Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 17

Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 17 Stjórn M.R. og framkvæmdastjóri, talið frá vinstri: Jón M. Guðmunds- son, Einar Tönsberg, Sigsteinn Pálsson, Leifur Guðmundsson, Ólafur Andrésson og Sigurður Sigurðsson. FÓÐURFLUTNINGABIFREIÐ félagsins, sem flytur laust fóður, losar i fóðurturn hjá svínabúinu Grisabóli f Mosfellssveit. Ljósm. Mbi. Friðþjófur. Skrifstofur og verzlun M.R. hafa frá árinu 1955 verið að Laugavegi 164. mjólkursölumál. Starfrækir Mjólkurfélagið þá áfram mjólkur- stöö sína en i marz 1936 selur félagið Mjólkursamlagi Kjalar- nesþings stöðina og er hún þá rekin undir yfirumsjón Mjólkur- félagsins samkvæmt samningum milli stjórna Mjólkursamlagsins og Mjólkurfélagsins. Þann 8. júli 1936 gefur rikisstjórnin út bráða- birgðalög, sem heimila að taka mjólkurstöðina við Hringbraut leigunámi og var það gert. Þar með var afskiptum Mjólkurfélags- ins af sölu- og dreifingu mjólkur i Reykjavík lokið. Mjólkurfélagið einbeitir sér hér eftir að verzlunarþjónustu í þágu félagsmanna sinna og annarra bænda. Á árunum 1952 — 1955 byggir félagið að Laugavegi 164 og var þar komið upp fóður- blöndunarstöð og öil starfsemi félagsins flutt þangað. í þessu húsnæði eru enn til staðar skrif- stofur félagsins og verzlun þess. Fóðurblöndunarstöð félagsins var árið 1965 flutt í nýtt húsnæði á samliggjandi ióð við Brautarholt og eru þá keyptar mjög fullkomn- ar blöndunarvélar. Ári síðar byrj- aði félagið fyrst allra hériendis að framleiða fóðurköggla. Sala á fóðurkögglum jókst mjög ört og árið 1969 kaupir félagið korn- dælubíl, þann fyrsta sem notaður var hér á landi, og hefur sölu á lausu kjarnfóðri. Þá er á árinu 1969 hafinn undir- búningur að byggingu korn- geymsluturna og uppskipunarað- stöðu á lausu korni í Sundahöfn en að þessum framkvæmdum stóðu auk Mjólkurfélagsins Fóðurblandan h.f. og Samband íslenzkra samvinnufélaga. Tók fyrirtækið Kornhlaðan til starfa i ágúst 1971 en eignaraðild M.R. að því er H. Við lok ársins 1971 eru hafnar á vegum Mjólkurfélagsins byggingarframkvæmdir við nýja fóðurblöndunarstöð við hlið Kornhlöðunnar í Sundahöfn og var sú blöndunarstöð tekin í notk- un seint á árinu 1972 en blöndunarsamstæður og korn- mylla voru þá fluttar úr verk- smiðju félagsins við Brautarholt. Mjólkurfélag Reykjavikur selur nú milli 17% og 18% af heildar- fóðurbætissölunni í landinu en félagið dreifir vörum sínum allt norður í Húnavatnssýslu, vestur í Dali og austur i Árnes- og Rangár- vallasýslu. Leifur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Mjólkurfélagsins, sagði í samtali við blaðið, að starf- semi félagsins hefði í raun breytzt i samræmi við þær breytingar, sem orðið hefðu á búskap í nágrannasveitum Reykjavíkur. Kúabúskapur hefði lagzt af að miklum hluta og sagði Leifur, að félagið hefði breytt sinni fóður- vörusölu í samræmi við þetta yfir í hænsna- og svínafóður og þjón- ustu við þessar búgreinar eftir því, sem mjólkurframleiðendum hefur fækkað. Nefndi Leifur, að þegar hann hóf störf hjá félaginu fyrir 12 árum hefði kúafóður numið um 70% af fóðurvörusöl- unni en hænsna- og svínafóður 30%. Nú hefði þetta hlutfall snúizt við. —Margur gæti haldið að starf- semi félagsins væri að dragast saman, vegna breyttra búskapar- hátta í nærsveitum Reykjavíkur, en svo er ekki. Félagið hefur haldið sínum hlut i heildar fóður- vörusölunni og farið hefur verið inn á nýja brautir. Félagið er vel stætt fjárhagslega og á verulega miklar eignir en meginmarkmið félagsins hverju sinni er að reyna eins og kostur er að auðvelda þeim bændum, sem mynda félag- ið, útvegun rekstrarvara fyrir bú sín og á sem hagstæðustu verði hverju sinni. Mjólkurfélagið hef- ur alltaf sett gæði þeirra vara, sem það hefur selt, í öndvegi, því gæði fóðursins hafa afdrifarík áhrif á hvernig til tekst hjá bænd- um með fóðrun bústofnsins, sagði Leifur að lokum. Fyrsti formaður Mjólkurfélags- ins var eins og áður sagði Jón Kristjánsson en árið 1919 tekur Þorlákur V. Bjarnar, Rauðará, við formennsku í félaginu en aðrir formenn félagsins hafa verið: Björn Ólafs, skipstjóri, Mýrar- húsum, 1924 — 1934, Guðmundur Ólafs, bóndi Nýja-Bæ, 1934 — 1954, Ólafur Bjarnason, bóndi Brautarholti, 1954 — 1970, Jónas Magnússon, bóndi Stardal, 1970 og núverandi formaður er Ólafur Andrésson, bóndi Sogni. Aðrir i stjórn félagsins nú eru Sigsteinn Pálsson, Blikastöðum, varafor- maður, Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lambhaga, ritari, og með- stjórnendur Einar Tönsberg, Reykjavik, og Jón M. Guðmunds- son, Reykjaum. Jón Kristjánsson var eins og áður sagði einnig fyrsti fram- kvæmdastjóri félagsins en hann lézt 1918 og tók þá Eyjólfur Jóhannsson frá Sveinatungu við starfi framkvæmdastjóra og gegndi því til ársins 1945. Þó tók við Oddur Jónsson og gegndi því til ársloka 1964 en þá tók núver- andi framkvæmdastjóri, Leifur Guðmundsson, við. Fulltrúi og skrifstofustjóri félagsins í yfir 40 ár var Yngvi Jóhannesson, því starfi gegnir nú Sigurður Eyjólfs- son. Starfsmenn Mjólkurfélagsins eru nú 35. Það þarf að gæta ftrustu nákvæmni þegar fóðri er blandað. Hér er það Sigurjón Jónsson, sem blandar. Hiidur Helgadóttir lokar hér fyrir fóðurbætispoka. M 9 matvælakynning Opnuð í dag kl. 2 e.h. í Iðnaðarhúsinu við Hallveigarstíg. 25 fyrirtceki sýna: Kjötvörur - lagmeti - mjólkurvörur þ.á.m. is, smjör og osta brauðvörur - smjörlíki - drykkjarvörur - súpur - kex og scelgceti. Opið daglega kl. 12 - 22. Kymingurmi lýkur á surmudagskvöld. Gestahappdrcetti, dregið daglega. - Okeypis aðgangur. Þér býðst að bragða á - ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.