Morgunblaðið - 20.03.1977, Side 1
48 SÍÐUR
64. tbl. 64. árg.
SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Blóðug upp-
þot í Karachi
Karachi 19. marz Reuter—AP.
AÐ MINNSTA kosti 17
manns létu lífið f óeirðum
í Karachi, höfuðborg Pak-
istans í gær. Stjórnarand-
stæðingar, sem voru að
mótmæla kosningaúrslit-
unum í síðustu viku og
handtóku sex leiðtoga
sinna, kveiktu í stórri bif-
reiðaverksmiðju f eigu rík-
isins og er tjónið metið á
25 milljónir dollara.
Leiðtogarnir sex voru hand-
teknir í fyrradag eftir að þeir
höfðu hvatt til mótmælaaðgerða
um allt land gegn Zulfikar Ali
Bhutto, forsætisráðherra, eftir að
flokkur hans, Þjóðarflokkur Pak-
istans, hafði borið sigur úr býtum
í kosningunum.
Eldar loguðu viða i Karachi i
gær og að sögn lögreglunnar
kveiktu stjórnarandstæðingar i 15
verzlunum, 5 stórum byggingum
og 10 strætisvögnum. Tókst lög-
reglunni að koma á lögum og regl-
um eftir 8 klukkustunda heiftar-
leg átök og er nú útgöngubann í
gildi i borginni. Lögreglumenn og
hermenn aka um göturnar og
nota gjallarhorn til að vara fólk
við að láta sjá sig á ferli, að öðrum
kosti eigi það á hættu að vera
skotið.
Lík hermanna flutt
til Bandaríkjanna
Vientianc — 19. marz. Reuter.
LEONARD Woodcock, scndimað-
ur Bandaríkjaforseta, kom hing-
að í dag frá Hanoi með jarðneskar
leifar 12 bandariskra hermanna,
sem féllu f styrjöldinni f S-
Vfetnam, en lfkin verða flutt
áfram til Bandarfkjanna á morg-
un eða mánudaginn.
Woodcock er f fyrirsvari fimm
manna nefndar sem hefur það
verkefni að grafast fyrir um örlög
750 bandariskra hermanna, sem
saknað hefur verið síðan í
styrjöldinni, og 1758 að auki, sem
vitað er til að féllu, en lik þeirra
hafa ekki fundizt.
Þetta er í fyrsta sinn sem opin-
berir fulltrúar Bandarikjanna
koma til Víetnam og Laos síðan
styrjöldinni lauk.
Meðan sendinefndin er i Vien-
tiane nú um helgina fara fram
viðræður í þvi skyni að afla vit-
neskju um örlög bandariskra her-
Otryggt ástand
í Líbanon
Beirút — 19. marz — Reuter.
INNANRlKISRÁÐHERRA
Lfbanons, Salah Salman, hefur
borið til baka fregnir um að
hefndarmorðin vegna Kamals
Jumblatts hafi haldið áfram f
gær, en þessar sögusagnir hafa
orsakað aukna spennu. Ástandið í
Beirút lfkist nú mjög þvf sem var
f borgarastyrjöldinni, þegar göt-
urnar voru auðar dögum saman
þar sem borgarbúar héldu sig
Framhald á bls. 47
manna, sem talið er að hafi týnzt í
Laos í styrjöldinni, auk þess sem
nefndin hittir að máli Souphanou-
vong forseta.
Zaire:
„Heyrðu manni, viltu koma i mömmuleik og baka drullukökur"? sagði þessi
ungfrú er hún sá Friðþjóf ljósmyndara á förnum vegi í gær.
Innrásarmenn beita
sovézkum eldflaugum
Washington 19. marz Reuter—AP.
ÁREIÐANLEGAR heim-
ildir í Washington hermdu
í dag, að tvö herfylki, hvort
um sig með rúmlega 1000
menn, hefðu beitt sovézk-
um vopnum í sókn sinni í
S-hluta Zaire frá Angóla.
Skv. heimildunum eru
hvítir menn í báðum her-
fylkjum, sem sækja nú
fram að hinni mikilvægu
námuborg Kolwesi. Yfir-
völd í Zaire hafa sagt að
5000 manns séu í innrásar-
liðinu.
I Washington er talið að í inn-
rásarliðinu séu einkum hermenn
frá Katanga, sem flúðu til Angóla
um miðjan siðasta áratug eftir að
aðskilnaðarbarátta þeirra fór út
um þúfur. Hafa þeir nú náð 5
borgum á sitt vald, en innrásin
hófst fyrir 10 dögum. Að sögn
embættismanna i Washington eru
hermennirnir mjög vel þjálfaðir
og vel vopnum búnir, þ.á.m.
sovézkum eldflaugum, sem nefnd-
ar eru eftir Stalín. Ekki er vitað
hvort hvítu mennirnir í innrásar-
liðinu séu Kúbumenn, málaliðar,
eða hvítir Angólabúar.
Bandariska utanríkisráðuneyt-
ið sagði i gær, að telja mætti víst
að innrásarmennirnir fengju
, stuðning frá Angóla, en sagði
ekki hvort það væri stjórn lands-
ins, sem veitti þann stuðning.
Stjórn Angóla hefur neitað að
eiga beina aðild að innrásinni.
Sérfræðingar í Washington eru
ekki vissir um markmið innrásar-
manna, Katangamenn hafa áður
barizt með og móti Zaire-stjórn og
þeir börðust einnig með báðum
stríðsaðilum í Angcla. Er hugsan-
legt talið að hér sé um að ræða
takmarkaðar hefndaraðgerðir
vegna áreitni, sem Angólastjórn
hefur sakað stjórnina i Zaire um i
N-Angóla, nýja tilraun aðskilnað-
arsinna til að ná Katanga á sitt
vald eða tiiraun til að steypa
Mobuto, forseta Zaire, af stóli.
25.000 menn eru í Zaireher, en
þeir eru taldir illa búnir hergögn-
um.
Kongó:
TJtgöngubann eftir
morðið á Ngouabi
Beðinn að ráða Martin
Luther King af dögum?
Louisville — 19. marz — Reuter
AÐ SÖGN bandariska fulltrúa-
deildarþingmannsins Marion
Snyder hefur þingnefnd, sem
hefur það verkefni að rannsaka
morðin á Martin Luther King
og Kennedy-bræðruum, undir
höndum segulbandsupptöku
með samtali starfsmanna al-
ríkislögreglunnar og fulltrúa
lögreglunnar á ónefndum stað
annars vegar og lögreglu-
manns, sem nú er hættur störf-
um, hins vegar, þar sem rætt er
um þann möguleika að lög-
reglumaðurinn taki að sér að
ráða Martin Luther King af
dögum.
Snyder segir, að þrír lög-
regluforingjar frá FB I og þrir
til fjórir háttsettir lögreglu-
menn hafi farið þess á leit við
umræddan lögreglumann að
hann tæki að sér verkefnið.
Snyder hefur hvorki viljað
skýra frá nafni þeirra, sem hér
um ræðir, né segja hvar þeir
störfuðu, en kveðst þeirrar
skoðunaí að lögreglumaðúrinn,
sem lagt hefur fram segul-
bandsupptökuna, sé ábyrgur
borgari, og ástæða sé til að
kanna málið nánar.
Brazzaville 19. marz Reuter—AP.
UTGÖNGUBANN er í
gildi í Kongó, eftir aö for-
seti landsins Marien
Nagouabi, var skotinn til
bana í gær af sjálfsmorðs-
sveit undir forystu
Barthemy Kikadidi, fyrr-
um höfuðmanns í her
Kongó. Ngouabi var í höll
sinni, er tilræðismennirn-
ir létu til skarar skríða.
Miðstjórn Verkamannaflokks-
ins í Kongó, sem fer með völd í
landinu, sakaði heimsvaldasinna
um að hafa staðið að morðinu, en
Kikadidi hafði ekki náðst i gær er
Mbl. fór í prentun. Auk útgöngu-
bannsins, sem er í gildi í 11
klukkustundir frá kvöldi til morg-
uns, hafa allar samkomur verið
bannaðar og mega ekki fleiri en 5
menn koma saman. í tijkynningu
miðstjórnarinnar segir, að 11
manna herráði hafi verið falið að
fara með völd í landinu. Hefur
landamærunum einnig verið lok-
að.
Ngouabi var 38 ára að aldri er
hann komst til valda, 1968, eftir
að herinn hafði gert Tjyltingu.
Hann stofnaði Alþýðulýðveldið
Kongó og tók upp náin tengsl við
Kína, Sovétríkin og Kúbu. Hann
stóð af sér margar byltingartil-
raunir og orðrómur var á kreiki
um fjöldaaftökur 1972, en aldrei
tókst að sanna neitt slikt.