Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 MORöJKf- MFtlNU Hvað þjáir yður, maður minn? Eg fór fyrst f smfðatfma! Svona fyrsta daginn f nýrri vinnu vildi ég biðja yður um að koma spjafdskránni okkar f lag! Um stjómmál á Islandi BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson ÞEGAR illa gengur f tvfmenn- ingskeppni þykir vissum hópi spiiara rétt að tefla á tæpasta vað og reyna með þvf að ná til baka töpuðum stigum. Þetta beppnast stundum og spilið f dag er eitt af þeim tilfellum. Gjafari vestur, allir utan. Norður S. 9872 II. K842 T. ÁKG2 L. A Vestur Austur S. 65 S. 103 II. 10 II. AG753 T. D10985 T. 763 L. D10752 L. 964 Suður S. AKDG4 II. 1)96 T. 4 L. KG83 í fjölmennri tvímennings- keppni spiluðu flest pörin 6 spaða í suður. Ut kom hjarta á ásinn og aftur hjarta, einn niður. En einn spilarinn i suður varð sagnhafi í 6 gröndum. Vestur spilaði út spaða, sem sagnhafi tók heima og spilaði hjartasexu á kónginn. Austur tók með ásnum og spilaði laufaníu. Asinn tók þann slaginn og stuttu seinna hafði sagnhafi náð fram þessari stöðu: COSPER. 7iíi Hefði ég byrjað síbrotaferil minn fyrr, væri ég laus núna! „Frá mínum bæjardyrum séð eru það kommúnistar í Alþýðu- sambandinu sem stjórna í dag með verkfallshótunum, ef ekki er farið að þeirra kröfum. Þó að ríkisstjórnin sé með sterkan meirihluta á Alþingi þá virðist hún ekki þora að beita valdinu vegna hótunar kommúnista í A.S.Í. Til dæmis vil ég minna þjóðina á hvað gerðist 3 dögum eftir að þessi ríkisstjórn tók við völdum — jú, miðstjón A.S.t. var kölluð saman í skyndi og samþykkti að skrifa öllum stéttar- félögunum úti á landi og skipa þeim að segja tafarlaust upp öllum kjarasamningum við at- vinnurekendur, svo að hægt yrði að skipa ríkisstjórninni fyrir verkum — með verkföllum ef ekkert annað dygði. Ef þetta er ekki að nota alþýðu landsins tal pólitísks framdráttar þá er ég illa svikinn. Nákvæmlega það sama er að gerast núna, ef atvinnu- rekendur og ríkisstjórnin vilja ekki semja, eins og við viljum, þá höfum við völdin og við lýsum bara yfir verkfalli og neyðum ríkisstjórnina og atvinnu- rekendur til að semja á þeim grundvelli sem við viljum — við förum einir með rétt mál. Ég vil að hlutlausir hag- fræðingar reikni út hvað er hægt að miðla miklu til lægstlaunuðu stéttanna og ef það verður álitið að það eigi að lækka launin hjá þeim sem hafa há laun samanbor- ið við lægstlaunaða þá á að gera það. Björn Jónsson, forseti A.S.I., heldur því fram að íslenzkar launastéttir séu þær lægst laun- uðu á Norðurlöndum og víðar. Nú vil ég hvetja hann til að birta staðfesta skýslu frá öllum Norðurlöndunum um kjör allra launastétta þar og skatta og fríðindi meðtalin, reiknað út á réttu gengi árið 1976 og það sem af er 1977. Þar til sú skýrsla er birt álít ég þetta pólitískt áróðurs- bragð. Ég vil líka benda íslenzkri álþýðu á að vegna þess hve þjóðin er ung og fámenn getum við ekki krafizt eins hárra launa og mikilla lífsþæginda og launa- stéttir á Norðurlöndum. Við skulum minnast þess að fyrir rúmlega 52 árum var íslenzka krónan aðeins hærri en sú norska, mjög lík að minnsta kosti, að mig minnir, en hver er mismunurinn í dag? Ég vil einnig spyrja Björn Jónsson hvað hann meinar með velferðarríki, er það ríki sem rambar á barmi gjaldþrots? Væri ég kallaður ríkur maður ef ég framfleytti mér og mínum á víxlum og veitti afkomendum mínum meira en ég aflaði, tæki hærri og fleiri víxla til að borga vexti og afborganir af gömlum víxlum, væri ég þá ríkur maður? Af hverju má vinnandi maður ekki ráða því sjálfur hvort hann vinnur meira en dagvinnu, engin á að vera þvingaður til að vinna meira en dagvinnu, það á bara að spyrja hvort hann vilji vinna eða ekki. Ég álít það meiri skerðingu á einstaklingsfrelsi en að honum sé bannað að hella ofan í sig áfengi og eitri, það á að vera frjálst hverjum og einum að ákveða hvað hann vinnur lengi. Flest verkföll á Islandi eru hápóliísk, meðan viðreisnar- vinstristjórnin var við völd var vinnufriður, á meðan hún var að ausa peningum á báða bóga, rétt i lok stjórnartímabilsins hennar var smáverkfall til málamynda. Hvað haldið þið að verkamanna- kaupið væri á Islandi i dag og íslenzka krónan há ef aldrei Norður S. — H. 8 T. ÁKG2 L. — Austur Vestur S. — S. — H.G7 II. — T. 763 T. D1098 L. — L. D Suður S. 4 H. 9 T. 4 L. G8 Þegar sagnhafi tók nú síðasta spaðasiaginn, og lét hjarta frá blindum, var vestur eins og við sjáum i óviðráðanlegri stöðu. Léti hann laufdrottninguna yrði gos- inn hæsta spil og tígulsvíningin siðan tólfti slagurinn. í reynd lét hann tígul en þá varð tvistur blinds fríspil eftir að svíningin gekk. Austur gat forðað kastþröng- inni með því að spila tígli en þá gat hjartasvíning gefið tólfta slag- inn. ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 56 ég held Ifka að hann hafi i alvöru gerl tilraun... en hann er svo ofboðslega feiminn og hlédrægur ... þrúgaður af minnimáttarkennd ... og hald- inn alls konar grillum. Og það liðu heilu vikurnar að við vor- um hér saman daginn út og inn og höfðum ekki orð að segja hvort við annað. En næturnar ... þær voru verri .. Hann æsti mig upp. en alltaf aðeins að vissu marki .... svo gafst hann upp ... hann gat ekki haidið áfram.. . Hann gréf og ásakaði sjálfan sig, en ég ... smám saman varð ég miður min á taugum, skjálfandi og ófull- nægð andlega sem Ifkamlega og það leið ekki á löngu unz við höfðum eyðilagt hvort annað eins rækilega og hægt er án þess við hefðum í rauninni ætl- að okkur það í byrjun. .. Rödd hennar var niðurbæld og tillitsiaus og það var mikíl andstæða að hevra svo rólega og yfirvegaða rödd Ghristers segja: —En hvers vegna f ósköp- unum töluðu þið ekki við lækni? Hún sleppti krampakenndu taki sfnu f gluggaf jöldunum og sagði blæbrigðaiausri röddu: —Ég vildi gjarnan sjá þann sem hefði getað fengið Otto til að fara til læknis .. út af þessu . Daniel hefur að vfsu reynt að tala við hann um málið, en vitanlega kom ekkert úl úr þvf. Það var Christer sem rauf þögnina sem rfkti f nokkrar mfnútur. —Ég geri ráð fyrir að Jan Axel hafi verið mjög ólfkur bróður sfnum... —Hvað... hvað meinarðu? Hvernig veizt þú.. . ? —Tja. Það er aðeins óljós grunur. Hann bjó hér ekkju- maður f sex ár og þú varst ólukkuleg og vanrækt eigin- kona og ... —Eg elskaði hann, sagði hún þverlega. —Eg var hamingju- söm þann tfma. Hann veitti mér allt sem ég hafðí þráð og án þess að hika eða hugsa um afleiðingarnar. Otto var f er- þjónustu hluta af þessum tfma, en þó að hann væri heima held ég ekki hann hafi veitt neinu athvgli. Ég hélt ég myndi missa vitið þegar Jan Axel dó frá mér. Við höfðum verið í Örebro að kaupa ýmislegt og við höfð- um átt indæla dag saman. Svo á heimleiðinni slökkti hann skyndilega á bílnum og seig saman yfir stýrið. Ég veit ekki hvernig ég fór að þvf að komast til skóga. .. Og Daniel.. Og það allra versta var þó .,. að ég gat ekki leyft mér að sýna út f frá hvernig mér leið. En samt gal ég ekki komið eðlilega fram. Eg fékk taugaáfall við jarðar- förina, þegar ég sá kistuna og allt þetta svartklædda fólk og ég veit aðGabriella fékk ákveð- inn grun um að ekki væri allt eins og það ætti að vera. Og auðvitað var það rétt til getið hjá henni. Að syrgja mág sinn svona ofsalega — það stóðst náttúrlega alls ekki og var f hæsta máta ónáttúrlegt. .. Aftur varð þögn ... þögn sem virtist ætla að verða vand- ræðaleg. Christer reis upp á réttu augnahliki og kvaddi. —Ég er þér þakklátur fyrir hversu hreinskilin þú hefur verið og ég dáist að þér fyrir að hafa haft styrk til að vera það. En þegar við gengum yfir vota grasflötina tautaði hann; —Og samt... samt er ég viss um að hún var að leyna mig einhverju. Ég hefði verið meira en fús til að ræða bæði þetta mái og ýmislegt fleira, en nú var Gahriella komín frá saumakon- unni og eins og venjulega tók hún unnusta sinn traustataki, svo fremi sem hægt var að hugsa sér slíkt með Christer. Ég hitti Christer ekki aftur fyrr en við lögðum af stað til námunnar. Það voru Pia og Éinar sem höfðu stungið upp á því að við skvldum drepa þennan ömur- lega eftirmiðdag og fara f nám- una. Pia hafði hringt til Ottos sem hafði fúslega lofað að sjá um lyftu til að við kæmumst niður, og allir á herragarð- inum, að IVlinu og Éann.v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.