Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 IngibjörgE. Egfells —Minningarorð F. 4. desember 1895. D. 24. febrúar 1977. Hún var fædd á Hálsi í Fnjóska- dal. Foreldrar hennar voru séra Einar Pálsson og kona hans, Jóhanna Eggertsdóttir Briem. Séra Einar var af austfirzkum bændaættum. Jóhanna var al- systir Eiríks Briem prófessors og Ellnar skólastjóra. Ingibjörg ólst upp i stórum syst- kinahópi á þremur prestssetrum. Faðir hennar fékk veitingu fyrir Gaulverjabæ í Flóa, þegar hún enn var barn að aldri. Og fáum árum síðar sótti hann um Reyk- holt og var veitt það brauð. Ég hef fyrir satt, að æsku- heimili Ingibjargar hafi ætið verið mjög fjölmennt og umsvif mikil, svo á Hálsi og í Gaulverja- bæ sem í Reykholti. Prestshjónin lögðu alúð við búskapinn, sem á þeim árum var mannfrekur. Börnin voru 7 og fjölskyldan þvi stór. Séra Einar var elskaður og virtur af sóknarbörnum og gest- kvæmt á préstssetrinu. Það leyndi sér ekki, að Ingi- björg hugsaði hlýtt til bernsku- slóða. En traustust voru tengslin við Reykholt. Þegar Gunnlaugur bróðir hennar lézt i blóma lífsins stofnuðu foreldrarnir sjóð til eflingar trjálundi, sem hann hafði gróðursett í Reykholti. Siðar eftir fráfall séra Einars og Jóhönnu stofnaði Ingibjörg annan sjóð sem ætlað er að hlynna að kirkjunum sem séra Einar þjónaði og svo að Gunn- laugslundi. Hún lagði sig ætíð fram um að efla þessa sjóði, m.a. með útgáfu minningarkorta og hefði vafalaust kosið að sín yrði minnzt með því að styrkja þá sjóði til að gegna hlutverki sinu. Ingibjörg fór ung til náms við Kvennaskólann i Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1913. Sama ár réðst hún kennari við Kvenna- skólann á Blönduósi, þá 18 ára gömul. Þetta ár réðst einnig að skólanum Kristín M. Jónsdóttir, þá nýkomin frá Ameriku. Kenndu þær við skólann óslitið fram til 1918. Tókst með þeim einlæg vin- átta, sem varað hefir æ siðan. Á þessum árum sótti Ingibjörg einn- ig kennaranámskeið i Reykjavík. Allt fram á siðustu ár stundaði Ingibjörg kennslu, bæði einka- kennslu og stundakennslu. Tó- vinna og gerð íslenzka kven- búningsins voru sérgreinar henn- ar, sem hún kenndi m.a. i handa- vinnudeild Kennaraskólans og á vegum Heimilisiðnaðarfélags ís- lands. Hún var mjög lengi í stjórn þess félags og gjaldkeri þess í þrjá áratugi. Um 1920 stofnuðu þær Ingi- björg og Kristin Jónsdóttir, kenn- ari, hannyrðaverzlunina Baldurs- brá I Reykjavik og ráku hana í meira en hálfa öld. Þær lögðu kapp á að hafa ætíð á boðstólum allt efni í íslenzka þjóbúninginn og að leiðbeina um gerð hans. Maður Ingibjargar, Eyjólfur J. Eyfells listmálari, er fæddur 6. júnf 1886 í Seljalandsseli undir Eyjafjöllum. Þau giftust 22. febrúar 1921. Börn þeirra eru fjögur. Einar verkfræðingur i Reykjavík, Jóhann Kristján arki- tekt, nú prófessor við listaháskóla i Flórída, Kristín Ingibjörg kenn- ari og Elin Rannveig húsfrú, báðar búsettar i Reykjavík. Ing- ólfur Jóhannsson verkfræðingur, sonarsonur þeirra Ingibjargar og Eyjólfs, ólst upp hjá afa sínum og ömmu frá þvi hann var ársgamall. Eyjólfur og Ingibjörg fóru til Þýzkalands þegar eftir giftingu. Stundaði Eyjólfur listnám I Dresden um hríð. Þau settu siðan bú saman i Baldursbrá neðst á Skólavörðustfgnum og bjuggu þar upp frá því. Nú eru liðin meira en 40 ár síðan ég kom fyrst í Baldursbrá. Smám saman hefur mér orðið orðið það ljóst, að þau Ingibjörg og Eyjólfur hafa unnið merkilegt afrek, að stofna og reka i hálfa öld i hjarta höfuðborgarinnar heimili, sem að umfangi og innri gerð var nauðalíkt gömlu sveita- heimilunum eins og þau þekktust bezt. Þar áttu aldraðir athvarf, foreldrar Ingibjargar og fleiri. Sömuleiðis ungt fólk, börn vina og vandamanna, sem sóttu skóla í höfuðstaðnum, dvöldu þar oft langdvölum. Ferðafóik kom og gisti. Og mér fannst alltaf þrátt fyrir manndóm og rausn systkina Ingibjargar allra, að hún væri höfuð ættarinnar og Baldursbrá Berurjóðrið eftir að foreldrarnir höfðu brugðið búi. En rétt er að taka það fram, að Ingibjörgu kynntist ég fyrst þessara frænda minna og mest. Enn fleira var það í Baldursbrá, sem minnti á hið bezta i gerð gömlu islenzku heimilanna. Störf- in voru unnin af köllun um leið og aflað var lífsviðurværis. Þáttur húsbóndans, listamannsins, var sér á parti. Hann helgaði sig málaralistinni og hefur náð langt. En kveikjan að rekstri verzlunar- innar i Baldursbrá var öðrum þræði ást og virðing fyrir þjóð- legum menningarerfðum: ís- lenzka kvenbúningnum og hann- yrðunum, sem fylgt höfðu islenzk- um heimilum i aldanna rás. Glögg ' verkaskipting var með þeim hjónum. Eyjólfur vann að myndlistinni sem fyrr segir. Ingi- björg annaðist heimilishaldið og verzlunina. Þar var hún þó ekki ein aó verki. Samstarf þeirra Kristínar Jónsdóttur, sem þegar er getið, var einlægt og traust og entist jafnlengi og starfsþrekið. En Kristin dvetur nú á sjúkra- húsi. Séra Einar, faðir Ingibjargar, var bróðir Svanbjargar ömmu minnar. Kært var með þeim syst- kinum, þótt í fjarlægð byggju og nutu fleiri hversu þau ræktu sína frændsemi. Það var haustið 1933, að leið mín lá til höfuðborgarinnar i fyrsta sinni. Ingibjörg og Eyjólf- ur tóku á móti mér við skipshlið og meðhöndluðu þannig næstu daga, að mér hefur upp frá því verið hlýtt til — Reykjavlkur, hvorki meira né minna! — Ég er sannfærður um, að þessi full- yrðing er ekki út í bláinn. Lengi býr að fyrstu gerð, létt bros getur dimmu i dagsljós breytt o.s.frv. Ég er ekki skáld og get hvorki talað i stuðlum né orðskviðum. En ekki kann ég ævi mína að orða betur hvað þetta varðar. Og þá skjátlast mér mjög, ef það fólk er ekki nokkuð margt, sem lfkt og ég minnist jafnan Ingibjargar, þegar það heyrir góðs manns getið. En sama gildir raunar um Eyjólf, því að einnig hann hefur svo sannar- lega hjartað á réttum stað. — Ljúft er að horfa til baka, rifja upp samverustundir, viðmót og viðbrögð undir ólíkum kringum- stæðum þegar þann veg háttar. Ingibjörg var kona vel á sig komin i allan máta, glæsileg f sjón, gáfuð, skapföst og skilnings- rík á kjör annarra manna. Persónulega á ég henni margt að þakka og svo Margrét kona mín. Við sendum Eyjólfi, börnunum, Kristínu og öðrum ástvinum Ingi- bjargar innilegar kveðjur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Ingibjörg Eyfells lézt hinn 24. febrúar siðastliðinn eftir langa baráttu við banvænan sjúkdóm. Hún hét fullu nafni Pála Ingi- björg Einarsdóttir Pálssonar prests, síðast í Reykholti. Harvn var ættaður af Austurlandi. Móðir Ingibjargar var Jóhanna K.K. Eggertseóttir Briem. Um ættir og afkomendur Ingi- bjargar verður ekki fjallað hér, því að það mun gert af öðrum. Hér verður aðeins leitazt við að heiðra minningu þessarar frábæru heiðurskonu. Hún var frændrækin svo að af bar og lagði sig mjög eftir að kynnast frænddólki sínu, ungu jafnt sem gömlu. Hún var ekki eingöngu elskulegur vinur og hjálparhella systkinabarna sinna heldur gaf hún börnum þeirra gjafir og fylgdist með vexti þeirra og þroska af einlægum áhuga. Voru afkomendur foreldra henn- ar allir henni mjög kærir og ná- komnir og eru þó orðnir nokkuð á annað hundrað. En umhyggja hennar var ekki eingöngu bundin við ættingjana. Á heimili hennar að Skólavörðustig 4 voru fyrr á árum næstum alltaf einverjir óvandabundnir aðkomuenn um lengri eða skemmri tíma. Þar voru oft stúlkur utan af landi i atvinnuleit eða komnar til skóla- göngu, gamlir sveitungar að sinna erindum sinum. fjarskyldir ætt- ingjar eða kunningjar þeirra í ýmsum erindum. Ótrúlegt þótti mér sem barni og unglingi, hve margt fólk kom á heimili Ingi- bjargar en ég var þar daglegur gestur á bernsku- og unglingsár- um minum. Nú má ekki skilja þetta svo, að Ingibbjörg hafi eingöngu staðið í gestamóttöku eða rekið heimilið ein. Hún giftist Eyjólfi Eyfells listmálara árið 1922 og hún rak verzlunina Baldursbrá frá þvi og fram á síðasta ár ásamt vinkonu sinni, Kristínu Jónsdóttur. Eyjólf- ur gekk ótrauður braut listarinn- ar, þó 'aó oft væri erfitt fjárhags- lega. Hann málaði fallegar mynd- ir og seldi þær ódýrt ,,svo að almúgafólk gæti eignazt mál- verk“, sagði hann mér eitt sinn. Á kreppuárunum fyrir seinni heimsstyrjöldina voru ekki marg- ir, sem gátu keypt málverk, sizt af öllu dýrar myndir. Eyjólfur heimti sjaldan daglaun að kvöldi og hefur sjálfsagt aldrei fengið sumar myndirnar borgaðar. Verzlunarrekstur Ingibjargar og Kristínar var því bakhjarl heim- ilisrekstarins, a.m.k. á tfmabilum, en verzlunin Baldursbrá var um- fangsikil hannyrðaverzlun um langt árabil. Þær unnu báðar jöfnum höndum við afgreiðslu, áteiknun og allt annað, sem að slikum rekstri lýtur. Á timabili, meðan heimilisrekstur og barna- uppeldi tóku mikinn tfma, störf- uðu 2 — 3 stúlkur við afgreiðslu f búðinni og voru þá gjarnan heim- ilisfastar hjá þeim stöllum. Síðar ráku þær verzlunina tvær einar fram á elliár, drógu saman seglin eftir þvi sem aldur færðist yfir; gáfust aldrei upp, þó að heilsan væri farin að bila hjá báðum. Þær stóðu meðan þrek entist. Þegar litið er yfir erilsamt ævi- starf Ingibjargar, sem enginn get- ur að visu til hlítar, þá undrast ég sérstaklega, hve mikinn tima hún gaf sér til að liðsinna öðrum, láta aðra njóta hjartahlýju sinnar og gæzku. Aldrei sá ég hana æðrast, aldrei skeyta skapi sinu hvorki á jafnsterkum né minnimáttar, þó að stundum þykknaði í henni. Hún hikaði ekki við að leggja frá sér verk og eyða i það tíma að hugga lítinn, reiðan og sáran frænda, sem hafði orðið undir i slagsmálum við son hennar. For- tölur hennar og ástúð breyttu fljótt vonzku og hryggð í gleði og leikir voru teknir upp að nýju eins og ekkert hefði í skorizt. Hegningum beitti hún aldrei en leiddi allt til betri vegar. Hún leiðbeindi og lét óstýriláta, unga sveina vita, svo að ekki varð um villzt, hvernig Jtún víldi, að- þeir höguðu sér. Engan langaði að gera á hluta hennar. Það voru hátíðir, þegar Páll, bróðir hennar, bauð fjölskyld- unni í bfltúr til þess að fara i berjamó. Þá sást Ingibjörg stund- um ekki fyrir. Hún hafði oftast eitthvert viðbótarfólk á sinum snærum og það fólk þurfti lika að komast í berjamó. Oft var bíllinn fylltur svo að fólki að eigandan- um og fleirum ofbauð en enginn var þó skilinn eftir og alltaf bless- aðist ferðin. Fyrir allmörgum árum fengu Ingibjörg og systkini hennar skógræktarreit til umráða i landi Reykholts, þar sem þau uxu frá unglingsárum til fullorðinsára. Síðan hefur Ingibjörg staðið fyrir skógræktarferðum þangað á hverju vori og koma þangað í hvert sinn nokkrir tugir nánustu ættingja og venzlamanna. Hrfsl- urnar þrifast og dafna furðuvel í heldur vondri jörð en þessar skóg- ræktarferðir eru ekki siður gagnlegar til þess að halda við kynnum frændsystkina og styrkja ættarböndin. Siðastliðið vor stóð Ingibjörg fyrir sinni síðustu skógarferð, þá komin að fótum fram og var studd um skógarreitinn. Við, systkinabörn hennar, sökn- um þessarar fallegu, góðu frænku. Hún hafði mannbætandi áhrif á okkur öll. Eyjólfi, manni hennar, börnum þeirra og öðrum afkomendum svo og Kristínu Jónsdóttur sendi ég kveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Haraldur Árnason. Hinn 24. febrúar síðastliðinn andaðist á Landakotsspftala vin- kona mín, frú Ingibjörg Eyfells. Andlátsfregnin kom að visu eng- um á óvart, er til þekktu. Hún var búin að þjást mikið sfðustu vikurnar, en þó er það svo, að manni hnykkir við, þegar öllu er lokið og vonir um lff að engu orðnar. Ingibjörg Eyfells var mik- il merkiskona og ógleymanleg þeim er veruleg kynni höfðu af henni. Á æskuárum hafði ég heyrt hennar getið, því Eggert bróðir hennar, síðar læknir, var bekkjarbróðir minn í Akureyrar- skóla. Var hún sögð mjög glæsileg stúlka og afburða námskona. En hún sótti nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi vorið 1913 með lofsamlegum vitn- isburði. Hún átti líka til þeirra að telja að eitthvað væri i hana spunnið því foreldrar hennar voru merkis- hjónin sr. Einar Pálsson, lengst prestur f Reykholti og Jóhanna Eggertsdóttir Briem, sýslumanns að Reynistað í Skagafirði. Var frú Jóhanna yngst hinna mörgu og merku barna þeirra sýslumanns- hjóna. En Eggert Briem var sonur Gwtnlaugs Briem -sýsltimanns- að Grund í Eyjafirði og Valgerðar Árnadóttur er iengi bjuggu við mikla rausn að Grund og urðu kynsæi mjög. Hefur þessi ætt ver- ið í forystu í landsmálum og hvers konar framfaramálum í landinu hátt á aðra öld. Er athyglisvert, hve margar konur hafa verið þar i forystusveit. Siðar heyrði ég Ingibjargar get- ið, er hún var kennslukona við Kvennaskólann á Blönduósi árin 1914—1918. Þótti hún með af- brigðum orðhög og hög í höndum, gat hún sér þar hinn bezta orðs- týr. Á Blönduósi hitti hún Kristfnu Jónsdóttur frá Siglufirði sem ný- lega var þá komin frá Kaup- mannahöfn að afloknu hannyrða- námi. Kenndu þær báðar við skól- ann i fjögur ár. Tókst með þeim hin bezta vinátta. Hurfu þær til Reykjavíkur árið 1918 og hafa átt samleið upp frá því. Árið 1919 stofna þessar góðu vinkonur verzlunina Baldursbrá, sem hafði ávallt á boðstólnum alls konar hannyrðavörur auk þess em þær kepptust um að hafa sem vandaðastan varning til þjóð- búningsins okkar. í verzluninni Baldursbrá var ekki eingöngu vefnaðarvörur til sölu. Þar feng- ust alls konar upplýsingar og leið- beingingar um ýmiss konar handavinnu sem komu oft I góðar þarfir fyrir viðskiptavinina, þvf að aldrei var komið að tómum kofanum hjá Ingibjörgu. Meðan ég bjó norðan fjalla en kom f skyndiferðir til höfuðstað- arins leit ég inn í Baldursbrá og freistaðist til að kaupa mér í svuntu og slifsi, varð ég brátt hrifin af þeim vinkonunum og tókum við oft tal saman. En veru- Ieg kynni hófust svo með okkur Ingibjörgu haustið 1941, en ér kom til Reykjavíkur og átti að taka við stjórn Húsmæðraskóla Reykjavikur er þá var i upp- siglingu. Mörg ljón virtust á veg- inum i sambandi við stofnun og rekstur skólans. Heimsstyjöldin sfðari var í algleymingi. Alls kon- ar bönn og höft á innflutningi voru þrándur í götu, en í skólan- um átti að kenna fjölbreytta handavinnu og var nú úr vöndu að ráða, þvl að litið sem ekkert fékkst i búðunum til þeirra hluta. Samkennari minn og frændkona Ólöf Blöndal var skólasystir Ingi- bjargar úr Kvennaskólanum og æskuvinkona Kristínar. Benti hún mér á að leita til þessara góðu kvenna. Einn góðan veður- dag lá svo leiðin niður i Baldurs- brá og gleymi ég aldrei viðtökun- um þar. Alúðin og hjálpfýsin var auðsæ, öllu var tjaldað til sem kostur var á til að leysa vandræði okkar og telja f okkur kjark. Síðan hefur mér þótt vænt um Ingibjörgu í Baldursbrá. Nær daglega átti ég erindi við hana i þau tólf ár sem ég starfaði við skólann og ávallt kom ég ríkari af hennar fundi. Hún kunni skil á svo ótal mörgu og við áttum mörg sameiginleg áhugamál. Eftir að ég fluttist svo norður að Blönduósi var sömu sögu að segja. Ef vanhagaði um eitthvað til saumaskapar eða hannyrða var hringt suður i Baldursbrá og þá var öllu borgið. Var slfk fyrir- greiðsla ómetanleg. Allt frá barnæsku hafði Ingi- björg mikinn áhuga fyrir mennt- un kvenna. Hafði móðir hennar verið nemandi á Ytri-Eyjaskóla hjá Elínu systur sinni sem var 16 árum eldri en ég þykist vita að flestum sé ljóst að Elfn Briem stóð framarlega i þeirri sveit er barðist ötullega fyrir menntun og réttindum íslenzkra kvenna. Um tvftugsaldur varð Elín kennari við fyrsta kvennaskóla Skag- firðinga og síðan byggði hún upp kvennaskóla Húnvetninga og starfaði við þann skóla í 18 ár. Ég veit að Ingibjörg tók þessa frænku sína mjög til fyrirmyndar og batt við hana órofa tryggð enda var hún með afbrigðum frænd- rækin. Margt gerði Ingibjörg til að halda minningu móðursystur sinnar á lofti. Hún kvatti til þess að ættmenn hennar gæfu kr. 10.000 til Hallveigarstaða þegar byrjað var að safna til þeirrar stofmmar, sem áttá aA verda «ins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.