Morgunblaðið - 15.04.1977, Side 16

Morgunblaðið - 15.04.1977, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1977 Hljómleikar í Hveragerðiskirkju Hveragerði 15. april. SUNNUDAGINN 17. apríl verða haldnir hljómleikar í Hvera- gerðiskirkju kl. 9. e.h. til ágóða fyrir kirkjusjóð. Á hljómleikun- um koma fram landskunnir lista- menn, þ.ám. Einar Markússon píanóleikari, Garðar Cortes óperusöngvari og Kristinn Halls- son óperusöngvari. Kynnir verður Pétur Pétursson útvarpsþulur. Safnaðarstjórn er mjög þakklát þessum ágætu listamönnam fyr-' irþann velvilja sem þeir sýna kirkjunni. Hveragerðiskirkja er þekkt fyrir góðan hljómburð svo þetta verður ánægjuleg kvöld- stund, en sungin verða bæði inn- lend og erlend lög. Georg. >-\ Langholtsvegur 109 Reykjavík Sími 86775 — 86088 OPNUM Á MORGUN SÉRVERZLUN AÐ LANGHOLTSVEGI 109 VIÐ SELJUM: Hreinlætistæki —■ Blöndunartæki Ofnloka — Fittings — Einangrun Plastfittings og rör — Ýmsir fylgihlutar til hita, vatns- og hreinlætislagna — Gjörið svo vel að líta inn — Við erum fagmenn K. AUÐUNSSON H/F Langholtsvegur 109 Reykjavík RÝMINGARSAIA mm mm mm mim ^^m mmm mmt mmmm mmm wm mmm ^mm ^^mm^ RYMIMfiA R<%A/A # f frf irfff f|#ni/1 RYMINGARSAIA -vegna þess aö búöin hættir- Gefjun þriðjudag flutti dr. E. Isenbugel tvö erindi um hesta ( HitíSasal Háskóla íslands en auk hans flutti dr. Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur, erindi um litaerfSir hestakynja. f rœSustól er Gunnar Bjamason. sem var fundar- stjóri, viS borSiS sitja (t.v.) dr. Isenbúgel. Pétur Behrens, sem var túlkur, og dr. Stefán ASalsteinsson. Ljósm. Mbl. FriSþjófur. „Hægt að rækta íslenzka hesta erlendis en kostn- aður of hár,J UM ÞESSAR mundir er staddur hér á landi dr. Ewald Isenbúgel, forseti Evrópusambands eigenda fslenskra hesta. Hefur dr. Isenbugel, sem er dýralæknir, haldið hér nokkra fyrir- lestra um fslenzka hestinn á erlendri grund og um tölthestakyn í heiminum en dr. Isenbúgel er í hópi þriggja vísindamanna, sem mest starfa að rannsóknum á tölthestakynjum f heim- inum Dr. Isenbúgel er fæddur í Þýzka- landi en hefur frá árinu 1959 búið í Sviss. Starfar dr. Isenbúgel nú sem kennari í hrossaræktun við háskólann f Zúrich og sem dýralæknir við Dýra- garðinn í Zúrich. Ferð dr. Isenbúgels hingað til lands nú er sjöunda ferðin hans til íslands. Doktorsritgerð dr. Isenbúgels, sem út kom árið 1966, bar heitið „íslenzki hesturinn" og fjallaði um uppruna og eiginleika hans. Dr. E. Isenbúgel Rætt við dr. E. Isenbugel, forseta Evrópusambands eig- enda íslenzkra hesta Hestamennska í Evrópu hefði gleymzt Blaðamaður hitti dr Isenbugel að máli i vikunni og var hann fyrst spurð- ur, hvað það væri, sem laðaði útlend- inga að islenzka hestinum? „íslenzki hesturinn uppfyllir þær kröfur. sem gerðar eru til fristunda- hests, sem fólk i Evrópu hefur sótzt eftir og sækist enn eftir. ef svo má að orði komast. Hesturinn þarf ekki að vera innilokaður i hlýjum húsakynnum allt árið eins og stóru hestarnir og það er ekki nauðsynlegt að hafa þennan hest i stöðugri þjálfun. Hann er einnig heilbrigðari og hraustari en þeir hestar, sem á boðstólum eru í Evrópu. Eitt aðalatriðið i þessu sambandi eru þó gangtegundir og fjölhæfni islenzka hestsins. Hann er auðveldur i reið fyrir knapann og sáðast en ekki sizt er hann vinur allrar fjölskyldunnar. jslenzki he'sturinn hefur vakið athygli fólks fyrir ganghæfileika sína og töltið hrifur bæði sem þægilegur gangur og sem skemmtilegt sýningaatriði." Hverjar eru horfur á áframhaldandi útflutningi islenzkra hesta til Evrópu? „Eftir siðari heimsstyrjöldina hefur sala á stóram hestum farið minnkandi ( Evrópu og allt frá þvl að Gunnar Bjarnaeon kynnti Islenzka hestinn fyrst i Edinborg 1954 hefur ásókn I hann farið vaxandi Ég leyfi mér að fullyrða að ef íslenzki hesturinn hefði ekki kom- ið á markað í Evrópu og þar með ný tegund hestamennsku. hefði hesta- mennska I Evrópu jafnvel ekki verið finnanleg eftir nokkra áratugi Með tilkomu islenzka hestsins kynnt- ust Evrópumenn fyrst aftur fjölhæfum ganghesti — hlut sem var gleymdur I Mið-Evrópu Töltið varð nú það sem menn sóttust eftir Eins og ég sagði áðan hefur sala á stórum hestum dregizt mjög saman en hins vegar hefur fjöldi fristundahesta haldizt óbreyttur. Fyrir tveimur árum voru hlutföllin þau í hestakaupunum að 60% keyptu stóra hesta en 40% litla en nú hefur þetta snúizt við og ég veit ekki um neinn, sem selur islenzkan hest til að kaupa sér stóran en ég veit um marga, sem selja stóra hesta til að kaupa islenzka Meðal þeirra, sem áhuga hafa á litlum hestum, hefur verið greinilegur áhugi á fleiri hesta- kynjum en þvi islenzka og leitað hefur verið eftir hestum sem uppfyllt geta þær kröfur, sem menn gera til hesta I þessum flokki í þessu sambandi hafa verið fluttir inn hestar frá Suður- Amerlku En íslenzki hesturinn var fyrsti hesturinn af þessum hestum, sem fluttur var til Evrópu, og hann nýtur þess áhuga. sem þar er á honum og ég er þeirrar skoðunar að hann komi til með að halda sinum hlut á markaðnum " Þá voru tölthestar skornir upp Nú hefur þú ásamt öðrum starfað að alþjóðlegum rannsóknum á tölthest- um Getur þú sagt okkur eitthvað frá þessum rannsóknum? „Það eru þrír menn í heiminum, sem hafa það að aðalverkefni að rannsaka ganghæfni hestakynja og þá sérstak- lega töltið. Ásamt mér vinna að þess- um rannsóknum prófessor Ascaubi. sem starfar í Brasilfu, og dr. Hilde- brand í Kaliforníu. Það hefur komið f Ijós, að mikill meirihluti hestakynja í heiminum er ganghestar og þannig telst okkur til að 74% af þeim hesta- kynjum, sem færð eru til ættbókar, séu ganghestar. Mörgum er t.d. töltið framandi og eitt bezta dæmið um það er, að á þeim tíma, sem doktorsritgerð mín kemur út, árið 1966, voru hestar, sem töltu, skornir upp — menn töldu að þarna væri á ferðinni nýr fótasjúk-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.