Morgunblaðið - 29.03.1977, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.03.1977, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 45 u w ~ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI v i/jAjr-n^aa'v n MISNOTKUN FRELSIS AF HÁLFU EINS AÐILA GETUR EKKI MEÐ NOKKRU MÖTI RÉTTLÆTT ARASIR ANNARS AÐILA A ALMENNT TJANINGARFRELSI. Fullorðnum ber vissulega skylda til að vera fyrirmynd þeirra sem yngri eru í málefna- legum rökstuðningi í ræðu og riti og hvetja þá á þann hátt til heiðarlegrar þátttöku þjóðmál- anna. Skammir og háðsyrði um tilfinningavæmni unglinga gagn- vart framtíð lands og þjóðar eru hvorki réttlát né stórmannleg framkoma og lítt sæmandi þrosk- uðum mönnum, sem veljast til ábyrgðarstarfa. Virðingarfyllst, Elfn Eggerz-Stefánsson." Aths. ritstj. Morgunblaðið hefur aldrei haldið því fram, hvorki í Reykja- víkurbréfi því, sem höfundur vitnar til, eða annars staðar, að allir andstæðingar stóriðju á Is- landi séu kommúnistar. Þvi fer fjarri. I umræddu Reykjavikurbréfi var hins vegar sérstaklega fjallað um samræmdar aðgerðir kommúnista í V-Evrópu gegn stóriðjufyrirtækjum og rök leidd að þvi, að skyndileg áherzla kommúnista hér á stóriðjumálin væri i beinum tengslum við niður- stöður fundar, sem evrópskir kommúnistaleiðtogar efndu til í Dtisseldorf i desember. I umræddu Reykjavíkurbréfi var ekki staðhæft, að andstaða einhverra islenzkra námsmanna við stóriðju væri runnin undan rifjum kommúnista. Hins vegar var bent á, og við það er staðið, að þegar herferðir af þessu tagi fara í gang hlýða hinir trúuðu kallinu, hvar sem þeir eru. Að lokum þetta: Morgunblaðið hafði hvorki uppi skammir eða háðsyrði um unglingana í Hamra- hliðaskóla. En óski þeir eftir að leggja orð í belg í opinberum um- ræðum verða þeir að taka því, að gerðar séu sömu kröfur til þeirra um máltilbúngaenarra. grein þeirra var tilfinningahitinn rökunum yfirsterkari. % Meira um bjórinn „Undirritaður skorar hér með á þingflokk sjálfstæðismanna sem forystuflokk íslenzkra stjórnmála að fella breytingartillögu Jóns G. Sólness (þingskj. 320) við frum- varð nr. 82, 2. júli 1969. Ég ætla að nefna eitt dæmi úr atvinnulffi Danmerkur til áréttingar máli mfnu. Skipasmiðastöðin Burmeister og Wain rambaði á barmi gjaldþrots kringum 1960. Orsakanna var lengi leitað, því að þetta þótti með ólikindum. Loks fundu menn bölvaldinn. Það var bjórdrykkja starfsmanna i vinnu- tímanum, sem var þess valdandi að afköstin minnkuðu svo mjög að fyrirtækið hætti að bera sig og gjaldþrot blasti við. En til að forðast slika hneisu hljóp danska ríkið undir bagga i þetta sinn með stórum fjárfúlg- um. Þið bjórvinir sjáið aðeins björtu hliðarnar á bjórnum, sem að ykkar dómi eru margar, en ég fullyrði að skuggahliðarnar eru margfalt fleiri og mæli ég þar af nokkurri reynslu. Arthur Aanes.“ f>essir hringdu . . . 0 Málsmekkur — málvenjur „Morð er — auk þess að vera glæpur — ljótt orð og gróft, en engu að siður notað í tíma og ótíma. Til dæmis er talað um sjálfsmorð i stað hins, að einhver hafi fyrirfarið sér eða svipt sig lífi. Slíkt gera yfirleitt aðeins sár- þjáðir, geðsjúkir menn eða undir óþolandi kringumstæðum öðrum og er ekki sambærilegt morðum frömdum með köldu blóði oftast til að auðga sjálfa sig eða halda völdum, mafían, Amin, o.s.frv. Nóg um þetta, en annað orð og óskylt veður uppi, náttúrulegt i stað náttúrlegt. 1 einstaka tilfell- um á það við að talað sé um SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Dnepropetrovsk í Rússlandi i júlí síðastliðnum kom þessi staða upp I skák þeirra Vitolins, sem hafði hvftt og átti leik, og Pavlenko: • b c d • t b h 14. Bxh7 + ! Khx7 15. He3 Dd8 (Eða 15. ... Kg8 16. Hg3 g6 17. Be5) 16. Hg3 g6 (16. ... Df6 gekk ekki vegna 17. Dh5+ Kg8 18. Be5) 17. Be5 Kg8 18. Hh3 og svartur gafst upp. Urslit mótsins urðu þessi: 1. Kozlov (Ai'khangelsk) 12'á v. af 16 mögulegum. 2. Gure- vich 11 v. 3. Ljubarski IO'á v. o.s.frv. Þátttakendur I mótinu voru allir áhugamenn frá Norður- Rússlandi. náttúrulega hluti, en oftast er réttnefninu náttúrlegt, sem auk þess er miklu fallegra, breytt i náttúrulegt að óþörfu. Takið bara eftir — það er ógerlegt að taka dæmi — og sjáið að ykkur. Aðeins eitt í viðbót. Ungabarn var mikið í tizku að tala og skrifa um. A það að vera ungbarn og hefur sú málvenja lagazt síðan hún var gagnrýnd i daglegu máli ríkisútvarpsins fyrir nokkru sam- kvæmt beiðni undirritaðs og með stuðningi flutningsmanns þátt- arins daglegs máls. Margrét Jóhannesdóttir." HOGNI HREKKVÍSI Hesta- menn Hringamél Beizli verð frá 2.331. - verð frá kr. 7.847. Spaðahnakkar Verðfrá 24.800 - Reiðstígvél Verð frá 4552, Leðurfeiti Laugavegi 13, sími 13508 Istöð Verðfrá 2.523 - Verzlið-’ þar sem hagkvæmast er Verzlið þar sem úr- valið er mest. Póstsendum Tungu- gúmmí Hnikkingatangir Nylongjarðir Hófhlífar ©s=€> Koparlásar 0 Istaðsólar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.