Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 43

Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 43
23 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 hennar, en þar sem hún er mjög ung að árum er nægur tími til að lagfæra þennan taktiska galla. I sveitakeppninni, en keppt er i þriggja, fimm og tiu manna sveit- um í öllum flokkanna, voru FH- ingar sigursælir. Unnu þeir alla bikara í telpna-, sveina- og drengjaflokkum, og hlutu tvo i piltaflokki, eða samtals 8 bikara. ÍR-ingar hlutu alla sveitabikara I karlaflokki, að bikar elztu sveitar undanskildum, eða þrjá alls. HSK-hlauparar hlutu báða bikara i kvennaflokki, en þar var engin 10 kvenna sveit. Hlaut þetta sam- band einnig bikar elztu sveitar, en kempur þær voru allar mjög sporléttar, og létu það lítið á sig fá að „rúlla“ rúma 6 kílómetra. Ung- ir og efnilegir hlauparar úr UBK unnu bikar þriggja manna sveitar piltaflokks. Hlaupið fór í alla staði vel fram, og var framkvæmdaraðiluin, stjórn Frjálsiþróttasambandsins, til mikils sóma. Það óeigingjarna starf sem þessir menn vinna virð- ist ætla að bera gifturíkan ár- angur, en telja verður að hin mikla aukning þátttakenda i hlaupi þessu endurspregli vax- andi vinsældir frjálsíþróttanna hérlendis. — ágás. Margir hlaupararnir voru orðnir aðframkomnir er 1 marklð kom, og þvf var hjálp og aðstoð félagsmanna vel þegin. Pétur Grétarsson Leikni Pétur Hrafnsson Leikni Þorkell Gfslason Leikni Samtals 125 hlauparar 3m sveit UBK FH 15 stig 19 stig 5 m sveit FH 41 stig IR 68 stig lOm sveit FH 199 stig HSK 261 stig Elzta 5 m sveit var HSK og elzti þátttak- andinn Stefán Jasonarson HSK, 62 ára. Flemming Delfs og Lene Köppen — dönsku badmintonsnillingarnir sem létu mikið að sér kveða í „All England“ keppninni. Þessa mynd tók Friðþjófur eftir Norður- landameistaramótið f haust. DELFS SIGRAÐIKINGI GLÆSILEGUM ÚRSLITALEIK DANSKI badmintonsnillingurinn Flemming Delfs bar sigur úr býtum I hinni árlegu „All England" badmintonmóti, sem til þessa hefur verið óopinber heims- meistarakeppni. Lék Delfs til úr- slita við Indónesann Liem Swie King, og var leikur þeirra einn eftirminnilegasti úrslitaleikur sem fram hefur farið i „All England" keppninni til þessa, og að mati þeirra, sem fylgzt hafa með mótum þessum, einn sá bezti. Stóð leikurinn 1 röska klukkustund og lyktaði sem fyrr greinir með sigri Dlefs 15—17, 15—11 og 15—8. Hefndi Delfs þar með fyrir tap sitt fyrir King á opna sænska meistaramótinu fyrr í vetur, en þá lék Indónesinn Danann sundur og saman og sigraði 15—4 og 15—8 í úrslita- leiknum. — Ég hafði þann leik sannar- lega í huga, sagði Delfs, eftir keppnina að þessu sinni. Síðan ég tapaði svo illa fyrir King hef ég æft mjög vel og hér ætlaði ég mér ekkert annað en sigur. Og ég ætla mér líka að fylgja honum eftir og sigra i heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð. Indónesar bundu miklar vonir við King i mótinu að þessu sinni en hann er arftaki hins fræga Rudy Hartono sem sigraði i „All England“ keppninni i átta skipti af þeim níu sem hann var þar meðal þátttakenda. Flemming Delfs náði fljótlega 3—0 og 5—2 forystu í úrslita- leiknum, en King náði síðan að jafna 5—5 Aftur tók Delfs forystu og komst i 12—6 og siðan i 14—10 þannig að hann vantaði aðeins einn punkt til þess að sigra i fyrstu lotunni. En King var ekki á því að gefa sig. Náði að jafna 14—14 og í hækkuninni hafði hann siðan betur og vann 17—15. í annarri lotunni hóf Delfs leikinn af miklum krafti og komst á skammri stundu í 6—3 og siðan 10—4. Þar með hófst gífurleg bar- átta og i langan tíma vann hvorug- ur kappanna punkta. Þar fór að lokum að Delfs komst í 14—7 og eftir að King mistókst sending náði Delfs þeim eina punkti sem vantaði til sigurs. í úrslitalotunni var síðan barizt upp á lif og dauða. Stórkostleg „smöss“ Delfs færðu honum 8—3 forystu, og síðan urðu King á hver mistökin af öðrum og Delfs komst i 12—6. En þá upphófst sami slagurinn og i annarri lotunni. Hvorki'gekk né rak, og báðir voru badmintonkapparnir gjörsamlega útkeyrðir er Delfs tókst að vinna þá punkta sem vantaði til sigurs. í úrslitaleik kvenna mættust japanska stúlkan Hiero Yuki og danska stúlkan Lene Köppen. Þar var einnig um mjög jafna og harða viðureign að ræða, sérstak- lega til að byrja með. Köppen vann fyrstu lotuna 11—7, en þá náði Yuki sér verulega á strik og vann síðan 11—3 og 11—7. Var þetta í fjórða sinn sem Yuki sigr- ar í einliðaleik kvenna i „AIl Eng- land“-keppninni. Hún varð einnig sigurvegari 1969,1974 og 1975. í tviliðaleik kvenna sigruðu Etsuko Toganoo og Emiko Ueno frá Japan þær Margaret Lock- wood og Nora Perry í úrslitaleik 15—3 og 15—10. Sigurvegarar í tvíliðaleik karla urðu Tjun Tjun og Johan Wahjudi frá Indónesíu, en þeir mættu löndum sínum Christian og A.A. Chandra i úr- slitaleik. 15—7 og 18—15 urðu úrslit leiksins. Sigurvegarar i tvenndarleiknum urðu svo Derek Talbot og Gillian Gilks frá Eng- landi. Unnu þau landa sína Mike Tredgett og Nora Perry í úrslita- leik 15—9 og 15—9. VON RANGERS ÚTI GLASGOW Rangers missti endanlega vonina um sigur f skozku úrvalsdeildarkeppninni á laugardaginn, er liðið tapaði mjög svo óvænt fyrir neðsta liðinu i deildinni, Kilmarnock. Var það fyrirliði Kilmarnock, Alan Robertson, sem skoraði eina mark leiksins. Celtic heldur hins vegar sinu striki og hefur nú svo gott sem tryggt sér sigurinn í úrvalsdeild- inni — er með 5 stigum meira en næsta lið og hefur samt Ieikið einum leik færra. Á laugardaginn vann Celtic öruggan sigur yfir helzta keppinaut sinum, Dundee Utd. Voru það Joe Craig og Ronnie Galvin sem skoruðu mörkin. Staðan í skozku úrvals- deildinni er þessi: Celtic Dundee Utd. Rangers Aberdeen Hibernian Partick Motherwell Ayr Utd. Hearts Kilmarnock 27 18 6 3 64:31 42 28 15 7 6 48:32 37 29 12 10 7 44:30 34 28 12 9 7 44:30 33 28 7 14 7 28:28 28 28 8 9 11 31:39 25 25 8 7 10 39:42 23 28 8 6 14 35:54 22 28 5 1013 37:50 20 29 4 6 19 26:60 14 FRIÐRIK ÞÓR BÆTTI LANGSTÖKKSMETIÐ FRIÐRIK Þór Óskarsson, IR, setti nýtt islandsmet f langstökki innanhúss, er hann stökk 7,15 metra á Reykjavlkurmeistara- mótinu sem fram fór um helgina. Sjálfur átti Friðrik eldra metið, sem var 7,10 metrar. Sýndi Frið- rik Þór mikið öryggí f keppninni og voru öll stökk hans lengri en 7 metrar. Bendir þetta afrek Frið- riks Þórs til þess að hann eigi að geta höggvið nærri islandsmetinu f langstökki f sumar, en það er 7,46 metrar. Fremur litil þátttaka var i Reykjavíkurmeistaramótinu, en hins vegar skemmtileg keppni í mörgum greinum. Þannig vann t.d. Elias Sveinsson 50 metra grindahlaupið á 6,9 sek., en bæði Valbjörn Þorláksson og Björn Blöndal hlupu á 7.0 sek. Aðrir Reykjavíkurmeistarar urðu: 50 metra hlaup: Björn Blöndal, KR, 5,8 sek. 800 metra hlaup: Karl Blöndal, ÍR, 2:35,0 mín. Kúluvarp: Elias Sveinsson, KR, 14,34 metrar Hástökk: Elías Sveinsson, KR, 1,85 metrar 50 metra hlaup kvenna: Ingunn Einarsdóttir, ÍR, 6,4 sek. 50 metra grindahlaup kvenna: Ingunn Einarsdóttir, ÍR, 7,3 sek. Hástökk kvenna: Þórdís Gisla- dóttir, ÍR, 1,60 metrar Kúluvarp kvenná: Ása Halldórs- dóttir, Á, 11,76 metrar Langstökk kvenna: Lára Sveins- dóttir, Á, 5,64 metrar 800 metra hlaup kvenna: Brynja Bjarnadóttir, ÍR, 2:52,3 mín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.