Morgunblaðið - 20.03.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
15
einmanalégt kvöld víðsvegar um heim-
inn, sem lestur einnar bókar eftir
Simenon hefur ekki á skammri stundu
unnið á eða jafnvel læknað?"
Sjálfur kann Fellini eftir 17
kvikmyndir á 25 árum utanbókar þessi
verk Simenons — vinsælu skáldsögurn-
ar 200, sem skrifaðar eru undir 17 dul-
nefnum, Maigret leynilögreglusögurnar
80, og 134 ekki-leynilögreglusögurnar,
sem Simenon hefur skrifað á hálfri öld. í
miðju samtalinu lætur hann færa honum
gular rósir. Hvernig gastu þér til að gult
væri uppáhaldsliturinn minn? spyr
Simenon. — Ég gat mér þess ekki til, þú
skrifaðir það í einni af bókunum þínum.
Samtalið fer fram í svefnherbergi
Georges Simenons. Maður skynjar það
með vissu og næstum með sársauka, að
þarna sé lokið flakki þessa mikla ferða-
langs um heiminn. Arum saman hefur
hann af eigin frumkvæði víkkað sjón-
deildarhringinn. Fyrst yfirgaf hann
stóra húsið sitt í Epalinges til þess að
búa í turni. Og þarna er hann kominn að
rótum annars turns, sem er gamaldags
einbýlishús í úthverfi, þunglamalegt,
umgirt og aðþrengt af borginni. Her-
bergið snýr að litlum garði í skugga af
sedrusviðartré sem er alltof stórt fyrir
hann.
Þarna eru veggir gulbrúnir, grátt rúm
með ljósu skinnteppi, tveir stórir stíl-
lausir hægindastólar. Á arinhillunni er
röð af enskum pípum, stillt upp eins og
dauðum fuglum. Lítill bókaskápur.
Einkum sáifræðibækur. Ög þarna stend-
Feliini við stjórn kvik-
myndarinnar.
hana hlutlausan döm. Ég er snortinn af
orðum þínum, en sjálfur get ég satt að
segja ekki fellt neinn dóm um kvik-
myndina.
G. Simenon: í hvernig sálarástandi
ertu eftir að hafa lokið svo stórkostlegu
verki? Ertu langt niðri? Æstur? Finn-
urðu til léttis? Þreytu? Allt var þér
andsnúið við þetta verk.
F. Fellini: Já, ég hefi líka. .. Satt að
segja get ég ekki glaðst mjög lengi yfir
því að kvikmynd er lokið. Frá því að
byrjað er á henni, óska ég þess að henni
sé lokið. Þetta hvílir of þungt á manni,
er of kvíðavænlegt. En þegar myndinni
er lokið, þá er mér ómögulegt að setjast
niður og hvíla mig. Ég verð að byrja á
einhverju öðru, tómarúmið lætur mig
finnast ég vera til einskis gagns. . . Þekk-
ir þú það ekki líka?
G. Simenon: Einmitt. . . Eftir að hafa
lokið við skáldsögu, er ég guðsfeginn í
tvo daga og læt bera fram kampavín. ..
En að tveimur dögum liðnum, segi ég við
sjálfan mig: Nei, þetta dugar ekki.
F. Fellini: Meðan maður er að vinna, er
allri samábyrgð í lífinu skyndilega af
manni létt. Allir virða mann. Ekki er
ætlast til þess að maður sýni nein vin-
áttubrögð, láti nokkra ást í té, borgi
ríkinu skatta, fari til rakarans, kaupi
skó. Starfið, hvílík afsökun er það ekki!
En þegar vinnunni lýkur, kemur þetta
allt ofan á kollinn á manni, og þá held ég
að mann langi brátt til að fá aftur þetta
félagslega ábyrgðarleysi og takast á
hendur hina einu sönnu ábyrgð skapar-
Federico Fellini og George Simenon ræða saman f húsi Simenons í Lausanne
um nýjustu mynd Fellinis um Casanova.
Þrjú atriði úr kvikmyndinni um Casanova.
ur, fjarska yfirlætislaust, dapurlegt
segulbandstæki, sem Simenon talar og
talar í, les því fyrir ævisögu sína.
G:bin, Cluzot, útgefandi hans Niesen
. . . allir vinirnir deyja, segir Simenon, og
ég er aftur farinn að fá svimaköst. . . Á
þeirri stundu kemur Fellini, eins og
vindhviða fullur af lífsþrótti, á vettvang.
Þessi kPöftugi risi faðmar litla, veik-
byggða, föla og fágaða manninn, sem
hafði beðið í margar vikur eftir honum í
einsemd, að því er fram kemur. Um hvað
áttu þeir að tala? Um Casanova að sjálf-
sögðu. En einkum þó um persónurnar í
verkum þeirra, sem þeir kalla „draug-
ana“ sína. Þessir draugar, sem í raun-
inni ættu að tilheyra þeim einum, en
sem við könnumst þó ekki aðeins við
heldur þekkjum, virðast allt í einu hafa
ruðst gegn um runnana inn í þennan
falda garð.
Hvernig á að lýsa því, þegar alltaf er
rætt um fjöldan allan meðan aðeins er
verið að tala um sjálfan sig?
Við skulum hlusta á George Simenon
og Federico Fellini reyna einn fagran
vetrarmorgun að útskýra það sem óskýr-
anlegt er: leyndardóminn um sköpun-
ina.
Georges Simenon: Ég fer aldrei í bíó,
eins og þér vitið . . .
Federico Fellini: Eg ekki heldur.
G. Simenon: Ég verð fyrst af öllu að
segja þér . . . Þetta hefur aldrei komið
fyrir mig áður. . . Þegar ég sá Casanova,
grét ég.
F Fellini: Takk
G. Simenon: Þá ætla ég að reyna að
leika hlutverk blaðamanns í viðtali, ef
það er þér ekki á möti skapi. Siðan þú
byrjair á Casanova hefi ég lagt margar
spurningar fyrir sjálfan mig. Líklega í
ein tvö ár, því ég tel ekki mínúturnar.
F. Fellini: Framleiðendur myndar-
innar segja fjögur ár!
G. Simenon: Finnst þér þú þarna hafa
gert þitt meistarastykki.
F. Fellini: Þessari spurningu er erfitt
að svara. Þegar ég er búinn að gera
kvikmynd, þá skil ég við hana með hrein-
asta óþoli. Eg vil losna við hana, get ekki
lengur þolað að vera bundinn henni.
Mér er því næstum ógerlegt að fella um
ans, þá sem maður ber gagnvart hold-
lausu, draugunum sínum.
G. Simenon: Hvernig varð Casanova til?
Langaði þig í upphafi til að gera þetta
verk?
F. Fellini: Nei. Þetta er mjög dularfullt.
Sannleikurinn er jafnan ennþá dular-
fyllri en hugsanir okkar. Þetta upphófst
fyrir 5 árum. Dino de Laurentiis, sem
framleiddi „La Strata“ og „Les Nuits de
Cabiria" var á förum frá ítalíu til B : nda-
ríkjanna og bað mig fyrir vináttu sakir
að skrifa undir samning við hann, sem
hann gæti notað i kynningarskyni í
Ameríku. Mér þykir vænt um De
Laurentiis. Þetta er maður með frum-
stæða orku og hraustur eins og tarfur, en
kann ekki að beina þessum lífskrafti i
farveg. OQFT HÖFUM VIÐ ELDAÐ
SAMAN GRÁTT SILFUR. Jæja, ég
skrifaði undir samninginn.
Þá gekk De Laurentiis lengra: „Láttu
mig hafa nafn á myndina". Til að fá að
gera mynd, sem ég hafði áhuga á, hefi ég
oft áður gert framléiðanda ánægðan með
því að slá fram titlum, sem þegar hafa
slegið í gegn, svo sem Satyricon,
Decameron, Casanova. Þessi verk hafði
ég aldrei lesið. Atti aðeins um þau dauf-
ar og daprar minningar frá skólaárun-
um.
Þegar ég fékk fé'til að gera „Julietté
des Esprits" hafði ég lofað framleiðand-
anum Satyricon. Þetta hafði tekizt. Því
skyldi ég ekki reyna sömu aðferðina með
Casanova? Þá var ég að kvikhynda
„Amarcord", en eftir það var kominn
tími til að iesa Casanova. Hvílík skelf-
ing! Hvað gæti ég átt sameiginlegt með
þessari persónu? Hann er ekki listamað-
ur, hann talar aldrei um náttúruna,
börnin, hundana eða nokkurn skapaðan
hlut. Hann hefur ekki skrifað annað en
einhvers konar símaskrá. Þetta er bök-
haldari, skrásetjari, glaumgosi úr sveit-
inni, sem heldur að hann hafi lifað líf-
inu, en hefur í rauninni varla fæðst,
Framhald á bls. 38
Simenon ræðir við Fellini
undir stóra sedrusviðar-
trénu í garðinum sínum.