Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 3

Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 3 Aðalfundur Verzlunarbankans: Innlánsaukning nam 35,9% AÐALFUNDUR Verzlunar- bankans var haldinn að Hðtel Sögu s.l. laugardag, 26. marz. Fundarstjóri var kjörinn Hjört- ur Hjartarson, en fundarritarar voru Gunnlaugur J. Briem og Magnús Finnsson. Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri, formaður bankaráðs, flutti ftarlega skýrslu um rekst- ur bankans og þróun efnahags- mála á sfðast Iiðnu ári og verða hér á eftir rakin heiztu atriði úr ræðu hans. Þróun efnahagsmála Ef við leiðum hugann að þró- un efnahagsmáía á s.l. ári, verð- ur fyrst vart, að hægt hefur á verðbólgu frá fyrri árum, þótt engan veginn hafi náðst sú þró- un sem að hefur verið stefnt og æskilegt heföi verið að ná. Enn er við alvarlegan verðbólgu- vanda að stríða. Gangráða þessarar þróunar hafa verið hvoru tveggja, af er- lendum toga spunnir og inn- iendum. Seint á árinu 1975 tók að rofa til í efnahagslífi heims- ins eftir mikla erfióleika, sem einkenndust helzt af mikilli verðbólgu viða um lönd, sam- hliða miklu atvinnuleysi í helztu iðnrikjunum. Við Islend- ingar höfum verið blessunar- lega lausir við atvinnuleysið en haft þeim mun meira af verð- bólgunni að segja. Vaxandi framleiðsla og einkaneyzla samhliða minnk- andi verðbólgu I iðnríkjunum voru einkenni bata i efnahags- lifinu. Bjartsýni hins almenna neytanda og trú framleiðenda á batnandi tima voru hvatinn að þessari þróun. Stjórnvöld hafa víðast hvar verið mjög treg til aðgerða, sem leiða til vaxandi eftirspurnar af ótta við verð- bólguaukandi áhrif þeirra. Efnahagsbatinn I heiminum á s.l. ári varð þvi mun hægari en almennt var vonast eftir og skiptar skoðanir eru á varan- leika hans. Að margra dómi er hæg þróun varanlegri en ör, en að mörgu öðru þarf einnig að hyggja eigi efnahagsbatinn að haldast og hagvöxtur að verða með æskilegum hætti. Nú ný- verið hafa stjórnvöld í mesta iðnveldi heims ákveðið veruleg- ar eftirspurnaraukandi aðgerð- ir, sem án vafa munu hafa veru- leg áhrif um allan heim. Vænta má því vaxandi milliríkjaverzl- unar á komandi mánuðum um- fram þá aukningu, sem varð á s.l. ári, en hún hafði mjög dreg- ist saman á erfiðleikaárunum. Megin stefna íslenzkra stjórnvalda í efnahagsmálum er að draga úr verðbólgu, draga úr greiðsluhalla við útlönd, tryggja útflutningsatvinnuveg- um þolanlega afkomu og koma i veg fyrir atvinnuleysi. Með minnkandi verðbólgu í Frá aðalfundi Verzlunarbankans. helztu viðskiptalöndum okkar hefur dregið úr verðhækkun- um innflutningsvara okkar. Jafnframt hafa verðhækkanir orðið mun meiri á helztu út- flutningsvörum okkar, þannig að þróun viðskiptakjara varð Islendingum hagstæð á s.l. ári þó þau hafi verið mun lakari en þegar þau voru hagstæðust á árinu 1973. Á s.l. tveim árum hafa þjóðarútgjöld minnkað á föstu verðlagi. Samdráttur í einkaneyzlu varð 1975 en fjár- munamyndun minnkaði 1976. í stórum dráttum má segja að útflutningur okkar á s.l. ári hafi vaxið bæði að magni og verði á meðan innflutningur hafi nánast staðið í stað að magni og verðhækkanir orðið mun minni en á útflutningi. Þessi þróun hafði eðlilega já- kvæð áhrif á gjaldeyrisstöðu bankanna nettó og var bati hennnar verulegur en hafði stefnt svo mjög i neikvæða átt árin áður, að þrátt fyrir allt er hún enn neikvæð. Innlánsbinding og áhrif hennar Flutningur lánsfjármagns milli atvinnugreina hefur með- al annars átt sér stað með þeim hætti, að Seðlabankinn hefur skyldað innlánsstofnanir að eiga inni á bundnum reikningi hjá honum ákveðinn hluta af innlánum með mánaðarlegum hreyfingum eftir hreyfingum innlána. í fyrstu var bindi- skyldan 10% af innlánum en hefur farið hækkandi, hækkaði siðast um 2% 1. mai s.l. i 25%. Hér eru miklar fjárhæðir tekn- ar af innlánsstofnunum og dregið úr frjálsri útlánagetu þeirra að sinna þeirri atvinnu- grein, sem gert var ráð fyrir að þær þjónuðu með stofnun þeirra. Fjárhæðir þessar koma þó aftur til innlánsstofnana í formi endurlána til atvinnueg- anna, en i allt öðrum hlutföll- um en af þeim er tekið. Fyrst og fremst sjávarútvegur og landbúnaður en einnig iðnaður njóta þessara endurlána, en verzlunin er utangarðs. Þessi útlán fara fyrst og fremst fram í rikisbönkunum. Þeir lána því út i gegnum þetta kerfi miklar fjárhæðir af innlánum einka- bankanna og njóta þar af nokk- urra vaxtatekna, sem þeir eru i sjálfu sér ekki of saddir af. Hitt er öllu verra, að þeir sem inn- lánin hafa, njóta aðeins 1.25% Framhald á bls.46 Þorvaldur Guðmundsson, formaður Bankaráðs flytur ræðu á aðal- fundinum. Borun að Lauga- landi gengur vel Aukakostnaður vegna tafa orðinn 35 milljónir BORUN sfðustu holunnar að Laugalandi í Eyjafirði hefur gengið vel undanfarna daga að sögn lsleifs Jónssonar, forstöðu- manns Jarðborana rikisins, en eins og fram hefur komið i fréttum gekk borun holunnar mjög brösuglega um tfma og sat borinn Jötunn meira að segja blý- fastur I holunni I nokkra daga. Að sögn ísleifs virðist sem mestu erfiðleikarnir séu yfir stignir. Gripið var til þess ráðs eftir að borinn var búinn að fest- ast þrisvar sinnum, að fara út úr fyrri holunni á um 200 metra dýpi og bora þar nýja holu. Hefur það tekizt bærilega og er Jötunn nú kominn niður á 700 metra dýpi en borinn festist á sinum tíma á 450—460 metra dýpi. Sagði ísleif- ur að líklega yrði borað niður í 1500—2000 metra dýpi. Reiknað er með því að holurnar að Lauga- landi gefi af sér 150 sekúndulítra af heitu vatni. Það nægir ekki fyrir hitaveitu á Akureyri. Þarf því að bora tilraunaholur í Eyja- firði í sumar og verður það gert a.m.k. á tveimur stöðum, við Brúnalaug og Grísará. í Akureyrarblaðinu Degi er viðtal við Ingólf Árnason, for- mann hitaveitunefndar Akureyr- arbæjar. Samkvæmt upplýsingum hans er kostnaður við borun síð- ustu holunnar að Laugalandi orðinn 85 milljónir króna. Þar af eru 35 milljónir beinn auka- kostnaður vegna þeirra erfiðleika og tafa, sem orðið hafa við borun- ina. Hafa farið fram viðræður milli Akureyringa og Orkustofn- unar um það hver greiða eigi þennan mikla aukakostnað. Endurskoðun lokið á bókhaldi Vængja ENDURSKOÐUN á bókhaldi Flugfélagsins Vængja hf er lokið, en hana framkvæmdi Gunnar R. Magnússon, löggiltur endurskoð- andi. Er greinargerð hans um endurskoðunina birt I heild á bls. 31 i blaðinu í dag. Aðalfundur félagsins hefur verið ákveðinn 22. aprfl n.k. og f framhaldi af honum áformar félagið að halda fundi með umboðsmönnum sfnum. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar i gær hjá Vængjum hf., að stjórn félagsins hefði samþykkt einróma á fundi sínum í gær að stefna ábyrgðarmanni Dagblaðs- ins vegna greinar á forsiðu blaðs- ins síðastliðinn föstudag fyrir meiðyrði, atvinnuróg, til ómerk- ingar ummæla, til greiðslu skaða- bóta og refsingar. Formaður félagsins, Guðjón Styrkársson hrl, hefur áður stefnt blaðinu tvisvar vegna ummæla, sem þar komu fram. Þá ákvað stjórnin ennfremur í gær að hætta að flytja Dagblaðið með flugvélum félagsins. Að sögn félagsins er ástæðan langvarandi vanskil blaðsins á ^flutnings- gjöldum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.