Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 Ingólfur Jónsson: Álorkan greiðir Búrfells- virkjun á 20—25 árum — 24 milljarðar í erlendum gjaldeyri Miklar umræður urðu í sameinuðu þingi í gær um tillögu Páls Péturssonar (F) og Ingvars Gíslasonar (F) um raforkusölu á framleiðslukostnaðarverði til orkufreks iðnaðar. Umræðum þessum verða gerð nokkur skil á þingsíðu Morgunblaðsins síðar. Hér á eftir fer ræða, sem fyrrv. iðnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, flutti við umræðuna í gær. Þá væri orku- skortur á Suðurlandi Ég hafði skilið það svo, að umræða um þessa tillögu ætti að bíða og verða samferða umræðu sem væntanlega mun verða hér innan skamms um fyrirhugaða járnblendiverksmiðju í Hvalfirði. En svo er ekki og þá vil ég nota tækifærið og segja nokkur orð í tilefni af þessari tillögu og í til- efni af þeim orðum, sem hv. fyrri flm. viðhafði hér áðan. Hann var- aði við stórvirkjunum og sagði, að við hefðum virkjað of stórt til þessa. Það bæri að virkja í smáum áföngum. Og ástandið í orku- málunum þyrfti að breytast sem allra fyrst. Þegar rætt var um það að setja lög um Landsvirkjun og virkja við Búrfell, virkja stórt, þá kom fram tillaga um það hér í þessari hátt- virtu deild, að virkja smátt, virkja lítinn foss í lítilli á í Árnessýslu í stað þess að ráðast í að virkja Þjórsá. Ef farið hefði nú verið að tillögu þessara manna, þá mætti vel vera, að það væri orkuskortur um allt Suðurland og Vesturland, eins og illu heilh er víða annars staðar. Ef lög um Landsvirkjun hefðu ekki verið sett og ekki hefði verið hugsað stærra heldur en kom fram í flutningi þeirrar tillögu sem ég nefndi, og farið hefði verið eftir röddum eins og þessum sem nú heyrast hér, að við eigum að virkja smátt, í litlum áföngum, sjálfsagt í litlum ám, \>á gæti verið orkuskortur um allt land og dieselafl í stað vatnsafls eða gufuorku. Sannleikurinn um orkuverðið Hv. fyrri flm. sagði hér áðan, að það væri dapurleg reynsla af orkusölusamningnum við ISAL. Ég virði hv. þm. það til vork- unnar, að hann hefur ekki sett sig nógu vel inn í þessi mál. Hann veit ekki, hvað hann er að tala um, þegar hann fullyrðir þetta. Hann talar um 12—13 kr. verð á orku til almennings í þessu landi, en hann gerir sér ekki grein fyrir því, að heildsöluverðið frá Lands- virkjun er það lægsta sem þekkist á Vesturlöndum að undanskild- um Noregi, sem er með gamlar og afskrifaðar virkjanir. Noregur er þegar langt kominn með að virkja allt það vatnsafl, sem hann hefur, a.m.k. það hagkvæmasta, og orku- verð frá vatnsaflstöðvum í Nor- egi, vegna þess að virkjanirnar eru afskrifaðar, er það lægsta sem þekkist í Vestur-Evrópu. En þeg- ar Noregur er undanskilinn, þá er heildsöluverð orku frá Lands- virkjun það lægsta, sem er á Vesturlöndum. Og þegar við erum að tala um orkuverðið ið sam- bandi við orkusöluna til ÍSALs þá tölum við vitanlega um heildsölu- verðið en ekki smásöluverðið. Hæstvirtir flutningsmenn þessar- ar tillögu verða að gera sér grein fyrir því af hverju orkuverð f smásölu er hátt til almennings f þessu landi. Af hverju er smá- söluverðið svona hátt, þegar heildsöluverðið er ekki nema 2.46 kr. á s.l. ári? Þeir sem ekki vita, verða að spyrja og fá svör, til þess að þeir geti dregið af réttar ályktanir. En það er alveg aug- Ijóst af hverju þetta er. Það eru flutningsgjöld til landsins, það eru tollar, það er 20% söluskattur á útsöluverði, það er 13% verð- jöfnunargjald og það er dreif- ingarkostnaðurinn um okkar stóra land og strjálbýla. Þetta er ekki orkusamningnum við ISAL að kenna. Munurinn á heildsölu- verði og smásöluverði verður ekki rakinn til orkusölunnar til ISALs. Ég er alveg sannfærður um, að þegar við förum að rökræða þessi mál, þá sjá hv. þm., sem hafa flutt þessa tillögu, eftir því frum- hlaupi, sem þeir auglýsa sig með — með flutningi þessarar tillögu. Og þeir eiga eftir að sjá það, að samningurinn við ÍSAL á engan þátt í því, að orkuverð til almenn- ings er dýrt, heldur á orkusölu- samningurinn við ISAL þátt í því að gera verðið til almennings Ingólfur Jónsson. lægra heldur en það væri, ef ál- verksmiðjan væri ekki. Álorkan greiðir Búrfellsvirkjun á 20—25 árum Það er rétt að rif ja hér upp það, sem yfirverkfræðingur Lands- virkjunar hefur sagt og látið frá sér fara. Það er m.a. það, að síðan samningurinn var gerður við ISAL hafa tekjurnar af orkusöl- unni staðið undir öllum lánum vegna virkjunarinnar við Búrfell. ISAL notar 60% af orkunni frá Búrfelli, en tekjurnar af orkusöl- unni til ISALs standa undir öllum lánum og meira en það; öllum lánum af Hnu frá Búrfelli að Geithálsi; öllum lánum af að- veitustöðvum, þessari dýru spennistöð; öllum lánum vegna kostnaðar við vatnsmiðlunina við Þórisvatn, en vatnsmiðlunin við Þórisvatnið er ekki aðeins gerð Gunnar Thoroddsen: Nefnd fulltrúa vinnumarkað- ar og félagsmálaráðuneytis Sérstæð tillaga Þessi tillaga er dálítið einkenni- leg að því leyti, að það á að fyrir- skipa Alþingí hvernig samninga skuli gera um raforkusölu, ekki aðeins nú á næstunni, heldur og um alla framtíð. Ég býst við, að það séu fleiri hv. alþm. sem telji þessa tillögu harla einkennilega — og ég á alls ekki von á því, að hún verði samþykkt og ég á alls ekki von á því, að sú stefna sem kemur fram með flutningi hennar og í ræðu hv. fyrra flm. verði tekin upp. Ég á miklu frekar von á því að sú stefna, sem hefur verið ráðandi hér suðvestanlands með lögum um Landsvirkjun verði einnig tekið upp í öðrum landshlutum og því orkuhungri, sem hefur verið nú seinni árin í þessum landshlutum, verði út- rýmt; það verði keppt að því að nota innlenda orkugjafa í staðinn fyrir dieselolíu. Þetta hljótum við, held ég, að verða sammála um, ef við gefum okkur tíma til að rökræða málið. AIÞIflGI — geri tillögur um atvinnumál aldraðra GUNNAR Thoroddsen, félagsmálaráðherra, svaraði í gær fyrirspurn um atvinnumál aldraðra (frá Svövu Jakobsdóttur). Svar hans fer hér á eftir. „Þegar mál þetta kom siðast til umræðu á Alþingi f febrúar 1976 var frá þvi skýrt að félagsmálaráð Reykjavíkurborgar hefði falið Jóni Björnssyni sálfræðingi að kanna vinnugetu og atvinnu- möguleika aldraðra og jafnframt útvegun vinnu i borginni fyrir þetta fólk. Var talið rétt að bíða með aðgerðir i þessu máli þar til þessari könnun væri lokið og nið- urstöður lægju fyrir. Það dróst lengur en ráð var fyrir gert að skýrsla sálfræðingsins yrði full- búin, en hún barst félagsmála- ráðuneytinu á s.l. vori. Þá var utanríkisráðuneytið beð- ið að utvega lög og fáanlegar upp- lýsingar frá Norðurlöndum, sem að gagni mættu koma við samn- ingu lagafrumvarps i samræmi við umrædda þingsályktun. Hafa svör við þessari málaleitan borist frá sendíráðum Islands í Dan- mörk, Noregi og Svíþjóð. Danska félagsmálaráðuneytið skýrir frá því að í Danmörk séu engin sérstök ákvæði um atvinnu fólks sem náð hefur ellilífeyris- aldri, sem er 67 ár, en þessum aldursflokki sé vísað á vinnu á sama hátt og öðru vinnandi fólki. Þess er og getið að á vegum vinnumálaráðuneytisins séu tvær ellimálanefndir, sem fjalla eiga um vandamál aldraðra i sambandi við atvinnu bæði hjá einkaaðilum og hinu opinbera með það fyrir augum að halda öldruðu og mið- aldra fólki í vinnu. Nefndirnar sinna þó næstum eingöngu þeim, sem eru yngri en 67 ára að aldri. 1 svari frá sendiráðinu i Svfþjóð segir að þar í landi séu engin lög sem tryggi öldruðum vinnu eða rétt til vinnu og að engar upplýs- ingar séu um atvinnumál fyrir hendi þar, er hægt væri að styðj- ast við við samningu umrædds iagafrumvarps. 1 Noregi virðist ekki heldur vera um að ræða löggjöf um þetta efni en þaðan hafa borist nokkrar skýrslur um málefni aldraðra þ.á.m. um atvinnumál þeirra. Félagsmálaráðuneytið hefur rætt við Björn Jónsson, forseta Alþýðusambands Islands og Ólaf Jónsson, forstjóra Vinnuveitenda- sambands Islands um málið og lagt til, að samböndin tilnefndu fulltrúa til þess, ásamt fulltrúa frá félagsmálaráðuneytinu, að at- huga og gera tillögur um atvinnu- mál aldraðra, með tilliti til þings- ályktunar Alþingis 14. mai 1975 og þeirra upplýsinga sem aflað hefur verið um stöðu þessara mála í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð, og með hlíðsjón af niður- stöðum og tillögum Jóns Björns- sonar, sálfræðings, i skýrslu þeirri, sem hann samdi fyrir fé- lagsmálaráð Reykjavíkurborgar um vinnugetu og atvinnumögu- leika aldraðra. Forseti A.S.I. kvað sig hlynntan þessari hugmynd og kvaðst mundu hreyfa henni i miðstjórn A.S.I. og skýra ráðuneytinu frá undirtektum þar. Forstjóri Vinnuveitendasambands Islands tók i sama streng og lofaði að hreyfa fyrrgreindri hugmynd i framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambandsins og skýra ráðu- neytinu frá skoðunum manna þar og undirtektum." Gunnar Thoroddsen, félagsmála- ráðherra. fyrir Búrfellsvirkjun. Hún er ekkert síður gerð fyrir Sigöldu- virkjun, hún er ekkert síður gerð fyrir væntanlega Hrauneyjarfoss- virkjun. Hún er ekkert síður gerð fyrir hugsanlega virkjun við Sult- artanga. Þess vegna er ekki rétt að skrifa allan kostnað við vatns- miðlunina í Þórisvatni á Búrfells- virkjun. En þrátt fyrir það standa greiðslurnar frá ÍSAL undir öllu þessu, vatnsmiðluninni við Þóris- vatn, línu til Reykjavíkur, að- veitustöð að Geithálsi og öllum virkjunarkostnaði við Búrfell. Virkjunin er afskrifuð hratt, hún er afskrifuð á 20 eða 25 árum, þá er ISAL búið að borga þessa virkjun með því að kaupa 60% af því, sem virkjunin fær; virkjun, sem talið er, að standi fyrir sínu í 80—100 ár, með litlum viðhalds- kostnaði, eða jafnvel lengur. Landsvirkjun afskrifar hratt, Landsvirkjun eignast mikið, vegna þess að hún hefur orku- frekan notanda, sem borgar mikið. Landsvirkjun græðir á því, að hún hefur orkufrekan not- anda, sem nýtir orkuna vel, sem kaupir orkuna allan sólar- hringinn allt árið um kring. En venjulegur notandi notar ekki orkuna nema 6—7 klukkustundir á sólarhring. En það verður að hafa afl til handa þessum notend- um, sem ekki þurfa orkuna nema 14 úr sólarhringnum, og það er dýrt að hafa littæka orku til slíkr- ar nýtingar. Það er ódýrara að hafa afl handa notanda, sem nýtir orkuna allan sólarhringinn. Ég er sannfærður um, að hv. flm. tillög- unnar skilja þetta, þegar þeir gera sér, eða vilja gera sér grein fyrir því. Og það hafa ekki heyrst meiri öfugmæli hér í hv. Alþingi heldur en þau, að orkusölusamn- ingurinn við ISAL sé dapurlegur; samningur, sem gerir Landsvirkj- un fært að eignast stórvirkjun á 20 eða 25 árum; mannvirki, sem ætlað er að standa í allt að 100 ár eða lengur. Orkuframkvæmdir sunnan lands og norðan Svo koma tveir hv. þm., ágætir menn, virðulegir og greindir, úr landsfjórðungi, sem er í orku- svelti, ég ætla ekki að segja hvers vegna, en samkomulag er ekki enn fengið um það, hvort Blanda verður virkjuð, og samkomulag varð ekki um hagkvæmustu virkj- un í Laxá. En þéssir virðulegu þm., sem ég ann alls góðs, ætla með tillöguflutningi hér í hv. Alþingi að kenna öðrum, hvernig bezt er að haga sér í orkumálum. Ég held að þeir, sem njóta orku frá Landsvirkjun, þakki fyrir slíkar ráðleggingar. Þeir sem njóta orku frá Landsvirkjun kæra sig ekkert um að komast í sömu aðstöðu og umbjóðendur þessara hæstvirtu þingmanna. Eins og ég sagði í byrjun, þá geri ég ráð fyrir því, að frv. um járnblendiverksmiðjúí verði bráð- lega rætt hér í háttvirtri deild og ég hef reiknað með þvi, að það yrðu langar umræður um það frumvarp í báðum deildum Alþingis. Og það er út af fyrir sig, hvort menn eru á móti stór- virkjunum eða stóriðju í stærri mælikvarða heldur en verið hefur hingað til, eða hvort menn ætla að verða á móti því að virkja hag- kvæmt. Segja t.d. eins og hv. fyrri flm. áðan: „Það hefur verið virkjað of stórt, það ber að virkja í smááföngum." Það er næstum því sama og að segja: Við skulum bara vera í orkusvelti, ekki aðeins fyrir vestan, norðan og austan, heldur einnig hér fyrir sunnan. Við mæltum með því og unnum að Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.