Morgunblaðið - 29.03.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977
15
skrifa um tónlist
Slag-
verkstón-
leikar
ÁSKELL Másson er „virtúós" á
vissa tegund slaghljóðfæra, t.d. á
bongó og á pákutrommur. Það er
greinilegt að með honum blundar
þörf fyrir að skapa og eftir því
sem undirritaður hefur vit á og
hægt er að staðhæfa, þá bendir
margt til þess að hann eigi erindi
við nótnapappírinn. Vegna
augljósra hæfileika Áskels Más-
sonar og svo vegna þeirra mörgu
ungu hæfileikamanna sem beina
sköpunarþrá sinni I fafveg popps
eða jasslistar og telja
improvisation markmið og ein-
hverja nýstefnu, langar undir-
ritaðan til að reyna að gera örlitla
grein fyrir hugmyndum manna á
svonefndri improvisation.
Improvisation er upprunalegust
allra athafna á sviði tónlistar og
meðferð hljóðfæra er einsamfelld
improvisation, þar til farið er að
rita fyrir hljóðfæri, að því að talið
er á 12. og 13. öld eða um sama
leyti og menn kunnu að rita bæði
lengd og hæð tóna. Um leið og
skrásetning hefst þá breytast við-
horf manna til hljóðfæraleiks og
þá hefst sú þróun i hljóðfæra-
tækni, sem að því er virðist, er nú
komin að endamörkum sem ekki
verða sniðgengin nema með al-
gerri uppstokkun á hljóð-
myndunartækni. Þessi tækniþró-
un var því aðeins möguleg að
hægt var að skrá niður tónhug-
myndir og átti hvert tímabil sín
tæknisérkenni, sem bæði breytt-
ust með tilkomu nýrra hljóðfæra
og vegna sifelldra endurtekninga,
sem mögulegar voru vegna þess
að tónverkin voru skráð. Nútíma-
tónlistarmaður stendur andspæn-
is þeim vanda að þurfa að fara í
gegnum alla þessa tækniþróun til
að teljast nægilega menntaður.
Margir ungir fullhugar vilja snið-
ganga allan skólalærdóm og reyna
að skapa tónlist, sem ekki hefur
verið kennd eða lærð. í ákafanum
gleymist þýðingarmikið atriði og
það er þjálfunin, sem án leiðsagn-
ar getur og verður því miður oft-
ast ómarkviss og tímanum eytt 'i
óþarfar endurtekningar. Það hef-
ur margsinnis gerzt, að tóntak
alþýðutónlistar hefur verið nýtt
til svo nefndrar tónsköpunar,
bæði af menntuðum tónlista-
mönnum eins og t.d. Grieg og
Liszt og einnig af alþýðutónskáld-
um, sem ékki höfðu notið tón-
listarmenntunar eins og t.d.
Gerswin. Hann reynir að færa
tóntak jassins yfir í stærri form
en lagasmíði og tekst það, en jafn-
framt gerir hann sér grein fyrir
þekkingarfræðilegum takmörk-
um sínum og leitar sér mennt-
unar. Menntun getur verið á
margan hátt mótandi, en eitt af
því sem gerir hana dýrmæta, er sá
tímasparnaður sem kennsla getur
verið, í stað þess að leita að lausn
vandamála án leiðsagnar eða
hjálpar. Fyrst Gerswin hafði
hæfileika til sköpunar, hvað var
það þá sem hann þurfti að læra.
Hann bjó yfir tónhugmyndum,
sem menntaðir tónlistarmenn
þekktu varla og augljóst er að
listsköpun hans tæki harla lltið
mið af þekktum hugmyndum í
tónferii, stíl og efnismeðferð. Var
ekki nóg fyrir hann að
„impróvisera". öll tónsköpun
hefst á improvisation, að meira
eða minna leyti, en improvisation
á staðnum er að því leyti ólík
þeirri sem tónskáldið fæst við, að
á staðnum verður ekkert leiðrétt
eða endurskapað, en tónskáldinu
gefst aftur á móti tlmi til yfirveg-
unar og rækilegrar könnunar á
mörgum möguleikum. Eitt af því
sem talið er að hafi staðið þróun
jassins fyrir þrifum, er það fyrsta
sú árátta að halda sig við dægur-
lagið, sem bindur tónhugsunina i
fjötra venjubundinna lagforma,
og I öðru lagi að lögð hefur verið
aðaláherzla á impróvisation, sem i
allri gerð er háð getu hvers hljóð-
færaleikara, án þess að höfundur
Framhald ð bls. 36
Athyglisvert
framtak
Á siðast liðnu ári flutti
FOLKET, blað bindindishreyf-
ingarinnar í Noregi, merkilega
frétt um stórathyglisvert framtak
sem hér virðist hafa farið fram
hjá mörgum. Verður hér vikið
með nokkrum orðum að framtaki
þessu og hver tildrögin voru.
Eins og mörgum íslendingum
er kunnugt hefur félagsmála-
starfsemi Norðmanna á ýmsum
sviðum verið einkar fjölþætt og
þróttmikil um langt árabil. Nægir
í því sambandi að nefna ung-
mennafélögin, lýðháskóla-
hreyfinguna, góðtemplarara-
regluna og ýmis önnur bindindis-
samtök.
En á síðari árum allmörgum,
þegar gjörbreyttir þjóðlífshættir
tóku að festa rætur, dró smám
saman úr félagslegum áhuga þar í
landi eins og raunar víða annars
staðar. Kom þetta m.a. niður á
starfi bindindishreyfingarinnar,
öllum deildum hennar, svo að til
mikilla vandræða horfði að dómi
allra þeirra sem þar voru í farar-
broddi. Var þeim ljóst að gera
þurfti stórt og samstillt átak ef
takast ætti að rétta við á ný. Ann-
ars mundu margar félagadeildir
ekki eiga viðreisnar von og hverf a
að fullu af sjónarsviði.
Á landsþingi norskra bindindis-
samtaka sem haldið var í Rörás i
nóvember 1972 var þetta mál rætt
rækilega og einhuga samþvkkt
tveggja ára sóknaráætlun sem öll
bindindissamtökin stóðu að. Tak-
markið var að tryggja stöðu bind-
indishreyfingarinnar í þjóðlífinu
svo sem verða mætti á þeim tíma
og endurvekja og stofna 1000
félagsdeildir á vegum hinna
ýmsu bindindssamtaka.
Voru siðan nokkrir traustir
menn kosnir til að kynna og
skipuleggja þessa stórsókn sem
hófst tæpu ári síðar, 1. október
1973.
I þessari smágrein, sem aðeins
er ætlað að vekja athygli á merku
framtaki norskra bindindis-
samtaka, verður hin mikla sókn
þeirra ekki frekar kynnt heldur
aðeins skýrt frá niðurstöðum.
Þar sem allir fulltrúar lands-
þingsins voru einhuga um að
hefja þessa sókn og hétu að gera
sitt bezta, hver innan sinna sam-
taka, varð árangur næstum ótrú-
lega góður. Því háleita marki að
endurvekja og stofna 1000 nýjar
félagsdeildir varð að vísu ekki
náð. Mörg Félagasamtökin náðu
þó alveg furðu hárri tölu nýrra
deilda og skulu hér aðeins nefnd
um það nokkur dæmi.
Blái krossinn sem er mjög
öflugur í Noregi náði hæstri tölu
nýrra deilda eða 117, Bindindis-
félag ökumanna 71, Góðtemplara-
reglan 57, Norskir untemplarar
53, Hvíta bandið 49 og ýmis önnur
samtök nokkru færri.
Öllum oddamönnum norskra
bindindismála ber saman um að
þessi tveggja ára sókn hafi haft
margvísleg áhrif til góðs og treyst
stöðu bindindishreyfingarinnar
að miklum mun.
Mér virðist að hér sé um að
ræða fordæmi sem forystumenn
íslenskra bindindismála ættu að
kynna sér vel og taka til gaum-
gæfilegrar athugunar.
Sigurður Gunnarsson.
Tilbúinn undir tréverk
Hann er þess virði að þú lítir á hann tvisvar, nýi
Volvoinn. Nýjungar, eins og ”hrein grind” með
völsuðum langböndum, rafkerfi tengt í einum
aðgengilegum töflukassa, lofthemlakerfi í nylon-
leiðslum, 50 gráðu snúningsgeta, þrátt fyrir aðeins
3,8 metra lengd milli hjóla, koma þér skemmtilega
á óvart. Eins og allt annað í sambandi við Volvo N.
Volvo N er fangt á undan öðrum í tækni og útliti.
Volvo N er vörubíll framtíðarinnar orðinn að
raunveruleika. Volvo N nýtir hvern einasta mögu-
leika til hins ýtrasta í þágu eigandans. Allar tækni-
legar upplýsingar um Volvo N eru ávallt til reiðu
í Volvosalnum við Suðurlandsbraut. Hafið samband
við Jón Þ. Jónsson.