Morgunblaðið - 20.03.1977, Page 47

Morgunblaðið - 20.03.1977, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977 47 Loðnuveiðin orðin 520 þúsund lestir UM HÁDEGI f gær var heildar- loðnuveiðin orðin 520 þúsund lestir en á sama tfma f fyrra var veiðin aðeins 302 þúsund lestir. Þá gerðist það f fyrrinótt, að loðnuskip fór f fyrsta sinn yfir 20 þúsund lesta afla, en þá tilkynnti Sigurður RE um 1200 lesta afia, og var þar með búinn að fá 20.300 lestir samtals á vertfðinni. Loðnuskipin eru enn að veiðum úti af Reykjanesi og á tímabilinu frá kl. 15 í fyrradag fram til kl. 12 í gær tilkynntu eftirtalin 18 skip um afla: Keflvíkingur KE 230 lestir, Kári Sölmundarson RE 160, Börk- ur NK 750, Hilmir SU 500, Hug- inn VE 550, Sigurður RE 1200, Hrafn GK 320, Vonin KE 150, Hamravik KE 150, Ólafur Magnússon EA 200, Steinunn RE 100, Dagfari ÞH 260, Stapavík SI 420, Náttfari ÞH 290, Jón Finns- son GK 400, Rauðsey AK 500, Ás- borg RE 190 og Hákon ÞH 440 lestir. Umferðaróhöppum í Rvík hefur stórfækkað ÓHÖPPUM f höfuðborgarumferð- inni hefur enn stórfækkað tvo fyrstu mánuði ársins miðað við sömu mánuði f fyrra. Aftur á móti hafa jafnmargir slasazt, eða 25 manns. Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn, veitti Mbl. þær upplýsing- ar, að I janúar og febrúar í ár hefðu orðið 365 umferðaróhöpp í Reykjavík á móti 635 óhöppum sömu mánuði í fyrra. Er þetta 270 óhöppum færra. Taldi Óskar, að gott tíðarfar hefði haft mikið að segja, en I fyrra var fremur snjó- þungt í janúar og febrúar. Af Þrennt slasaðist FÓLKSBIFREIÐ var ekið á mik- illi ferð á ljósastaur á Hafnar- fjarðarvegi, rétt sunnan Arnar- ness, um fjögurleytið í fyrrinótt. Kubbaðist staurinn í sundur. Fimm manns voru í bilnum og slasaðist þrennt, tvær stúlkur og einn piltur. Grunur leikur á um ölvun. Billinn er talinn ónýtur, en hann er af Volkswagengerð. — Líbanon Framhald af bls. 1. innan dyra af ótta við að bardagar blossuðu upp þá og þegar. Kamal Jumblatt, sem myrtur var í vikunni, var af ættflokki Drúsa, sem búa í fjallahéraðinu Shouf, suðaustur af Beirút, en Drúsar eru jafnframt sérstakur trúflokkur múhameðstrúar- manna. Kveður fornt siðalögmál þeirra á um að leiðtoga skuli hent sé hann ráðinn af dögum. þeim sem slasazt hafa í ár slösuð- ust 11 litið en 14 mikið en i fyrra slösuðust 13 lítið en 12 mikið. Fækkun óhappa varð mest I janúar. Á þessu ári urðu óhöppin 193 í þeim mánuði en 410 sama mánuð I fyrra. — Stanzlaus straumur í Bláfjöll Framhald af bls. 48 Skíðalyfta á hæsta tind Nýlega hefur Bláfjallanefnd beðið um upplýsingar og tilboð hjá lyftuframleiðendum erlendis vegna skíðalyftu norðan megin í Kóngsgili og upp á hæsta tind, annaðhvort í sveig upp eða I tveimur áföngum. Er ætlunin að vinna að því I sumar, því lyftu- skortur er I gilinu, þar sem verður miðstöð skiðaiðkana í fólk- vanginum. Snyrtiskáli er kominn og tekinn í notkun. En einnig er áformað að leggja rafstrengi til skiðafélaga, sem aðstöðu hafa í Bláfjöllum. Mót og námskeið Um helgina verður svonefnt punktamót í Kóngsgili, sem skíða- menn hvarvetna að af landinu taka þátt i. Verður þvi innri Blá- fjallalyftan upptekin, og braut lögð innst i gilinu. Þrengir þvi nokkuð að almennri skíðaiðkun á meðan. Þá hefur fræðsluráð Reykjavík- ur samþykkt að efna i annað sinn til sérstaks námskeiðs fyrir kennara í skólum borgarinnar eftir mánaðamót, til að gera þá færari um að fara með krökk- unum á skiði, og stjórna þeir Eins og þú veizt eru reykingar hættulegar Því er spurningin þessi: Langar þig til að hætta að reykja? Ef svarið er já, en þú treystir þér ekki til þess, þá gæti danska meðalið RAFFALTS 28 sem þegar hefur hjálpað mörgum íslendingum til að hætta að reykja, verið rétta lausnin fyrir Þ'g Meðal þetta er unnið úr náttúrulegum efnum og er því algerlega skaðlaust, einnig fyrir barnshafandi konur. Á 28 dögum getur þú algerlega hætt að reykja. Engin óþægindi þó þú reykir, en þú finnur löngunina minnka. „íslenzkur leiðarvísir fylgir" Nú er einnig hægt að fá RAFFALTS 28 gegn póstkröfu fyrir aðeins 3.295 kr. stk. + burðar- gjald. Sendið meðfylgjadi seðil eða skrifið til Þ. Kolbeinsson & Co Box 10045, Rvk (sími 8-1 5-1 9) Vinsamlega sendið mér _____ flöskur af RAFFALTS 28 á 3.295 kr. stk.+ burðar- gjald. Nafn .............................. Heimilisfang ...................... Staður ............................ Stefán Kristjánsson, Iþróttafull- trúi, og Valdimar örnólfsson þeim.Var slíkt námskeið haldið I fyrra við mjög góðar undirtektir. Er þar m.a. kennd hjálp í viðlög- um o.fl. En námskeiðið sjálft verður i Bláf jöllum. - Byggingameist- ari í 20 ár Framhald af bls. 25 veikinda. Við höfum líka verið það lánsamir að á þeim langa tíma, sem kirkjan hefur verið í byggingu, hafa ekki orðið nein slys á starfsfólki hér í hyggingunni. Ekki hægt að mæla kirkjusmíðina upp — Það hefur verið ánægjulegt að starfa að byggingu Hallgrímskirkju Verkið er margbreytilegt og óneitan- lega flókiðá köflum. Sennilega felst þó besta lýsingin á kirkjusmíðinni í þvi að mælingamenn hafa ekki enn treyst sér til að mæla smíðina upp En hversu erfiðir. sem einstakir hlutar kirkju- byggingarinnar hafa verið í byggingu, er þó enginn eins erfiður og sá, sem við erum nú að vinna við en það eru samskeyti kórsins og kirkjuskipsins íslenzku stuðlarnir og stuðlabergið, sem er fyrirmyndin að byggingarlagi kirkjunnar hafa frá upphafi freistað mín og þó stundum hafi menn verið að því komnir að leggja árar í bát og kasta frá sér verkfærunum. hafa menn orðið enn ánægðari, þegar verkinu var lokið Við höfum alltaf smátt og smátt verið að sjá ávöxt verka okkar og það var stór áfangi er lokið var við turninn. — Um það hvenær byggingu Hall- grímskirkju verður lokið er ómögulegt að segja Byggingarhraðinn hefur eins og ég sagði áður alltaf ráðist af því fjármagni, sem til ráðstöfunar hefur verið Það væri vitanlega hægt að gera hana fokhelda á tveim til þremurárum, ef fj’armagnið leyfði að nægur mann- skapur yrði ráðinn til verksins. En hversu langan tíma tekur að innrétta hana, get ég ekki sagt um að svo komnu. Teikningar liggja reyndar ekki heldur fyrir að allri innréttingunni og það er alveg Ijóst að þær verða vanda- samar. Sá áfangi, sem nú er unnið að er kórinn og þvi verki verður haldið áfram þar til kórþakið er komið Eftir það er ætlunin að hefjast handa við að byggja yfir kirkjuskipið Skylda okkar að halda minningu Hallgríms á loft — Ósk mín á þessum afmælisdegi mínum er að geta haldið áfram að starfa að byggingu Hallgrimskirkju og óskadraumurinn er að sjá hana i sinni endanlegu gerð áður en maður hverfur úr þessum heimi Hvað, sem menn hafa sagt um Hallgrímskirkju á liðnum árum þá hef ég ekki trú á öðru en hún eigi eftir að þjóna hlutverki sínu vel i framtíðinni Bæði til kirkjuathafna og sem tónleikahús Kirkjan er að hluta hönnuð með það fyrir augum að flytja i henni stór kórverk og fyrir þvi hugsa$ að fá út góðan hljómburð Gleymum lika ekki þeim perlum, sem Hallgrimur Pétursson lét eftir sig og hafa verið þjóðinni haldreipi i þáningum hennar oft á tiðum Það er skylda okkar að halda mmningunni um Hallgrim á loft og sýna honum þá virðingu, sem hann á skilið. sagði Halldór að lokum. Halldór Guðmundsson býr nú á Grenimel 5 i Reykjavik ásámt konu sinni Guðfinnu Þorleifsdóttur. * Köld borð” y ij-JL-m-VJr JLVJL H/V/l. V/ Smurt brauð Heitur veizlumatur Þið sjáið að veizluborðið hjá Gísla er glæsilegt og rausnarlegt Verkin lofa meistarann Stoltur gestgjafi — ánægðir gestir Veitingarnar frá Brauðbæ — og verdið er gott

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.