Morgunblaðið - 20.03.1977, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
TÓNLEIKAR Askels Mássonar I
Norræna húsinu fyrir viku hafa
valdið Slagbrandi nokkrum heila-
brotum. Heilabrotunum hefur þó
ekki fylgt hausverkur eins og sá
sem Slagbrandur tók með sér út
úr hljómleikasalnum. Slagbrand-
ur mætti efnilega hress og kátur
til leiks kiukkan laust fyrir þrjú
á laugardeginum, en gekk út
þremur stundarf jróðungum siðar
með hausverk. Hvaða lærdóm má
draga af þessu? Jú, maður skyldi
ekki setjast á fremsta bekk, næst
þegar farið er á slfka tónleika!
Nú er ekki ætlunin að halda því
fram, að tónleikar Áskels hafi
verið eintómur hávaði og læti. Ut-
lenskar bitlahljómsveitir hafa
framleitt miklu meiri og lang-
vinnari hávara í heimsóknum sín-
um hingað til lands, svo að á
stundum hafa áheyrendur gengið
út með skruðninga heillar loðnu-
bræðslu í hausnum að tónleikun-
um loknum.
En hvað var það sem olli Slag-
brandi hausverk? Kannski var
ástæðan sú, að tónlistin hafi verið
svo óvanaleg, að rásirnar í heila-
búi Slagbrands hafi ekki verið
rétt tengdar til að bera hana og
skila hagstæðum áhrifum í stjórn-
stöð ánægjutilfinningarinnar?
Nú vill Slagbrandur taka það
fram, að hann er alls ekki að líkja
Áskeli Mássyni við apa og vill
raunar alls ekki gera iitið úr hæfi-
leikum hans og frammistöðu á
tónleikunum. Askell sýndi þar og
sannaði, að hann er miklum hæfi-
leikum búinn sem tónlistarmaður
og á köflum voru tónverk hans
hin áheyrilegustu. En sjálfsagt
hafaýmsir hinna mörgu áhuga-
sömu áheyrenda á tónleikunum
verið í svipaðri aðstöðu og Slag-
brandur: Að eiga í erfiðleikum
með að grípa i fyrstu umferð tón-
verk, sem sett er saman úr siögum
og storkum slaghljóðfæra með
óákveðinni tónhæð og svo stökum
tónum frá stillanlegum hljóm-
borðshljóðfærum, einkum víbra-
fóni, marimbas og klukkuspili.
Undan er þó skilið tónverkið
„Sindur“ sem var mjög áheyrilegt
og skemmtilegt og kom mönnum á
ið.
Áður en lengra er haldið vill
Slagbrandur birta skýringar Ás-
kels á tónverkunum þremur, eins
og hann setti þær fram í efnisskrá
tónleikanna, áheyrendum til
glöggvunar:
VATNSDROPINN.......fellur
líklega undir svokallaða ,,pró-
gramm“-músík, en kveikjan að
Meðöðrum orðum: Að Slagbrand-
ur hafi verið svo rígfastur í van-
anum, að hænuhausinn hans hafi
ekki þolað nýjungar!
Vissulega er tónlist Áskels ný-
stárleg, það er að segja, ef haft er
í huga, að ekki eru mörg ár liðin
frá þvi að hann var liðsmaður
Náttúru og lék þar popptónlist
sem flestir skildu. Nú er hætt við,
að margir áhugasamir áheyrend-
ur Náttúrunnar sálugu kæmust
að þeirri niðurstöðu, að Áskell
væri orðinn eitthvað skritinn!
Tónlist Áskels er um margt lik
tónlistinni sem flutt er i þættin-
um „Nútímatónlist" í hljóðvarp-
inu blessuðu. Langflestir íslend-
ingar hafa aldrei botnað upp né
niður i þeim tónverkum sem þar
eru á boðstólum og því síður getað
skilið hvernig hámenntuð tón-
skáldin verja löngum tíma í að
semja verk sem hljóma svo eins
og ef öpum í Sædýrasafninu væri
sleppt lausum i hljóðfæraverzlun!
Áskels
Mássonar
verkinu var samnefnt ævintýri
H.C. Andersens. Persónurnar
tvær (Iði-Skriði oggaldrakarlinn
nafnlausi) hafa hvor sitt stef,
einnig hafa stækkunarglerið, vín-
dropinn (galdra-blóðið) ogsíðast
en ekki sízt — sýnirnar, hvert
sinn þátt í verkinu. Verkið er
skrifað fyrir tvo flytjendur, sem
leika á nokkuð stórt safn hljóðr
færa, þar sem hlutfall hljóm-
borðs- og annarra stilltra slag-
hljóðfæra, og hljóðfæra með
óákveðinni tónhæð, er nokkuð
jafnt, en þau eru: Klukkuspil,
víbrafón, marimba, timpani,
Flexa-tone, 4 Consert-toms, bassa-
er œvintúr
TON
ENGAR bandarískar hljóm-
sveitir hafa hlotið aðrar eins
viðtökur við fyrstu stóru plöt-
unni sinni og hljómsveitin
BOSTON sem hefur þotið
upp vinsældalistana um allan
heitn að undanförnu með lag
sitt „More than a feeling".
Stóra platan, sem heitir ein-
faldlega „Boston" hefur nú
selzt í um tveimur milljónur
eintaka og það er sala sem
sjálfur Elton John, skærasta
sfjarna poppheimsins um
þessar mundir yrði hæst-
ánægður með.
Að Bitlunum sjálfum frá-
töldum hefur líklega engin
önnur hljómsveit í sögu
popptónlistar náð annari eins
sölu með fyrstu stóru plöt-
unni sinni og Boston. Og alls
staðar hefur það sama gerzt
og í Bandaríkjunum. Lagið
„More than á feeling" hefur
náð miklum vinsældum og
síðan hefur stóra platan farið
að seljast í stórum stíl.
Og það merkilega er, að
hljómsveitin sjálf hefur ekki
nema sex mánaða feril að
báki í spilamennsku á hljóm-
leikum. Saga hennar er ævin-
týri likust og það ævintýri
verður nú stuttlega rakið hér:
Maður er nefndur Tom
Scholz, gitarleikari og bráð-
snjall vísindamaður, sem starf-
aði hjá Polaroid-
Ijósmyndafyrirtækinu við rann-
sóknastörf og uppfinningar.
Tekjur hans i því starfi voru
miklar og megnið af þeim rann
i alls kyns upptökubúnað sem
hann kom fyrir i kjallaranum
heima hjá sér. Og þar hélt
hann sig á kvöldin og lék tón-
list sína inn á segulband og
reyndi síðan að fá plötufyrir-
tækin til að gefa afurðirnar út.
Hann fékk til liðs við sig ýmsa
kunningja úr hljómsveitum í
borginni Boston og nágrenni