Morgunblaðið - 20.03.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
23
STJÓRNMÁL
Sú gamla
vill heim
0 Dolores Ibarruri heitir kona og
hefur einn um áttrætt. Hún er betur
þekkt undir öðru nafni en eiginnafni
sinu: La Pasionaria var hún kolluð
Hún hefur búið í Moskvu frá þvi árið
1 939, að hún flúði frá Spáni. Hún
var framarlega í flokki spænskra
vinstrimanna í borgarastyrjöldinni.
Hefur hún verið hetja þeirra siðan.
■ Þegar fasistaher Francos hers-
höf ðingja og síðar einvalds, sat um
Madrid tókst La Pasionaria aðvekja
verkamenn til dáða og fylkja þeim til
varnar borginni. Hún átaldi ríkis-
stjórnina mjög fyrir það að flýja
Madrid og fara til Valencia. Kvað
hún „betra að deyja standandi en
lifa knékrjúpandi" og er þaðágætt
dæmi um hug hennar. Seinna stofn-
aði hún herdeild kvenna, sem oarðist
á vígstöðvunum við Madrid. La
Pasionaria komst úr landi á elleftu
stundu. Það var árið 1 939 og
borgarastyrjöldin töpuð lýðveldis-
sinnum. Hefur La Pasionaria búið í
Moskvu upp frá því, eins og áður
sagði. Er þaðorðin löng útlegð. Að
sjálfsögðu kom aldrei til mála, að La
Pasionaria sneri heim til Spánar
meðan Franco hershöfðingi lifði.
„Drepum fasistasvínin öll" var eitt
kjörorð hennar i borgarastyrjöldinni,
og fleiri eftir því, enda telja spænskir
hægrimenn hana enn einn af höfuð-
fjendum sinum. Munu þeir seint
taka hana í sátt — eða hún þá.
Nú er La Pasionaria búin að sækja
um vegabréfsáritun til Spánar, og
vænta menn þess, að henni verði
leyft að halda heim. Hún hefur
reyndar verið i sjúkrahúsi i Moskvu
að undanförnu. En komist hún heim
fer hún væntanlega i framboð í
fæðingarbæ sinum, Bilbao, fyrir
næstu kosningar, og á trúlega víst
kjör. Er hætt við þvi, að margir
gamlir hægrimenn sjái rautt ef til
þess kemur. . . — WILLIAM
CEMLYN-JONES.
HIINIH 'i WÍW
Snáfaðu,
skömmin
þín!
ingastöðum og i sérblöðum og tíma
ritum veitingafólks. Eru áfengisaug-
lýsingar þegar nærri horfnar af al-
mannafæri — og framleiðendur hafa
meira að segja orðið að taka nafn-
skiltin af veggjum brugghúsa sinna.
Áfengismálið er Finnum meira
hitamál en reykingarnar. Hefur verið
rætt og ritað mikið um það undanfar-
ið, og einkum eftir að þingnefnd var
sett i það. í febrúarbyrjun lagðist
meiri hluti nefndarinnar gegn þvi, að
sala meðalsterks bjórs í kjörbúðum
yrði bönnuð. Annars kaupa Finnar
allt sitt áfengi i útsölum ríkisins. Er
það og tóbakið ríkinu drjúgur tekju-
stofn. Árið 1975 keyptu Finnar
áfengi fyrir tæpa fjóra milljarða
marka (u.þ.b. 200 milljarða króna)
og talið er, að skatttekjur rikisins af
tóbakssölu verði u.þ.b. 900 milljónir
marka (45 milljarðar króna) á þessu
ári.
En þá er eftir hin hlið málsins.
Erfitt er að áætla heilsutap af völd-
um tóbaks. Aftur á móti er vitað, að
5% allra sjúklinga i finnskum sjúkra-
húsum eru haldnir sjúkdómum af
voldum áfengis. . .— DONALD
FIELDS
0 Eins og fram hefur komið i frétt-
um eru finnsk yfirvöld i mikilli kross-
ferð gegn tóbaksreykingum og
áfengisneyzlu. Nú er búið að herða
mjög lögin um sölu tóbaks- og banna
áfengisauglýsingar nærri alveg
Nú má ekki framar selja börnum
undir 16 ára aldri sigarettur. Strangt
eftirlit verður með reykingum i skól-
um. Bannað verður að reykja i opin-
berum byggingum, svo og í al-
menningsvögnum. Eftir eitt ár verð-
ur albannað að auglýsa tóbak, og
viðvaranir um heilsutjón verða að
vera á öllum sigarettupökkum.
Áfengi má einungis auglýsa á vet-
^ ÞAÐ á ekki af frönsku út-
lendingaherdeildinni að ganga. Hún
hefur verið riðin við hvert hneykslið
eftir annað undanfarin ár, og æ fleiri
hafa krafizt þess, að hún verði leyst
undan vopnum. Stuttu eftir siðustu
áramót kom upp eitt hneykslið enn.
Lögreglan kom höndum yfir samtök
hórmargara, sem höfðu séð út-
Indingaherdeildinni fyrir stúlkum,
sent þær nauðugar til Korsiku, þar
sem er æfingastöð herdeildarinnar.
Ekki löngu áður en þetta komst í
Ijós, höfðu frönsk yfirvöld ákveðið
að flytja herdeildina frá Korsiku. Nú
benda líkur til þess, að ekki verði
látið við það sitja, heldur verði
deildin leyst upp. Kommúnista-
flokkurinn franski er þegar búinn að
krefjast þess, og ýmsir aðrir flokkar,
hægri sem vinstri, hafa tekið undir.
Er það mál manna, að ekkert gagn sé
að herdeildinni nú orðið, en aftur á
móti sé hún til stórvandræða.
Það var Lúðvík Filippus Frakka-
konungur, sem stofnaði deildina.
aftur — og munu þeir ekki þurfa að
biðjast vægðar. Þeir eru settir i refsi-
búðir, og þeim kennd hlýðni með
einkar áhrifarikum aðferðum. Ein er
þannig að maður á að berja stein
með 18 kg þungri sleggju — og
hitta steininn 800 sinnum á klukku-
stund. í þessu eru menn stundum
hafðir hálfan sólarhring. T: kist þeim
að hitta 800 sinnum á klst. fá þeir
vatnssopa aðlaunum. . .
Milli svona stórrefsinga er föngum
haldið við efni með ýmsum hætti,
svo að þeir linist ekki: þeir eru látnir
éta mat sinn upp af gólfinu eins og
hundar, sofa kviknaktir á blautum
steingólfum, skriða um með litla
bursta milli tannanna og sópa
fangelsisgarðinn, hlaupa um eða
vinna naktir myrkranna á milli
o.s.frv. Barsmíðar eru og alsiða
Ófáir hafa látizt af þessari meðferð.
Það er ævinlega kennt „hjarta-
áfalli". Gegnir nokkurri furðu,
hversu hjartaveilir sækja i herdeild-
ina. . .
Það hefur löngum verið sagt um
útlendingaherdeildina, að i hana
gengju þeir einir sem ekki væri vært
annars staðar Eftir styrjöldina i Alsir
bönnuðu reyndar flest Evrópuríki
þegnum sinum að ganga i deildina.
Forvigismenn hennar segja samt, að
60% hermannanna séu útlendingar
— Júgóslavar, Þjóðverjar, Belgar,
ítalir, Portúgalar og Svisslendingar.
Fyrrverandi liðsmenn úr deildinni
bera hins vegar brigður á þá tölu.
Þeir halda þvi fram að flestir
hermennirnir séu franskir. Einkum
séu það smáglæpamenn, sem hafi
flæmzt að heiman einhverra hluta
vegna. En það hlýtur að hafa verið
orðið allheitt á þeim i Frakklandi, ef
þeir eiga betri daga í útlendingaher
deildinni
— PAUL WEBSTER
Garpar á
síðasta
snúningi?
Það var árið 1830. Siðan hefur hún
barizt um viða veröld og jafnan
gengið hart fram. Hefur farið af
henni mikið frægðarorð. En hún
hefur beðið mikinn álitshnekki und-
anfarið og er nú nærri rúin allri
virðingu. Er það nýjasta hneykslið,
að frönsk kona kveðst hafa verið
flutt nauðug til æfingabúða
herdeildarinnar í Calvi á Korsíku
sunnanverðri og sett þar til að
þjónusta hermenn. Henni mun hafa
verið sagt, að hún ætti að starfa
í,,menningarmiðstöð" deildarinnar.
Þegar til kom reyndist menningar-
miðstöðin vændishús. Fékk konan
þar ærinn starfa — varð að afgreiða
60 hermenn daglega. Aðrar stúlkur í
„menningarmiðstöðinni" hafa tekið
undir þessa sögu hennar, og segjast
þær lika hafa verið fluttar nauðugar
til Korsíku. Ein stúlknanna kveðst
hafa verið sett i vændishúsið i
refsingarskyni. Kemur það heim við
fjölmargar sögur af refsingum í her-
deildinni. „Agabrot" eru þarekki vel
liðin og hafa menn sætt óhuganleg-
um refsingum fyrir litlar sakir og
sumir jafnvel beðið bana af.
Aðferðir herdeildarinnar við þjalf-
un nýliða munu ekki miklu mannúð-
legri en refsingarnar. Reyna jafnan
margir nýliðar að flýja Einstakir
hafa komizt í burtu, en flestir nást
Pierre Roberl
Ef hárið er
höfuðvandinn, eru
Naturelle hársnyrti
vörurnar frá Pierre
Robert lausnin.
Tunguhálsi 11, Arbæ,
. sfmi 82700.
VIÐARÞILJUR
Þiljur til vegg- og loftklæðninga.
Lakkaðar og tilbúnar til uppsetningar.
KotO Stærð 24x252 cm Kr. 1.980.00
Gullálmur Stærð 24x252 cm Kr. 2.530.00
Fura Stærð 24x252 cm Kr. 2.790.00
Hnota Stærð 29x252 cm Kr/ 3Í440.00
Palisander Stærð 2ðx252 cm Kr. 3.580.00
Furupanill, 6 gerðir. Verð frá kr. 1 990,- ferm.
En við seljum ekki aðeins vegg- og loftklæðningar
Eigum tii afgreiðslu strax:
Venjulegar spónaplötur [ 8 mismunandi þykktum og
4 stærðum.
Rakavarðar spónaplötur — Eldvarðar spónaplötur.
Plastlagðar spónaplötur — Hörplötur — Harðtex.
Plasthúðað harðtex í 4litum. — Trétex.
Birkikrossviður — Furukrossviður
Panelkrossviður — Steypumótakrossviður.
Ennfremur strigaklæddar þiljur
í stæröinni 60x255 cm.
Verð frá kr. 1.090.—
★ ★
Öll verð pr. fm
með söluskatti.
Fyrsta flokks vara
á góðu verði.