Morgunblaðið - 20.03.1977, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Garðabær
Útburðarfólk vantar í Hraunsholt Uppl. í
síma 52252.
Vanur vélstjóri
sem er að Ijúka smiðju óskar eftir starfi í
júní n.k. til sjós eða lands. Skilyrði góð
laun. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Vélstjóri
2269 ".
Bifreiðastjórar
Vantar bifreiðastjóra nú þegar. Þarf að
hafa réttindi til aksturs strætisvagna.
Upplýsingar gefnar í síma 1 3792.
Landleiðir h. f.
Víkurverk h.f.
óskar að ráða við hitaveitu í Njarðvík,
Keflavík gröfumann á traktórsgröfu,
mann vanan smíðum. Einnig nokkra
verkamenn. Mikil vinna. Sími 92-8367
eða á vinnustað.
Oskum eftir að ráða
lagtækan
aðstoðarmann á bílaverkstæði. Umsóknir
með uppl. um aldur og fyrri störf sendist
afgr. Mbl. merkt: „Reglusemi — 4858 ",
Atvinna
Óskum eftir karli eða konu til starfa á
leikskólanum Tjarnarborg, frá og með 1.
apríl n.k.
Upplýsingar veitir forstöðukona í síma
1 5798, eftir kl. 13.
Blaðamennska o.fl.
Viljum ráða áhugasaman og duglegan
mann, karl eða konu, að föstum verkefn-
um eftir nánara samkomulagi við efnis-
gerð fyrir tímaritið Hús & híbýli og skyld
störf. Umsóknir með greinargóðum upp-
lýsingum sendist augl.d. Mbl. merktar
Blaðamennska — 2010.
r
Oskum að ráða
járnsmið eða mann vanan járnsmíði.
Einnig vantar húsgagnasmið eða mann
vanan trésmíðavélum.
STÁLHÚSGAGNAGERÐ
STEINARS HF.
Skeifan 8, Rvk.
Verslunarstjóri
Ósk um að ráða vanan verslunarstjóra í
matvöru- og vefnaðarvöruverslun okkar á
Þórshöfn. Upplýsingar um aldur, mennt-
un og fyrri störf sendist Kaupfélagi Lang-
nesinga fyrir 1. apríl.
Kaupfétag Langnesinga
Þórshöfn,
sími 81200.
Götun
Óskum eftir að ráða starfskraft til starfa á
skrifstofu okkar, götunardeild.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi ein-
hverja starfsreynslu við götun og endur-
götun. — Hér er um framtíðarstarf að
ræða.
Allar nánari upplýsingar veitir starfs-
mannastjóri á skrifstofu félagsins að
Skúlagötu 20.
Sláturfélag Suður/ands
Duglegur maður
óskast
Viljum ráða mann til afgreiðslu og sölu-
starfa í bílavarahlutaverzlun. Æskileg er
nokkur enskukunnátta og Verzlunarskóla-
menntun. Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Umsóknir ásamt upplýsingum, um starfs-
reynslu sendist Mbl., fyrir 23. marz
merkt: „Áreiðanlegur — 2262".
©
Afgreiðslustarf
Óskum eftir að ráða starfskraft til af-
greiðslustarfa í ullar- og skinnavöruverzl-
un okkar. Tungumálakunnátta nauðsyn-
leg. Hér er um framtíðarstarf að ræða.
Allar nánari upplýsingar veitir starfs-
mannastjóri á skrifstofu félagsins að
Skúlagötu 20.
Sláturfélag Suður/ands
Varahlutir —
Vélar
Meðalstór, vel þekktur vélainnflytjandi
óskar að ráða í eftirfarandi störf:
1. Afgreiðsla í varahlutaverzlun.
Æskilegt er að viðkomandi hafi ein-
hverja reynslu. Góð framkoma og lip-
urð í umgengni nauðsynleg, ásamt
nokkurri enskukunnáttu.
2. Vélvirkjun.
Æskilegt er að viðkomandi hafi ein-
hverja reynslu í meðferð dieselvéla. Til
greina kemur að ráða meistara. Nokk-
ur málakunnátta æskileg.
Þeir, sem hafa áhuga, eru vinsamlega
beðnir að senda Mbl. eiginhandarum-
sókn er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf, fyrir 24. marz, merkt: Vara-
hlutir—Vélar nr. 1735.
Athugið
að farið verður með allar umsóknir sem
algjört trúnaðarmál og öllum svarað.
Fóstra
Fóstra óskast til starfa við leikskólann
Hlíðaborg hálfan eða allan daginn. Upp-
lýsingar hjá forstöðukonu í síma 20096.
Prentun
30 ára prentari óskar eftir vinnu, gjarnan
við nám í setningu eða offset. Tilb. merkt
Prentun — 2268. sendist augl.deild
Mbl. f. 24. þ.m.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Kleppsspítalinn
AÐSTOÐARLÆ KNAR. Tveir aðstoðar-
læknar óskast til starfa á spítalann. Annar
frá 1 apríl n.k. eða eftir samkomulagi en
hinn frá 1. maí n.k. Umsóknarfrestur um
seinni stöðuna er til 18. apríl n.k. Um-
sóknum, er greini aldur, námsferil, fyrri
störf ber að senda skrifstofu ríkisspítala.
Nánari upplýsingar veita yfirlæknar spítal-
ans.
DEILDARHJÚKRUNARFRÆÐINGAR ósk-
ast á deild I og II nú þegar eða eftir
samkomulagi.
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast á Víf-
ilsstaðadeild nú þegar eða eftir samkomu-
lagi. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar á
hinar ýmsu deildir í fullt starf eða hluta úr-
fullu starfi. Einstakar vaktir koma einnig
til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjórinn, sími 381 60.
Landspítalinn
AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa á
Taugalækningádeild spítalans frá 1. maí
n.k. í sex rnánuði. Umsóknir, er greini
aldur námsferil og fyrri störf ber að senda
skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 18. apríl
n.k Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir
deildarinnar.
AÐSTOÐARLÆKN/R óskast til starfa á
Fæðingardeild spítalans frá 1. júlí n.k. í
eitt ár. Umsóknir er greini aldur, námsfer-
il og fyrri störf ber að senda skrifstofu
rlkisspítalanna fyrir 18. apríl n.k. Nánari
upplýsingar veitir yfirlæknir Fæðingar-
deildarinnar.
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRAR. Tveir
hjúkrunardeildarstjórar óskast til starfa á
handlækningadeild. Nánari upplýsingar
veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri spítal-
ans, sem einnig veitir móttöku umsókn-
um.
HJÚKRUNARFRÆÐ/NGAR OG SJÚKRA-
LIÐAR óskast til afleysinga og I fast starf á
hinar ýmsu deildir. Vinna hluta úr fullu
starfi kemur til greina. Upplýsingar veitir
hjúkrunarframkvæmdastjórinn, sími
24160.
Reykjavík 18.3 1 977,
SKRIFSTOFA
RlKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765