Morgunblaðið - 20.03.1977, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
Bolíaleiknr
og sirkus-íimi
MARGIR sirkus-menn eru afar
leiknir í listum sínum, og þeir
sem sýna boltaleiki með mörg-
um boltum virðast oft ráða við
þyngdarlögmálið. En sann-
leikurinn er sá, að fimi þeirra
er árangur margra ára ná-
kvæmra æfinga og þjálfunar.
Ef þú hefur áhuga á að æfa þig,
gætir þú orðið býsna fim(ur)
líka. Hér eru dæmi um undir-
stöðuæfingar: Mynd A
Þú notar 2 bolta. Bolta nr. 1
heldur þú í vinstri hendi, en nr.
2 í þeirri hægri. Kastaðu nr. 2
upp í loft, en um leið lætur þú
nr. 1 detta frá vinstri yfir í
hægri hönd. Gríptu nr. 2 með
vinstri hendi, kastaðu nr. 1 upp
i loft. Semsé — þú kastar bolt-
unum alltaf upp með hægri
hendi og grípur þá aftur með
þeirri vinstri (öfugt ef þú ert
örvhent(ur)).
Nú skaltu reyna með 3 bolt-
um — Mynd B
Bolti nr. 1 er í vinstri hendi,
en bolti nr. 2 og 3 báðir í þeirri
hægri. Kastaðu nr. 3 um það bil
70 cm upp í loftið. Þegar hann
er efst uppi, kastarðu nr. 2 á
sama hátt. Um leið og það ger-
ist lætur þú nr. 1 fara úr vinstri
yfir í hægri hönd, þá tekst þér
að grípa nr. 3, sem dettur nú
niður í vinstri hönd þína. Bolti
nr. 1 fer nú á loft úr hægri
hendi, nr. 3 fer um leið úr
þeirri vinstri i þá hægri, svo að
þú getir gripið nr. 2. Þetta er
galdurinn!
Tvö góð ráð: Vertu þolin-
móð(ur) og mundu að æfingin
skapar meistarann.
Einn
Pilturinn
aldrei
séð
UNGUR piltur fékk vinnu
í stórri verksmiðju, þar
sem framleiddir voru blý-
antar. Unnið var mjög
skipulega, ein deildin sendi
frá sér ákveðinn fjölda
blýanta dag hvern, önnur
vissan fjölda pakka með
blýöntum í og þriðja deild-
in afgreiddi ákveðið magn
af öskjum.
nýráðni hafði
----- „— slíkan fjölda
blýanta í einu og fannst því
í lagi að stinga á sig einum ,
þeirra.
í lok vinnudagsins kom í
ljós að i eina öskjuna vant-
aði einn blýant. Málið var
rekið að deild piltsins og
loks að honum. Honum var
þegar sagt upp.
Verksmiðjueigandinn
hefði vel getað afborið
bljantnr
blýants-missinn. En hann
kærði sig ekki um að hafa
óheiðarlegan mann í þjón-
ustu sinni.
honum Malla. Malli á heima I landi sunnarlega á hnettinum. Hann á
heima f heitu landi. Hann þarf þess vegna ekki að vera mikið klæddur,
þegar hann er úti að leika sér. Og hann leikur sér oft við fljótið
skammt frá kofanum, þar sem hann býr með foreldrum sfnum.
Dag einn hljóp hann hratt niður að fljótinu. Hann hljóp svo hratt, að
Teikningar: Kristinn Rúnar (10 hann missti af sér annan skóinn.
ára) og Hlynur örn (8 ára).
— Reykjavíkur-
bréf
Framhald af bls. 25
íslenzkt þjóðfélag er í raun og
veru dæmigert markmið
Croslands, því að það er stéttlaust
þjóðfélag að mestu og hér rfkir
jafnrétti milli þegnanna, a.m.k.
miðað við önnur þjóðfélög enda
þótt það hafi ekki verið kallað
sósialismi hér á landi, en margir
útlendingar hafa þó talið, að i
velferðarríki okkar sé blandað
hagkerfi með svo sterkum
sósíalistiskum áhrifum, að hjá því
verði ekki komizt að telja það
a.m.k. e.k. anga af sósialisma. Um
þetta geta menn deilt, og margir
eru þeir íslendingar, sem telja, að
við höfum gengið of langt í átt til
sósíalisma og hafi það orðið á
kostnað einstaklingsins, því að
rikisforsjá sé orðin hér meiri en
góðu hófi gegnir og hagsmunir
einstaklingsins sem einstaklings
en ekki hluta af hejldinni bornir
fyrir borð með þeim hætti, að
ekki sé lengur viðunandi. Um
þetta hefur verið rætt i rit-
stjórnargreinum Morgunblaðsins
undanfarið og varað við þeirri
hættu, að einstaklingarnir verði
einungis e.k. þjónar ríkisins í stað
þess, að ríkið á að þjóna ein-
staklingunum, en það er grund-
völlur sjálfstæðisstefnunnar, eins
og kunnugt er.
Hitt er svo annað mál, að stétt-
leysi íslenzka þjóðfélagsins er ein
af höfuðskýringum þess, hvers
vegna hinir raunverulegu sósial-
istaflokkar á íslandi hafa aldrei
náðþvi fjöldafyigi, sem sósíalista-
flokkar í nágrannalöndum okkar
hafa getað stáiað af. ísland er
gömul nýlend; Yfirstéttin var
erlend. Sjálfir voru íslendingar
ávallt í einum'bati, réttlausír, arð-
rændir og kúgaðir, og þegar þeir
hristu af sér okið, héldu þeir
áfram að vera allir í einum báti.
Síðan hafa einstaka fram-
kvæmdamenn skorið sig úr og
rutt öðrum einstaklingum braut
með hugsjónum sínum, áræði og
atgervi og er reynt að uppnefna
þá auðvaldsseggi og Sjálfstæðis-
flokkinn auðvaldsflokk vegna
þess, að flestir þeirra hafa skipað
sér í raðir hans. Það er enginn
vafi á þvi, að þessir dugnaðar-
forkar hafa átt meiri þátt í því en
verkföll verkalýðsforingja að búa
alþýðu manna á Islandi betri kjör
en annars mundi. Við eigum að
rækta áræðna einstaklinga, hlú að
atgervi hvers þess manns, sem
ótrauður leggur á brattann fyrir
sjálfan sig og aðra.
Enn um
vanhugsuð orð
Benedikt Gröndal segir, að það
séu „dálítið kynleg örlög (að Mbl.
skuli bera hlýjan hug til Cros-
lands), af þvi að Crosland nýtur
fyrst og fremst frægðar sem mesti
hugsjónaleiðtogi brezkra jafn-
aðarmanna, og hann hélt fram og
rökstuddi þjóðfélagskenningar,
sem eru eitur í beinum þeirra
Morgunblaðsmanna".
Þetta eru vanhugsuð orð eins og
ýmislegt, sem kemur frá Alþýðu-
flokknum um þessar mundir, þvi
miður. Vestrænt lýðræði hefur
aldrei verið eitur i beinum
Morgunblaðsins, heldur grund-
völlur og helzta baráttumál. Jafn-
rétti hefur aldrei verið eitur i
beinum Morgunblaðsins, heldur
baráttumál og markmið. Benedikt
Gröndal tiundar hugsjónamál
Croslands, eins og þau koma fram
í síðustu bók hans 1974, þar sem
hann raðar þjóðfélagsverkefnum
lands síns, og nefnir m.a.: að
draga úr fátæktinni; að tryggja
öllum mannsæmandi húsnæði; að
dreifa auði og fjármagni; að eyða
misrétti í skólakerfinu; að efla
atvinnulýðræði.
Eru þessi atriði eitur í beinum
Mbl.? Engum lifandi manni
dettur í hug, að það hvarfli einu
sinni að Benedikt Gröndal sjálf-
um eða öðrum Alþýðuflokks-
mönnum að svo sé. Þetta eru
t.a.m. allt helztu stefnuskráratriði
Viðreisnarstjórnarinnar, rfkis-
stjórnar Alþýðuflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins, um meira en ára-
tugar skeið, og þetta hafa verið
hejztu stefnuskráratriði, bæði
Sjálfstæðisflokksins og Morgun-
blaðsins, a.m.k. í tíð þeirra, sem
nú lifa. Eða hefur blaðið einhvern
tíma barizt gegn því „að draga úr
fátæktinni"? Hefur það kannski
reynt að berjast gegn því „að eyða
misrétti i skólakerfinu"? Undir-
ritaður veit ekki betur en
Morgunblaðið hafi lent í tals-
verðri stjornarandstöðu á
viðreisnarárunum einmitt til þess
að eyða þvi misrétti, sem þá var
eftir f skólakerfinu. Dettur nokkr-
um lifandi manni i hug, að blaðið
hafi barizt gegn því „að tryggja
öllum mannsæmandi húsnæði"?
Að sjálfsögðu engum, enda hefur
þetta atriði verið eitt af helztu
stefnuskrármálum Sjálfstæðis-
flokksins, þar sem hann hefur
hlotið meirihluta, eins og í
Reykjavíkurborg, og einn bezti
vitnisburðurinn um góða stefnu
flokksins, þegar honum tekst að
koma baráttumálum sínum í
framkvæmd.
Að öllu þessu athuguðu er ekki
út í hött að ymta að því, að leiðir
Croslands og Morgunblaðsins
hefðu getað legið saman í veiga-
miklum atriðum þjóðmálanna —
en hentistefna Alþýðuflokksins
undanfarið hefði á hinn bóginn
áreiðanlega verið eitur í hans
beinum hvað þá órökstuddar
fullyrðingar formanns flokksins.
Hitt er svo annað mál, að sú
mikla áherzla, sem Crosland
leggur á ríkisforsjá, vegna
aðstæðna í Bretlandi, og þá að
sjálfsögðu á kostnað einstaklings-
frelsis er eitur í beinum Morgun-
blaðsins og andstæð stefnuskrá
Sjálfstæðisflokksins, enda þótt
hann geti ekki alltaf komið bar-
áttumálum sínum í framkvæmd í
samsteypustjórnum. En nú eru
margir að vakna til meðvitundar
um það að nauðsynlegt er að
draga úr ríkisbákninu hér á landi
og kominn tími til að reisn ein-
staklingsins fái notið sín meir en
verið hefur. A það mun reyna
fyrr en síðar, hvort Alþýðu-
flokkurinn er enn reiðubúinn til
þess.
R O Y A L
SKYNDIBÚÐINGARNIR
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragðtegundir
HÚSBYGGEJNDUR-Einangrunarplast
Afgreiöum einangrunarplast á
Stór-Reykjavíkursvæöiö frá
mánudegi-föstudags.
Afhendum vöruna á byggingar-
staö, viðskiptamönnum
að kostnaðarlausu.
Hagkvæmt verð
og greiðsluskilmálar
við flestra hæfi
Borqarplcitl
B»rqonie«i' [FTlml 93-7370
kvKM •« helfarslal »3-7335