Morgunblaðið - 20.03.1977, Side 27

Morgunblaðið - 20.03.1977, Side 27
Og ... svo gerðist það sem var enn verra. Malli var á svo mikilli ferð, að honum tðkst ekki að nema staðar við ána. Hann féll þvf út f hana — skvamp, skvamp! Og þar brölti hann um og hrópaði á hjálp. En ég, snigillinn Snar, gat ekkert aðhafzt, þvf miður. Ég hugsaði bara með mér, að gott hefði verið, ef Malli hefði kunnað lffsregluna mfna: Flýttu þér hægt. Til allrar hamingju kom einn vina Malla að og bjargaði honum upp úr ánni. Og ég tók gleði mfna á ný. Dag einn fór að rigna, og það rigndi mikið. Eg varð hræddur, þegar ég sá, að fljótið fór að vaxa og útlit var fyrir flóð. Mfn vegna var það reyndar f lagi, þvf að ég á regnhlíf og ég er syndur. Malli var ekki heima þegar rigningin hófst, en þeir sem bjuggu við fljótið komu sér burtu f skyndi. Hver og einn hugsaði um að bjarga sér. Ég varð eftir og beið eftir Malla. Loks kom hann og leit inn f kofann, þar sem hann átti heima. En þar var enginn. Hann varð hræddur og tók til fótanna. Ég hélt af stað á eftir honum. (Framhald). 27 Teikning: Brynja Ragnarsdóttir 10 ára, Hrísey. Skrýtin kjr ,.En hvað þetta er skrýtin kýr," sagði ung og lagleg stúlka úr höfðuborginni, ,.en hvers vegna hefur hún eng- in horn?” ..Sjáið þér til," sagði bónd- inn „Sumar kýr eru fæddar hornlausar og sumar missa þau, og á sumum tegundum er ekki gert ráð fyrir neinum hornum. ÞaSr eru margar ástæðurnar fyrir þvi, að sumar kýr hafa ekki horn. En ástæðan fyrir þvi að þessi hefur ekki horn, er sú, að þetta er ekki kýr. Þetta er hestur." Frá versluninni Jenný Skólavörðustíg Þar sem verslunin hættir verða vörur okkar seldar með miklum afslætti meðan birgðir endast. NAMSKEIÐ Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefst nýtt námskeið mánudaginn 21. marz. NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR MEÐAL ANNARS UM EFTIRFARANDI ATRIÐI: # Grundvallaratriði næringarfræði. # Innkaup, vörulýsingar, auglýsingar. # Ráðleggingar, sem heilbrigðisyfirvöld margra þjóða hafa birt, um æskilegar breytingar á mataræði, til að fyrirbyggja sjúkdóma.. # Fæðuval, gerð matseðla, matreiðsluaðferðir, tilbúning ýmissa rétta (sýnikennsla) með tilliti til áðurnefndra ráðlegginga. # Mismunandi framreiðsluaðferðir, dúka og skreyta borð fyrir mis- munandi tækifæri. # Hvað mðurstöður nýjustu visindalegra rannsókna hafa að segja um offitu og megrunarfæði. MUNIÐ að rangar megrunaraðferðir eru mjög skaðlegar og geta valdið varaniegu heilsutjóni. VEIZT ÞÚ AÐ GÓÐ NÆRING HEFUR ÁHRIF Á: # Andlegan, líkamlegan og félagslegan þroska allt frá frumbérnsku. # Mótstöðuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi. # Líkamsþyngd þina, en hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og margir fleiri sjúkdómar eru langtum algengari meðal þeirra, sem eru of feitir. Aðeins rétt nærður einstaklingur getur vænst besta árangurs í námi, leik og starfi. Upplýsingar og innritun i síma 44247 eftir kl. 8 á kvöldin. Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur. y )

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.