Morgunblaðið - 20.03.1977, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977 39
gleyma að honum hafi verið kennt það.
Halda áfram að soga í sig iífið beint,
hætta að brenna í þessari óhjákvæmi-
legu togstreitu. . .
G. Simenon: Veiztu hvað Charlie
Chapiin sagði einu sinni við mig?
F. Fellini: Já, ég las það í einni af
frásögnunum þínum. Chaplin sagði við
þig:„ Hvorugur okkar er taugaveiklaður,
vegna þess að þegar að okkur sækir of
mikill kviði, þá skrifar þú bók, en ég geri
kvikmynd...“
G. Simenon: Má ég segja þér hvað mér
finnst um myndina þína um Casanova?
Með þessari fallegustu freskumynd i
sögu kvikmyndanna hefur þér tekist að
gera sanna sálgreiningu á mannkyninu.
Þú ert „skáld svartsýninnar" eins og
Villon, Baudelaire, Van Gough eða
Edgar Poe. Ég kalla svartsýn skáld alla
þá listamenn, sem vinna meira með
undirmeðvitundinni, en skynseminni,
sem gætu ekki gert annað en það sem
þeir eru að gera, þó þeir fegnir vildu,
sem stundum skapa skrímsli, en þá al-
þjóðleg skrímsli.
Myndin þín minnir á Goya, sem er enn
eitt svartsýnisskáld. En var samt sem
áður hirðmálari. Og hirðinni fundust
málverk hans stórkostleg, þó þau væru
svona dapurleg. Þú hefur líka sýnt okk-
ur hirðina. Það eru Feneyjar, hátiðir,
matarveiziur og böll. Og hvarvetna
stendur dauðinn að baki hlátursins, eins
og hjá Goya. Freskumynd þin er líka
eins og kafari. sem styngur sér lóðrétt
niður i djúp mannlegrar tilveru.
F. Fellini: Ég... Þú.. . Þú hefur líka
gert freskumynd. Öll þín verk eru ein
freska.
G. Simenon: Nei, svo langt hefi ég aldrei
komist. Ég hefi aldrei gert annað en
mosaikmynd. Þetta eru ekkert annað en
litlir ferningar, ekkert nema litlir molar
hver við hliðina á öðrum.
F. Fellini: En þú hefur gætt þess að
sökkva þér í verkum þínum niður í eymd
þeirra sem kallast „litlu mennirnir". Ég
hefi það því miður á tilfinningunni að ég
hafi aldrei haft áhuga á öðru en sjálfum
mér.
G. Simenon: Hafðu ekki áhyggjur af því,
Fellini, því þessir hinir hjá mér eru
alltaf ég sjálfur; Ég er jafn kvalinn af
eigin grufli um mig og mitt og hægt er að
vera. Þess vegna var það, eftir að ég
settist í helgan stein, að ég fann að ég
hafði ekki lengur krafta til að skapa
persónur og ákvað að hafa ekki lengur
neinn miðil milli mín og almennings. Ég
fór að skrifa beint um sjálfan mig. Siðan
hefi ég verið að skrifa þessa Dagbók.
Fjögur bindi eru komin út. Tíu er ég
búinn að lesa fyrir. Eftir því sem ég les
meira fyrir, þeim mun betur geri ég mér
grein fyrir því að ég hefi aldrei skapað
neitt. Ég hefi aldrei gert annað en að
umplanta sjálfum mér.
í þessu erum við bræður. Og kannski
líka í hæfileikanum að alhæfa, sem við
höfum báðir að auki. Þegar ég vissi að
þú ætlaðir að taka fyrir minningar Casa-
nova, sagði ég við sjálfan mig: Hvað í
ósköpunum getur hann gert við þær. Því
ég kann Casanova utanbókar. Við fyrsta
lestur fannst mér hann bara aðlaðandi.
Fyrir honum eru konurnar ekki tak-
markið heldur meðalið. Þetta eru aldrei
annað en smáævintýri. Nú á tímum hefði
hann getað orðið glæpon. Eða verið í
fasteignaviðskiptum.
F. Fellini: Að sjálfsögðu hafði ég engan
áhuga á þeirri hliðinni. Ég vildi forðast
að falla í þá gryfju að gera eitthvað
fallegt, endurskapa kæfandi tilgerðarlíf,
og það er ástæðan fyrir því að ég lét taka
alla myndina í vinnustofu, svo að hún
yrði sannari en náttúran, en ekkert yrði
samt náttúrulegt. í kvikmyndaverinu
Cinecitta lét ég allt eins gera bakka
skurðarins Gran Canal í Feneyjum og
knæpu i London, bústað markgreifans af
Urfé í P:rís og aðalleikhúsið í Dresden.
G. Simenon: Þú hefur líka búið til Casa-
nova sjálfan. Donald Sutherland virðist
vera. hvernig á ég að orða það, tilbúin
mannsmynd.
F. Fellini: Vesalingurinn. Sutherland
kom og hélt að hann ætti að vera einhver
ímynd Suðurlandaástmagarins. Hann
var með tvö tonn af lesningu undir hand-
leggnum. Ég sagði honum að fleygja því
öllu og gleyma því. Svo setti ég á hann
falskt nef, falska vanga, falskan skalla,
falskar hrukkur, falska húð. Ég er
hræddur um að hann sé ekki enn farinn
að skitja hvað fyrir hann kom. Það er
einmitt þetta sem gerði þetta einasta
sem ég skildi honum eftir, augnaráðið
hans, svona brjóstumkennanlegt.
G. Simenon: Hann Casanova þinn er
óhlutlægur, jafnvel þegar hann er að
elska, og guð veit að það gerir hann nógu
oft. Hann fer aldrei úr brókunum sinum.
F. Fellini: Það er einmitt þetta, sem
hneykslaði mest meðframleiðendurna
bandarísku. Þeir komu til Rómaborgar,
forseti Universal og varaforseti, og fjór-
ir eða fimm aðrir aðstoðarframkvæmda-
stjórar, til að fá mig til að stytta myndina
um klukkustund. Maður verður að skilja
það, að þeir voru vonsviknir. „Myndin er
ekkert erótísk," sögðu þeir, „ekkert
sexý...“
Buxnavandamálið kostaði annað ævin-
týri. Um daginn gaf sig fram við mig á
Spánska torginu í Róm mjög virðurlegur
herra með svartan hatt, á göngu með
konu sinni. Hann kynnti sig og sagði:
„Herra Fellini, ég er prófessor í námu-
verkfræði í Palermo og mikill aðdáandi
yðar.“ Svo benti hann konu sinni að
víkja frá. „Herra Fellini, ég er búinn að
sjá kvikmyndina yðar. Ég þarf að leggja
fyrir yður tæknilega spurningu. Hvernig
var þetta eiginlega með kynfærin á
Casanova?" Ég spurði hvers vegna
prófessor í námaverkfræði hefði áhuga á
slíkri spurningu. „Vegna þess að
Casanova færir sig alltaf frá mótaðila
sínum, í hvert skipti sem hann fer að
elska.“ „En kæri herra,“ greip ég fram í
fyrir honum, „{ myndinni minni er þetta
allt gert með látbragðsleik, ekkert nema
látbragð." Andlitið á prófessornum varð
uppljómað og hann kallaði til konu sinn-
ar: „Herra Fellini segir að þetta sé allt
látbragðsleikur — bara látbragð!" Hann
hlýtur að hafa fengið minnimáttar-
komplex, því hann þakkaði mér hjartan-
lega fyrir.
G. Simenon: Casanova er ekki aðeins í
buxunum sínum, heldur er hann líka
með einhvers konar kynlegan brjósta-
haldara. Var svona flík til á 18. öld?
F. Fellini: Nei, ég átti eitthvað svipaða
flík, þegar ég var barn, og átti ást. Og
raunar ennþá (hlátur). í sannleika sagt,
þá vildi ég búa til litla flík til að leggja
áherslu á þessa barnalegu drætti í Casa-
nova.
G. Simenon: Hann er raunar naktari
með brjósthaldarann sinn en þó hann
væri allsber. Það er mjög skrýtið, þvi ég
er haldinn þeirri áráttu að vilja endur-
finna „manninn nakinn“. Þú líka, er það
ekki? Hvað er það sem þú hefur verið að
leita eftir í öllum kvikmyndunum þín-
um, allt frá þeirri fyrstu? En þaðer hörð
reynsla, vinnst þér ekki, að afklæðast
alveg, eins og ég er nú að gera í minning-
um mínum. Það grípur mann hversu
aumkunarvert það er, sem maður finn-
ur. Atriðið þar sem Casanova er í raun
nakinn, er þegar hann dansar og sefur
hjá þessari undarlegu brúðu, vélbrúð-
unni. Eftir allar konurnar með holdi og
blóði er vaxbrúðan sú eina, sem getur
fært honum ofurlitla hlýju, blíðu.
F. Fellini:Ég gerði satt að segja uppgötv-
un, þegar ég var að kvikmynda þetta
atriði. Þú veizt hvernig kvikmyndalið
er... Einkum Rómarbúar. Starfsmenn
við kvikmyndatökur í Róm eru afkom-
endur þeirra, sem fóru í hringleikahúsið
til að horfa á Ijónin rífa í sig kristna
menn. Jæja, meðan ég var að taka þetta
atriði, þá urðu þessir hörkukarlar allt i
einu þögulir, þetta greip þá og þeir urðu
hrærðir. Ég held að þessi mynd hafi
annars vegar gert raunverulegan draum-
inn þeirra úr barnæsku um að eignast
svona konu, og um leið kveikt í þeim
nokkurs konar eftirsjá, sem er svo ein-
kennandi fyr Itali. Þeir sáu eftir að haf«
litið á konuna eins og dauðan hlut, eitt-
hvað til að sofa hjá eða setja upp á
arinhilluna. Það var ákaflega skrýtið.
G. Simenon: Veiztu eitt, Fellini, ég
hugsa að ég hafi verið meiri Casanova
um ævina en þú! Eg gerði reikningskil
fyrir tveimur árum. Siðan ég var 13 og
hálfs árs gamall hefi ég fengið 10 þús-
und konur. Þetta er enginn löstur. Kyn-
ferðislega Iesti hefi ég ekki. En ég þurfti
að ná sambandi. Jafnvel þessar 8000
gleðikonur, sem eru meðal þessara 10
þúsund, voru mannlegar verur, mann-
legar konur. Ég hefði viljað þekkja allar
konur. Þar sem ég er kvæntur, gat ég því
miður ekki átt raunveruleg ævintýri.
Það er ótrúlegt hversu mörg ástarævin-
týri ég hefi getað átt um ævina þar fyrir
utan. En það er.ekki af því að maður sé
að leita eftir mannlegu sambandi ef
maður finnur það. Maður grípur oftast i
tómt, ekki satt?
F. Fellini: Hvað sem maður gerir, finnur
maður ekki frið.
G. Simenon: En friður er ekki til! Það er
eitthvað, sem við höfum búið til. Friður
er það sem færir páfanum auðæfi, af því
að hann lofar fólki friði i sálu og hjarta.
Hann segir við það: „Núna eruð þið
óhamingjusöm, en þið munið syngja
hosianna meðal englanna." Þetta hefur
verið mesti blekkingarvefur trúarbragð-
anna, allra trúarbragða. Ekkert er okkur
ætlað. Við erum aðeins lítið andartak i
þróun mannsins. Maðurinn hefur verið
að þróast í 20 milljarða ára, og á þessum
20 milljörðum ára hefur hann breyst úr
skelfiski i það sem við erum nú. Þvi
skyldum við þá eiga von á friði?
F. Fellini: Það er engin ástæða til að
vera bjartsýnn,-
G. Simenon: Hvernig ætti maður að vera
bjartsýnn, þegar maður á rætur sínar í
veröldinni?
F. Fellini: Finnst þér þá ekki að þú hafir
samt sem áður náð einhverju markmiði?
G. Simenon: Nei. Mig dreymdi um að
hafa lítið herbergi í Iítilli verzlunargötu
og skrifa án þess að hafa meira upp úr
því en rétt til að lifa af. Draumurinn
minn var að fá að horfa á fólkið, lífið
fara hjá fyrir neðan gluggann minn. Ég
hefi aldrei verið metorðagjarn.
F. Fellini: Hvorugur okkar hefur, þegar
á allt er litið, hitt á neitt annað en tap.
Allar skáldsögur Simenons eru sögur um
töp. Og kvikmyndir Fellinis? Hvað eru
þær annað? En eitt vil ég segja þér, og
það verð ég að gera. . . Þegar maður
lokar einhverri bókinni þinni, jafnvel þó
hún endi illa, — og það gera þær yfir-
leitt — þá hefur maður eytt í hana nýrri
orku. Ég held að þetta sé listin, mögu-
leikarnir á að breyta tapi i sigur, sorg í
hamingju. Listin, hún er kraftaverk.. .
Hin margeftirspurðu MSMSMS snIHUp* =
Hupfeld, Rönich, Forter og Hellas píanó eru
komin. Gjörið svo vel að koma og skoða. AUGLÝSINGA- V^Vy TEIKNISTOFA
Lampar og Gler h /f MYNDAMÓTA ■
Sími 21830. Aðalstræti 6 simi 25810 l;;: -
Framleiðsla er að hefjast á þessum trefjaplastbátum Þeir verða með 35 ha Leylandvél, vökvastýri og er
burðarþol ca 2'/2 tn. Svefnpláss verður fyrir tvo Verð á fullsmlðuðum bát er kr. 2,2 m Styzti afheningartimi
frá samningi 3. mán. Útborgun við samning kr. 500 000 - og er báturinn lánshæfur
Aðalskipasalan, Vesturgötu 1 7, Slmi 2-88-88 og 8-39-71.
Notaðar
trésmíðavélar
Bandslipivél m/blásara Þykktarhefill 50 cm
Fræsari m/sleða Sambyggð vél Stenberg
Fræsari án sleða Tveggjablaða sög
Toppfræsari í borði Formpressa
Tappavél Sogkerfi fyrir &—8 vélar
Kant-afskurðarvél Límvals m/2 völsum
Kantlimir'garpressa Hjólsög m/sleða.
Kantslípi vél
IÐNVÉLAR HF.
S: 52224.
NÝKOMIÐ
Dralon velúr i gluggatjöld breidd 140 cm
Spönsk gluggatjaldaefni breidd 280 cm.
Net storesefni
Straufri sængurfataefni.
Tilbúinn sængurfatnaður
Eldhúsgardínur
Blómastoresar
Frönsk bróderuðefni i kappabreidd
Handklæði og þurrkur
Sendum í póstkröfu um allt land.
VEFNAÐARVÖRUBÚÐ VBK,
Vesturgötu 4, sími 13386.