Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 Sæluvika Skagfirð- inga hefst á sunnudag Sauðárkróki 15. marz. SÆLUVIKA Skagfirðinga hefst hér n.k. sunnudag 20. þ.m. Að venju veróur margt til skemmtun- ar og fróðleiks. Á sunnudags- kvöld frumsýnir Leikfélag Sauð- árkróks gamanleikinn „Er á með- an er“, eftir G. Kaufmann og Thross Hart, leikstjóri er Ragn- hildur Steingrímsdóttir. Þá verð- ur Kvenfélag Sauðárkróks með skemmtidagskrá, Samkór Sauðár- króks syngur, gagnfræðaskóla- nemar skemmta, auk þessa verða kvikmyndasýningar og dansleik- ir. I Safnahúsinu sýna þrír málar- ar og að venju verður kvöldsam- koma í Sauðárkrókskirkju. Nánar verður sagt frá dagskránni síðar. —jón Hand san Mýkir, græóir og verndar hömndió. Handsan er handáburdur í háum gædaflokki og ekki fitukenndur. Handsan er Wella vara og fæst í næstu búð. 1 gær hafði verið búið að hreinsa út úr húsinu leifar af milliveggj- um sem tættust ( sprengingunni að Klébergi 4 I Þorlákshöfn. Myndazt hafði hrúga á lóðinni, sem Guðmundur húsráðandi stend- ur hér við. Sprengingin 1 Þorlákshöfn: Lagfæring hússins í fullum gangi Þorlákshöfn 15. marz frá Ragnheiði Ölafsdóttur. ÞAÐ var alls enginn uppgjafar- tónn í þeim hjónum Ellenu Ólafsdóttur og Guðmundi Guð- finnssyni, þegar ég talaði við þau í gær, en þau urðu fyrir stórtjóni á húsi sínu í spreng- ingu í síðustu viku. Allt er í fullum gangi við að lagfæra húsið aftur, og er td. búið að glerja, en flestar rúður brotn- uðu. Það sem olli sprenging- unni var, að rofi í hitalögn virk- aði ekki. Ljóst er nú, að trygg- ingarnar muni bæta tjónið sem varð á húsinu, að því er Guð- mundur tjáði mér. Sagði hann að tryggingarnar hefðu tekið mjög jákvætt í málið, og sam- komulag hefði orðið um að þeir bættu þeim hjónum tjónið sam- kvæmt mati sem hefur verið gert. Samkvæmt tryggingaskil- málum mun vlst ekki skylt að bæta tjón sem þetta, vegna eðli þess, en Guðmundur sagði að afstaða Sjóvá og Brunabóta- mats hefði frá upphafi verið mjög jákvæð. Samkvæmt mati mun tjónið á innanstokksmun- um vera um 750 þúsund krón- ur, en tjón á húsi um 1H milu á sínum tíma að yfirgefa Vest- mannaeyjar þar eð þau misstu hús sitt þar undir hraun. Þetta eru leifarnar af eldhússhurðinni, sem Guðmundur Guðfinns- son heldur hér á (ljósm. Mbl. ágás). áætlunarflug póstflug... Suma árstíma er flugþjónusta Vængja hf. einu ® samgöngumöguleikar fólksins í stórum byggða- lögum. Við fljúgum reglulega til: ” Hellissands, Stykkishólms, Búftardals, Suöureyrar, Siglufjaröar. Bildudals, Gjögurs. Olafsvikur, Hvammstanga, Reykhóla, Hólmavíkur, Blönduóss Flateyrar, Tökum að okkur leiguf lug. siúkraflug.vöruflug hvert á land sem er. Höfum á að skipa 9 og 19 farþega flugvélum. öryggi • þægindi • hraði Skákmót Norðurlands í Siglufirði SKÁKMÓT Norðurlands verður haldið f Siglufirði dagana 17.—20. marz. Keppt verður f opn- um fiokki og unglingaflokki eftir Monradkerfi, 7 umferðir. Mðtið hefst klukkan 13 á fimmtudegi og lýkur með hraðskákkeppni á sunnudag. Teflt verður á Hótel Hvanneyri. Aðalgeir og Viðar s.f. á Akur- eyri hafa gefið vandaðan farand- grip til keppninnar í eldri flokki og Ljósgjafinn h.f. á Akureyri i unglingaflokki. Þaðtttökutilkynn- ingar þurfa að berast Boga Sigur- björnssyni í sima 71274 eða 71527. Á meðan mótið sendur yfir verð- ur Skáksamband Norðurlands stofnað. Skákmeistari Norðurlands er nú Hreinn Hrafnsson frá Akur- eyri, en þar var mótið haldið á siðasta ári. Fær 270 millj. kr. fyrir Bjarna Ólafsson Akranesi 15. marz. RUNÖLFUR Hallfreðsson, eig- andi v/b Bjarna Ólafssonar AK, bað fyrir leiðréttingu vegna frétt- ar i Morgunblaðinu 11. marz s.l., „Sótt um að byggja þrjú nótaskip í Svíþjóð". Það rétta er, að verð á væntanlegu skipi Runólfs verður 16 millj. s. kr. og skip hans, Bjarni Ólafsson gengur upp i kaupin á 6 millj. s. kr. þannig að mismunur er 453 m. kr. Runólfur gat þess einnig af gefnu tilefni, að Bjarni Ólafsson yrði gerður út á veiðar til þess tíma að nýja skipið yrði tilbúið. Júlfus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.