Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 13
MORG UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 13 Kaupstefnunni FÖT/77 lýkur í dag EINS og frá var skýrt ( blaðinu í dag hóf göngu sfna s.l. sunnudag kaupstefna fslenzkra fatafram- leiðenda f Vfkingasal, Hótel Loft- leiða. Kaupstefnu þessari, sem opin er frá þvf klukkan 2—6 dag- lega, lýkur f dag, miðvikudag. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók meðfy Igjandi myndir á tfzku- sýningu kaupstefnunnar, sem einnig hefur verið haldin hvern dag hennar og tala þær sfnu máli um fslenzka fataframleiðslu árið 1977, en sýningin hefur hlotið nafnið FÖT/77. Fimmtán fyrirtæki taka þátt f kaupstefnunni. Peysa frá Les-Prjón hf., sem áður hét prjónastofa Önnu Þórðardóttur. Fyrirtækið framleiðir prjónavörur á dömur, herra og börn. Loðjakki frá Fataverksmiðjunni Heklu, Akureyri. En f verksmiðjunni eru pjónadeild, vinnufatadeild og skinnadeild, sem framleiðir Mokka- flfkur. Klemenz Hermannsson, sölumaður fyrir Vlnnufatagerð Islands, sem framleiðir vinnufatnað, sportfatnað skyrtur og úlpur á börn og full- orðna. Hann sagði að það hefði verið minna um innkaup nú en á undanförnum kaupstefnum og aðof fáir innkaupastjórar hefðu mætt á kaupstefnuna. Halldór Einarsson, eigandi Henson, sportfatnaðar hf„ sem framleiðir fþróttafatnað fyrir flestar greinar. Halldór kvað framleiðslu sfna vera miðaða fyrir frekar lokað svið á markaðinum en að þvf frátöldu væri sala góð. Gallafatnaður frá Sportver hf„ sem framleiðir herraföt og gallafatnað með einkaleyfi frá Lee Cooper Karl Þorsteins, sölumaður hjá Nærfatagerðinni Ceres hf og Bláfeldi hf., við hluta framleiðslu þeirra fyrirtækja. Peysa frá prjónastofunni Iðunni bf„ Seltjarnarnesi. DyhuhUfin Það er með ólikindum, en þó staðreynd að DÝNUHLÍFAR hafa aldrei verið fáanlegar á íslandi fyrr en nú, þótt þær hafi i áraraðir verið taldar jafn sjálfsagöur hlutur og rúmdýnur á hverju heimili í öllum nágrannalöndum okkar. Full þörf er þvi á að kynna dýnuhlífina hérlendis. DÝNUHLÍFIN er notuð sem hlifðar-ábreiða á rúmdýnur undir venjulegt lak og þvegrn með öðrum rúmfatnaði. Dýnuhlífin er framleidd úr hvitu lérefti, vattstungin meö þolyester. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR: Fyrst og fremst - fullkomió hreinlæti. Rúmdýnan er ætíð nrein og sem ný. Þægilegra og hlýrra rúm að sofa i. Þótt ‘sjálfsögð nauðsyn sé að kaupa dýnuhlíf með hverri nýrri rúmdýnu, þá er hún ekki síður nauðsynleg á eldri rúmdýnur, þvi allir eru sammála að fullkomið hreinlæti er nauðsyn. DÝNUHLÍFIN er fáanleg í öllum stærðum, einnig á svefnsófa og svefnbekki. Útsölustaðir:Flestar húsgagnaverslanir, sem versla meö rúm og rúmdýnur, ásamt stærri verslunum og Kaupfélögum út um land. Heildsölubirgöir O/fl/fOA/ Umboðs- og heildverslun Suóurlandsbraut 20, Box 5291, Reykjavík. Simi: 85288.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.