Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 Aóalfundur Samvinnubankans: Innlánsaukning nam Aðalfundur Samvinnubankans var haldinn að Hótel Sögu laugar- daginn 19. marz s.l. Fundarstjóri var kjörinn Ragn- ar Ólafsson, hrl., en fundarritari Margeir Daníelsson, hagfræðing- ur. Formaður bankaráðs, Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti itar- lega skýrslu um starfsemi bank- ans á s.l. ári og rakti í stuttu máli fjármálaþróunina almennt séð. Kom þar meðal annars fram, að þróun peningamála hjá innláns- stofnunum hefði einkennst af meiri þenslu en á árinu 1975, þótt mikið drægi úr henni tvo síðustu mánuði ársins. Heildarinnlán inn- lánsstofnana hefðu aukist um 33.0%. Þar af jukust spariinnlán um 36.1%, en veltiinnlán um 23.7%. Verður þróun innlána að teljast hagstæð, sérstaklega með tilliti til spariinnlána. Útlán inn- lánsstofnana í heild hækkuðu um 29.6%, sem er heldur meiri aukn- ing en árið áður, þá var hún 26.0%. Fóru útlán því nokkuð fram úr útlánasamkomulagi inn- lánsstofnana við Seðlabankann. Lausaf járstaða innlánsstofnana gagnvart Seðlabanka batnaði einnig lítilsháttar á árinu. Þessu næst vék Erlendur að starfsemi Samvinnubankans. Ár- ið 1976, var ár mikilla umsvifa. Heildarveltan óx um 34.6% og fjárfestingar og framkvæmdir á vegum bankans voru allmiklar. FRAMKVÆMDIR Á árinu tókust samningar við Samvinnutryggingar um kaup á öllum fasteignum þeirra, er bank- inn hefur haft til afnota fyrir starfsemi sína, en þessar eignir eru á Akranesi, Patreksfirði, Húsavik, Egilsstöðum og í Grundarfirði. Bankinn hefur þeg- ar yfirtekið tvær af þessum eign- um, á Akranesi og Egilsstöðum, en hinar verða afhentar á þessu og næsta ári. Lokið var við bygg- ingu bankans á Stöðvarfirði, og var húsnæðið tekið í notkun í ágústmánuði s.l. Einnig var að mestu lokið byggingu bankahúss i Hafnarfirði og flutti útibúið starf- semi sína í það í nóvember s.l. EILDARVELTA Eins og áður sagði óx heildar- veltan eða fjármagnsstreymið gegnum bankann um 34.6% og nam í árslok 109 milljörðum kr. Færslu- og afgreiðslufjöldi varð um 1.9 milljón og hafði vaxið um 17.3%. í árslok voru viðskipta- reikningar 48.487 og fjölgaði þeim um 4.025 eða 9.1 % Fjöldi starfsmanna bankans var í lok ársins 108 og fjölgaði þeim um 3 á árinu. Skipting milli kynja var þannig: 56 konur, 52 karlar. ÚTIBU Samvinnubankinn starfrækti 11 útibú úti á landsbyggðinni og eitt í Reykjavík. Hafði þeim fjölg- að um eitt á árinu við opnun nýs útibús að Egilsstöðum í maí s.l. Auk útibúa rekur bankinn tvær umboðsskrifstofur þ.e. á Stöðvar- firði og Króksfjarðarnesi. Niu úti- búanna auk umboðsins á Stöðvar- firði hafa samhliða bankastarf- seminni á hendi umboðsstörf fyr- ir Samvinnutryggingar og And- vöku. Kristleifur Jónsson, banka- stjóri lagði siðan fram endurskoð- aða reikninga bankans og skýrði einstaka þætti þeirra. INNLÁN Heildarinnlán bankans námu 4.630 millj. kr. i lok árs 1976 og höfðu aukist um 1.053 millj. kr., eða um 29.4%. Samsvarandi aukning árið 1975 var 980 millj. kr. eða 37.7%. Hlutdeild Sam- vinnubankans i heildarinnlánum bankanna í árslok 1976 var 8.2 %. Innlán í árslok skiptust þannig að spariinnlán voru 3.704 millj. kr., eða 80% af heildarinnstæðum og höfðu hækkað á árinu um 901 millj. kr., eða 32.1%. Af spariinn- Iánum voru vaxtaaukainnlán 885 millj. kr. Veltiinnlán voru 926 millj. kr. og jukust um 152 millj. kr. eða 19.6%. UTLÁN Heildarútlán Samvinnubank- ans voru í lok ársins 3.964 millj. kr. og höfðu hækkað um 1245 millj. kr., eða 45.8%, sem er hlut- fallslega mesta útlánsaukning frá stofnun bankans. Ástæðan er fyrst og fremst stórfelld aukning afurðalána, sem að stærstum hluta eru endurkeypt af Seðla- bankanum. Séú afurðalánin undanskilin varð aukningin 28.1%. Til viðbótar þessu varð einnig veruleg aukning útlána til sérstakra verkefna vegna innlána frá stofnlánasjóðum. Sé tillit tek- ið til þessa varð hin almenna út- lánsaukning 24.7%. Skipting útlána eftir útlána- formum var þannig í árslok 1976: Vixillán 35.6%, yfirdráttarlán 17.3%, alm. verðbréfalán 21.5%, vaxtaaukalán 9.5% og afurðalán 16.1%. STOFNLÁNADEILD Á árinu 1976 afgreiddi deildin 9 lán að upphæð 65 millj. kr. Hefur deildin frá stofnári sínu 1972, þar með afgreitt 28 lán samtals að fjárhæð 143 millj. kr. Tekjuafgangur varð 3.9 millj. kr. og eigið fé Stofnlánadeildar- innar var 6.3 millj. kr. i árslok 1976. STAÐAN GAGNVART SEÐLABANKA Strax í upphafi árs komst bank- 29,4% inn í yfirdráttarskuld við Seðla- bankann. Einkum var staðan erf- ið síðari hluta ársins. Var skuld á viðskiptareikningi í lok ársins 241.9 millj. kr. Á bundnum reikn- ingi hækkuðu innstæður um 217.5 millj. kr. og námu 982.5 millj. kr. i árslok. REKSTUR BANKANS Tekjuafgangur til ráðstöfunar var 33 millj. kr., sem er nokkru lægri upphæð en árið 1975, en þá var hann 43 millj. kr. Til afskrifta var varið 6 millj. kr. í varasjóð voru lagðar 9 millj. kr. og i aðra sjóði 18 millj. kr. Aðalfundur samþykkti að greiða hluthöfum 13% arð fyrir árið 1976. Hlutafé bankans var óbreytt að upphæð 100 millj. kr. Varasjóður í árslok varð 89 millj. kr. Á árinu voru fasteignir bankans endur- metnar og nam hækkunin 96 millj. kr. Annað eigið fé'var 17 millj. kr. Heildarfjárhæð eigin f jár í árslok var 302 millj. kr. Samþykkt var tillaga frá banka- ráði þess efnis að gefin, verði út jöfnunarhlutabréf að upphæð 100 millj. kr. og hlutafjáreign hlut- hafa þar með tvöfölduð. Einnig samþykkti aðalfundur- inn heimild til bankaráðs um aukningu hlutafjár allt að 300 millj. kr., þannig að heildarupp- hæð hlutafjár bankans verði 500 millj. kr. Hluthafar hafa for- kaupsrétt til þessa hlutafjárauka til 1. september 1977. STJORNARKJÖR Endurkjörnir voru i bankaráð þeir Erlendur Einarsson, for- stjóri, Hjörtur Hjartar, frkvstj. og Vilhjálmur Jónsson, frkvstj. Til vara voru kjörnir Hallgrímur Sig- urðsson frkvstj., Hjalti Pálsson, frkvstj. og Ingólfur Ólafsson kfstj. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Óskar Jónatansson, aðalbókari og Magnús Kristjáns- son, fyrrv. kfstj., en Ásgeir G. Jóhannesson er skipaður af ráð- herra. — Aukning framleiðslu Framhald af bls. 37 munun, sem viðgengst hefur gagnvart iðnaðinum, væntum við þess að ríkisstjórnin sæki um framlengingu. Ég vara þó við að láta þar við sitja — framlengingin ein er lítils virði, ef ekki verður jafnframt haldið markvisst áfram á þeirri braut að lagfæra aðbúnað iðnaðarins og aðlaga efnahags- kerfið nýjum aðstæðum opinnar samkeppni og fríverzlunar. Jafnrétti — engin sérréttindi. Ég vil enn einu sinni rifja upp að við förum ekki, og höfum aldrei farið fram á, nein sér- réttindi okkur til handa, en við krefjumst: — Sömu starfsskilyrða og aðrir höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar njóta. — Sömu starfsskilyrða og erlendir keppinautar njóta hver i sinu landi. — Sömu starfsskilyrða og út- lendingar njóta á tslandi. Ég álít þetta mun vænlegra til árangurs, heldur en hugmyndir og frumvörp um athuganir eða stofnsetningu einstakra verk- smiðja hér og þar, þótt góðar geti verið. Verði séð um nauðsynlegar lagasetningar og framkvæmd þessara grundvallaratriða er ég sannfærður um að leysast mun úr læðingi sá skapandi kraftur, sem með þjóðinni býr, en fær ekki að njóta sin við núverandi skilyrði. En ekki er nóg að gera ein- göngu kröfur til annarra. Allir stjórnendur iðrifyrirtækja verða ætið að gera ýtrustu kröfur til sjálfra sín, um vöruvöndun, út- sjónarsemi og hagkvæmni I rekstri, og fullvist er að það eru ótal mörg atriði, sem þarf að breyta og bæta í stjórn iðnfyrir- tækja á Islandi, þótt margt hafi áunnist á þessum sviðum síðan við gengum i EFTA. Uppbyggingarstjórn Við höfum gegnum árin gefið rikisstjórnum okkar ýmis nöfn og gjarnan kennt þær við stærstu málin sem þær hafa barist fyrir. Það, sem þjóðin þarfnast nú, mætti kalla uppbyggingarstjórn. Allir, hvar i flokki sem þeir standa þurfa að sameinast i þeim einlæga ásetningi, að auka fram- leiðsluna á öllum sviðum og bæta lífskjörin með öllum tiltækum ráðum. Þjóðarheill krefst þess, að leiðtogarnir leggi niður dægur- þras og sameinist um að hefjast nú þegar handa. Vinni saman að því i einlægni að móta og fram- kvæma nýja uppbyggingarstefnu, með þau megin markmið fyrir augum, að sjálfstæði og áfram- haldandi búseta þjóðarinnar I landinu sé tryggð um ókomin ár, með sí batnandi lifskjörum. — Enginn uppgjafatónn Framhald af bls. 10 lega að þarna færi konungborinn maður. Var Bóni enda klæddur eins og kóngi sæmir, I sjakket. flibba- skyrtu og með hvltan staf til að auka á veldi sitt. Var þetta olnbogabarn mannllfsins frægt fyriri tilsvör sln og sögur af hirðlífinu meðal háaðals Evrópu Sagðist hann vera giftur Viktorlu Bretlandsdrottningu og þó töluverð timaskekkja komi þar fram hjá Bóna kallinum, þá er saga hans eigi að slður góð Hafa reyndar mætari menn en undirritaður sett sögur af honum á prent og skal þar aðeins tilnefndur Nóbelskáldið Hall- dór Laxnes Marga fleiri menn bar á góma I spjallinu við bændurna á Gunnars- stöðum, t.d Drauma Jóa, en sögur af þessu fólki verða að blða betri tima. Félag löggiltra raf- verktaka 50 ára FÉLAG löggiltra rafverktaka í Reykjavík (F.L.R.R.) er 50 ára 29. marz 1977. Félagið stofnuðu 5 rafverk- takar 29. marz 1927, en þeir voru Jón Ormsson, Júlfus Björnsson, Jón Sigurðsson Eiríkur Hjartarson og Edward Jensen. Fyrsti formaður félagsins varð Jón Ormsson, Július Björnsson ritari og Jón Sigurðs- son gjaldkeri. Upphaflegt nafn félagsins var „Félag rafvirkjameistara í Reykjavík" en þvl var breytt 1934 i „Félag löggiltra raf- virkjameistara í Reykjavík" og 1967 var nafninu enn breytt og heitir félagið síðan „Félag löggiltra rafverktaka í Rvík“. Fljótlega eftir að félagið var stofnað voru gerðir samningar við sveinafélagið, sem hét þá „Rafvirkjafélag Reykjavíkur" og hafði verið stofnað í júní árið áður (1926). Árið 1936 gerðist F.L.R.R. að- ili að Vinnuveitendasambandi íslands og nokkrum árum seinna að Landssambandi iðnaðarmanna, en árið 1949 var Landssamband íslenzkra raf- verktaka L.Í.R. stofnað og er F.L.R.R. nú eítt sjö félaga raf- verktaka innan þess sambands. Þótt F.L.R.R. og rafvirkja- félagið hafi um áraraðir tekist á um kaup og kjör hefur á liðnum árum og verið unnið sameiginlega að jákvæðum verkefnum og má þar nefna gerð einna timanælda ákvæðis- taxtans í byggingariðnaði og samvinnu á sviði eftirmenntun- ar, sem L.Í.R. hefur annast af hálfu rafverktaka. í nokkur ár á milli 1960 og 1970 gaf F.L.R.R. út timaritið „Ráfverktakann" ásamt L.Í.R., en útgáfa hans hefur nú legið niðri í nokkur ár. Hátíðarblað mun nú koma út í tilefni af 50 ára afmælinu. Árið 1963 festu rafverktaka- samtökin kaup á hálfri húseign- inni Hólatorgi 2 og hafa skrif- stofur samtákanna verið þar síðan. Þar reka samtökin einnig heildsölu til stuðnings félags- starfseminni. Samtökin hafa nú alveg nýlega fest kaup á allri húseigninni að Hólatorgi 2. Núverandi formaður F.L.R.R. er Gunnar Guðmundsson og með honum í stjórn eru Hannes Vigfússon, Guðjón Á. Óttósson, Þórarinn Helgason og Ástvald- urJónsson. (Frá F.L.R.R.) Núverandi stjórn Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavfk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.