Morgunblaðið - 29.03.1977, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 29.03.1977, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 39 Lánasjóður sveitarfélaga 10 ára: Lánveitingar s jóðsins nema rúmlega 1700 milljónum kr. f rá upphaf i Veitir stofnlán til meiriháttar framkvæmda Hinn 1. febrúar s.l. voru liðin tíu ár frá því að Lánasjóður sveitarfélaga tók til starfa. í tilefni af því hefur sjóðurinn gefið út afmælisrit þar sem rakinn er aðdragandinn að stofnun sjóðsins og greint frá starfsemi hans liðinn áratug. Hugmyndin að stofnun sér- stakrar lánastofnunar fyrir sveitarfélögin kom fyrst fram árið 1953, og var Jónas heitinn Guðmundsson, ráðuneytisstjóri og formaður Sambands islenzkra sveitarfélaga, helzti hvatamaður málsins. Lög um Lfnasjóð sveitarfélaga voru sett vorið 1966 fyrir forgöngu Gunnars Thoroddsen, þá- verandi fjármálaráðherra. I fyrstu stjórn sjóðsins áttu sæti: Jónas G. Rafnar, formaður, Gunnlaugur Pétursson Jónas Guðmundsson Magnús E. Guðjónsson og Sigurður I. Sig- urðsson. Núverandi stjórn sjóðsins skipa: Jónas G. Rafnar, formaður, Gunnlaugur Péturs- son, Bjarni Einarsson, Ölafur G. Einarsson og ölvir Karlsson. Framkvæmdastjóri sjóðsins frá upphafi hefur verið Magnús E. Guðjónsson. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft sameiginlega fram- kvæmdastjórn og skrifstofu- hald með Sambandi Islenzkra sveitarfélaga og Bjargráða- sjóði. Megintilgangur Lánasjóðs sveitarfélaga er að veita sveitarfélögum landsins stofn- lán til meiriháttar fram- kvæmda. Fyrstu árin veitti sjóðurinn einkum lán til vatns- veituframkvæmda og skóla- bygginga i dreifbýli. Hin síðari ár hafa lánveitingar sjóðsins til annarra framkvæmda farið vaxandi s.s. til gatnagerðar i þéttbýli og til hitaveitufram- kvæmda. Tekjur sjóðsns hafa verið vextir af eigin fé, framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og ríkissjóði. Fyrstu átta starfs- árin var framlag frá Jöfnunar- sjóði 15 millj. kr. á ári og fram- lag ríkissjóðs frá 4,5 millj. kr. til 8,0 millj. kr. á ári en frá og með árinu. 1975 hefur framlag frá Jöfnunarsjóði numið 5% af tekjum þess sióðs og framlag Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga: Talið frá vinstri: ölvir Karlsson, Jónas G. Rafnar, sem verið hefur formaður frá upphafi, Ólafur G. Einarsson, Gunnlaugur Pétursson og Bjarni Einarsson. ríkissjóðs hefur verið helmingur þeirrar fjárhæðar. Heildartekjur Lánasjóðs sveitarfélaga á árinu 1976 námu tæpum 445 millj. kr., en tekjur umfram gjöld voru 342,2 millj. kr. Höfuðstóll sjóðsins í árslok 1976 var 769,7 millj. kr. Rekstrarkostnaður sjóðsins siðastliðið ár var 6,6 millj. kr. Til viðbótar eigin ráðstöfunarfé hefur sjóðurinn árlega tekið lán hjá Fram- kvæmdasjóði íslands til að endurlána sveitarfélögunum. Samanlagt hafa þær lántökur numið 960 milij. kr. Lánveitingar sjóðsins fyrsta starfsár hans, 1967 námu rúm- lega 24 millj. kr., en á síðasta ári námu lánveitingar 712,5 millj. kr., en lánveitingar sjóðsins frá upphafi hafa numið 1,738 millj, kr. Samanlögð útlán sjóðsins frá upphafi hafa skiptzt þannig eftir kjördæmum: Kjördæmi: Þús. kr. % Reykjanes 190.400 10,95 Reykjavík 135.840 7.81 Vesturland 136.900 7.88 Vestfirðir 228.215 13,13 Norvesturl. 342.275 19,69 Norðausturl. 194.919 11,21 Austurland 207.293 11,92 Suðurland 302.550 17,41 Samtals 1.738.392 100% Eftir tegundum framkvæmda skiptast heildarútlán sjóðsins þannig: Tegundir framkv.: Þús.kr. % Hitaveitur 615.950 35.43 Gatnagerð 442.675 25,46 Vatnsveitur 436.080 25,09 Skólar 216.537 12,46 Annað 27.150 1,56 Samtals 1.738.392 100% Alls hafa 165 sveitarfélög og fyrirtæki þeirra fengið lán úr sjóðnum frá upphafi þ.e. allir kaupstaðir landsins, 21, og 144 hreppar. Ef heildarlánveitingar sjóðsins frá upphafi 1.738 millj. kr., væru framreiknaðar mundu þær jafngilda 3.893 millj. kr. á verðlagi i árslok 1976. Fréttatilkynning Barþjónarnir enn FRÁ félagi framreiðslumanna hefur blaðinu forist eftirfarandi: í tilefni af yfirlýsingu Sigur- laugar Bjarnadóttur, alþingis- manns, í Morgunblaðinu þann 10 þ.m. vill stjórn og túnaðarráð Félags framreiðslumanna beina eftirfarandi til þingmannsins: I yfirlýsingu sinni telur alþingismaðurinn sig ekki þurfa að standa framreiðslumönnum reikningsskil vegna þeirrar til- gátu sinnar í sjónvarpsþætti að barþjónar væru líklega tekju- hærri en ráðherrar og bætir siðan við, að athugasemdir Félags framreiðslumanna við ummæli hennar gætu orðið henni sérstakt tilefni til að kanna nánar, hver séu launakjör barþjóna á Islandi. Þetta síðasta er væntanlega til þess ætlað að fullvissa almenning um að þingmaðurinn hafi ekki skipt um skoðun á þvi að barþjón- ar séu tekjuhærri en ráðherrar. Einkaskoðanir þingmannsins eru að sjálfsögðu hennar mál, en þegar farið er að viðra þær á almennum vettvangi er að fleiru að hyggja. Hér er nefnilega verið að lauma því inn hjá almenningi að tiltekinn hópur launþega, sem nú er að búast til kjarasamninga, ásamt öðrum launastéttum, sé há- tekjustétt, en slíkt er beinlinis til þess fallið að skaða hagsmuni framreiðslumanna í þeim stéttaá- tökum, sem framundan eru. Það er mannlegt að skjátlast og hefði þingmaðurinn, af gefnu til- efni frá okkur, leitað upplýsinga um hverjar tekjur barþjóna eru I raun og síðan beðist afsökunar á fraumhlaupi sínu, hefðum við tal- ið hana mann að meiri, en því var ekki að heilsa. Þar sem við viljum enn trúa því, þrátt fyrir það sem á undan er gengið, að þingmaðurinn vilji fremur hafa það sem sannara reynist, býður Félag framleiðslu- manna þingmanninum til sam- starfs um að fá hlutlausan og ábyrgan aðila, og þá væntanlega helst þjóðhagsstofnun, til að kanna tekjur barþjóna þannig að rétt heildarmynd fáist. Niður- stöður yrðu síðan birtar í fjölmiðl- um svo öllum geti orðið ljóst hvort ágiskun þingmannsins er nærri lagi eða ekki. f.h. Félags framreiðslumanna, Haraldur Tómason, formaður. Mikið flogið til Húsavíkur Mikil aukning hefur i vetur verið á flugleið Flugfélagsins milli Reykjavíkur og Húsavikur. Verður því ferðum á þessari leið f jölgað I sumar í 9 og er jafnvel til umræðu að opna þar sjöttu skrif- stofu félagsins utan Reykjavikur. AIOLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 Pú gerir hvergi mest seldi bíll 1976 □ 1 □ 1111 AMIGO 105 - kr. ca. 860.000.- AMIGO 120 L - - - 960.000,- AMIGO 120 LS - - - 1010.000- Skoda Amigo er mjög falleg og stílhrein bifreió. Hún er búin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió aukió til muna. Komió og skoóió þessa einstöku bifreió. JÖFUR HF. Tékkneska bifraóaumboóió ó (sbndi AU06R6KKU 44-44 - KÓRAVOGI - SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.