Morgunblaðið - 20.03.1977, Síða 24

Morgunblaðið - 20.03.1977, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 11 00.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Bersýnilegt er, að verulegur hljómgrunn- ur er fyrir málflutningi Morgunblaðsins síðustu vikur í verðbólgumálum og þeim aðvörunarorðum, sem hér hafa verið sett fram vegna þeirra kjara- samninga, sem framundan eru. Þannig segir Alþýðu- blaðið í forystugrein í fyrradag: „Þessum mönn- um (þ.e. forystumönnum verkalýðshreyfingar) er ljósara en flestum öðrum, að engin meiri hætta steðj- ar að íslenzkri þjóð en vax- andi verðbólga. Það eru einmitt þeir og fólkið, sem þeir fara með umboð fyrir, er harðast hefur orðið úti í Hrunadansi verðbólgunn- ar. Þeim er ljóst, að verð- bólguhvetjandi samningar koma ekki verkafólki til góða heldur hinum, sem hafa tækifæri til að hagn- ast á verðbólgunni.“ Og Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verka- mannasambands íslands, segir í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær: „Verkamenn hafa búið við þessa dýrtíð undanfarin misseri og í hvert sinn sem kaupið hef- ur hækkað skv. „rauðu strikunum“, skertri vísi- tölu, hefur verið dembt yf- ir verðhækkunum." Morgunblaðið vill fagna þessum ummælum Alþýðu- blaósins og formanns Verkamannasambands ís- lands. I báðum tilvikum kemur fram skýr skiln- ingur á því, að verðbólgan kemur verst niður á lág- launafólki. Það er alveg rétt, sem Guðmundur J. Guðmundsson segir, að í kjölfar kauphækkana koma verðhækkanir. Það er einmitt kjarni málflutn- ings Morgunblaðsins und- anfarnar vikur að sýna fram á, að kauphækkanir eru ekki einhlítar, að of miklar kauphækkanir leiða t'l vaxandi verðbólgu, sem leiðir til kjaraskerðingar í formi verðhækkana; eins og formaður Verkamanna- sambands íslands bendir réttilega á. Ef menn geta orðið sam- mála um það, að verðbólg- an sé mesti bölvaldurinn í kjaramálum láglaunafólks er eftirleikurinn auðveld- ari. Þá geta aðilar vinnu- markaðarins og fulltrúar ríkisvaldsins setzt við samningaborðið og rætt um það hvaða leiðir eru vænlegastar til þess að ná niður verðbólgunni. Ef vinnuveitendur og verka- lýðssamtök og stjórnvöld geta sameinazt um ákveðna stefnu í verð- bólgumálum er hálfur sig- ur unninn. Þá hefur traust- ur grundvöllur verið lagð- ur að þvi að draga svo mjög úr verðbólgunni með sam- ræmdum aðgerðum í kjara- málum, peningamálum, ríkisfjármálum og efna- hagsmálum almennt, að láglaunafólki og lífeyris- þegum verði tryggð bezta og varanlegasta kjarabót, sem völ er á, en það er að sigrazt verði á verðbólgu- vandanum. Morgunblaðið hefur var- ið miklu rúmi síðustu vikur til þess að fjalla um við- horfin í kjaramálum, kröfugerð ASÍ og verðbólg- una. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú, að í þessum kjarasamningum stöndum við á vegamótum í baráttu okkar við verðbólguna. Allt viðreisnartímabilið nam hún 10—12% og þótti mörgum nóg. í tíð vinstri stjórnarinnar gaus hún upp og komst í 54% á árinu 1974. í stjórnartíð núver- andi ríkisstjórnar hefur stöðugt dregið úr henni og á sl. ári nam hún 25—30%. Sýnt hefur verið fram á með gildum rökum að hægt er að ná henni niður í 16— 18%. En það byggir alger- lega á niðurstöðum kjara- samninga. Vinnuveitendur telja, að nái kröfugerð ASf fram að ganga muni hún leiða til gengisfalls og yfir 70% verðbólgu á ársgrund- velli. Ef þróunin yrði sú, yrði skammt í það, að við færum að aka um með pen- ingaseðla í hjólbörum til þess að greiða fyrir hin ein- földustu innkaup. Þess Rétt nidurstaða— röng ályktun vegna stöndum við á vega- mótum. Alþýðublaðið, opinbert málgagn Alþýðuflokksins, flokks forseta ASÍ, viður- kennir, að verðbólgan komi verst niður á láglaunafólki. Formaður Verkamanna- sambands íslands bendir á, að í kjölfar kauphækkana komi verðhækkanir. Hins vegar draga þessir aðilar ekki alltaf réttar ályktanir af þessum niðurstöðum. Það er t.d. ekki rétt álykt- un hjá Alþýðublaðinu, þeg- ar það hefur komizt að framangreindri niður- stöðu, að telja kröfugerð ASÍ með öllu eðlilega. Með óhrekjandi rökum hefur verið sýnt fram á, að hún leiðir til aukinnar verð- bólgu og vinnur þar með gegn hagsmunum lág- launafólks, skv. orðum Al- þýðublaðsins sjálfs. Það er heldur ekki rétt afstaða hjá Guðmundi J. Guð- mundssyni, sem gerir sér glögga grein fyrir því, að í kjölfar mikilla kauphækk- ana koma verðhækkanir að standa samt að því á kjara- ráðstefnu ASÍ að sam- þykkja kröfugerð, sem hlýtur að leiða til stórfelld- ari verðhækkana en nokkru sinni fyrr. Alþýðu- blaðið og Guðmundur J. Guðmundsson hafa komizt að réttri niðurstöðu um það hvað komi láglauna- fólki verst en dregið af því rangar ályktanir þegar þessir aðilar hafa mótað af- stöðu sína til kjaramála- stefnu ASÍ. iavíkurbréf 19. marz, Falleg orð Hermóður bóndi í Árnesi var um skeið fréttaritari Morgun- blaðsins og átti undirritaður þá oft samtöl við hann um það, sem gerðist í sveit hans og var sam- starf Hermóðs og blaðsins yfir- leitt ágætt, þó að hann tæki ekki fréttamennskuna sömu tökum og aðra þá hluti, er fylltu hug hans eldmóði. Viðskipti Hermóðs Guðmunds- sonar við Morgunblaðið síðar, og þá ekki sfzt i Laxárdeil- unni, voru með þeim hætti, að hann hafði oft á því orð og þakk- aði það sérstaklega, og kvaðst ein- mitt hafa fullvissað sig um það í þessari deilu, að blaðið væri frjáls vettvangur, óbundið af annarra skoðunum, hvort sem þær kæmu frá einstöku sjálfstæðismönnum eða öðrum aðilum. Það er að vísu enginn vafi á því, að þetta kom Hermóði nokkuð á óvart, svo mjög sem íslendingar telja, að blað hljóti að vera e.k. flokksþræll, sem ekki sé til annars nýtur en syngja stjórnmálamönnum einum kór halelúja-lofsöngva. Sagðist hann hafa orðið vitni að því í Laxárdeilunni, að Morgunblaðið léti ekki segja sér fyrir verkum, en út i þá sálma skal ekki frekar farið, nú þegar hans er minnzt, en látið bíða betri tíma, ef ástæða þykir til. Hitt er ekki út í hött að gagnrýna Arnór Sigurjónsson, frænda Hermóðs, fyrir að nota andlát hans til að koma höggi á Morgunblaðið, en tækifærið not- aði hann í minningargrein í Þjóð- viljanum og verður að taka því, að á það sé minnzt. Hermóður Guðmundsson í Arnesi var sann- gjarnari maður en svo, þó hann væri kjarkmikil kempa og kippti í kynið, að honum hefði þegar líf hans væri tíundað að leiðarlok- um, fundizt það réttur tími til uppgjörs um dægurrnál, enda frá- Ieitt að bregða upp einhliða mynd af skoðunum og afstöðu svo marg- brotins manns. Hermóður í Ár- nesi var marglyndur maður undir einlyndu yfirborði. Arnór Sigurjónsson lætur að því liggja í grein sinni — og notar til þess orð látins manns — að Guðmundur á Sandi hafi verið sjálfstæðismaður vegna þess, „hvað hann var veikur fyrir fal- legum islenzkum nöfnum án þess að glöggva sig á því, að þau geta breytt um merkingu“. Hermóður i Árnesi þekkti föður sinn áreið- anlega betur en svo, að hann vissi ekki, að þetta verkar eins og skrítla um Guðmund á Sandi, enda gerði hann sér glögga grein fyrir, að þeir voru fáir um daga föður hans, sem kunnu betur skil á merkingu islenzkra orða en hann. Guðmundur skáldbóndi lét engan segja sér fyrir verkum, hvorki orð né aðra hluti. Hann fór sínu fram og bar gleggra skyn- bragð á málsmenningarhefð ís- lenzkrar tungu en flestir þeir, sem uppi voru um hans daga, svo að ekki sé nú talað um kynslóðina á eftir. Það var einmitt styrkur Guðmundar á Sandi að kunna skil á orðum og merkingu þeirra. í skáldskap sinum notaði hann aldrei orð vegna þess að þau væru „falleg“, heldur hins, að þau sögðu það, sem hann ætlaði þeim, höfðu þá merkingu, sem hann vildi koma til skila í skáldskap sínum, þjónuðu markmiðum hans sem höfundar og hugsuðar. Menn skyldu gæta þess að flekka ekki eigin skjöld með því að misnota minningu látins fólks i pólitiskri dægurbaráttu eða stjórnmálaátökum líðandi stund- ar, svo að notuð séu virðulogri orð. Vafalaust hefur það ekki ver- ið ætlun Arnórs í raun og veru, svo vanhugsað sem það er. Hann hefði átt að varast að bregða upp einni mynd, sem er honum skap- fellileg, en skilja hinar eftir, þvi að slíkt er ekki nema hálfur sann- leikur — og slikur sannleikur hefur aldrei haft gott orð á sér á lslandi. Hermóðs í Árnesi hefur verið minnzt hér i blaðinu, svo að það mundi vera að bera i bakkafullan lækinn að endurtaka það. Aftur á móti er Morgunblaðið ekki sá geð- glapi, svo að vitnað sé í aðra minn- ingargrein um Hermóð Guð- mundsson, einnig í Þjóðviljanum, að það veigri sér við að minnast á „viðkvæm mál“, ef ástæða þykir til. Það hefði a.m.k. áreiðanlega ekki verið að skapi Hermóðs í Árnesi og honum ólíkt, enda þótt hann sjálfur væri viðkvæmur í lund og fengi það hlutskipti um sína daga, mörgum öðrum fremur - að kenna til í stormum sinna tiða. En það er hins vegar hárrétt hjá Sveini bónda á Egilsstöðum, að Hermóður í Árnesi var sizt af öllu flokksþræll og fór eigin götur og ekki svo einlyndur maður, að hann gæti ekki skipt um skoðun og séð marga fleti á sama máli. Á því ekki sizt byggðist sú vinátta, sem varð milli hans og höfundar þessa bréfs. Hann var í raun og veru sáttfús maður, eins og kom í ljós, þegar upp var staðið i Laxár- deilunni. Þó gat hann verið lang- rækinn, ef menn héldu upptekn- um hætti og reyndu oft að vega i sama knérunn. Sveinn bóndi á Egilsstöðum segir m.a. í minning- argrein sinni hér í blaðinu: „Frá þessari fyrstu viðkynningu var mér ljóst, að þar ætti bændastétt- in ótrauðan málsvara og baráttu- mann, sem ekki léti pólitiskt flokksræði segja sér fyrir.. Það var virkilega ánægjulegt að vera í samstarfi með Hermóði, hann var svo áhugasamur og svo virkur fulltrúi á fundum og í félagsmál- um, að af bar, enda fljótt til for- ystu kallaður, þar sem flokksræði var ekki allsráðandi...“ Allt eru þetta orð að sönnu og verður nú með þessum tilvitn- unum skilizt hér í blaðinu við minningu Hermóðs Guðmunds- sonar í Árnesi. En hitt er jafnvíst, að oft lýsa menn sjálfum sér í minningargreinum um látna vini og má til sanns vegar færa, að orð Sveins á Egilsstöðum, þess mikil- hæfa stórbónda og stefnufasta forystumanns íslenzkrar bænda- stéttar, eigi jafnvel við hann sjálf- an og Hermóð Guðmundsson. H.P. Allt hefur sinn tima. Annar styrkur stofn, sem Morgunblað- inu þykir sérstök ástæða að minn- ast nú við andlát hans, er Halldór Pétursson, teiknari og listmálari, sem andaðist sl. miðvikudag, svo mikið sem blaðið á honum upp að unna, enda hafði hann þá sér- stöðu meðal islenzkra myndlistar- manna,' að hann teiknaði skop- myndir úr daglegu lífi í blöð og timarit, en þó einkum Morgun- blaðið og átti stóran hóp að- dáenda meðal lesenda þess. Það hlýtur því að standa okkur einna næst að minna menn á, að við fráfall Halldórs Péturssonar er skarð fyrir skildi og það skarð verður vandfyllt, svo persónuleg- ur og sérstæður þáttur, sem list H.P. var, bæði hér í blaðinu og annars staðar í íslenzku þjóðlífi. List H.P. fór viða um lönd, ekki sizt þegar hann teiknaði eftir- minnilegar myndir á einvígi aldarinnar, en þessar myndir hans af Spassky og Fischer fóru eins og eldur i sinu um allan heim og birtust í fjölmörgum blöðum. Þegar Halldór Pétursson lézt stóð hann í miðri slíkri sennu og teikn- aði dag hvern myndir úr einvigi Spasskys og Horts, eins og les- endum blaðsins er kunnugt. Skák Halldórs Péturssonar hefur nú verið tefld til enda, en ef fyndnin er ekki bundin við þennan heim einan verður honum vel fagnað, þar sem hann nú er „meira að starfa guðs um geim“. Morgunblaðið hefur átt því láni að fagna að vera ekki einungis langstærsta dagblað landsins, heldur hefur það ævinlega átt nána verðmæta vini, sem hafa öll- um stundum sýnt vináttu sína í verki, en fáa vini átti blaðið betri en Halldór Pétursson, enda var það öðrum þræði starfsvettvang- ur hans og á síðum þess gat hann komið til skila þeim þætti listar sinnar, sem bundin var daglegu lifi. Aðrir þættir listar hans eru samofnir sögu islenzkrar mynd- listar með þeim hætti, að þess verður lengi minnzt. Morgunblaðinu var samstarfið við H.P. ómetanlegt og enginn vafi er á þvi, að lesendur þess sakna nú vinar í stað. Hann setti mark sitt á blaðið og var það sérstætt í íslenzku þjóðlífi. Eng- um ætti þvi að vera skyldara að minnast hans en einmitt þeim, sem bera ábyrgð á efni blaðsins og anda. Nú verða aðrir að halda merkinu á loft, og þarf ekki að nefna þá fyrir lesendur blaðsins en vonandi verður þess ekki langt að bíða, að við eignumst nýjan H.P. Ekki veitir af I islenzka skammdeginu og þeirri tiltölu- lega húmorlausu dægurbaráttu okkar, sem ýmsir telja að eiga muni eitthvað skylt við legu landsins. Það eru menn eins og H.P. sem flytja Island nokkrum gráðum sunnar á hnöttinn. Crosland og Gröndal Þegar Anthony Crosland, fyrr- um utanríkisráðherra Breta, féll frá, skrifaði Benedikt Gröndal,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.