Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 7 Rannsókna- störf Um langan aldur hafa rannsóknarstörf hvers konar gegnt mikilvægu hlutverki I framsókn þjó8- anna til veldmgunar og öryggis. SamkeppnisþjóS- félög eru betri jarðvegur framsækni og framfara en þau sósiölsku. þar sem ríkisforsjáin leggur dauSa hönd á framtak ein- staklinganna. Engu að siður eru þa8 tækni- og visindalegar framfarir sem ráSiS hafa meiru um öra þróun til efnahagslegrar velmegunar og öryggis en þjóðfélagsformin, þó a8 þau hafi ekki siSur áhrif á raunverulega lífshamingju þegnanna; frelsi þeirra til skoSana, tjáningar og um- svifa. Þannig verja Bandarikin stærri hlut þjóSartekna sinna til rannsókna en nokkur önnur þjóS. Ar8- semi þessara rannsóknar- starfa hefur sagt til sin i meiri þjóSarframleiSslu og betri lifskjörum en gengur og gerist me8 öBrum þjóð um. Aftur á móti verja fáar þjóðir, ef nokkur. lægri hlut þjóðartekna til rannsóknarstarfa en við íslendingar, enda þótt þörf þeirra sé hér brýnni en viSast hvar annars staðar. Fiskifræði og jarðvísindi Öllum má Ijóst vera. hverja þýSingu fiskifræði- legar rannsóknir hafa haft og koma til með að hafa á íslenzkan þjóðarhag. Við eigum svo mikið i húfi á þeim vettvangi að vafa- mál er, að önnur fjárfest- ing sé réttlætanlegri eða arðbærari en sú. sem fer i fræðilegar athuganir á þvi sviði. Dæmið um allt að þvi gjöreyðingu sildar- stofnsins er lærdómsrikt. En ekki siður sú endur- hæfing sildarstofnsins, sem átt hefur sér stað undir vísindalegu eftirliti. Þýðing fiskifræðilegra at- hugana á öðrum fiski- stofnum, einkum þrosk- stofninum, er öllum aug- Ijós og kann að hafa úr- slitaáhrif á velmegun okk- ar i framtíðinni. Og stór- efla þarf hvers konar við- leitni til fiskiræktar i eldisstöðvum, ám, vötn- um og innfjörðum. Gildi jarðvisinda i landi sem okkar er og afar mikilvægt. Þar kemur inn í myndina nýting jarð- varma, fallvatna og margs konar jarðefna. sem eru litt eða ekki könnuð. í þvi sambandi verður ekki komizt hjá að minna á merka tillögu Ingólfs Jónssonar um rannsóknir á notagildi íslenzkra jarð- efna, sem nú liggur fyrir Alþingi. — Þýðing þess að fylgjast með jarð- hræringum á eldvirkni- svæðum og draga lær- dóma af þvi, sem þar fer fram, er og óumdeilanleg. Svipuðu máli gegnir meS rannsóknir á snjóflóða möguleikum i byggð. Sannleikurinn er sá að fá- ar þjóðir búa vi8 þær að- stæður, bæði til láðs og lagar, sem gera jafn ótvi- ræðar kröfur til rann- sóknarstarfa sem við islendingar. Og þau rann- sóknarstörf spanna mun víðara svið en hér hefur verið gert að umræðuefni. Hins vegar skortir enn verulega á það að þjóðin geri sér nægjanlega grein fyrir nauðsyn visindalegra rannsókna og þeim ávinn- ingum, sem slikar rann- sóknir leiða óhjákvæmi- lega til. Fræðileg athugun kjaramála Framundan eru viðtæk- ir kjarasamningar á al mennum vinnumarkaði þjóðarinnar. Þar riður á mestu að þann veg verði haldið á málum að verð- mætasköpun i þjóð- félaginu stöðvist ekki og að takmarkað svigrúm til kjarabreytinga nýtist fyrst og fremst til leiðréttingar launamisrétti, i þágu lág- launafólks og lifeyris- þega. í þvi efni þarf að styðjast við tiltæka lær- dómsrika reynslu i gengn- um samningum, minnast þess. að vitin eru til þess að varast þau. Fleiri krón- ur en smærri að kaupgildi rétta engra hlut, heldur kaupmáttur rauntekna, ef efldur er. í þvi sambandi þarf að styðjast við efna- hagsathuganir á greiðslu- getu atvinnuvega, forðast að vega um of að rekstar- öryggi þeirra og atvinnu- öryggi almennings — eða að brenna hugsanlegar kjarabætur á auknu verð- bólgubáli. Aldrei áður hafa legið fyrir jafn hald- --------------i___I---- góðar eða marktækar upplýsingar um hina ýmsu þætti efnahgsmála þjóðarinnar. þann veg að forsendur eru fyrir hendi til heilbrigðra ákvarðana, ef gagnkvæmur vilji er fyrir hendi Þörf fræði- legra rannsókna og vel grundaðra ákvarðana á þeim byggðum, er máske hvergi brýnni i þjóðfélagi okkar en á sviði efnahags- og kjaramála. Að þvi þurfa öll ábyrg þjóðfélags- öfkað hyggja. A. kominn fram í dagsljósið Á si. ári birtust um skeið stjórnmálagreinar undir dulnefni I Þjóð- viljanum á þriðjudögum og voru undirritaðar með bókstafnum A. Greinar þessar voru ekki umtals- verðar nema fyrir þá sök, að þær einkenndust ann- ars vegar af þekkingu og andúð á Framsóknar- flokknum og hins vegar af þröngsýni, afturhaldssemi og fmyndunum um menn og málefni. Um það bil, er þeir fóstbræður Ólafur Ragnar Grimsson og Bald- ur Óskarsson gengu Alþýðubandalaginu á hönd, hættu þessar grein- ar að birtast í Þjóðviljan- um. En nú er A. kominn fram I dagsljósið og er Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor, nú byrjaður að rita þriðjudagsgreinar í Þjóðviljann undir eigin nafni. Það er ekki frétt- næmt að öðru leyti en þvf, að stall og efnismeðferð gaf ekki tilefni til að ætla, að þar væri svo virðulegur prófessor á ferð. En væntanlega njóta nem- endur hans góðs af greinarflokk þessum. — Smygl Framhald af bls. 2 einu kg af hassi i janúar s.l. Þá hefur einnig verió upplýst við yfirheyrslur yfir öörum ung- mennum undanfarnar vikur um sjö ferðir til Rotterdam i Hollandi mánuðina maí ’76 — jan. ’77, það- an sem flutt var hass, samtals yfir 10 kg, og lagði lögregla hald á 1.5 kg úr þeirri síðustu í jan. sl., en þá hófst rannsókn málsins. Þrír aðilar að jafnaði lögðu fram fé til hverra efniskaupa en ýmist var hverjir sáu um sendingar efna hingaðtil lands. — Þingvalla- mynd Framhald af bls. 2 slegin á 350 þús. kr. og önnur mynd Blöndals, einnig frá Þing- völlum, hefði verið slegin á 300 þús. kr. Þá var Heklumynd, sem talin er vera eftir Ásgrím Jónsson, slegin á 370 þús. kr. Tvær myndir eftir Guðmund Þorsteinsson (Mugg) voru slegn- ar á 170 þús. kr. og 120 þús. kr. og mynd eftir Jón Þorleifsson var slegin á 110 þús. kr. — Skýrsla um mengun Framhald af bls. 2 í fréttatilkynningu, sem land- læknir sendi Morgunblaðinu, seg- ir m.a.: Ljóst er að ýmislegt hefur verið gert til þess að bæta al- mennar mengungarvarnir bæði að frumkvæði Heilbrigðiseftirlits ríkisins og verksmiðjunnar, sér í lagi síðustu árin. Enn eru þó ýmis vandamál óleyst. Margt kemur þar til og má m.a. nefna skort á fjármagni, er hefur dregið úr framkvæmdum og enn- fremur er Heilbriðiseftirlit ríkis- ins ekki nægilega vel í stakk búið hvað starfskrafta snertir og tækjabúnað til þess að sinna hratt vaxandi kröfum um aukið eftirlit. Einhugur ríkti á fundinum um að auka mjög samstarf ofannefndra aðilja til þess að hraða eftir mætti nokkrum aðkallandi aðgerðum til úrbóta. Aðgerðir til úrbóta eru síðan nefndar í 5 liðum: Megináherzla verði framvegis lögð á eftirfarandi atriði: 1) Víðtækari mælingar á kísil- mengun í verksmiðjum 2) Hrbætur á reykhreinsun. 3) Bætt almennt hreinlæti 4) Endurbætur á þeim aðferð- um, sem beitt er við heilsufars- rannsóknir starfsmanna, en ný- lega hafa verið prófuð nákvæmari tæki til lungnaþolsmætinga og hefur Heilbrigðiseftirlit rikisins gert ráðstafanir til þess að fá þau tæki. Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur einnig með styrk frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neyti aflað sér nauðsynlegra ryk- mælingatækja til mælinga á ryki í andrúmslofti. 5) Heilbrigðiseftirlit rikisins mun einnig á næstunni setja fram nákvæmar óskir um hreinsun á útblásturslofti og staðla um ryk- mengun innan húss. Heilbrigðis- ráðherra hefur lagt áherzlu á að viðunandi úrbætur sem áður eru nefndar verði gerðar á eins skömmum tíma og tæknilegir möguleikar leyfa — segir í frétta- tilkynningu frá heilbrigðiseftir- litinu. — Símaklefar Framhald af bls. 2 ar, en þeim hefði aldrei verið eirt. Yrði nú gerð ein tilraun enn. „Maður á erfitt með að skilja hvers konar árátta það er i fólki að láta sfmaklefana og símtækin aldrei í friði. Þessi tæki eru sett upp til hagsbóta fyrir fólk, og þvi er þessi árátta enn óskiljanlegri." Hafsteinn sagði að mjög kostn- aðarsamt væri að halda þessum símtækjum við, á meðan skemmd- arfýsnin væri allsráðandi hjá fólki. T.d. hefði kostað 300 þús. kr. að gera við klefann, sem var siðast á Lækjartorgi og nýr klefi kostaði um 1 millj. kr. BERGSTAÐAST R/t T I 37 Við höfum fleira engóöan mat Notfærið ykkur okkar hagstæðu vetrarverð og gistið í hjarta borgarinnar. Sérstakt afsláttarverð fyrir hópa. Nýtt — Nýtt frá Sviss kvenpils frá Ítalíu rúllukragabolir. Glugginn, Laugavegi 49. Sala - Verðbólga — Óvissa — Áhætta Fyrirtækið í óstöðugu umhverfi Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði um fyrirtækið í óstöðugu umhverfi dagana 28. — 30. mars n.k. Námskeiðinu er skipt i þrjá meginþætti: 0 Þróun rekstrar- og markaðsáætlana við óstöðugar aðstæður. 0 Hvernig ný tækifæri opnast við óstöðugar aðstæður. • Sölutækni stjórnðnda með markaðsmál sem hlutastarf. Leiðbeinandi er John Winkler framkvæmda- stjóri frá Bretlandi. Námskeiðið er haldið að Hótel Esju og stendur allan daginn frá 9—5 með matar og kaffihléum. Þátttökugjald er kr. 34.000.-. Matar og kaffiveitingar innifaldar. Félagsmenn í Stjórnunarfélaginu kr. 29.600.-. ATH. Fyrirtæki geta skipt um þátttakendur á mismunandi hlutum námskeiðs- ins, ef sami aðilinn á ekki heimangengt alla dagana. Skráning þátttakenda í síma 82930. Stjómunarfélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.