Morgunblaðið - 20.03.1977, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
(f 7MIJ; *>
MORödKí- , v ^
MrFINU * \
(Ö
4,Öi
GRANI göslari
Ég ætlaði að panta sjúkraherbergi fyrir kvöldið?
Segðu mér aftur, Berti minn,
þú vilt að buffið sé vel steikt?
psr
Skattar aldraðra
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Mörgum finnst vörnin
skemmtilegasti hluti spilsins.
Byrjendum finnst hún erfið en
með aukinni reynslu verður létt-
ara og ánægjulegra að fást við hin
ýmsu viðfangsefni, sem fyrir
koma.
Einn af leyndardómum góðrar
varnarspilamennsku er bjartsýni
og ávalt þarf spilarinn að hafa trú
á að hægt sé að hnekkja spilinu
— aðeins þurfi að finna leiðina
til þess.
Gjafari suður, norður — suður
á hættu.
Vestur Norður S. 82 H. D864 T. D82 L. Á1085 Austur
S. K109 S. D63
H. ÁG1075 H. 93
T. Á96 T. G754
L. 96 Suður L. G732
S. ÁG754 H. K2 T. K103 L. KD4
Góðir hálsar. Nú er ég giftur og þá getið þið öll farið!
„Ein á landsbyggðinni", vest-
firzk kona að ætt og búsetu, skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi.
Margt er nú rætt um dýrtið og
skatta og ekki að ástæðulausu.
Ungt fólk þarf nú ekki að berja
sér meðan næg atvinna er, en það
er verra með eldra fólk, sem orðið
er lasburða og útslitið og getur
ekki stundað erfiðisvinnu.
Ég veit um eldri hjón, sem
komu upp 10 börnum og byggðu
sér hús, sem ekki var nú of stórt á
sínum tima, en eru orðin tvö ein
eftir, eins og algengt er nú á tím-
um. En þá virðist vera kappkostað
að naga eins og hægt er af þessu.
Þau skulda of lítið. Þau eiga að
borga sér húsaleigu, vatnsskatt,
lóðaleigu og tryggingar fyrir nú
utan allt viðhald — og svo er
oliukynding orðin um það bil 200
þús. krónur á ári.
Svo er útvarp, sími og fleira.
Allir sjá hvað ellilaunin duga til,
en svo eru þau skattlögð, ef þau
reyna að vinna eitthvað sér til
sáiarfóðurs."
• Er ekki
búið að vinna til
ellilaunanna?
„Er ekki þessi kynslóð búin
að leggja svo mikið af mörkum
fyrir næstu kynslóð, að hún sé
búin að vinna til ellilaunanna?
Það er skammarlegt i þessu vel-
ferðarriki, Islandi, að gamla fólk-
ið sé semsagt ekki á vetur setj-
andi lengur.
Fólk utan af landi hefur tak-
markaðan aðgang að Hrafnistu.
Nú eru happdrættismiðar seldir
út um allt land, en aðeins nýtt á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Allt
verður að elta þangað. Ef maður
þarf að fá ljósa- eða nuddmeðferð,
verður að kosta sig suður og halda
sér þar uppi minnst tvisvar á ári.
Það kostar sitt.“
# Sjónvarpið
„Svo er það nú blessað sjón-
varpið. Þar eru finir framhalds-
þættir, en mér finnst alltaf
flumbrað yfir fréttir og þætti frá
islenzku atvinnulifi ( og mætti
vera miklu meira af þeim), en svo
er hafður skælbrosandi karl svo
og svo lengi á skerminum.
Iþróttaþættir hafa alltof langan
tima i sjónvarpinu og auk þess vil
ég hafa þá seinast á dagskránni.
Með þökk fyrir birtinguna.
„Ein á landsbyggðinni".
Það verður að búa betur að
þeim öldruðu. Hve oft hafa þau
orð ekki heyrzt? Og þau skulu
endurtekin hér. Það er þjóðfélag-
inu til háðungar, hve oft þeim er
Sagnir spilaranna voru núekki
sem bestar. Einhvern veginn
klöngruðust norður og suður upp
i þrjá spaða, sem suður síðan spil-
aði. En vestur hafði stungið inn
hjartasögn.
Vestur spilaði út hjartaás og
aftur hjarta í von um, að austur
gæti trompað. En svo var nú ekki
og sagnhafi tók á kónginn. Hann
spilaði lágu trompi, sem vestur
tók með níu og spilaði hjartagosa,
drottning og austur trompaði með
drottningu. Suður hefði átt að
láta tígul i þennan slag, en hann
var, eins og lesendur hafa eflaust
séð nú þegar, ekki beint sterkur á
svellinu, og tók þvi slaginn með
trompás og spilaði trompi. Nú gat
vestur tekið tvo trompslagi og
spilað hjartatíu, sem suður tromp-
aði með síðasta spaðanum. Vestur
fékk sfðan tvo slagi til viðbótar á
tígulás og fimmta hjartað. Þannig
fór sagnhafi tvo niður.
En suður var dæmdur til að
tapa spilinu, eins og það lá, eftir
aó vestur spilaði út hjartaásnum.
Með því aó trompa þriðja hjartað
með spaðadrottningu tryggir
austur vörninni þrjá slagi á tromp
auk ásanna tveggja.
Bjartsýni og auðugt
hugmyndarflug voru þannig lyk-
illinn að skemmtilegri vörn í
annars ómerkilegu spili.
ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI
60
snemma sunnudagsmorguns og
hefur getað náð lest suður á
bóginn. Hún hafði hjólið sitt
með sér, ferðatösku og nokkra
muní. Hálfri annarri viku sfðar
fór Kalli á markaðinn f Skóg-
um. Ilonum var sagt að hún
væri farin úr bænum, en þar
sem hann var sannfærður um
að hún hefði stungið af með
einhverjum karlmanni. til-
kynnti hann ekki hvarf hennar.
Það var ekki fyrr en um jóla-
leytið sem hann gerði það —
vegna þess hún kom ekki á jól-
unum og lét ekkert f sér hevra.
Og það gerði lögreglunni auð-
vitað erfitt um vik hversu lang-
ur tfmi var umliðinn. Ef þarna
var um glæp að ræða þá var
liðinn svo langur tfmi að erfitt
var að átta sig á hvar átti að
hefja rannsóknina. Og ekki er
verkið auðveldara nú, meira en
tuttugu árum sfðar...
— Hvar voru þa*r manneskj-
ur niðurkomnar þá sem koma
nú við sögu á herragarðinum?
— Erederik Malmer var hér í
Rauðhólum. Sama máli gegnir
um Fanny, Minu og Otto. He-
lene var ekki komin til skjal-
anna, þar sem þau Otto gengu
ekki f hjónahand fyrr en sjö
árum sfðar. Daniel Severin
gegndi fvrir héraðslækninn í
Skógum, Kalli var á Oddanum
eins og nú. Jan Axel hafði húið
í Vínarborg sfðustu þrjú árin
áður en Gertrud hvarf, en hafi
hún eins og lögreglan hélt —
farið til útlanda. gæti hann
auðvitað hafa átt aðild að mál-
inu. Björn var sex ára þegar
þetta gerðist, Gabriella ársgöm-
ul og Pia var ekki einu sinni
fædd...
Ilann varp öndinni og var svo
hryggur á svip að ég gat ekki
stillt mig um að grfpa um hönd
hans. Ilann þrýsti hönd mína
fast grafkyrr f nokkrar mfnút-
ur. Sólin var setzt og skýin voru
dumhrauð og rósirnar ilmuðu
Ifkt og vfn.
— Christer — ertu ósköp
ólukkulegur?
Hann sneri höfðinu og horfði
lengi á mig. Þvf næst gerði
hann dálftið sem kom mér ger-
samlega f opna skjöldu og ég
varð alveg ráðvillt. Hann Ivfti
andliti mínu og k.vssti mig —
ekki vinalcga og blfðlega eins
og hann hafði svo margsinnis
gert — heidur ástríðufullt og
krefjandi. Svo sleppti hann
mér og reis á fa'tur og tvfrætt
bros lék um andlit hans.
— Þetta er rósunum að
kenna. kæra vina! Nú líður
MÉR að minnsta kosti betur.
Og nú hef ég hugsað mér að
fara niður að Odda. Eigum við
að spyrja Einar hvort hann
vilji slást f för með okkur?
Ég fylgdist með honum,
ringlaðri en ég vildi láta á mér
sjá. En nú var Ifka eins og
vonda skapið væri á bak og burt
hjá Christer. Hann sendi Einar
og mig af stað til að við fa*rum f
regnfatnað eða skjólflíkur,
hann fullvossaði Minu frænku
um að við yrðum komin heim
áður en óveðrið brysti á, þegar
hún ætlaði að aðvara okkur og
við lofuðum Ifka að koma með
Piu heim. sem hafði laumast f
hurtu að vantla. Svo viður-
kenndi hann glaðlega þegar við
örkuðum af stað að hann drægi
okkur með í þennan göngutúr
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
vegna þess að hann langaði til
að spyrja Kalla cinnar einustu
spurningar.
— En, sagði hann. — Þið
verðið að búa vkkur undir að
taka öllu með ró og hlusta lengi
á skrafið f honum. Þvf að ef
maður ræðst á gamla manninn
með spurningaflóði fær maður
ekkert út úr honum. En fvrr
eða sfðar vfkur hann alltaf að
sama málinu — og því sem
hann man frá þeim tíma þegar
Gertrud var á heimilinu og þá
vonast ég til að við getum hark-
að úl úr honum það sem ég vil
vita.
Við fundum Kalla á bekkn-
um við húsið og við dróum ann-
an bekk að og tvlltum okkur
niður. Sá gamli skrfkti af
ánægju yfir þessari gestakomu,
sem var heldur fáséð þarna á
Oddanum. Augljóst var að
hann vissi öll dcili á Christer
Wijk og ég sáá Einari að hann
fór einnig að cndurskoða af-
stöðu sfna til „hlutlevsis"
Christers þessa viku alla.
Það sem Christer hafði spáð
reyndist öldungis rétt. I)ökk
skýin hrönnuðust upp á himn-