Morgunblaðið - 20.03.1977, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
Morðsaga
kvikmyndci/íðQA
Svo er nú komið fyrir
islenskri kvikmyndagerð, að
áhorfandinn er sem á nálum
þegar ljósin dofna í sýningar-
salnum og hann biður uggandi
eftir þeim stórmerkjum sem
upp eru að renna á hvíta tjald-
inu. íslensk kvikmynd, hvers
konar fyrirbrigði skyldi það
annars vera? Þetta vesæla
hugarástand hefur skapast
gegnum árin vegna algjörs
áhugaleysis stjórnvalda á þess-
ari vinsælustu listgrein og af-
þreyingu íslendinga, svo og
þeim doða, framtaks- og kjark-
leysi sem hrjáð hefur íslenska
kvikmyndagerðarmenn, og má
að miklu leyti skrifast á reikn-
ing sljórra stjórnvalda.
Á meðan úthlutunarnefnd
listamannalauna ryður fé í óles-
in og/eða útbrunnin ,,skáld“,
þá hafa nútímatónlistarmenn
(sem gamlingjar nefna gjarnan
„poppara") og kvikmynda-
gerðarmenn hlotið litla náð
fyrir augum þessarar háæru-
verðugu nefndar.
Þegar fjallað er um hina nýju
mynd, verður að hafa þessa
makalausu aðstöðu í huga.
Reynir Oddsson hlýtur þvi að
teljast mikill kjarkmaður að
leggja úti þvíiíka tvísýnu að
gera draum sinn, langa, leikna,
íslenska kvikmynd, að veru-
leika. Og hann hefur einnig
verið maður þess umkominn að
virkja þann góðvilja fjölmargra
aðila, sem nauðsynlegur er til
að verkefnið tækist. Og nú r
árangurinn kominn í ljós, öll-
um til sóma.
Þar sem kollegi minn, SSP,
hefur fjallað ýtarlega um
MORÐSÖGU? fyrr í vikunni,
verð ég stuttorður.
Hlutlaust séð, verður ekki
annað sagt í heild en að Morð-
saga hafi tekist með ólikindum
vel. Þar sem um engan íslensk-
an samanburð er að ræða
(blessuð sé minning fógetans),
freistast maður til að leita hans
í þeim skandinavisku myndum
sem hér hafa verið sýndar að
undanförnu, og ekki af ósvip-
uðum toga spunnar (PER,
NITTEN RÖDE ROSER,
VIOLER ER BLA). Þessar
myndir og þá sérstaklega hin
síðastnefnda, — sem þó er gerð
af einhverri björtustu von hins
danska kvikmyndaheims um
þessar mundir, standast mynd
Reynis vart snúning, þó ekki sé
minnst á aðstöðumuninn.
Helstu gallar MORÐSÖGU
stafa beinlínis af mannfæð og
þeim flýti sem nauðsynlegur er
til að keyra áfram fjárvana
fyrirtæki, og hver mínúta dýr-
mæt. Handritið hefði gjarnan
mátt vera öllu yfirgripsmeira
og þéttara (hvers vegna hélt
Guðrún upphaflega framhjá
Steindóri; því lætur átján ára
gömul stúlka föður sinn mis-
þyrma sér æ ofaní æ, osfrv.) Þá
er og tónninn lakur í nokkrum
atriðum. En hvort tveggja er
þetta hálfgerður tittlingaskítur
sem skrifast á vinnuaðstöðu
höfundar og örfárra hjálpar-
manna hans.
Yfirbragð MORÐSÖGU er
yfir höfuð vandað og atvinnu-
mannslegt, lýsing og klipping
vel úr garði gerð. Myndataka og
sviðssetningar yfirleitt einsog
best verður á kosið. Nokkur
atriði jafnvel eftirminnileg sök-
um öruggs handbragðs leik-
stjórans (t.d. spennan vegna
heimkomu húsbóndans í upp-
hafi myndarinnar; dagdraumar
húsmóðurinnar yfir heimilis-
störfunum. Rifrildið milli hjón-
anna yfir hljómburðartækj-
unum, eftir kvöldverðarboðið).
Nokkur atriði mættu gjarnan
missa sig, einkanlega afleitur
kafli úr næturgleðskapnum
sem dóttirin er þátttakandi í;
þegar hún og tvær stöllur henn-
ar ræða við ,,heimsborgarann“
framan við arininn. Bæði kem-
ur framsögn mannsins og lát-
bragð allt einsog skrattinn úr
sauðarleggnum. Annars erum
við, þegar öllu er á botninn
hvolft, frumstæð þjóð i frum-
stæðu landi, og myndin dregur
að sjálfsögðu dám af því.
Leikurinn er yfir höfuð
myndinni til hróss. Að öðrum
ólöstuðum finnst mér Guðrúnu
Ásmundsdóttur, i erfiðu hlut-
verki, bera hvað hæst. Hún
túlkar húsmóðurina, sem I
rauninni er orðið viljalaust
verkfæri á eigin heimili, á
sannfærandi hátt, og þar sem
handritið býður upp á slíkt, þá
sýnir hún afbragðsskopskyn.
Steindór Hjörleifsson svíkur
engan að venju, en hlutverk
hans er fastmótað, nokkuð ein-
föld persónusköpun. (Annars
hefði verið gaman að sjá
Baldvin Halldórsson í þessu
hlutverki; hann var svo eftir-
minnilega andstyggilegur
hrokagikkur í sjónvarpsleikriti
sem sýnt var fyrir nokkrum
árum, þar sem að hann lék á
móti Bessa og Árna Blandon).
Burðarásinn, Þóra Sigurþórs-
dóttir, sleppur vel frá sínu erf-
iða hlutverki. Hún hefur þetta
tælandi Lolitu-útlit með sér að
auki, en hvað sem þvi viðvikur
verður þessi frumraun henni til
sóma, þrátt fyrir að reynslu-
leysi hái henni á köflum sem
vonlegt er. Eins er ég þess full-
viss að í hinni krullhærðu vin-
konu hennar lúrir leikkonu-
efni, og ekki skaðar útlitið.
Róbert er óborganlegur að
vanda, og gæðir myndina nauð-
synlegum hressilegheitum
meðan hans nýtur við.
Önnur minni hlutverk eru
langflest vel af hendi leyst og
manngerðirnar valdar í þau af
smekkvlsi.
Ég vil að lokum óska Reyni
og öllum þeim, sem stóðu að
kvikmyndinni MORÐSÖGU, til
hamingju með þennan merkis-
áfanga í íslenskri kvikmynda-
sögu, og ég vona að þetta ágæta
framtak hans ýti við kollegum
hans og að þessari listgrein
verði öllu meiri sómi sýndur
við úthlutun styrkja og lista-
mannalauna í framtíðinni.
Þá vil ég jafnframt hvetja
almenning til þess að liggja
ekki á liði sínu, og sýna vilja
sinn í verki með því að styrkja
veikburða, íslenska kvikmynda-
gerð — um leið og hann nýtur
ágætrar myndar.
Lögregla
með lausc
skrúfu
AUSTURBÆJARBÍÖ:
LÖGREGLA MEÐ LAUSA
SKRUFU („Freebie and the
Bean“)
Eins og nafnið bendir til, er
hér á ferðinni enn ein lögreglu-
myndin þar sem að grínið er
látið sitja í fyrirrúmi, hið harð-
vítuga starf lögreglumanna
stórborganna sýnt i ljósi fárán-
leikans. Og þvi verður ekki
neitað að LMLS er oft bráð-
fyndin og spennandi. Hinar
ómissandi kappaksturssenur
mynda af þessari gerð eru með
miklum ólfkindum, og eltinga-
léikir laganna varða (James
Caan og Alan Arkin) við ill-
mennin eru einhverjir þeir
rosalegustu sem sést hafa, og er
þá mikið sagt. Sem dæmi má
nefna að þeir félagar enda m.a.
eina ökuferðina inni á miðju
gólfi í svefnherbergi aldraðra
hjóna sem búa uppi á þriðju
hæð!
En þó að myndin haldi áhorf-
endum í spennu og oftast i góðu
skapi, út alla myndina, og leik-
stjórinn, Richard Rush, og hinir
ágætu aðalleikarar geri hlut-
verkum sinum oftast hin
þokkalegustu skil, þá bregður
oft fyrir atburðum, sem sökum
óþarfa sóðaskapar og sadisma
rýra gildi myndarinnar.
LMLS hefði verið mun betur
borgið, ef aðstandendur hennar
hefðu ekki tekið upp á þeim
óvanda að krydda hana með
andstyggilegum og tilgangs-
lausum (i samhengi við annars
létt yfirbragð myndarinnar) of-
beldissenum — eins og t.d.
atriðin á salernunum. Ef þeir
hefðu sleppt þessum yfirþyrm-
andi hrottaskap og kvalalosta í
örfáum atriðum, hefði LMLS
orðið einhver skemmtilegasta
og best gerða afþreyingarmynd
af þessum toga sem hér hefði
sést lengi.
Gamalt vín á nýjum belgjum
KING KONG og A STAR IS
BORN, tvær dýrustu og mest
auglýstu myndir síðasta árs
vestan hafs, eiga það jafnframt
sameiginlegt að vera í farar-
broddi nýjustu stefnu
bandarískra
kvikmyndaframleiðenda,
endurgerðarstefnunnar. Þá eru
og framhaldsmyndir vinsælla
mynda á síðastliðnum árum
orðnar- ærið áberandi í risaiðn-
aðinum í Hollywood. Þetta er
ein nýjasta björgunaraðgerð
framleiðendanna og getur tæp-
ast kallast frumleg, en hefur
reynst því ábatasamari.
KING KONG, sem var
upphaflega gerð árið 1933,
hefur fengið allmikla andlits-
lyftingu í hinni nýju útgáfu De
Laurentiis, og kostaði litla
fimm milljarði íslenzkra króna
í framleiðslu. Hér er m.a. komið
inn á orkukreppuna, og Kong
berst ekki lengur fyrir lífi sinu
ofaná þaki Empire State bygg-
ingarinnar, heldur á turnum
World Trade Center. Þá er hin
nýja útgáfa myndarinnar í
litum. Þykir flestum sem þess-
ar breytingar séu tæpast
erfiðisins virði.
KING KONG hefur þó yfir-
leitt hlotið þá dóma að hún sé
vel þess virði að eytt sé í hana
kvöldstund. Öðru máli gegnir
um A STAR IS BORN. Vincent
Canby, aðalgagnrýnandi The
New York TIMES, segir hana
„ógeðfellda sönnun gráðugrar
sjálfselsku sem hakki í sig
minningu eftirminnilegra
rnynda". En fyrsta útgáfa A
STAR IS BORN var gerð árið
1937 :f William Wellman, sú í
miðið árið 1954 af George
Cukor Moss Hart, og sérstak-
lega Judy Garland.
Barbra Streisand er nefni-
lega framleiðandi, stjarna, að
hluta til lagasmiður og hönn-
uður „tónlistarlegra hug-
rnynda" myndarinnar. Hún
hefur bersýnilega aldrei efast
um vinsældir endurgerðar
hinnar sorglegu. sögu um
afdrifaríkt ástasamband milli
rísandi stjörnu og hrapandi.
Aðeins að færa bakgrunninn
frá Hollywood og kvikmynda-
heimunum, til rokk-
tónlistarlífs okkar daga.
Streisand hefur sig það mikið
í frammi i myndinni, að svo má
heita að A STAR IS BORN sé
einungis sýning á hæfileikum
söngkonunnar. Aumingja Kris
Kristofferson, sem leikur hina
fallandi rokkstjörnu, hreinlega
týnist í sjálfsdýrkun hennar.
Ölikt leihúsverki, þá hverfur
ekki kvikmynd af sviðinu eftir
síðustu sýningu. Hún geymist á
filmunni. Hvers vegna í ósköp-
unum vilja þvi svo margir,
þeirra á meðal færir kvik-
myndagerðarmenn, endur-
skapa myndir sem áður hafa
tekist næstum óaðfinnanlega?
Gróðavonin er að öllum lík-
indum aðalástæðan. Framleið-
endur sækjast eftir „fyrirfram
seldum verkefnum“, öðrum
fremur. Þau eru yfirleitt met-
sölubækur eða vinsæl leikhús-
verk. Eitthvað sem almenn-
ingur hefur kynnst eða heyrt af
áður en kvikmyndin er gerð.
Endurgerð vinsællar myndar
hlýtur því að vera eftirsóknar-
vert viðf angsefni.
Hvorug fyrrgreindra mynda
er þó byggð á sigildu kvik-
myndaverki, en hið sama
verður ekki sagt um nýj-
asta verkefni William Eriedkin,
sem þessa dagana er að ljúka
við endurgerð hinnar klassísku,
frönsku myndar Henri-Georges
Clouzot, THE WAGES OF
FEAR,(1952). Mynd Friedkin
mun þó ekki ganga undir því
nafni, heldur SORCERER, sem
sjálfsagt á að höfða til næstu
myndar leikstjórans á undan,
hinnar vinsælu THE
EXORCIST. Þá er verið að gera
stælingu í Hollywood á mynd
Linu Wermuller, THE SE-
DUCTION OF MIMI. Nefnist
hin bandariska útgáfa WHICH
WAY UP? og þar fer negrinn
Richard Pryor með hlutverk
hins bráðsnjalla, ítalska leikara
Giancarlo Giannini.
Af öðrum endurgerðum má
nefna að Melvin Frank er þessa
dagana að undirbúa nýja út-
gáfu af KIND HEARTS AND
CORONETS; Elaine May er að
semja nýja kvikmyndagerð
HERE COMES MR. JORDAN
fyrir Warren Beatty, og mun
hún nefnast HEAVEN CAN
WAIT. Þá er unnið að gerð
nýrrar THE PRISONER OF
ZENDA, hvar Peter sellers fer
með tvö aðalhlutverkin (að
sjálfsögðu).
Þá er í hyggju að hleypa af
stokkunum á þessu ári fram-
haldi hinnar vinsælu myndar
GONE WITH THE WIND, THE
CAT AND THE CANARY og
THE HURRYCANE.
Þá blómstra og framhalds-
myndirnar. 20th Century—Fox
hefur á prjónunum einar þrjár
framhaldsmyndir, THE OMEN,
þeir hjá Universal virðast seint
ætla að þreytast á AIRPORT-
myndum sinum. Þá bíða menn
spenntir eftir THE EXORCIST
PART II: THE HERETIC,
WALKING TALL; THE
FINAL CHAPTER, nýrri mynd
i Pink Panther flokknum, nýju
James Bond ævintýri, og svo
mætti lengi telja.
Fredric March og Janet Gaynor
I fyrstu útgáfu A STAR IS
BORN
James Mason og Judy Carland
með Oscarsverðlaunin fyrir
mynd nr. 2.
Kristofferson og Streisand f A
STAR IS BORN árgerð 1976.