Morgunblaðið - 20.03.1977, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
35
trimma, claves, symbalar, járn-
symbali og tam-tam.“
SINDUR.....er skrifað fyrir
trommusett, timbales-trommur,
arabíska tabla-trommu og tvær
tom-tom trommur. Þar sem verk
þetta byggist að miklu leyti á þvi
að ólíkum taktegundum er bland-
að saman, svo að út komi sífelldur
breytileiki (þrátt fyrir síendur-
tekin „rytmisk" mótif hljóðfæra-
leikaranna tveggja) var nafngift-
in auðveld, er ég sá fyrir mér
sjálfan mig erfiðandi við að
hamra saman púslara."
KRABBINN.......er kannski
nokkurs konar ,,prógramm“-
músik, eins og VATNSDROP-
INN", nema hér er röð ólíkra
drauma raðað upp í eina mynd,
sem ég siðan samdi verkið út frá.
Það er samið fyrir trommuleikara
ot tvo slagverksmenn sem leika á
marimba, víbrafón, klukkuspil,
bongotrommur og tam-tam.“
Þrátt fyrir þá erfiðleika sem
Slagbrandur fann til við að reyna
að meðtaka þessa tónlist, þá leik-
ur enginn vafi á því í huga Slag-
brands, að Áskell er mikill hæfi-
leikamaður og á vissan hátt er
Slagbrandur hreykinn yfir því
hversu langt Áskell hefur náð,
með það í huga, að hann var eitt
sinn „bara“ i popphljómsveit. Það
er þó merkilegur tónlistarskóli að
mörgu leyti, popphljómsveitin,
þótt Slagbrandur viðurkenni fús-
lega, að ekki byggja liðsmenn
popphljómsveitanna á mikilli
fræðiiegri tónlistarmenntun í
starfi sínu.
Slagbrandur er raunar ánægð-
astur, þegar hann heyrir í tónlist-
armönnum sem sýna og sanna að
þeir eru í alvöru að reyna að
þroska sig og bæta og draga fram
sina duldu hæfileika, sinn hreina
tón. Og það er greinilegt, að Ás-
kell fyllir þann fámenna flokk
ungra tónlistarmanna hér á landi,
sem þannig vinna.
Þvi vill Slagbrandur nota tæki-
færið og óska Áskeli Mássyni til
hamingju með þessa tónleika í
Norræna húsinu. Áskeli til að-
stoðar voru þeir Guðmundur
Steingrimsson og Reynir Sigurðs-
son og stóðu þeir sig báðir með
mikilli prýði og fóru hreint á kost-
um í þeim köflum tónverkanna,
þar sem þeir fengu færi á frjálsri
tjáningu, tóku sóló, eins og það er
kallað. Það sama gilti um Áskel,
hann virtist njóta sin betur i
frjálsa forminu en þegar hann sló
nákvæmlega eftir nótunum, líkt
og tölvustjórnuð brúða.
Aðsókn að tónleikunum var
betri en aðstandendur Jassvakn-
ingar höfðu átt von á, því að salur-
inn fylltist strax, og nokkur hópur
áheyrenda þurfti að sitja í bóka-
safninu og horfa og hlusta á flutn-
inginn aftan frá, ef svo má segja.
I lokin tekur Slagbrandur sér
það bessaleyfi að birta kynning-
una á Áskeli Mássyni úr efn-
isskránni:
„ÁSKELL MÁSSON er fæddur
i Reykjavík 21. nóvember 1953.
Sjö ára gamall fór hann í Barna-
músíkskólann í Reykjavik og var
þar i tvö ár. Siðan beindist áhugi
hans sérstaklega að trumbum og
slagverki, og frá níu ára aldri
hefur hann stefnt markvisst að
vaxandi tækni og þekkingu á
þeim vettvangi.
Á fimmtánda ári fór Áskell i
Tónlistarskólann í Reykjavík og
nam þar einn vetur. Hann var þá
þegar farinn að fást við tónsmíð-
ar, enda eru verk fyrir þau marg-
víslegu og sérstæðu hljóðfæri sem
hann hreifst af ekki á hverju
strái.
Árið 1970 kom Áskell fyrst
fram í islenska sjónvarpinu með
lagasafn eftir sig. Sköpunarþrá
hans fékk byr undir báða vængi
þegar hann gekk til samstarfs við
Alan Carter hjá íslenska dans-
flokknum í desember 1973. Áskell
hafði þá um skeið unnið að tón-
verkinu HÖFUÐSKEPNURNAR.
Carter samdi ballett við það sem
var frumfluttur í Þjóðleikhúsinu
í tilef'ni Listahátíðar 1974.
Næsta árið var viðburðarikt hjá
Áskeli. Áframhaldandi starf við
Þjóðleikhúsið leiddi af sér þrjú
önnur verk, sem þar voru flutt,
ELDTRÖLLUÐ (fyrst flutt í sjón-
varpi), LAGASAFN II (að auki
flutt í Iðnó og á Listahátið 1974)
og SVART — HVÍTT. Auk þessa
samdi hann þá kórverkið
INSTINCT og átti eldra verk,
SILJA (frá 1972), á Ung Nordisk
Musikfest í Svíþjóð.
Þessu tímabili lauk svo í mars
1975, þegar Áskell hélt til Lon-
don. Þar var hann við nám í tón-
smíðum hjá Patric Savill og slag-
verki hjá James Blades til ársloka
1976. Síðan hefur hann samið tvö
orgelverk auk þeirra þriggja
verka sem hér verða frumflutt.
Hann er nú með hljómsveitarverk
i smíðum.
Áskell hyggur á frekara nám
erlendis á næsta ári og ætlar þá
að helga sig tónsmiðum.“
Tónlistarfélag Menntaskólans
við Hamrahlíð mun gangast fyrir
endurtekningu á tónleikunum i
húsakynnum skólans, mánudags-
kvöldið 21. mars klukkan 21. Auk
þeirra þriggja verka sem voru
flutt í Norræna húsinu, verður
Dúó fyrir trommusett og slagverk
á efnisskrá.
Forsala aðgöngumiða hefst I
Bóksölu stúdenta á mánudags-
morgun.
og þegar loks kom að því, eftir
sex ára puð, að plötufyrirtæki
féllst á að gefa út plötu með
tónlist hans, réð hann fjóra
hljómlistarmenn í hljómsveit
sína sem hann kenndi við borg-
ina Boston Plötufyrirtækið
auglýsti plötuna sem mest það
mátti og innan tiðar fór hún að
seljast í stórum stíl. Tom Scholz
og félagar æfðu á meðan af
kappi og bjuggu sig undir að
hefja hljómleikaferðir vitt og
breitt um Bandrikin. -í fyrstu
var Boston bara aukahljómsveit
á hljómleikum þekktra lista-
manna, en eftir tvo mánuði eða
svo var hljómsveitin orðin svo
kunn af plötu sinni, að hún var
hækkuð í tign og gerð að aðal-
númerinu á hljómleikum Og
þetta olli hljómsveitinni nokkr-
um vandræðum, vegna þess,
að hún var ekki enn komin með
efni til einnar klukkustundar
lags flutnings, eins og ætlazt er
til að aðalhljómsveitunum á
hverjum hljómleikum. En með
mikilli vinnu hafðist þetta og
nú getur hljómsveitin flutt
þrumandi rokk i hálfa aðra
klukkustund, áheyrendum til
mikillar ánægju.
En þótt hraðferð Boston upp
á stjörnuhiminn tæki aðeins
sex mánuði, þá heldur Tom
Scholz því fram, að í rauninni
liggi sex ára vinna að baki
þessari velgengni — og er
hann vart öfundsverður af vel-
gengninni, þegaar þetta er haft
ihuga.
En á meðan poppáhuga-
menn geta glaðzt yfir komu
Tom Scholz og félaga hans í
Boston fram á sjónar- og
heyrnarsviðið, situr Polaroid-
Ijósmyndafyrirtækið eftir með
sárt ennið, því að það misst
einn af sinum færustu visinda-
og uppfinningamönnum. Eins
dauði er annars brauð
— SU.
i líkust
Viðar-
Vegg-
klæðning
þiljur
þiljur
þiljur
þiljur
Nýkomin stór sending
af viðarþiljum frá Kóreu.
Stærð 122x244x0,4 cm.
Verökr 1894,-
m./sölusk
Vegg-
Vegg-
klæðning
strigi
strigi
strigi
strigi
Ávallt eitthvað
nýtt í Nýborg
Úrval af veggstriga
í mörgum litum.
Verö frá kr.
per. 1 m.
Nýborg c§d
BYGGINGAVORUR
ÁRMÚLA 23 SlMI 86755
CROWN JAPAN
Opnunartakki (eject)
stopp takki ■
spiltakki
hraSspilun áfram
hraSspilun afturábak-^-^
upptökutakki (rec)
Verð kr.
16.100.-
hátalari
Cassettu hólf
tónbreytir
styrkstillir
inntak fyrir rafstraum(240V~)
innbyggSur hljóðnemi
inntak fyrir beina upptöku
af plötuspilara eða útvarpi.
inntak fyrir heyrnartól
Tengi fyrir
auka hljóðnema.
áÉMtrax í dag
DC Socket (6V
inntak fyrir rafstraum
Verð kr.
17.920.-
BUÐIM HF.
/
Skipholti 19 við Nóatún,
Sími23800
Klapparstig 26
Sími 19800
hátalari
Cassettu hólf
innbyggður hljóðnemi
inntak fyrir beina upptöku
af plötuspilara eða útvarpi.
aukatengi
blöndunartengi
Tengi fyrir auka
hljóðnema.
inntak fyrir heymartól
upptökuljós
opnunartakki stopp takki
spiltakki (►)
hraðspilun áfram ( kk )
hraðspilun afturábak ( 44 )
upptökutakki (REC)
styrkstillir
tónbreytir
Sendum i póstkröfu samdægurs um allt land. Pöntunarsími 23500
CROWN
ílTi