Morgunblaðið - 29.03.1977, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 29.03.1977, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 27 Algjört áhugaleysi Valsmanna kostaði þá næstum því stig ÓBURÐUGRI leikur milli tveggja 1. deildar liða i hand- knattleik hefur tæplega sézt I langan tíma en Valur og Þrðttur sýndu ( leik sfnum ( Laugardals- höllinni á laugardaginn. Oft átfð- um var þvf lfkara að þarna væri um hreina byrjendur f hand- knattleiksfþrðttinni að ræða en lið sem eru f 1. deild, og annað þeirra reyndar að berjast um meistaratitilinn. Áhugaleysi leik- manna, sérstaklega þð Vals- manna, virtist algjört, og ár- angurinn var lfka eftir þvf. Urslit- in f leiknum urðu 21—20 sigur Valsmanna, en þðtt aðeins einu marki munaði að leikslokum, náði leikurinn þvf aldrei einu sinni að vera spennandi. En víst er, að Valsmenn verða að taka sig verulega á ef þeir ætla að eiga einhverja von um að hreppa meistaratitilinn í ár. Það er ekki nóg afsökun að and- stæðingurinn sé fremur slakur og leiki Ieiðinlegan handknattleik, til þess að detta jafn langt niður á meðalmennskustigið, eða niður fyrir það, eins og liðið gerði í þessum leik. Öhætt er að fullyrða að aðalkeppinautur Valsmanna um titilinn, Víkingar, eru miklu frískari og ákveðnari í leik sínum, og ekkert nema eitthvað slíkt get- ur varnað því að Valsmenn tapi stigum það sem eftir er mótsins. Af eðlilegum ástæðum reyndu Þróttarar mikið til þess i Ieiknum að halda kettinum og spila upp á að skora. Staða þeirra er þannig að allt útlit er fyrir að þeir þurfi að keppa við næst efsta liðið i 2. deild um sætið í 1. deil að ári, og vfst er að sá leikur verðu ekki auðveldur fyrir Þróttara. Má mik- ið vera ef skárri liðin i 2. deild eru ekki töluvert betri um þessar mundir en lélegri liðin í 1. 'deild, og alla vega virðast 2. deildar leikmennirnir hafa meira gaman af því að leika handknattleik en „hinir stóru“. Sóknarlotur Þróttar í leiknum voru margar nokkuð langar, og stundum það litil ógnun í þeim, að ekki hefði verið óeðlilegt að töf hefði verið dæmd. Dómararnir Gunnlaugur Hjálmarsson og Karl Jóhannsson dæmdu hins vegar ekki nema einu sinni töf i Ieikn- um, og þá eftir að Valsmenn höfðu verið að dúlla með knöttinn vel á aðra mínútu fyrir framan Þróttarvörnina, án þess einu sinni að gera tilraun til þess að ógna. Eini maðurinn sem eitthvað kvað að í þessum leik var Jón Pétur Jónsson, Valsmaður, sem barðist lengi af dugnaði, en var stundum heldur of bráður á sér að skjóta. Aðrir leikmenn Vals voru sem stungnir svefnþorni, og náðu aldrei að vakna til lífsins í leiknum, hvorki í vörn né sókn. Voru oft ævintýralega stórar gluf- ur sem mynduðust í Valsvörnin f leiknum, en þær náðu Þróttarar þó ekki næstum alltaf að nota sér, þar sem spil þeirra gekk nær endalaust upp á miðjuna, þar sem menn reyndu að troða sér f gegn. Þegar Þróttur hins vegar náði að teygja dálítið á Valsvörninni fengu þeir færin. Hið sama má raunar segja um Valsmenn. Ógnunin i hornunum hjá þeim var nánast engin, og sárasjaldan gekk knötturinn út í þau. Vafalaust hefur það haft sitt að segja hjá liðinu, að það hefur talið sér sigurinn yfir Þrótturum vísan, en þegar svo er, þá er þess ekki að vænta að leikmenn leggi sig fram, né sýni mikið af sér. Leikurinn var allan tímann í járnum, en oftast höfðu Vals- menn þó betur. Þegar Þrótturum tókst að halda knettinum nógu lengi, tókst þeim þó að jafna og komast yfir, en þegar mest á reið fyrir liðið, var hins vegar farið að skjóta úr vonlitlum færum, og því fór sem fór. —stjl. Eitt af mörkunum 50 f uppsiglingu. Ágúst Svavarsson skorar f gegnum galopna Framvörnina. FRAM HAFÐIBETURI SKOTKEPPNIVIÐIR Mikilli skotkeppni Fram og ÍR f 1. deildar keppni íslandsmótsins I handknattleik á laugardaginn lauk með sigri Framara 27—23, og hafa þeir þar með svo gott sem tryggt sér það að sleppa við aukaleik við 2. deildar lið um 1. deildar sæti í vor. Svo sem tölurnar gefa til kynna voru skoruð hvorki fleiri né færri en 50 mörk J leiknum, en þvi miður er slík markasúpa ekkert einsdæmi I íslenzkum handknattleik um þessar mundir. Og hefðu ágæt færi I þess um leik nýtzt betur, hefðu mörkin alveg eins getað verið 60—70. En hvað segja þessar tölur um leik- inn? Var þarna um að ræða frábæran sóknarleik beggja liða? Voru varnir liðanna og markvarzla þeirra fyrir neðan allar hellur? Svör við þessum spurningum eru örugglega öllum þeim er fylgdust með leiknum Ijósar. Hvorugt liðið lék nokkuð sem kallazt getur vernarleikur, og á stundum fannst manni það bara orkueyðsla fyrir leikmennina að vera að hlaupa lengra aftur en að miðjunni. Er slæmt til þess að vita hversu varnarleikurinn er orð- inn að algjörri hornreku í íslenzkum handknattleik, og ef þjálfararnir gera ekki stórátak til þess að bæta þar um betur á næstunni, er varla von á burðugum handknattleik í framtiðinni Leikur Fram og ÍR á laugardaginn var í sæmilegu jafnvægi til þess að byrja með — liðin skiptust á um að skora, en meiri ógnun var þó i leik ÍR-inga og hraði. Það kom hins vegar fljótlega í Ijós að markakóngur Framar- anna Pálmi Pálmason, er nú búinn að ná sér eftir erfið veikindi í vetur, og þegar Pálmi er í ham, er erfitt að ráða við hann. ekki sízt fyrir vörn eins og ÍR-liðið hefur á að skipa. Bæði var að Pálmi skoraði sjálfur með fallegum langskotum, og eins var það hann sem reyndi að drífa upp spil hjá Framliðinu, og var einn af fáum sem taldi það ekki skyldu sína að stinga knettinum niður einu sinni til tvisvar áður en hann sendi hann frá sér. í byrjun seinni hálfleiks virtust ÍR- ingar hálfpartinn gefast upp Sóknir liðsins stóðu ekki nema örfáar sekúnd- ur — þá var skotið. án tillits til þess hvort um færi var að ræða eða ekki í framhaldi af þessu náði Fram 7 mark forystu, er staðan var 21 —14 um miðjan hálfleikinn. En þá upphófst sami leikurinn hjá Fram Óþolinmæði var allsráðandi, og skotið var án afláts. Voru Framarar oft óheppnir með þessi skot sln Þau lentu í ÍR-vörninni, eða fóru framhjá markinu, og smátt og smátt tóku ÍR-ingar að saxa á forskotið Náðu þeir því þrfvegis niður i tvö mörk undir lok leiksins, en það nægði þeim þó ekki, þar sem vörn liðsins var þannig að Framarar gátu skorað, ein- ungis ef þeir vildu það við hafa Varla er vafamál að Framliðið tekur miklum stakkaskiptum til hins betra, strax og Pálmi Pálmason er i fullu fjöri, og alls ekki er óeðlilegt að álykta að Fram geti sett strik i reikninginn i þeim leikjum sem liðið á eftir Með þessu tapi er von ÍR-inga um eitt af toppsætunum í deildinni hins vegar úr sögunni, og er næsta furðu- legt hversu lítið verður úr liðinu, eitt árið til viðbótar Skýringin er fyrst og fremst sú, hversu hörmuleg vörn liðs- ins er. Það er ekki nóg að skora á þriðja tug marka i leik þegar and- stæðingurinn getur án mikillar fyrir- hafnar skorað mun fleiri Einu ÍR- ingarnir sem stóðu eitthvað upp úr í þessum leik voru þeir Brynjólfur Markússon og Sigurður Gíslason, en sá síðarnefndi. er ágætur varnarleik- maður, sem þó má sín ekki við margn- um, fremur en aðrir. — stjl. VÍKINGAR í MESTA BASLIMEÐ GRÚTTU GRÓTTUMENN sýndu sinn bezta leik f vetur, þegar þeir mættu Víkingi í 1. deild- inni í handknattleik f Hafnarfirói á sunnudagskvöldið. Það var sérstaklega f seinni hálfleiknum að leikmenn Gróttu náðu sér á strik. Áttu Vfkingarnir þá f mesta basli með Gróttu og það var ekki hægt að merkja það að þarna ættust við botnliðið f deildinni og annað topp- liðanna. En Vfkingarnir höfðu það af að sigra en sigurinn var f minnsta lagi, 25:23 eftir að staðan hafði verið 15:10 f hálfleik, Vfkingunum f vil. Gróttumenn sitja sem fastast á botninum með sitt eina stig og sfðasta von þeirra er að sigra Þrótt á laugardaginn kemur, ef Þróttur verður þá ekki búinn að krækja sér f stig til viðbótar þeim 3 stigum, sem liðið hefur núna. í lið Víkings vantaði Þorberg Aðal- steinsson, sem var f leikbanni og Páll Björgvinsson lék fingurbrotinn og gat því ekki beitt sér nægilega. Veikti þetta liðið að sjálfsögðu. Leikurinn á sunnudags- kvöldið var jafn til að byrja með, liðin skiptust á um forystuna en um miðjan fyrri hálfleikinn tóku Víkingarnir góðan sprett og náðu sex marka forystu. Var Björgvin Björgvinsson geysidrjúgur á þessu timabili. Björgvin skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og kom Víkingunum yfir 16:10. En nú kom 12 minútna kafli, þar sem Víkingarnir skor- uðu ekki mark á meðan Gróttumenn skor- uðu 4 mörk og minnkuðu muninn í 16:14. Var geysimikil barátta í vörn Gróttu þennan tíma og gekk hvorki né rak i sókninni hjá Víkingunum. En þeir tóku sig á Víkingarnir um miðjan seinni hálf- leikinn, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu aftur sex marka forskoti, 21:15. En undir lokin voru það Gróttumenn sem tóku sprettinn. Minnkuðu þeir forskotið smátt og smátt niður i tvö mörk, en sigur Víkings var aldrei i hættu. í liði Víkings var Björgvin Björgvinsson langbeztur bæði i vörn og sókn. Gróttu- menn reyndu að gæta hans vel á línunni en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði, sér- staklega í fyrri hálfleik. Björgvin sleit sig hvað eftir annað lausan frá varnar- mönnunum og skoraði hann sjö mörk í átta skottilraunum, sem er afbragðsgott hjá línumanni. Hann var auk þess einn fárra I Víkingsliðinu sem stóðu sig vel í vörninni. Ólafur Einarsson kom ágætlega frá leiknum en Viggó Sigurðsson, sem skoraði 6 falleg mörk, skemmdi mikið fyrir sér með alltof mörgum villum. í heild var þetta slakur Ieikur hjá Víkingi og markvarzlan var slök, sérstaklega þegar leið á leikinn, en þess ber að geta, að vörnin hjá Víkingi versnaði eftir því sem á leið. í liði Gróttu kom Hörður Már Kristjáns- son verulega á óvart eftir fremur slaka leiki upp á siðkastið. Hann skoraði sjö mörk og gekk Víkingunum illa að ráða við hann. Þá var Björn Pétursson drjúgur að vanda og Gunnar Lúðvíksson staðfesti það enn einu sinni, að hann er mjög vaxandi hornamaður. Dómarar voru Kristján Örn Ingibergs- son og Kjartan K. Steinbach og dæmdu þeir leikinn mjög vel. —SS. Viggó Sigurðsson er þarna kominn í gott færi eftir hraðaupp- hlaup Víkinganna og Stefán örn í Gróttumarkinu fær ekki komið við vörnum að þessu sinni. Annars voru Viggó oft mislagðar hendur í leik þessum og misnotaði jafnvel eins góð færi og þetta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.