Morgunblaðið - 20.03.1977, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.03.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977 25 Sveinn c;ls\ason Halldór Pétursson Rætt við Halldór Guðmundsson, sjötugan — BYGGING Hallgrimskirkju hefur vissulega verið umdeild og einstaka menn hafa talið rangt að byggja jafn stóra kirkju og Hallgrímskirkja er. Þeir eru þó fleiri. sem lýst hafa ánægju sinni með bygginguna og ég er viss um að þegar henni verður lokið, verða allir ánægðir, þvi kirkjan verður bæjarprýði. Það eru lika ekki sist þessar ánægjuraddir.sem hvatt hafa mig og stutt þau siðustu 20 ár, sem ég hef starfað við kirkjubygg- inguna. Þannig fórust Halldóri Guðmunds- syni, byggingameistara, orð er við ræddum við hann I tilefni af sjötugs- afmæli hans, sem er i dag. 20 marz Halldór hefur allt frá því er hann lauk prófi frá Iðnskólanum i Reykjavik 1930 starfað að húsbyggingum i Reykjavik og hefur hann þannig átt hlut að byggingu margra merkra húsa hér i borginni, má þar nefna Hæsta- réttarhúsið við Lindargötu, hluta af Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjó- manna, hluta af Hafnarhúsinu, fyrsta áfanga Iðnskólans á Skólavörðuholti og verðbúðirnar á Grandagarði Á ár- unum 1 945 til' 48 byggði hann ásamt öðrum kapellu Hallgrímskirkju eða fyrsta áfanga kirkjunnar og þegar haf- ist var handa við bygginguna á ný, árið 1957, tók hann að sé starf bygginga- meistara kirkjunnar og hefur gegnt þvi starfi til þessa dags eða i 20 ár Löngum haldið mig við Skólavörðuholtið — Ég er fæddur á Vatnsleysu i Biskupstungum og foreldrar minir voru Guðmundur Einarsson, trésmiður, og Dagbjört Brandsdóttir Dvöl mín á Vatnsleysu varð ekki löng þvi ársgam- all flutti ég með foreldrum minum til Reykjavíkur í Reykjavík gekk ég i barnaskóla og árið 1930 lauk ég prófi frá Iðnskólanum i Reykjavik I húsa- smiði Strax að loknu námi i Iðnskólan- um tók ég að vinna að húsasmiðum hér i Reykjavlk én á þessum árum var Norðurmýrin að byggjast Atvinna var næg þegar Kreppunni sleppti og ég fór mjög fljótt að vinna sjálfstætt en bygg- ingameistararéttindi fékk ég árið 1 933 -— Það er vissulega rétt að ég hef löngum haldið mig við Skólavörðuholt- ið en hver ástæðan er veit ég ekki Fyrsta húsið, sem ég byggði, var við Barónstíg beint niður af Hallgríms- kirkju. Siðar áttí ég eftir i félagi við aðra að byggja fyrsta áfanga Iðnskól- ans á Skólavörðuholti og siðustu árin hefur starfsvettvangur minn verið Hall- grimskirkja Skólavörðuholtið er reynd- ar að mínum dómi hjarta borgarinnar og ég vona að i framtiðinni megi takast að klæða það þvi lifi, sem þessi staður á skilið En gleymum þvi ekki að það er vandaverk að fella saman byggingar með mismunandi byggingarlag svo vel fari Aldrei gerð áætlun um hvenær smfði kirkjunnar yrði lokið. — í allmörg ár stöfuðum við saman að húsbyggingum, ég og Gísli Þor- TUTTUGU ár að baki og reyndar fleiri — Halldór Guðmundsson, bygginga meistari, og Hallgrfmskirkja á Skólavörðuholti f baksýn. Halldór átti aðild að byggingarfélagi. sem byggði kapellu kirkjunnar 1945 til 1948 og sökkul kirkjunnar 1952 til 1953. Frá árinu 1957 hefur hann samfleitt unnið að smiði kirkjunnar sem byggingameistari. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. steinsson, múrarameistari. . sem var mágur minn en hann lést fyrir aldur fram Við byggðum meðal annars aðra bæjarblokkina við Hringbrautina en eftir það mynduðum við byggingar- félagið Stoðásamt þeim Óskari Eyjólfs- syni og Einari Kristjánssyni Fyrsta verkefni þess félags var Laugarnesskól- inn. sem við byggðum rétt eftir 1 940 Þetta félag byggði einnig fyrsta áfanga Hrafnistu við Kleppsveg, fyrsta áfanga Iðnskólans á Skólavörðuholti og þegar við vorum að Ijúka við þá byggingu tókum við að okkur að byggja fyrsta áfanga Hallgrimskirkju. kapelluna, en það var árið 1945 Félagið byggði einnig annan hluta Laxárvirkjunar fyrir norðan en ég vann ekkert að þeim framkvæmdum Á meðan vann ég að byggingu verðbúðanna á Grandagarði — Það er svo tólf árum eftir að við lukum við kapelluna að ég var beðinn um að takast á hendur að vera bygg- ingameistari við smiði Hallgrimskirkju, sem þá var verið að hefja á ný Reynd- ar var sökkull kirkjunnar lagður á árun- um 1952—1953 á vegum Stoðar Og frá þvi hef ég starfað við kirkju- bygginguna Ég er þó ekki sá starfs maður, sem lengst hef unnið við smiði Hallgrímskirkju, þvi tveir menn eru búnir a.ð vera allt frá þvi að smiði kapellunnar hófst en ég kom nær ekk ert nálægt henni, þó framkvæmdir væru á vegum félagsins Stoðar Þessir tveir menn eru Gunnar Eiriksson. tré- smiður og Magnús Brynjólfsson, sem lagt hefur öll járn i kirkjuna til þessa. — Áætlun hefur i raun aldrei verið gerð um það hvenær smíði Hallgríms- kirkju yrði lokið, þvi framkvæmdahrað- inn hefur jafnan ráðist af þvi fjármagni, sem til ráðstöfunar hefur verið Þetta hefur þó allt stefnt i rétta átt Starfs menn við bygginguna hafa aldrei verið fleiri en 10 i einu og undanfarið höfum við lengst af aðeins verið þrír. Því er ekki að neita að við hefðum gjarnan viljað getað haft meiri mannafla við þessar framkvæmdir en það hefur hjálpað mikið að við bygginguna hafa að mestu unnið sömu mennirnir og við höfum blessunarlega sloppið við veik indi nema hvað ég varð frá að hverfa um tima á siðast liðnu sumri vegna Framhald á bls. 47 formaður Alþýðuflokksins all athyglisverða grein um þenna „flokksbróður sinn“ og lofsöng hann að verðleikum, þó að ekki séu þeir margir í Bretlandi nú sem telja að forysta Verkamanna- flokksins hafi hækkað risið á brezku þjóðinni undanfarið, hvað þá efnahag hennar, en þar hefur allt verið í kalda koli, eins og allir vita, og atvinnuleysi með þeim hætti, að ekki er unnt að segja annað en það sé blettur á sam- vizku vestrænnar menningar, svo djúpt sé tekið í árinni; a.m.k. póli- tiskur blettur á samvizku Verka- mannaflokksins brezka. En hvað um það. Crosland hlýt- ur að vera okkur íslendingum minnisstæður, enda sýndi hann óvenjulegt pólitiskt þrek, þegar hann gerði Oslóarsamkomulagið við okkur íslendinga, en það var í raun og veru staðfesting á því, að við unnum landhelgisdeiluna, og 200 milna fiskveiðilögsaga okkar er staðreynd, sem engum lifandi manni dettur i hug að vefengja. Jafnvel Bretar hafa nú fetað í fótspor íslendinga og eru farnir að læra af þeim að verja sína 200 mílna fiskveiðilögsögu. Crosland átti erfiða stöðu, þar sem hann var þingmaður í einu helzta sjávarútvegskjördæmi landsins, enda hafði hann orð á þvi, að hann gæti átt undir högg að sækja í kjördæmi sínu, en samt stóð hann við þá sannfæringu sína, að nauðsynlegt væri að leiða land- helgisdeiluna til lykta og finna sáttaleið milli gamalla vinaþjóða, Breta og íslendinga. Það er því rétt hjá Benedikt Gröndal, að Crosland komist i íslandssöguna, þó að um hitt megi deila, hvort Morgunblaðið hafi syrgt „hann eins og þjóðhöfðingja og birtir kveðjuummæli forsætis- og sjávarútvegsráðherra“. Ekkert var raunar eðlilegra en þessir ráð- herrar, sem áttu, ásamt utanríkis- ráðherra, hvað mestan þátt i því að landhelgisdeilan væri til lykta leidd á ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins i Osló, minntust þess Breta, sem að þvi hafði unnið af heilindum og drengskap og sýndi manndóm, sem er því miður mjög sjaldgæfur I stjórnmálum nú um stundir þar sem lýðræði rikir og menn þurfa að sækja þingsæti sitt til alþýðu manna í frjálsum kosningum. En rétt er hjá Benedikt Gröndal að minna sérstaklega á, að sættirnar voru gerðar í nánum tengslum við ráö- herrafund Atlantshafsbandalags- ins í Osló, enda var Crosland einn mesti fylgismaður Atlantshafs- bandalagsins brezkra ráðamanna og sá, að iandhelgisdeilan gat skaðað bandalagið og var í raun- inni stórhafettuleg öryggi banda- lagsþjóðanna — og þá ekki sizt íslendinga og Breta, sem báðir eiga allt undir þvi komið, að Atlantshaf lendi ekki á yfirráða- svæði Sovétríkjanna, en að þvi miða þeir Sovétmenn fast og ákveðið, eins og kunnugt er. Má hverjum manni ljóst vera, að þá fyrst yrði voðinn vis hér á landi, ef þeim tækist að ná þessu tak- marki sínu. Um þetta er rætt m.a. í nýútgefinni bók um öryggi Atlantshafsins, og allt þetta vissi Crosland manna bezt og fórnaði i raun og veru hagsmunum nokk- urra brezkra útgerðarmanna, sem ávallt höfðu hvort eð var sýnt óbilgirni og yfirgang á íslands- miðum, fyrir öryggi Atlantshafs- bandalagsins — og þá ekki sízt þeirra þjóóa, sem búa á því haf- svæði, sem bandalagið er kennt við. Það er ósennilegt, svo að ekki sé tekið dýpra í árinni, að þorska- striðið hefði nokkurn tíma verið leitt til lykta á svo farsællegan hátt fyrir íslendinga, sem raun ber vitni, ef þeir hefðu ekki átt aðild að Atlantshafsbandalaginu og það hefði ekki beitt áhrifum sinum með þeim hætti, sem raun bar vitni, þ.e. að íslendingar unnu við útfærsluna í 200 mílur einn glæsilegasta sigurinn i allri sjálfstæðisbaráttu sinni og hafa nú yfirráðarétt yfir stærra svæði en sumar milljónaþjóðir. Það er vel viðeigandi að syrgja þann út- lending, sem átti hvað rikastan þátt í þessu „eins og þjóðhöfð- ingja“, þó að fáir þjóóhöfðingjar hafi haft af slíkum manni að má sem Anthony Crosland. Eitrið í beinum Gröndals Það er rétt hjá Benedikt Grön- dal, að Crosland var einn heizti hugmyndafræðingur brezka Verkamannaflokksins og skrifaði merkar bækur um hugsjónir sin- ar og markmið. Að visu fer Grön- dal óvarlega með orð, þegar hann talar um, að Crosland hafi mótað „markmið lýðræðislegra jafnaðar- manna, sem vilja forðast bylt- ingu“. Af þvi tilefni mætti spyrja, hvort einhverjir jafnaðarmenn vilji byltingu að dómi formanns Alþýðuflokksins? Og ennfremur og ekki síður: hvort hann telji, að einhverjir jafnaðarmenn séu ólýðræðislegir? Um þessa ónákvæmu merkingu orðsins „lýðræðislegur" fjallaði m.a. Magnús Torfi Ólafsson i sjón- varpsþætti nýlega og taldi ekki, að unnt væri að kenna þá menn við jafnaðarmennsku, sem væru ekki lýðræðissinnar, og tók for- maður þingflokks Alþýðuflokks- ins, Gylfi Þ. Gislason, að sjálf- sögðu undir þá athugasemd. Von- andi greinir þá ekki á um þetta Gröndal og Gylfa Þ. Gislason. Það eru nægir erfiðleikar samt innan Alþýðuflokksins og mörg óleyst vandamál, t.d. í sambandi við framboð flokksins fyrir vestan, í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi. En væntanlega verða þau leyst á lýðræðislegan hátt, and- stætt þvi sem t.a.m. er venja í Alþýðubandalaginu. Benedikt Gröndal segir í grein sinni, sem birtist i Alþýðublaðinu 23. febrúar sl„ að Crosland hafi skilgreint „merkingu hugtaksins sósialismi og komst að þeirri niðurstöóu, að það þýddi nánast jafnrétti. Hann átti þá við jafn- rétti í víðtækari merkingu, stétt- laust þjóðfélag, sem er róttækari hugsun i Bretlandi en flestir ís- lendingarfá skilið". Þetta er rétt hjá formanni Al- þýðuflokksins. íslendingar eiga erfitt með að skilja brezka þjóð- félagsskipan, enda á hún rætur i arfi og hefðum yfirstéttarþjóð- félags með e.k. lénsskipulagi — ekki síður en í því borgaralega þjóðfélagsformi, sem við nefnum velferðarriki. Hitt er svo annað mál, að meira frelsi og lýðræði ríkir í Bretlandi — og það frá fornu fari — en í vel flestum löndum heims. Það þurfti engan sósíalisma til að koma því á. Framhald á bls. 26 dsson ön"*': éður Byggingameistari Hall- grímskirkju í 20 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.