Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Háseta vantar strax á 1 96 tonna netabát frá Patreksfirði. Upplýsingar í síma 94-1308 og eftir kl. 7 á kvöldin 94-1 239. Sjómenn Háseta vantar á 105 tonna netabát frá Ólafsvík. Upplýsingar í síma 93-61 41. Óskum að ráða stúlku til símavörslu o.fl. Tilboð merkt: R-1571 sendist Mbl. fyrir 21. marz. Óskum eftir að ráða stúlku til afgreiðslustarfa í veitingasal. Upplýs- ingar í síma 24631, eftir kl. 1 3.30 Kráin, v / Hlemmtorg. Garðabær Útburðarfólk vantar í Hraunsholt Uppl. í síma 52252. Morgunbladið Bókhalds- og gjaldkerastarf Fyrirtæki, sem starfar að ferðamálum ósk- ar eftir að ráða mann eða konu til bók- halds- og gjaldkerastarfa. Uppl. um menntun og fyrri störf sendist Morgunblaðinu merkt: Bókhald — 2004 Suðurnes Eftirlitsstarf Rafveitur Reykjaness vilja ráða eftirlits- mann með raflögnum í byggðalögunum, Suðurnesjum. Umsóknir, ásamt uppl. um menntun og fyrri störf, berist Rafveitum Reykjaness, Vesturbraut 10A, Kelavík, fyrir 1. apríl n.k. Kári Þórðarson. Vantar nú þegar góðan mann sem aðstoðarmann við svínabú í nágrenni Reykjavíkur. Bílpróf og algjör reglusemi áskilin. Upplýsingar á daginn í síma 86431 og á kvöldin í síma 74378. Nemar Nemar í ketil- og plötusmíði óskast. Landssmiðjan Vagnbor Erum að fá nýjan Atlas vagnbor. Viljum ráða 2 vana menn. Sprengiréttindi æskileg. Upplýsingar á skrifstofu vorri Lækjargötu 12, Iðnaðarbankahúsið, föstudaginn 18,3 milli kl. 2 og 4 e.h. íslenzkir aða/verktakar s. f. Afgreiðslustarf Konu vantar til afgreiðslustarfa hálfan daginn. Matvælabúðin Efstasundi 99 sími 33880 Rafvirkjar Óskum eftir að ráða rafvirkja til starfa. Laun eru samkvæmt launaflokki B-13. Umsóknarfrestur er til 18. marz. Um- sóknum skal skila á sérstökum eyðublöð- um til rafveitustjóra, sem veitir nánari uppl. um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Meistarasamband byggingamanna óskar að ráða skrifstofustúlku. Góð vél- ritunar- og íslenzkukunnátta áskilin. Uppl. veittar fyrir hádegi í síma 36282 eða á skrifstofunni að Skipholti 70. Viljum ráða nú þegar ungan og röskan mann til afgreiðslustarfa í raftækjadeild okkar. Bílpróf áskilið. Upp- lýsingar gefur skrifstofustjóri, ekki í síma. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 Vantar háseta á 230 tonna netabát sem gerður er út frá Djúpavogi. Upplýsingar í síma 97-8880 Djúpavogi. Æðasteinn h.f. Vanan trésmið vantar vinnu, helst í Hafnarfirði þeir sem hafa áhuga leggi tilboð á afgr. Morgun- blaðsins merkt: „Trésmiður — 2003". Tækniteiknarar Opinber stofnun óskar að ráða tækni- teiknara sem fyrst. Umsóknir merktar T — 2002 leggist inn á afgr. blaðsins fyrir föstud. 18. marz. Þvottahús óskar eftir aðstoðarmanni til starfa við þvotta. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir föstudag merkt: Þvottar — 1731. Matsvein og háseta vantar á 150 lesta bát, sem stundar netaveiðar. Upplýsingar í síma 8095 og 8181 Grindavík. Sendisveinn óskast Stórt fyrirtæki, sem hefur aðsetur í Iðn- garðahverfinu, óskar eftir röskum sendi- sveini til starfa. Þarf að hafa vélhjól til umráða. Þeir sem áhuga hafa, sendi vinsamlegast nafn sitt til blaðsins með upplýsingum um fyrri störf merkt: S.E. — 4854. Ný stjórn eftirlaunadeild- ar Félags ísl. símamanna —Andrés Bjöms- son sextugur Framhald af bls. 12. Andrés Björnsson hefur verið husbóndi minn alla þá stund sem ég hef starfað hjá útvarpinu. Fyrir ljúfmennsku og traust sem hann ætíð hefur sýnt mér er ég einlæglega þakklátur. Hann hefur góð samskipti við alla starfsnænn sina.Hann vill stuðla að friðsamlegu andrúmslofti innan stofnunarinnar. Og allan þann tíma sem ég þekki til hefur útvarpið**verið vinnustaður þar sem ríkir góður andi meðal starfs- manna. Enda fer svo að menn slita síg þaðan ógjarnan. Ljúf- mennska útvarpsstjóra og vin- semd f garð starfsmanna á áreiðanlega mikinn þátt í þvi. Rikisútvarpið er stofnun sem hlýtur að standa áveðra í þjóð- lífinu. Til þess eru gerðar miklar kröfur, og skal sízt um það sakast. En ásókn úr ýmsum áttum, sem útvarpið verður að sæta, er af misjöfnum rótum runnin, og iðu- lega gerður dynur að litlu tilefni Við öllu slíku þarf stofnunin vita- skuld að bregðast, opna dyr sínar fyrir hræringum samtíðarinnar, án þess að svigna fyrir hverjum goluþyt. En hítt má aldrei falla úr minni að Rikisútvarpið hefur skyldum að gegna við þjóðlega menningu, tungu og bókmenntir. Það skilur Andrés Björnsson manna bezt. Og þessu merki heldur hann á lofti hvernig sem veðrin ráðast í sviptingum daganna. Á sextugsafmæli Andrésar Björnssonar sendi ég honum alúðarkveðju og árna honum og fjölskyldu hans allra heilla. Og stofnun hans óska ég þess að hún megi jafnan leggja rækt við þá húmanísku menningu sem Andrés sjálfur er svo ágætur fulltrúi fyrir. Gunnar Stefánsson. NÝLEGA var haldinn aðalfundur deildar eftirlaunafólks í Félagi ísl. simamanna en þessi félags- deild var stofnuð á landsfundi F.I. S. haustið 1975. Þá hafði verið í gildi ákvæði í lögum félagsins þess efnis að félags- menn sem létu af störfum fyrir aldurs sakir héldu félagsrétt- indum sínum að mestu leyti. Þótti orðið tlmabært að stofna sérstaka deild, til að auðvelda félagsstjórn að gæta hagsmuna lífeyrisþega eða eftirlifandi maka þeirra og auka tengsl þeirra við félagið, eins og segir I frétt frá félaginu. I deildarstjórn voru kosnir: Sæmundur Simonarson, Andrés G. Þormar, Helga Finnbogadóttir, Brynjólfur Björnsson og Þóra Timmermann. 1 félagsráð F.I.S. voru kosnir Sæmundur Simonar- son og Brynjólfur Björnsson. Fundinn sátu 34 félagar auk fjög- urra fulltrúa úr framkvæmda- stjórn F.I.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.