Morgunblaðið - 29.03.1977, Page 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
71. tbl. 64. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
KLM-þotan rakst beint
framan á þotu Pan Am
SantaCruz, Kanrfeyjum, 28. marz. Reuter. AP. NTB.
TALA þeirra sem fórust þegar tvær risaþotur af gerð-
inni Boeing 747 rákust á á Tenerife-flugvelli í gær er
komin upp í 562 og tilkynnt var í dag að slysið hefði
orðið með þeim hætti að KLM-þotan hefði rekizt
„næstum því beint framan á“ þotu Pan-Am.
Forseti Alþjóðasambands flugfélaga (IATA), Spán-
verjinn Manuel de Prado, sem tekur þátt f rannsókn
slyssins, skýrði frá þessu þótt spænsk hernaðaryfirvöld
haldi rannsókn þessa mesta flugslyss sögunnar leyndri.
Hann sagði að risaþoturnar hefðu verið andspænis hvor
annarri á flugbrautinni áður en slysið varð.
Landstjórinn á Tenerife, Antonio Oyarzabal, sagði að
562 hefðu beðið bana og 57 slasazt, 10 þeirra alvarlega.
Fimmtán farþegar á fyrsta farrými þotu Pan Americans
sluppu svo að segja ómeiddir. Samkvæmt bráðabirgða-
tölum spænska flugmálaráðuneytisins komust aðeins 80
lífs af.
Seinna var haft eftir spænskum embættismönnum að
misskilningur milli starfsmanna flugturnsins og flug-
stjóra risaþotanna kynni að hafa verið orsök slyssins.
Spænska flugmálaráðuneytið
sagði að allir um borð í risaþotu
KLM hefðu látið lífið. KLM sagði
að í þotunni hefðu verið 235 far-
þegar, þar af sex ungbörn, og 14
manna áhöfn. Flestir farþegarnir
voru hollenzkir skemmtiferða-
menn.
Þota Pan Am fór frá Los
Angeles á laugardag með 364 far-
þega sem ætluðu í skemmtisigl-
ingu frá Kanaríeyjum til Miðjarð-
arhafs og tók 16 farþega i New
York. Sextán manna áhöfn var
með þotunni þannig að I henni
voru alls 396 manns þegar árekst-
urinn varð á Tenerife.
Seinna sagði Pan Am að vitað
væri að 68 hefðu komizt lífs af úr
þotu félagsins, 59 farþegar, sjö af
áhöfninni og tveir starfsmenn
Pan Am sem fóru um borð í Tene-
rife. Tekið var fram að þessi tala
gæti breytzt.
KLM-þotan var að hefja sig til
flugs þegar slysið varð og komin á
nokkra ferð. Þota Pan Am var að
koma sér í flugtaksstöðu og beið
eftir að komast að ásamt nokkrum
öðrum flugvélum, að þvi er de
Framhald á bis. 19
Sorg í
Hollandi
Amsterdam, 28. marz. Reuter.
HOLLF.NZKAR útvarps-
stöðvar fluttu sigilda tónlist og
felldu niður venjulega dag-
skrárliði og þjóðin syrgði þá
sem fórust í mesta flugslysi
sögunnar.
Fundi í Verkamannaflokkn-
um er Joop den Uyl forsætis-
ráðherra átti að ávarpa var
frestað. (Jrslitaviðureign i hol-
lenzku hnefaleikakeppninni
átti að fara fram i dag en
henni var einnig frestað.
Forseti KLM, Sergio Or-
landini, sagði að erfitt mundi
reynast að bera kennsl á þá
249 sem fórust. (KLM birti
seinna nöfn þeirra sem fórust
og þeir voru 224 hollenzkir
ferðamenn, fjórir Bandaríkja-
menn, fjórir Vestur-
Framhald á bls. 46
Leifar KLM-risaþotunnar á Los Rodeos-flugvelli á Tenerife.
(AP-sfmamyndir)
Carter gagnrýndur
í upphafi viðræðna
Moskvu, 28. marz. AP.
LEONID Brezhnev, leiðtogi
sovézka kommúnistaflokksins,
hóf viðræður sfnar við Cyrus
Vance, utanrfkisráðherra Banda-
rfkjanna, f dag með árás á stefnu
Carters forseta f mannréttinda-
málum og sagði að afskipti af
sovézkum innanlandsmálum
gætu gert jákvæð samskipti
Rússa og Bandarfkjamanna að
engu.
Vance utanrfkisráðherra
svaraði ekki athugasemdum
Brezhnevs beint og las f staðinn
upp skýrslu um samskipti land-
anna og hvatti til ftarlegra við-
ræðna þrjá næstu daga.
Andrei Gromyko utanríkisráð-
herra tók seinna undir yfirlýs-
ingu Brezhnevs í veizlu og sagði
að með undirritun lokayfirlýs-
ingar Helsinki-ráðstefnunnar
1975 hefðu Bandaríkjamenn sam-
þykkt að skipta sér ekki af sovézk-
um innanlandsmálum.
Gromyko sagði að Rússar
leggðu sérstaka áherzlu á þessi
meginatriði og bætti því við að
Bandaríkjamenn yrðu að hafa
þær í heiðri ef þeir vildu viðhalda
góðum samskiptum við Rússa.
„Það væru alvarleg mistök að
halda annað," sagði hann.
Vance minntist ekki á mann-
réttindi í svarræðu sinni og ræddi
um nauðsyn áframhaldandi „bar-
áttu fyrir þvi að draga úr hættu á
Framhald á bls. 46
Spænskur þjóðvarðliði og starfsmaður Rauða krossins leita f brakinu að eigum farþega.
„Ég sá vini mína
liggja hreyfingar-
lausa í logunum”
liggjandi hreyfingarlausa í log-
unum,“ sagði Floy Heck, og
bætti við að þetta hefði verið
eins og i kvikmyndinni um
Hindenburg, þýzka loftfarið,
sem kviknaði i i Bandaríkjun-
um árið 1937.
Annar farþegi i Pan
American-þotunni, Jim Naik,
sagði i sjónvarpsviðtali að
sennilega væri hann sá eini,
sem sloppið hefði án teljandi
meiðsla frá þessu mesta flug-
slysi sögunnar.
„Ég kastaðist út á flugbraut-
ina þegar gífurleg sprenging
Framhald á bls. 46
Madrid. Santa Cruz,
28. marz. Reuter—AP—NTB.
„ÉG HEYRÐI hræðilegt brot-
hljóð og fyrst hélt ég að spreng-
ing hefði orðið. Svo fóru flygs-
ur úr loftinu að falla niður og
logarnir ætluðu allt að gleypa".
Þannig fórust sjötugri konu frá
Kaliforníu, Floy Heck, orð er
hún lýsti flugslysinu mikla sem
varð á flugvellinum á Santa
Cruz. Hún var f hópi 40 far-
þega, sem allir bjuggu f sama
dvalarheimili í Kalifornfu.
„Þegar ég skreið frá brenn-
andi flakinu leit ég til baka og
sá þá vini mina í hópnum