Morgunblaðið - 20.03.1977, Síða 7

Morgunblaðið - 20.03.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977 7 Við höfum áður virt fyrir okkur mynd Péturs, manns- ins sem einna virðulegastan sess hefur skipað í bók- menntum og helgihaldi kirkj- unnar, mannsins sem gerði hrösun sína að brú til heilag- leikans og ósigurinn í halla- garðinum aðaflvaka stór- sigra síðará ævinni. Öðru máli gegnir um ann- an mann í lærisveinahópn- um, örlög hans og hrösun: Júdasfrá Kariot. Um hann hafa miskunnarlausari dómar verið felldir i sálmakveðskap, prédikunum og öðrum bók- menntum kristninnar en alla þá aðra menn, sem við sögu Jesú koma. JÚDAS Standast þeir dómar allir og stóryrðin um þennan mann sem svívirðilegan glæpamann? Sú kenning er bæði gömul og ný, að ráðsályktun Guðs hafi frá eilífð verið sú mönn- um til hjálpræðis og endur- lausnar að láta son sinn deyja þeim dauða, sem hann dó, að i þeim ægilega harm- leik hafi allt, smátt og stórt, verið ákveðið frá eilífð hjá Guði, og þá einnig hlutdeild Júdasar. Sé þessu trúaðer ekki auðvelt að komast hjá þeirri óhugnanlegu ályktun, að Júdas hafi frá eilifð verið ákvarðaður, dæmdur til þessa voðaverks. Hver ber þá sökina? Er han þá sýkn þeirra saka, sem hann hefur verið harðast dæmdur fyrir? Eru þá öll hin óhugnanlegu, heiftarfullu orð um hann markleysa og annað verra? Sumt er það um Júdas sagt i N.testamentinu, sem við hljótum að nema staðar við og skoða betur Hann er kallaður „þjófur", en er þvi trúandi, að Jesús, sá mikli mannþekkjari, hafi eftir 2 — 3 ára daglegar samvistir trú- aðeinmitt honum fyrir þeirri fátæklegu pyngju sem geymdi gjafafé til Jesú? Eða var Jesús, og ekki er það trúlegra, aðfreista vitandi vits manns, sem hann vissi veikan á þessu svelli? „Fégirndin Júdas felldi", segir sra Hallgrimur í passíu- sálminum og fylgir þar erfða- kenningunni. Hvað er um hina margnefndu þrjátíu silfurpeninga? Sú fjárhæð er að verðgildi peninga nú tæp- ar 1 4 hundruð krónur. Er það sennilegt, að fégjarn meður hafi gengið í öreiga- samfélag og látið sér að lok- um nægja þessa fáu silfur- peninga fyrir að svíkja meist- ara sinn í hendur fjand- manna hans? Æðstuprestarn- ir voru auðugir menn og hefðu fúsir greitt honum miklu meira. Er hér ekki eitt- hvað annað en fégirnd á ferðinni? Vafalaust trúði Júdas því, að Jesús væri hinn fyrirheitni Messías þjóðarinnar, en fjöldi Gyðinga trúði þvi að Messías yrði ekki aðeins hinn mikli andlegi leiðtogi lýðsins, heldur einnig og ennþá frem- ur pólitískur leiðtogi þjóðar- innar, sem leysti hana undan erlendri ánauð og stofnaði voldugt og sjálfstætt riki „Guðs útvöldu þjóðar". Slík var fyrst og fremst þeirra guðsríkisvon. Þeirri von uxu vængir þegar Rómverjar her- námu Gyðingaland og þjóðin hlaut að búa við ánauðarok framandi herraþjóðar. Sagan segir margt af upp- reisnum herskárra, eldheitra ættjarðarvina, uppreisnum sem bældar voru með blóð- ugu ofbeldi en blossuðu samt upp hvað eftir annað. Einni uppreisninni lauk með því, að Rómverjar krossfestu tvær þúsundir Gyðinga með- fram þjóðvegunum. Samt brann frelsisþráin fjölmörg- um brennandi þjóðernissinn- um í brjósti og stóð djúpum rótum í trú þeirra Á seinni tímum hefur sú verið skoðun margra fræði- manna, að úr þeim fylking- um hafi Júdas komið og alið slíkar vonir um Messias, og að þegar hann hafi séð geysi- legt vald unga spámannsins frá Nasaret yfirfólki bæði með orðsins krafti og ekki síður með kraftaverkunum, hafi hann séð að hér var kominn leiðtoginn mikli til að vekja þjóðina til allsherjar uppreisnar og brjóta á bak aftur yfirráð Rómverja. Þá hafi Júdas gengið í læri- sveinahópinn. Hvenær Júdasi verður Ijóst, að um þetta hafði hon- um skjátlazt og að guðsríkis- hugsjón Jesú var allt önnur en hann hafði vænzt, veit enginn. Margoft hlaut hon- um að skiljast það af orðum Jesú, að erindi átti hann ekki við þjóð sína eina, heldur heim allan í miklu djúptækari skilningi, eins og hann orðaði við Pílatus örlaganóttina miklu í landstjórahöllinni: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi." Harmurinn brann þá hon- um blóðheita, ofstopafulla unga manni í brjósti En hann trúði vafalust þvl, að Kristur- Messlas myndi aldrei leyfa að hann yrði krossfestur, kraftaverkamætti sínum myndi hann beita til að af- stýra slíku voðaverki. Sann- færður þess gengur hann til liðs við æðstu prestana. Þeg- ar hann yrði handtekinn gæf- ist honum hið mikla tækifæri til þess að opinbera mátt sinn sem Messías og sanna með stórkostlegu kraftaverki mátt sinn og vald. En allt fer þetta á annan veg, og harmurinn hellist yfir eldhugasál Júdasar. Brenn- andi iðrun sturlar hann. Engu fær hann lengur afstýrt. í eyrum hans óma og dynja eins og svipuhögg á sjúkri sál hans orðin, sem Jesús hafði sagt við hann i Getsemane: „Vinur, hví ert þú kominn hér?" —„Vinur", — og í örvæntingaræði sviptir hann sig lífi. Júdas var einn lærisvein- anna kominn sunnan úr Júdeu, allir hinir ellefu voru úrGalíleu, heimabyggð Jesú. Kom hann úr hópi þar syðra, sem ól í brjósti allt aðrar Messíasarvonir en Galíleumenn, eldhugi, blóð- heitur ungur maður, blindað- ur af vonum um allt annan Messías en Jesús var? Hvilik örlög! Hvilik ægileg örlög! En urðu þau leikslok hans, eilíf leikslok? Við getum ekki komizt hjá að spyrja. Hvort mun ekki Júdas á öðrum vegamótum eftir langa yfirbót í reynsluskólum annarrar veraldar hafa staðið andspænis ásjónu mannsins, sem hann hafði misskilið hörmulega og svikið, heyrt i annað sinn ávarpið i Getse- mane: „Vinur"? í eilífðinni réðust örlög hans eins og allra sálna. við eigum timbrið, hurðirnar, gluggana og skákborðin en þú átt næsta leik. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTIG 1, SIMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244 SKRIFSTOFUSTJÓRN og gjaldkerastörf Stórt Iðn og innflutningsfyrirtæki á Reykja- víkursvæðinu, óskar eftir að ráða mann eða konu sem getur annast daglegan rekstur fyrir tækisins. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi staðgóða reynslu í bókhaldi og rekstri fyrirtækja, og geti unnið sjálfstætt. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 25. mars n.k. merkt: Rekstur — 2260. Öllum umsóknum verður svarað. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. ^^^m^mmmmm^m^^m^—mmmmrnm SJUKRASKOR sjúkraskór meö trésólum. Stærðir 35 margeftirspurðu sænsku skór með korksólunum eru komnir aftur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.