Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 66. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Callaghan bjartsýnn eftir fundinn með Steel AP-sfmamynd. Indira Gandhi á leið á fund Kongressflokksins eftir að hún sagði af sér ( ger. Þetta var f fyrsta skipti sem hún kom fram opinberlega eftir ðsigurinn f kosningunum. Lundúnum, 22. marz. Reuter. EFTIR fund sinn með for- manni Frjálslynda flokks- ins, David Steel, í dag lét James Callaghan forsætis- ráðherra þau orð falla, að ekki þyrfti að óttast valda- töku fhaldsflokksins að sinni. Callaghan var í hinu bezta skapi er hann kom frá fundinum með Steel og sagði í Neðri málstofunni, að „eðlilegt ástand" yrði komið á innan skamms. Hvorki Steel né Callaghan hafa skýrt frá því sem þeim fór á milli, en talið er að Steel hafi sett ströng skilyrði fyrir stuðningi sín- um við Verkamannaflokkinn í at- kvæðagreiðslunni um vantrausts- tillögu Thatchers, formanns íhaldsflokksins. Talið er að Frjálslyndi flokkurinn hafi kraf- izt þess af Callaghan að hann lýsi því yfir opinberlega, að Verka- mannaflokkurinn láti af ýmsum fyrirætlunum um sósíalíska lög- gjöf, og að haft verði náið og reglulegt samráð við Frjálslynda flokkinn um aðgerðir stjórnarinn- ar á næstunni. Callaghan lýsti þvi yfir í sjón- varpsviðtali í kvöld, að hann væri fús til samstarfs við aðra flokka, mætti það verða til að lengja lif stjórnarinnar, en ummæli for- sætisráðherrans haf a vakið andúð ýmissa vinstri sinnaðra þing- manna Verkamannaflokksins, sem eru algerlega á móti sam- starfi við flokka, er ekki starfa í samræmi við sósialisk markmið. Vináttusamningurinn er mikilvægur fyrir öryggi Sovétríkjanna — segir Kosygin í Finnlandsheimsókninni Helsinki, 22. man. Reuter— NTB. „VINATTU- og samstarfssamn- ingurinn milli Finnlands og Sovétrfkjanna tryggir sjálfstæði Finna og gegnir mikilvægu hlut- verki fyrir öryggi Sovétrfkjanna á landamærasvæðunum f norð- vestri," sagði Alexander Kosygin „Virða ber dóm þjóð- arinnar" sagði Indira er hún sagði af sér „í auðmýkt andans" eftir 11 ár í valdastóli Nýju Delhi, 22. marz. Reuter — AP. „VIRÐA ber dóm þjóðarinnar," sagði Indira Gandhi f boðskap sínum til indversku þjóðarinnar eftir að hún sagði af sér f dag. „Samstarfsmenn mfnir og ég virð- um þann dóm skilyrðislaust og f auðmýkt andans," sagði forsætis- ráðherrann ennfremur í lok 11 ára valdaferils sfns. Þegar einungis var óvfst um 6 þingsæti af 542 hafði Janata- flokkurinn hlotið 269 þingsæti, stuðningsflokkur hans, Lýðræðis- sinnaði Kongressflokkurinn 28, Kongressflokkur Indiru Gandhi 152, Marxfski kommúnistaflokk- urinn 21, Anna-DMK 19, Alkali- flokkurinn 8, Kommúnista- flokkur Indlands 7, og aðrir smá- flokkar og óháðir frambjóðendur samtals 32 þingsæti. Gert er ráð fyrir að ný rikis- stjórn taki við völdum á fimmtu- dag, en B.D. Jatti, forseti Indlands, hefur farið þess á leit að stjórn Gandhis sitji þar til Janata-flokkurinn hefi myndað stjórn. Enn er allsendis óvist hver verður næsti forsætisráðherra Indlands, en enn þykja þeir lík- legastir Morarji Desai, fyrrver- andi varáforsætisráðherra og for- maður Janata, og Jagjivan Ram, fyrrum landbúnaðarráðherra, en hann er leiðtogi Lýðræðissinnaða kongressflokksins. Indira Gandhi aflétti í dag banni við starfsemi 26 stjórnmála- samtaka, og þúsundum félaga i þeim, sem setið hafa i fangelsi að undanförnu, var sleppt úr haldi í norðurhluta landsins. Stundu eftir að Indira hafði birt boðskap sinn til þjóðarinnar kunngjörði Sanjay sonur hennar að hann hefði ákveðið að láta af beinni þátttöku í stjórnmálum, carter; Dreg ekki úr gagnrýni þrátt fyrir ummæli Brezhnevs Washington, 22. marz. AP. JIMMY Carter forseti lýsti þvl yfir á fundi með leiðtogum á Bandarfkjaþingi, að þrátt fyrir mjög neikvæð ummæli Leonid Brezhnevs, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins, muni hann Fimm Sovétnjósnarar afhjúpaðir í Frakklandi Parfs, 22. .marz Reuter. Njósnahringurinn, sem af- hjúpaður hefur verið í Frakk- landi, hefur um fjórtán ára skeið látið Sovétríkjunum í té hernaðarleg leyndarmál Frakka og Atlantshafsbanda- lagsins, að þvf er frönsk yfir- völd skvrðu frá f dag. Handteknir hafa verið fimm menn — f jórir Frakkar og einn ítali — en leiðtogi þeirra, Serge Fambiw, er fæddur í Júgóslavfu. Fyrr á þessu ári var sovézkur sendiráðsfulltrúi hjá Unesco f Parfs, Vladimir Ivanovich, rek- inn frá Frakklandi fyrir meint- ar njósnir, og segja yfirvöld nú að frekari brottvísunar sendi- ráðsmanna frá austantjalds- löndunum séu f aðsigi vegna þessa nýja njósnamáls. Fjórir mannanna hafa þegar verið ákærðir fyrir njósnir, en hinn fimmti, sem handtekinn var i gær, er enn í yfirheyrsl- Framhald á bls. 18 ekki draga úr gagnrýni sinni á skerðingu mannréttinda. Forsetinn vísaði hér til ræðu Brezhnevs í gær þar sem hann sagði m.a., að yfirlýsingar Carters til stuðnings andófsmönnum í Sovétrikjunum væri ihlutun í inn- anríkismálefni, en slik íhlutun yrði ekki þoluð undir neinum kringumstæðum. Alan Cranston öldungadeildar- þingmaður, sem sat fundinn með Carter, segir að forsetinn hafi rætt málið mjög afdráttarlaust, og hafi hann meðal annars látið þau ummæli falla, að athygli sumra beindist að „Brezhnev í hvert skipti sem hann hnerraði". Cranston hafði eftir Carter, að borizt hefðu jákvæð viðbrögð við stefnu hans i mannréttindamál- um frá fjölmörgum einstakling- um viða um heim, en þihgmaður- inn sagði að greinilega hefði for- setinn áhyggjur af þeirri gagn- rýni, sem ýmsir hefðu haft i frammi vegna hreinskilnislegra Framhald á bls. 18 um leið og hann viðurkenndi að ihlutun hans sem náins ráðgjafa móður sinnar kynni að hafa átt þátt i ósigri hennar i kosningun- um. „Mig tekur ekki siður sárt til þess ef það sem ég gerði hefur komið niður á móóur minni, sem helgað hefur líf sitt óeigingjörnu þjónustustarfi," sagði Sanjay Gandhi í yfirlýsingu sinni, sem hin opinbera fréttastofa birti i dag. Þessi yfirlýsing Sanjays þykir styðja röksemdir stjórnarandstöð- unnar í kosingabaráttunni, en þvi var mjög haldið fram, að Sanjay hefði tekið sér vald, sem hann hefði ekki verið kjörinn til að f ara með. Indira Gandhi óskaði í dag þeirri stjórn, sem nútæki við völdum, velfarnaðar og kvaðst vona að lýðræði, frjálshyggja og sósialismi yrði leiðarljós hennar. Þingmenn Kongressflokksins — flokks Indiru — kjósa sér nýjan leiðtoga á morgun, en Framhald á bls. 18 forsætisráðherra Sovétrfkjanna f ræðu, sem hann flutti f dag við upphaf opinberrar heimsðknar sinnar f Finnlandi. Kosygin varaði við að mark væri tekið á andstæðingum „dé- tente," og sagði að Sovétmenn hefðu frið, samvinnu, sjálfstæði og frelsi að leiðarljðsi í samskipt- um sínum við aðrar þjóðir, um leið og hann lofaði friðarvilja Uhro Kekkonens Finnlandsfor- seta á svíði utanrikismála. Talið er að viðræður Kekkon- ens og Kosygis muni aðallega snú- ast um efnahagsmál, utanrikis- og varnamál, og muni þær viðræður fara fram i Ijósi samnings ríkjana um vináttu, samstarf og gagn- kvæma aðstoð frá 1948. Sam- kvæmt samningnum ber Sovét- rikjunum að hrinda hernaðarað- gerðum af hálfu Þjóðverja og bandamanna þeirra, sem beinast að Sovétríkjunum og fara fram á finnsku landsvæði. Nýlega var haft eftir Kekkonen, að hernaðar- Framhald á bls. 18 Tékkóslóvakía: Sagt upp störfum Prag, 22. marz. Reuter. AD MINNSTA kosti tfu þeirra, sem undirrituðu „Mannrétt- indi 77" hefur verið sagt upp störfum á sfðustu vikum, að þvf er málsvarar mannrétt- indahreyfingarinnar f Tékkó- skóvakfu skýrðu frá f dag. Sumum var hreinskilnislega tjáð að ástæðan fyrir uppsögn- inni væri sú, að þeir hefðu undirritað mannréttindaskial- Framhald á bis. 18 St jórn Hollands biðst lausnar Haag, 22. rtiiir/. Reuter. JOOP den Uyl, forsætisráðherra Hollands, baðst i gær lausnar fyr- ir sig og ráðuneyti sitt eftir að sex ráðherrar f stjórninni lýstu opin- berlega andstöðu sinni við ákvórðun stjórnai inuar um upp- hæð bóta fyrir land, sem tekið verður eignarnámi. Ráðherrarnir sex eru úr Kaþólska þjóðarflokknum og Andbyltingarsinnaða mót- mælendaflokknum. Aðrir sam- starfsflokkar sósial-demókrata í stjórninni eru flokkur róttækra og Lýðræðisflokkurinn. Júliana drottning hefur beðið stjórnina að sitja áfram fyrst um sinn, en þingkosningar eiga að fara fram í Hollandi 23. maí n.k. og er almennt talið að stjórnin sitji þangað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.