 á12 mánuðum 8 000 96.000 96.000 198.000 8.756 5 000 90.000 135.000 233.000 6.052 18 mánuði 6.500 117.000 176.000 303.000 7.890 á 27 mánuðum 8 000 144.000 216.000 373.000 9 683 5.000 120.000 240.000 374.000 6.925 24 mánuði 6 500 156.000 312.000 486.000 9.003 á 48mánuöum 8 000 192 000 384.000 598.000 11.080 1) I fjárhæðum þessum er reiknað með 13% vöxtum af innlögðu fé. svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKINN Sparilán til viðbótar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.