Morgunblaðið - 20.03.1977, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
45
r
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRÁ MANUDEGI
^ r\y utt'i) ir
ýtt til hliðar í kapphlaupi hinna
yngri um lífsgæðin.
% Kristur
braut brauðið
Það stóð ekki á svari frá H.
Bridde vegna kvörtunar þriggja
húsmæðra hér í dálkunum í slð-
ustu viku um að ekki væri hægt
að sneiða bændabrauðin hans nið-
ur. Valdi hann svari sínu, sem hér
fer á eftir, ofanskráða fyrirsögn:
„Brauð unnin úr grófmöluðu
korni hættir mjög til að molna við
niðurskurð. En aftur á móti
brauð, sem eru blönduð með
miklu magni af blásnu hveiti —
eða venjuleg hveitibrauð — hætt-
ir mun síður við að molna, þegar
þau eru skorin niður. Bænda-
brauðin okkar eru úr grófu korni,
deigið og baksturinn er unnin
undir álagi svo að næring korn-
blöndunnar haldist sem bezt.
Bændabrauðin eru stór kúlu-
brauð. Skorpan, sem myndast ut-
an um þau við bakstur, er þunn
og hörð og lokar inni á fyrstu
mínútum baksturstímans um það
bil 90% af upphafsdeigþyngd
brauðsins, sem tryggir að gæði
fæðunnar helst óbreytt I nokkra
sólarhringa.“
% Brauðið sem
undistöðufæða
„í þeim löndum þar sem
brauð er undirstöðufæða fólksins
þekkjast ekki önnur brauð en
gróf kornbrauð, og þar brýtur
fólkið brauðið og neytir með
margskonar vökvum. Svokölluð
menningarþjóðfélög líta ekki á
brauðið sem undirstöðufæðu, það
eru aðallega kjöt- og sjávarréttir.
En nú er skoðun fólks I þessum
löndum að snúast yfir á fyrri
neyzluvenjur i mataræði, þ.e.a.s.
kornneyzla eykst gífurlega í þess-
um löndum. Nægir að benda á hin
miklu kornviðskipti, sem eiga sér
nú stað I heiminum.
í bændabrauðinu er að finna öll
helztu næringarefni, sem færa
líkamanum náttúrulega næringu.
Sé fanð að gömlum sið við neyzlu
á bændabrauðum á að brjóta
brauðið að neyta þess með drykkj-
um og súpum. En vilji neytandi
bændabrauðs auka á fitu fæðunn-
ar þá er bezt að sneiða brauðið
niður með brauðhnif, sem hefur
tennur á egginni.
Að endingu viljum við geta þess
vegna fyrirspurnar þriggja hús-
mæðra í Velvakanda 17 þ.m: að
stefnt er að því að fá vél til lands-
ins, sem sneiðir niður og pakkar
bændabrauðunum.
H. Bridde".
ATLAS
RENNIBEKKIR
12" ATLAS rennibekkir til afgreiðslu strax.
Einnig fyrirliggjandi súluborvélar ’/z",
7/8" og 1". ___________________
G. Þorsteinsson & Johnson h.f.
Ármúla 1 — Sími 8 55 33.
Þessir hringdu . . .
# Kynning á
skattalögunum
Til okkar hringdi maður og
hafði í stórum dráttum þetta að
segja:
— Ég bíð eftir því á hverjum
degi að fá framhald af greinum
Bergs Guðnasonar um skatta-
frumvarpið. Ég hef lesið þær, sem
þegar eru komnar, með athygli.
Mér finnst framsetningin svo skil-
merkileg að fyrst við lestur þeirra
er ég farinn að gera mér nokkra
grein fyrir þeim breytingum, sem
um er að ræða frá núgildandi
skattalögum. Það er að segja á
þeim þáttum nýja frumvarpsins,
sem Bergur hefur þegar fjallað
um.
— Það vill oft brenna við, þeg-
ar sérfræðingar skrifa um mál-
efni, sem þeir gerþekkja, að mál-
farið verður svo fræðilegt að
sauðsvartar almúginn stendur
jafnnær eftir. Slíku er ekki til að
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk
ann Zee í janúar síðastliðinn kom
þessi staða uppi I skák stórmeist-
aranna Barczay, Ungverjalandi
og Sosonko, Hollandi sem hafði
svart og átti leik.
19... Hb8! 20. Rdb5 (Eftir 20.
Rb3 — cxb3, 21. axb3 — Bf5!!
vinnur svarwt einnig) exf6, 21. a4
— Bxb5, 22. Rxb5 — fxg5, 23.
fxg5 — Bxb2, 24. Dxd6 — Hxb5,
25. axb5 — Dxb5, 26. Dd7 og hvít-
ur gafst samtímis upp. Svartur
vinnur létt eftir 26 ... Dxd7, 27.
Hxd7 — Bc3+. Jafnir og efstir á
mótinu urðu þeir Sosonko og Gell-
er með 8 v. af 11 mögulegum. 3.
Timman 7W vm. 4. Kurajica 7 v. 5.
Friðrik Ólafsson 6 v.
'ailaia*afru,r
* Kriin. rja||
'fkjur Þar
xrcMa xkau
yWlÉÍB, i
P*-K»r hann
•nnlvj,
" "llum þt'if
UMáfcatav, „
a,,rujilinK^t.
4 f.M,
íÞ.rK«>nrT'>''
á M‘r hfimilair
'iiku*1
kalilaaninu
'nnlaiiMi þ,.,rri
U«n* ' kk:
kriþs„llkl,(
'Jalf„*rtu r
'ikkíni ,.,la j
'•uilKirt ski
■Idandi
•Idnifnu
reulur
VrTii ■«..
'•rJ*kki .S|ffc,í,,,r,‘‘
"I h'uiafrti^sms .
‘ka'Ukjw hji „
ítí'.
.fn / *r s*-,Jaiid
I kbrt*rt *4r
m J1*"" hi-frti
,.nf ''f h««" het
"" f-'lMinu ,j|,fu
•V‘ siiiuvp|
“d hálfu n
”>Kun, iíi
‘Wjanda h.
"ajmartinn
dreifa hjá Bergi. Hann skrifar á greinar. Lengd þeirra hefur verið
máli, sem við skiljum öll. mjög ákjósanleg, en mér finnst of
— Ég vil þakka höfundinum og langt líða á milli þess að þær
blaðinu fyrir að birta þessar birtist.
HÖGNI HREKKVÍSI
B&3 SVGeA V/öGA í 1/LVtRAW
LYSTADÚN húsgagnasvampurinn.
Efni til að spá í
i
Svampurinn er ódýrt efni.
Komdu með hugmyndir
þínar. Við bendum þér á
hvernig hagkvæmast og
ódýrast verður að útfæra
þær
Svampurinn veitir
nánast fullkomiö
hugmyndafrelsi í hönnun.
hafir þú enga hugmynd
þá komdu samt. Við
höfum nokkrar sem
gætu hentað þér. x
Áklæði bjóðum við líka, t.d. flauelsáklæói á sérlega
hagstæðu veröi. Þú getur svo saumað, eða við, alveg
eins og þú óskar.
LYSTADUNVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SiMI 84655